Alþýðublaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. ágúst 1988
VIÐTALIÐ
Friörik Þór Guömundsson
skrifar
5
Norrœnir bankastarfsmenn funda á Islandi
MIKIL FJÖLGUN STARFSFÓLKS
ÞRÁTT FYRIR TÖLVUVÆDINGU
Hinrik Greipsson: „Ég veit til þess að bankarnir reiknuðu með þvi þegar beinlinuvæðingin var ákveðin að
starfsmönnum þeirra myndi fækka um 12-14%, en reyndin hefurorðið önnur.“
I dag hefst á Hótel Sögu
fimmta fræösluráöstefna nor-
rænna bankamanna og
stendur í þrjá daga. Yfirskrift
ráðstefnunnar er „Góö starfs-
menntun — besta atvinnu-
öryggið". Þaö er Norræna
bankamannasambandið sem
skipuleggur ráöstefnuna
ásamt Sambandi íslenskra
bankamanna (SÍB) og er
reiknað meö því að um 120
manns frá öllum Noröurlönd-
unum mæti á vettvang; full-
trúar starfsmanna, banka-
stjóra og fræöslustofnana i
bankakerfinu. Af þessu tilefni
hafði Alþýðublaðið samband
við Hinrik Greipsson, for-
mann SÍB, og innti hann eftir
ráðstefnuefninu og ööru er
lýtur að bankamálum.
„Á ráðstefnunni erum viö
að fara í gegnum fræðslu
bankamanna í þessum lönd-
um og þýðingu hennar. Það
Iiggur fyrir að það er munur
landanna á milli á fræðslu
starfsmanna bankakerfisins
og eru vinir okkar á hinum
Norðurlöndunum nokkru
lengra komnir en við. Noreg-
ur er framarlega með sér-
staka bankaakademíu, að
vísu talsvert I bréfaskóla-
formi. Á hinum Norðurlönd-
unum eru frekar eiginlegir
skólar og hér er vísir að
bankamannaskóla, sem flest-
allir nýliðar fara í gegnum,
auk þess sem boðið er upp á
framhaldsnám og sérhæfðari
námskeið. Grunnhugmyndin
er hins vegar mjög lík fyrir öll
þessi lönd — það er verið að
reyna að setja fólk betur inn í
störf sín og þýðingu banka-
starfseminnar almennt. Um
leið er leitast við að fólk geti
færst til í störfum, að það
sitji ekki í sama stólnum
endalaust.“
— Sem gefur þá mögu-
leika á félagslegum hreyfan-
leika — allt upp í banka-
stjórastóla, sem stjórnmála-
menn eigna sér gjarnan?
„Það má segja það, það
eru töluverðar tilfærslur á
störfum allt upp i aðstoðar-
bankastjóra og bankastjóra
— og það er önnur saga
þetta með stjórnmálamenn-
ina.“
— Þörfin fyrir aukna
fræðslu helst væntanlega i
hendur viö það, hversu ört
vaxandi þessi atvinnugrein er
í landinu?
„Ja, það hefur verió vöxtur
í bankastarfseminni, og til
þess að mæta öllum nýjung-
unum og tæknivæðingunni
þá hefur verið nauðsynlegt
að fræða fól.k betur um
möguleikana — og þörfin
hefur vissulega aukist og vil
ég sérstaklega nefna bein-
línuvæðinguna nú síðustu ár-
in og tölvuvæðingu yfirleitt.
Það hafa nánast allir banka-
starfsmenn á landinu gengið
( gegnum námskeið þar að
lútandi."
— Nú hefur starfsmanna-
fjöldi banka og sparisjóða
vaxiö ævintýralega að mörg-
um finnst undanfarin ár.
Stöðugildum fjölgaði þannig
um tæplega 1.000 milli ár-
anna 1981 og 1987 eða um
nær 50%. Er þetta ekki ein-
stakt, t.d. í samanburði við
Noröurlöndin?
„Þar er alls staðar töluverð
aukning. Félagsmenn í SÍB
voru 2.446 árið 1982 en 3.483
árið 1987, sem er fjölgun upp,
á 42,4%. Á sama tíma fjölgar
stöðugildum um 38,3%.
