Alþýðublaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 24. ágúst 1988 MMMBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármula 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 80 kr. um helgar. VELKOMIN Í HÓTEL EIMSKIP! Eimskip hefur ákveðið að ráðast í hótelrekstur. Og ekki nóg með það, heldur hefur óskabarn þjóöarinnar ákveðið að rífa hin sögufrægu Kveldúlfshús á Skúlagötu og reisa þar20 þúsund fermetra glæsihótel í alþjóðastíl. Fyrirhug- að glæsihótel Eimskips er ekki af verri endanum. Þar er gert ráð fyrir 200 gistiherbergjum og aö minnsta kosti tveimur veitingasölum, ráðstefnusölum, ferðamanna- þjónustu, stærri heilsuræktarstöð en nú þekkist hérlend- is, hárgreiöslustofu og verslunum. Stór hluti þjónustu- svæöis hótelsins verður undir yfirbyggðum garði. Aðal- álma hótelsins verður þrettán hæðir auk inndreginnar hæðar fyrir loftræstibúnað og gert er ráð fyrir rúmgóðri bílageymslu. Þegar borgaryfirvöld hafa veitt endanlegt samþykki fyrir hótelinu er ráðgert að ganga til samninga við alþjóðlega hótelkeðju til að annast reksturinn. Nú spyr eflaust margur alþýðumaðurinn hvort Reykvík- ingar þurfi enn eitt hótelið, þegar gistihúsarekstur er með tregara móti og stefnir í halla og jafnvel gjaldþrot margra hótela eftir sumarið? Ennfremur undrast margir, á tímum samdráttar, hávaxtaog gjaldþrota, hvernig eitt félag hefur þá burði að ráðast í slíkar fjárfestingar sem byggingu al- þjóðlegs hótels? Á sama tíma og stjórnvöld fara fram á að- hald i fjárfestingum og samdrátt í framkvæmdum sveitar- félaga, og þá ekki síst í höfuðborginni, siglir Eimskip hf. auðan sjó og smellir upp lúxushóteli á Skúlagötunni á rústum fyrrum útgerðarveldisins Kveldúlfs. Þessum áleitnu spurningum alþýðunnar svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að hérlendis vanti alþjóðlegt hótel í háum gæðaflokki. Framkvæmdastjórinn segirennfremur, að henn telji næg- an markað fyrir gott alþjóðlegt hótel hér á landi. Slíkt yrði nýjung á íslandi, og þótt hótelherbergjum hafi fjölgað að undanförnu verði þar líklega stöðnun eftir nokkur ár. Ekki megi einblína á aðstæður augnabliksins. Hér er djarflega mælt. íslendingar þurfa sem sagt ekki lengur að skamm- ast sín fyrir Hótel Sögu, Hótel Esju og Hótel Loftleiðir svo nokkur séu nefnd, þegar Hótel Eimskip hefur risið úr jörðu; það er hið alþjóðlega hótel sem vantar. íslendingar eru senn að verða heimsmeistarar í þeirri sérgrein að finna hvað vantar hérlendis. Það vantaði til að mynda alveg verslunarkjarnaaf alþjóðlegri stærðargráðu þangað til Kringlan kom til sögunnar. Það vantaði einnig alveg bílamenningu þangað til bílatollarnir voru aflagðir með innflutningssprengingu í kjölfarið. Og það vantaði sárlega skemmtanastaði með Ijósahringli, tóngæðum og rými samkvæmt alþjóðlegum stuðli þangað til Hótel ísland var byggt. Og það hefur vantað ráðhús og veitingahús úr gler- kúpli sem snýst um sjálfan sig, en þetta er sem sagt allt á leiðinni. Og nú siðast: Alþjóðlegt Hótel Eimskip. Þetta eru gleðifréttirnar fyrir alþýðu manna sem berst myrkr- annaá milli til að missaekki heimili sín á uppboðum í dýr- tíð og vaxtafári, sem sér laun sín rýrna í verðbólgu og gengisfellingum sem komið erátil að bjargaatvinnufyrir- tækjunum sem eru á hausnum þegar þau eru ekki að byggja skemmtistaði og hótel. Þaó eru fréttir