Alþýðublaðið - 11.08.1988, Page 5

Alþýðublaðið - 11.08.1988, Page 5
Fi'rtihrtt'u'dagur 11. ágúst 1988 5 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson skrifar Ríkisstjórnin undirbýr efnahagsaðgerðir NHNIRNERSUILEH) Á TEIKNIRORÐINU Ráðgjafarnefnd Þorsteins er að mestu hœtt að gœla við gengisfellingartillögur og skoðar niðurfœrsluleið í samráði við Þjóðhagsstofnun. Gengisfelling ekki dagskrármál en ráðherrar óttast mjög gjaldeyrishamstur úr bönkum og hafa uppi viðbúnað. Eru sjónarmið Framsóknar og Alþýðuflokks að mœtast? í efnahagsmálastöðunni standa stjórnvöld nú frammi fyrir tveimur valkostum sem þau hafa sjálf sett sér: Ann- ars vegar er rætt um grimmar og sársaukafullar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Geng- isfellingu og mikinn niður- skurð ríkisútgjalda þar sem stjórnvöld vilja ekki hvika frá því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár hallalaus. Raunar stefnir fjármálaráðherra að því að rikissjóður skili tekju- afgangi. Hins vegar er rætt um svokallaða „niðurfærslu- leiö“. í efnahagsmálunum eru ólik sjónarmið uppi. Þá er aðeins háif sagan sögð þvi á pólitiska sviðinu er bjargráða ekki síður þörf. Ríkisstjórnin hefur komið fram sem sund- urlaus hópur ráðherra með sérskoðanir. Framsóknar- menn hafa haldið stífa fundi undanfarið og ekki farið leynt með það. Viðfangsefnið: leið- ir til að leysa vanda atvinnu- lífs. Sumir vilja þó halda því fram að framsóknarmenn séu þarna að leika pólitískar sjón- hverfingar því tillögur þeirra lágu þegar fyrir i vor eftir miðstjórnarfundinn fræga. Þó bendir ýmislegt til að þar sé alvaran á ferðum. Þeir hafa aðallega beitt þeirri aðferð að „yfirheyra“ áhrifa- menn til að kortleggja stöð- una. Á öðrum vettvangi eru svo ráðherrar Alþýðuflokks- ins sem vinna nú hörðum höndum að fjölmörgum verk- efnum sem snerta fyrirhug- aðar efnahagsaðgerðir, undir- búning fjárlaga- og lánsfjár- lagagerðar og önnur mikil- væg stjórnarfrumvörp fyrir haustþingið. Margt bendir til þess að sjónarmið Framsóknar- og Alþýðuflokks séu að mætast og að þessir flokkar geti stillt saman strengi fyrir stóru ákvarðanirnar sem teknar verða í síðari hluta mánaðarins og ( haust. Ráð- herrar Alþýðuflokksins hafa ræðst mikið við á síðustu dögum um verkefni sín enda heyra flest mál, sem mest brennur á um þessar mundir, undir þeirra ráðuneyti. I dag kemur svo þingflokkur Alþýðuflokksins saman til fundar þar sem staða mála og vinnubrögð á næstunni verða til umræðu. í fyrradag hittust Steingrímur og Jón Baldvin á löngum fundi þar sem efnahagsmál og staða atvinnulífsins voru rædd. Ekkert hefur heyrst frá sjálf- stæðismönnum þó vitað sé að þeir hafa eitthvað samráð um stöðuna, en sjálfur verk- stjórnandinn er fjarri öllu gamni í opinberri heimsókn og síðan vikufríi vestur í Bandaríkjunum. Áður greip hann þó til þess ráðs að skipa „forstjóranefndina“ til að koma með tillögur um aðgerðir til að bæta stöðu út- flutningsfyrirtækjanna. Þessi ákvörðun er einsdæmi í stjórnmálasögunni og hefur nefndin hlotið ýmis heiti s.s. „Lítla rikisstjórnin" eða „Skuggaráðuneyti Þorsteins". Tilgangurinn hefurvafist fyrir ýmsum og hefur Alþýðublað- iö áreiðanlegar hiemildir fyrir því að þessi ákvörðun for- sætisráðherra hafi mælst heldur illa fyrir meðal margra stjórnarliöa. Sumir benda þó á að þarna hafi Þorsteini tek- ist það snjallræði að þagga niður í háværustu gengisfell- ingarforstjórunum og gert þá samábyrga fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. A móti benda menn á að með þessu hafi Þorsteinn tekið gifurlega áhættu. Rikisstjórnin hyggst ekki fella gengið á næstunni en óttast mjög að svipað ástand skapist og í maí þar sem mikil spákaupmennska og gjaldeyrisútstreymi þving- uðu fram gengisfellingu fyrr en til stóð. Nefndarskipunin hefði hæglega getað ýtt skriðunni af stað, þar sem í henni sitja atvinnurekendur sem hafa margsinnis krafist stórfelldrar gengislækkunar til bjargar útflutningsfyrir- tækjunum og samkeppnis- greinunum. VIOBÚNAÐUR Af einhverri ástæðu hefur ekki fariö af stað nein mark- tæk gengisfellingarpanik en stjórnvöld fylgjast þó grannt með og eru I viðbragðsstöðu. Sendir Seðlabankinn við- skiptaráðherra reglulega upp- lýsingar um breytingar á gjaldeyrisútstreymi á hverjum degi. Að fyrirmælum Jóns Sigurðssonar hefur einnig verið komið á eftirlitsreglum sem koma eiga í veg fyrir að Seðlabankinn afgreiði gjald- eyrisbeiönir umfram það sem þegar er farið á gjalddaga til að koma í veg fyrir gjaldeyris- spákaupmennsku. Meiri við- búnaður er þó hafður uppi. Hreyfingar í viðskiptalifinu eru undir smásjá enda má ýmislegt hafa til marks um gjaldeyrisspákaupmennsku s.s. bifreiðaútsölur bila- umboðanna. Stjórnvöld geta að sjálfsögðu ekki gripið beint inn i viðskiptin á mark- aðnum en hafa ýmis vopn í hendi s.s. að hækka að bragði innflutningsgjöld á bílum. NIDURTALNING Á DAGSKRÁ „Skuggaráðuneyti Þor- steins" hóf störf sl. föstudag og hefur haldið fundi tvisvar á dag. Stefnt er að því að nefndin Ijúki störfum í lok næstu viku, þ.e. að tillögurn- ar liggi fyrir þegar forsætis- ráðherra kemur heim frá Bandaríkjunum. Nefndar- menn hafa verið sem lokuð bók við fréttamenn en skv. heimildum blaósins var um- ræðuefni i fyrstu eingöngu á gengisfellingarnótum. Þar var talað um allt að 30% gengis- fellingu. Síðan urðu þeir þó að fara að horfast i augu við marghliða staðreyndir, sem forstjórar í atvinnulífinu þurfa yfirleitt ekki að hafa á borð- inu hjá sér en eru að sjálf- sögðu daglegt umhugsunar- efni stjórnvalda, nefnilega afleiðingar gengislækkunar fyrir verðbólguþróun. Hag- fræðingar telja að 25—30% gengisfelling þýði a.m.k. 70% verðbólgu í desember. Þeir uröu einnig að meta hvaða afleiðingar gengisfelling hefði fyrir uppfærslu á skuld- um fyrirtækja, á hækkun nafnvaxta og aukna fjár- magnsbyrði. Rýrnun kaup- máttar fylgdi aö sjálfsöðgu i kjölfarið og hvernig áttu nefndarmenn að meta áhrif þess á vinnumarkaði? Reynslan af tveimur gengis- fellingum á þessu ári sýnir aukin heldur að jákvæð áhrif þeirra eyðast á örfáum mánuðum. Þegar nefndar- menn höfðu áttað sig á þessu munu þeir hafa farið að ræða