Raunin er sú síóustu ár að
það hefur fjölgaó gífurlega
hvaö „hausafjölda" varðar,
með aukningu hlutastarfa,
sérstaklega á álagspunktum
ársins. En kannski er helsta
skýringin á starfsmannaaukn-
ingunni í bankakerfinu sú, að
með aukinni samkeppni um
peninga fólksins hafa bank-
arnir komið upp fleiri stoð-
deildum: Ráðgjafardeildum,
verðbréfasjóðum og slíku.
Jafnframt fengu bankarnir
allir gjaldeyrisheimildir og
þetta saman hefur örugglega
kallað á mikinn mannafla til
viðbótar. Bankarnir sinna nú
fleiri verkefnum en þeir
gerðu áður, þótt heildartekj-
urnar hafi kannski ekki aukist
að sama skapi.“
— Þú minntist á tölvu-
væðinguna. Hvað hefur þá,
miðað við gífurlega fjölgun
starfsmanna, orðið um áhrif
tölvuvæðingarinnar og ann-
arra „mannaflasparandi“ að-
gerða?
„Já, þótt meiningin hafi
með tölvu-væðingunni verið
aö starfsmönnum bankakerf-
isins gæti fækkað, þá er
reyndin sú, að þeim hefur
fjölgað samhliða tölvuvæð-
ingunni og auknum verkefn-
um. Ég veit til þess að bank-
arnir reiknuðu með því þegar
beinlínuvæðingin var ákveðin
að starfsmönnum þeirra
myndi fækka um 12—14%,
en reyndin hefur orðið önnur.
Skýringin er fólgin I fleiri
verkefnum og aukinni þjón-
ustu bankanna — en ef áætl-
anir hefðu staðist ætti þessi
fækkun að vera komin núna
fram að fullu, enda tölvuvæó-
ingin aó mestu yfirstaðin.“
— Um leið og starfsfólki
hefur fjölgað hefur af-
greiðslustöðum bankakerfis-
ins fjölgað talsvert undanfar-
in ár. Miðað við banka og
sparisjóði einungis voru í
árslok 1987 alls 179 af-
greiðslustaðir á landinu eða
um 1.382 á hvern íslending
og um 1.000 á hvern ibúa 16
ára og eldri. Hvernig kemur
út samanburðurinn við hin
Norðurlöndin?
„Ef miðað er við banka-
afgreiðslur, en ekki innláns-
deildir kaupfélaganna, koma í
Ijós samkvæmt mínum tölum
frá 1987 alls 174 afgreiðslur,
128 hjá bönkunum og 46 hjá
sparisjóðunum. Þetta þýðir á
íslandi eina afgreiðslu á
hverja 1.402 íbúa. í Finnlandi
var ein afgreiðsla á hverja
1.412 íbúa, í Danmörku ein á
hverja 1.420, en síðan skera
sig úr Noregur með eina
afgreiðslu á hverja 2.249 íbúa
og Svíþjóð meö eina á hvern
2.391 íbúa. Þannig að við er-
um ekkert langt frá Finnlandi
og Danmörku hvað þetta
varðar. Það liggur hins vegar
fyrir að almennt hefur af-
greiðslustöðum á Norður-
löndunum fækkað, í þessum
5 löndum úr 13.034 árið 1975
i 12.633 árið 1987. í Svíþjóð
hefur til að mynda afgreiðslu-
stöðum fækkað á tímabilinu
úr 4.048 í 3.505, fækkun hefur
átt sér stað í Noregi og Dan-
mörku að auki, en fjölgun í
Finnlandi úr 3.296 i 3.490. Á
timabilinu sker ísland sig
vissulega úr með fjölgun úr
130 í 174.“
— Nú hafa bankarnir hér,
eins og þessar tölur gefa til
kynna, keppst við aö fjárfesta
í „varanlegum rekstrarfjár-
munum“, fasteignum og
öðru...