eins og tíó- indin um fyrirhugað Hótel Eimskip sem opinbera fyrir launafólki landsins hvar peningarnir liggja og hvernig gróða hinna auðugu er varið. Velkomin I Hótel Eimskip! SIGRUN nokkur Björgvins- dóttir skrifar grein I Tímann I gær þar sem hún ræöir ýmis hugtök sem eiga að sýna jafnrétti I oröi en ekki á borði. Af hverju er til dæmis auglýst eftir starfskrafti I eld- hús eöa á barnaheimili en ekki starfskrafti á skurö- gröfu? Er „starfskraftur" hul- iö hugtak yfir konu? Hyggjum aö þessum sjón- armiöum Sigrúnar. Hún skrif- ar: „í frétt af sérkennilegri flugvél sem einhver náungi flaug milli landa, m.a. til Is- lands, sagði svo: „Hann var með dömu og viðleguútbún- að og ætlaði að skoða land- ið“. Skyldi einhver hafa hnotið um þessa málsgrein? Eða er- um við orðin vön þvi aö um konur sé rætt eins og hluta af búslóð, eignum eða i til- felli farangri, að við séum orðin algjörlega heilaþvegin og vitum ekki lengur hvort konur eru lifandi verur? Það er þá ekki nema von að þaö vefjist fyrir sumum hvort kon- ur séu menn. Fyrir nokkru átti ég í stælum viö forstjóra fyrirtækis nokkurs út af aug- lýsingu, þar sem auglýst er eftir konu eða manni til ákveðins starfs. Hann vildi ekki viðurkenna að neitt væri athugavert við þetta orðalag. Taldi þetta jafnvel mjög í anda jafnréttis, vegna þess að ef hann auglýsti eftir starfsmönnum til vinnu, mætti líta svo á að konur væru útilokaðar, og hann vildi ekki nota orðið starfs- kraftur sem út af fyrir sig er mjög viröingarvert. Þessi skoðun er trúlega mjög algeng. Að minnsta kosti er auglýst stíft eftir „starfs- krafti" í hin og þessi störf. Ég held þó að það orðalag sé einkum notað ef starfið er mestmegnis skipað konum. Hefur nokkur séð auglýst eft- ir starfskrafti á bát á vertiö? Ekki hef ég séö það. Eða starfskrafti á gröfu? Fólk myndi reka upp stór augu.“ Og áfram heldur Sigrún: „En af hverju er þá allt í lagi að auglýsa eftir starfs- krafti í eldhús eða á barna- heimili? Er verið að komast hjá því að viðurkenna að kon- ur séu menn? Mér sýnist að hér sé veriö á villigötum. Konur eru alþingismenn, kon- ur eru sjómenn og veiöi- menn. Konur eru flugmenn, eða hefur nokkur heyrt talað um flugkonur eöa sjókonur? Konur eru starfsmenn í hin- um og þessum fyrirtækjum. Þá liggur beinast viö að aug- lýsa eftir starfsmönnum til vinnu. Ef starfið er að mestu skipað öðru kyninu, en aug- lýsandinn vill taka af allan vafa um að starfið sé opiö öllum (eins og raunar lögboð- ið er), getur hann auglýst eft- ir starfsmanni, konu eða karli. Þetta orð, starfskraftur, er heldur hvimleitt í þessari notkun svo ekki sé meira sagt. Hitt er svo annaö mál að starfsmenn, bæði konur og karlar, eru misgóður eða misjafnlega eftirsóttur starfs- kraftur.“ En Sigrún gerir fleiri Sigrún: Kraftur sama og kona? Kristbjörn: Atvinnurekendur sleppa ávallt — aldrei launþegar. athugasemdir viö málfræði og kynferöi: „Annað vil ég nefna þar sem kyn þeirrar persónu sem um er rætt ruglar málfræði- notkun fólks. Orðrétt upp úr blaði: „Ráðherra dómsmála hætti við fyrirhugaöa ferð þar sem hún óttaðist róstur heima fyrir.