Alþýðublaðið - 11.08.1988, Page 7

Alþýðublaðið - 11.08.1988, Page 7
Fimmtudagur 11. ágúst 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Kosningabaratta Dukakis hefur fram að þessu kostað 25 milljónir dollara. ORÐHVÖT AMMA FRÁ SLÉTTUNUM llllllllli fíííffh: ' P llil l-. -.v- \ ■iliillll SBSBil**::#:!:: ■lllillili v.:':i?- !!!!! iill IIi m . : - . $ ÉH MM slllll «111 * lil iÍiÍÍ ■■ ■Í5SÍÍSÍÍ I • -,::;áí5 Tónninn sem gefinn var á fyrsta degi landsfundarins einkenndist af samstöðu í flokknum og baráttuvilja vegna kosninganna í haust. Nokkrum klukkustundum áð- ur en fundurinn hófst héldu Dukakis og Jackson sinn sáttafund, þar sem þeir komu sér saman um nána sam- vinnu í kosningabaráttunni. STAL SENUNNI Það var Ann Richards sem stal senunni í salnum, þar sem voru um 15.000 manns. Hvíthærð og ömmuleg sagði hin 54 ára Texasfrú frá æsku sinni í Texas á kreppuárunum og frá föður sínum sem var Roosevelt-demókrati. Einnig talaði hún um repúblikana og þá staðreynd, að þeir virtust ekki frekar en áður gera sér Ijós hin mörgu félagslegu vandamál sem enn væru í Bandaríkjunum. Það var sér- staklega Bush sem varð fyrir barðinu á kaldhæðni hennar. Ræða hennar var blönduð mikilli kímni og alvarlegri meðvitund hennar um það, sem ábótavant er i bandarísku þjóðfélagi. „í átta ár hefur George Bush ekki sýnt minnsta áhuga á neinu sem máli skiptir fyrir þjóðina. Allt í einu nú, þegar hann hefur áhuga á að komast í embætti sem hann er á engan hátt fær um að gegna, er hann eins og Kólumbus sem fann Ameriku," sagði hún. „Skyndilega hefur hann upp- götvað barnaheimili og skyndilega hefur hann upp- götvað menntun. Repúblikanar segja að ein- hverju sé áfátt, þegar fjöl- skyldur leysast upp af því að menn geta ekki lifað af ein- um launum, og þeir viður- kenna einnig að eitthvað sé að, þegar landbúnaður stend- ur höllum fæti en matvæli eru flutt inn frá öðrum lönd- um. Sömuleiðis þarf að sjá þjóðinni fyrir hreinu vatni, hreinu lofti, hreinu hafi og fylgjast með ósonlaginu," sagði Richards og hélt svo áfram við mikil fagnaðarlæti: „Allt þetta viðurkenna þeir, en ekkert af þessu er það mikið vandamál að þeir fari ekki létt með að kippa því öllu í liðinn í nóvember!“ ÓSK UM SAMSTÖÐU Richards gaf tóninn með því að Ijúka lofsorði á bæði Jesse Jackson og Michael Dukakis og óskaði eftir þéttri samstöðu. Það sama gerði Carter, fyrrverandi forseti, sem talaði næst á eftir Rich- ards. Svo virðist sem Carter sé aftur að ná vinsældum, eftir margra ára veru úti í kuldanum vegna hrakfaranna gegn Ronald Reagan. Það er ekki talið vafamál að Ann Richards, fjármálaráðherra fráTexas, sé veröandi stjarna í flokki demókrata. Hún höfð- „Aumingja George, ekki getur hann gert að því að hann fœddist með silfurfót í munni. “ (Bandaríkjamenn segja gjarnan ef þeir tala af sér, að einhver hafi verið „með fótinn í munninum“, og þarna er því blandað saman við orðtakið „að fœðast með silfurskeið í munniíi. ar til fólksins með látlausri framkomu, er ekkert að reyna að fela Texas-framburðinn en umfram allt virðist það vera einlægni hennar, þegar hún talar um félagslegu vanda- málin, sem fær fólk til að trúa því sem hún segir. Það virðist sem vinsældir hennar séu af sama meiði og Jesse Jackson, þ.e. hressileg, alþýðleg framkoma og stutt í brosið, þvi alvara er oft miklu meiri hjá fólki sem getur brosað en þeim sem setja upp alvarlegan spekingssvip þegar þeir halda ræður. Demókratar í Bandarikjun- um gera sér vonir um, að þessi Planda af alþýðleika Jesse Jackson, hnökralausri framkomu Dukakis og sam- böndum Lloyd Bentsen við viðskiptalífið muni gera flokkinn það sterkan að sigur gæti unnist í nóvember. Demókratar hafa lagt fyrir Ronald Reagan tillögu um, að gefinn verði 60 daga upp- sagnarfrestur ef til fjöldaupp- sagna kemur þegar stór fyrir- tæki eru lögð niður, ella gæti það mál orðið að kosninga- baráttumáli. Forseti fulltrúa- deildar bandaríska þingsins, Jim Wright, skrifaði undir þessa tillögu til laga á lands- fundi demókrata og er vonast til að Reagan muni undirrita og tillagan verði að lögum. DÝR KOSNINGABARÁTTA Kosningabarátta Dukakis hefur fram að þessu kostað um 25 milljónir dollara, en kostnaóinn hjá Bush segja menn eitthvað hærri. Þetta eru þó smámunir miðað við það sem fram- undan er þegar nær dregur kosningum og baráttan hefst fyrir alvöru. Aó loknum kosn- ingum munu sigurvegarinn og hinn sigraði samtals hafa eytt um 300 milljónum doll- ara í kosningabaráttuna. Helmingur þess fjár kemur fráopinberum sjóðum. (Arbeiderbladet)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.