„Það er út af fyrir sig
merkilegt að áður en nýju
bankalögin tóku gildi 1. janú-
ar 1986 var opnun útibúa al-
farið í höndum Seðlabankans
að heimila, en lögin breyttu
þessu og bankarnir fengu að
opna eins og þeir vildu gegn
ákveónum skorðum hvað
hlutfall varanlegra rekstrar-
fjármuna af eigin fé varðar.
Áður en lögin tóku gildi voru
á milli 20 og 30 umsóknir hjá
Seölabankanum árlega um
að opna útibú. Eftir að lögin
tóku gildi hafa sárafá útibú
verið opnuð. Slík er útkoman
þegar bönkunum voru gefnar
frjálsar hendur gegn ákveðn-
um skorðum og þeim þröng-
um út af fyrir sig.“
— Þú ert formaður SÍB.
Eru bankastarfsmenn lág-
launahópur í landinu?
„Ég held að það sé alveg
tvímælalaust — að vísu
kannski ekki hinna lægst
launuðu í landinu, siður en
svo, en bankastarfsmenn
hafa langt frá því nægilega
góð laun miðað við ýmsa
sambærilega starfshópa á
vinnumarkaðinum. Á því eru
ýmsar skýringar til og nefni
ég t.d. að ríkisbankarnir hafa
ráðið mikið ferðinni i launa-
málum, en þeir eru á hverjum
tíma undir þrýstingi frá
stjórnvöldum. Um leið hefur
þróunin orðið sú aö banka-
störfin hafa æ meir oröið að
kvennastörfum og þau eru
eins og við könnumst öll við
verr borguð en önnur störf í
þjóðfélaginu. Og bankamenn
hafa litið annað en sin föstu
laun, það er litill möguleiki á
yfirvinnu og nánast eina
sporslan er „þrettándi mán-
uðurinn", sem þó er að mestu
leyti unnin yfirvinna í reynd.
Ég get nefnt að þegar við
vorum í samningaviðræðum í
vor þá minnir mig að meðal-
launin hafi verið um 60.000 á
mánuði fyrir dagvinnu og
sáralitið um yfirvinnu."
— Hvað þá með launamis-
mun og launamisrétti innan
stéttarinnar?
„Munurinn á milli hinna
lægstu og hinna hæstu inn-
an SÍB hefur verið u.þ.b. þre-
faldur. Þess má geta i þessu
sambandi að á vegum nor-
ræna bankakerfisins verður
fundur i byrjun september
um uppbyggingu launakerfa
Norðurlandanna og verður út-
tekt á þessu siðan lögð fyrir
stjórnarfund sambandsins í
október. Við höfum áður gert
sameiginlega launagreiningu
á Norðurlöndunum, árið 1983
og 1986, sú þriðja veröur
gerð um næstu áramót. Þaö
sem vakti mest umtal er hlut-
fallið á milli karla og kvenna i
banka þegar allar aðstæður
eru hinar sömu. Fyrir Island
kom í Ijós að svokallað
„mannstillegg" — þaö að
vera karlmaður — gefur mun
betri laun og reyndist munur-
inn verða 13,7% árið 1986.
Það kann að vera skekkja í
þessu, greiningin er ekki
100% nákvæm. En almennt í
launamálum hefur komið í
Ijós hversu íslendingar eru
langt fyrir neðan hin Norður-
löndin í launum. Þar vantar
að vísu inn í myndina skatt-
ana, verðlagið og fleira og því
ekki um samanburö á ráð-
stöfunartekjum að ræða, en
þessi atriði myndu þó vart
brúa bilið — munurinn yrði
samt töluverður að mínu
mati.“
— Að lokum — er eitthvað
sérstakt framundan í kjara-
málum bankamanna?
„Nú fylgjumst við grannt
með framvindu væntanlegra
efnahagsaðgerða sem hanga
nú í loftinu. Við munum taka
ákvörðun um okkar viðbrögð
þegar þær líta dagsins ljós,“
sagði Hinrik.
Hinrik Greipsson formaður SIB:
Starfsmönnum bankanna hefur
fjölgað mikið með auknum verkefnum
og fjölgun afgreiðslustaða — en
bankamenn eru langt frá því vel
launaðir miðað við sambœrileg störf á
vinnumarkaðinum og í samanburði við
hin Norðurlöndin.