“ I þessu tilfelli vill svo til að ráðherann er kona, en þaö var engin ástæða til að það kæmi fram, í þessu sambandi, og málfræðilega rangt. Margoft hef ég séð og heyrt sömu vitleysuna í sambandi við forseta íslands. Orðalag eins og „Forseti ís- lands fer í opinbera heim- sókn til Frakklands í dag. Hún er væntanleg heim á þriðjudag,“ er ekki óalgengt. Sé forsetinn ekki nafngreind- ur ber að tala um hann, for- setann, hvort sem sá er gegnir því háa embætti er karl eða kona.“ Skrifar Sigrún Björgvins- dóttir. KRISTBJÖRN Ámason, formaöur félags starfsfólks í húsgagnaiðnaöi, skrifar grein i Þjóðviljann í gær þar sem hann fjallar um atvinnurek- endur og launafólk. Sjónar- miö Kristbjarnar eru meöal annars þau, aö atvinnurek- endur í landinu þurfi aldrei aö standa viö geröa kjara- samninga en velta kostnaði vegna launahækkana út i verölagið eöa fá ríkisvaldiö meö stjórnvaldsaðgerðum til aö lækka kaupiö. Lítum nánar á þessi sjón- armið: „Launamenn vita að kjara- samningarnir eru ekki að sliga atvinnuvegina, vita að þeir gera það yfirleitt ekki. Aðalástæðan er nú sem oft- ast áður að stjórnendur fyrir- tækjanna hafa brugðist og sjaldan verr en nú. Það sem gerir þetta enn erfiðara nú en oftast áöur er að stjórnendur þjóðarinnar hafa sennilega aldrei staðið sig jafn illa, ef tekið er mið af þvi góðæri sem þessi menntaöa þjóö hefur búiö viö undanfarin misseri. Við þjóðinni blasir á næstu mánuðum fjöldagjald- þrot heimila og fyrirtækja, og í skjóli einhverrar næturinnar einhvern næsta sólarhringinn munu launamenn landsins veröa látnir axla byrðar vegna mistaka annarra. Launamenn telja réttlátt að bera ábyrgð á eigin mistök- um en ekki annarra. Hafi eitthvert fyrirtæki i landinu reist sér hurðarás um öxl vegna rangrar stjórn- unar, til dæmis með offjár- festingum, —- á þá að leyfast aö fyrirtækið velti vandræð- unum yfir á starfsmennina sem í engu hafa ráðið um stjórn fyrirtækisins? Þessir sömu menn hafa jafnvel á þessum sama tíma óráðsí- unnar hjá forráöamönnum fyrirtækisins orðið að auka verðmæti vinnu sinnar með auknu álagi, meiri vinnu- hraða, meiri vöruvöndun. Það sjá allir heiðarlegir menn að svona geta hlutirnir ekki gengið endalaust. Þetta er hrein og klár eignaupptaka, og það verða stjórnendur þessa lands að skilja og virða. Hið eðlilega og besta þeg- ar til lengdar lætur væri aö slik fyrirtæki legðu upp laup- ana sé ekki grundvöllur fyrir rekstri þeirra eða fengnir nýir menn sem vildu kaupa fyrir- tækið alveg eða að hluta. Heiðarlegast væri að starfsmönnum væru boöin hlutabréf í fyrirtækjunum á eðlilegu verði heldur en að laun fólksins séu skert með valdboði ofan frá. Starfs- mennirnir hljóta einnig að hafa áhyggjur af rekstri fyrir- tækjanna sem þeir vinna hjá. Það er ekki bara það að þeir hafa byggt upp fyrirtækið ásamt eiganda þess, heldur einnig að þeir hafa haft trú á þvi. Sérstaklega hljóta áhyggj- ur starfsmanna að vera mikl- ar ef fyrirtækið er rekiö þar í sveit sem lítið er um aðra atvinnu og starfsmenn hafa fjárfest í fasteignum í ná- grenni við vinnustaðinn. Ef fyrirtækið bregst verða eignir allar verðlausar, ekki bara fyrirtækisins heldur einnig starfsmannanna.“ Skrifar Kristbjörn Árnason. Einn með kaffínu Landbúnaóarráðgjafinn sagöi viö bóndann: — Þaö er þýóingarmikiö hvaö er í hænsnafóðrinu, gæöi eggjanna geta alveg fariö eftir fóðrinu! Bóndinn: — Já, ég veit. Bóndinn á næsta bæ setti einu sinni sag í hænsnafóðrið. Nokkru síðarkomukjúklingarnir úr eggj- unum og voru meö tréfætur eöa voru tréspætur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.