niðurfærsluleiðina svokölluðu, en efnahagssér- fræðingar stjórnarflokkanna skoða hana nú af mikilli athygli. Leiðin byggist á því að lækka tilkostnað greina atvinnulífsins og hefur reynd- ar aðeins einu sinni verið reynd hér, þ.e. af ríkisstjórn Emils Jónssonar árið 1959. Nefndin hefur samráð við Þjóðhagsstofnun við mat á niðurfærsluleiðinni, enda telja menn þar á bæ að hún ætti' að geta skilað talsverð- um árangri. Hún er hins veg- ar mjög erfið I framkvæmd því i henni felst það einfald- lega að allur kostnaður er færður niður með handafli; laun, fjármagnskostnaður og verölag i einu vetfangi. Niðurfærsluleiðin vekur margar spurningar þar sem aðstæður í dag eru allt ann- ars eðlis en 1959. í hnotskurn er vandinn i dag afleiðing af mistökum við efnahagsstjórn á síðustu 15 árum sem lýsir sér í hruni fyrirtækja- strúktúrsins í landinu. Á ár- unum 1978-1984 töpuðu fyrir- tæki eigin fé í óðaverðbólgu og söfnuðu skuldum. Síðan fengu þau þriggja ára góðæri en brugðust þannig við að þau héldu áfram að safna skuldum. Nú standa þau frammi fyrir skilvirkri verð- tryggingu og háum raunvöxt- um sem eru að sliga atvinnu- lífið og stjórnvöld þurfa að vinna úr vandanum við alger- lega nýjar aðstæður. STJÓRNARSLIT í HAUST? Þótt lítið hafi borið á þvi opinberlega að ríkisstjómin vinni að efnahagsaðgerðum er hörkuvinna i gangi í ein- stökum ráðuneytum og sér- stökum starfshópum flokk- anna. Það sem ráöið verður úr stööunni er að ráðherrarnir reyna að draga gengisfell- ingu á langinn þó fullvíst sé aö gengið verði fellt eftir ein- hverjar vikur. Kjarni efnahags- aðgerðanna liggur í fjárlaga- gerðinni og einstökum verk- efnum á sviði viðskipta- og peningamála. Þessi mál munu koma fram í pökkum, bæði í tengslum við efna- hagsaðgerðir og stjórnar- frumvörp fyrir þingið. Þar má nefna vinnu við að finna leið- ir til að draga úr víxlhækkun- aráhrifum á peningamarkaði og afleiöingar af því að lög- binda lækkun vaxta á verð- tryggðum skuldbindingum. I vor lá fyrir frumvarp um skattlagningu fjárfestingar- lánasjóða og veðdeilda sem ekki fékkst samþykkt þá en fer líkloga í gegn núna og svo eru menn að meta mögu- leika á miklum niðurskurði og lækkun kostnaðar á út- gjaldahlið fjárlaga. Stjórnvöld íhugaeinnig hvernig megi auka möguleika fyrirtækja á að auka eigið fjármagn svo ekki þurfi sífellt að auka tekj- ur þeirra með gengisfellingu þegar harðnar á dalnum. Huga menn m.a. að þvi hvernig gera megi hlutabréf arðbærari og hvernig gera megi fyrirtækjum kleift að auka eigið fjármagn með hlutafjárútboðum. Hér er þó aðeins fátt eitt nefnt af þeim verkefnum sem eru á borðum ráðherranna og eftir er að ná pólitlskri samstöðu. Líkureru taldar á að Framsókn og Alþýðuflokkur gætu náð saman um þetta en svo er opin spurning hvort Fram- sókn ætlar að spila úr stöð- unni með því að ganga úr stjórninni í haust ef kröfur flokksins ná ekki fram að ganga og Alþýðuflokkurin að standa og/eóa falla með verkum slnum. Sjá'ío* Jis- flokkurinn er aftur a móti sem lokuð bók.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.