Alþýðublaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.08.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. ágúst 1988 3> ^ Blaðaprentshúsið á Lynghálsi VERKTAKINN GJALDÞROTA Verktakafyrirtœkið Persía hf hefur beðið um gjaldþrotaskipti. Ragnar Árnason stjórnarformaður Blaðaprents: Höfum tryggt okkar hagsmuni. Verktakafyrirtækiö Persia hf. óskaöi á mánudag eftir gjaldþrotaskiptum hjá borg- arfógetaembættinu í Reykja- vík. Gjaldþrotabeiönir eru nú orðnar daglegt brauö hjá embættinu, en gjaldþrot Persíu kann að hafa áhrif á rekstur Blaöaprents, Alþýðu- blaösins, Þjóöviljans og Tim- ans, því Persía hefur enn ekki lokið framkvæmdum á stór- hýsi þessara aöila viö Lyng- háls 9. Þó telur Ragnar Árna- son, formaður stjórnar Blaöa- prents, aö þegar hafi veriö búiö aö tryggja helstu hags- muni þessara aöila. Það var í kjölfar hæstarétt- ardóms nýverið um aö greiðslustöðvun Persíu félli niður að eigendur fyrirtækis- ins báðu um gjalþrotaskipti. Einn aðstandenda Persíu sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að það hefði einfald- lega komið í Ijós að fram- kvæmdirnar við Blaðaprents- húsið reyndust dýrari en áætlað var og spunnust af deilur við Blaðaprent um framkvæmdahraðann. Hann taldi að hagsmunir Blaða- prents ættu að vera tryggðir, enda væri um þinglýstan kaupsamning að ræða. Eftir- stöðvar kaupsamningsins ættu að nýtast til þess að klára framkvæmdirnar við húsið. Ragnar Hall skiptaráðandi á enn eftir að taka málið fyrir, en stjórnarmenn Persíu halda á hans fund síðar í vikunni. Ragnar Árnason, stjórnarfor- maður Blaðaprents, sagði að lögmaður fyrirtækisins væri með mál þetta á sinni könnu. „Það er okkur að sjálfsögðu ekkert ánægjuefni þegar aðili sem er að vinna fyrir okkur samkvæmt samningi lendir i fjárhagserfiðleikum, en við teljum að við höfum gengið eins tryggilega frá okkar hagsmunahnútum og unnt hefur verið. Ég tel að öll framkvæmdaáform Blaða- prents standist þrátt fyrir þetta gjaldþrot. Staðan er nú þannig að Persía hefur ekkert unnið þarna um nokkurn tíma, en Blaðaprent hefur innréttað sitt húsnæði og Tíminn sömuleiðis. Verki Persíu er að sönnu ekki lokið samkvæmt kaupsamningi og auðvitaö eru vandamál sam- fara því. En ég geri vitaskuld ráð fyrir að þessar eignir verði afhentar réttum eigend- um, sem geta siðan lokið framkvæmdunum — við get- um byggt eins og aðrir,“ sagði Ragnar. Núverandi eigendur Persíu keyptu fyrirtækið fyrir þrem- ur árum. í stjórn fyrirtækisins eru Svanur Þór Vilhjálmsson lögfræðingur, Sigurjón Ragn- arsson og Einar Sigurjóns- son, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri. Hans Kr. Eyjólfsson.dyravörðuri forsætisráðuneytinu,gaf sértima í gærtil að hugsa um dúfurnar sinar. Á meðan rikisstjórnin sat á fundi og ræddi tillögurráögjafarnefndarinnaráttudúfurnarsinndaglega fund meö Hans. „Þær fljúga til min i oddaflugi um leið og ég birtist á tröppunum,“ sagöi Hans. Félagar hans í stjórnarráöinu segja að hann gefi þeim brauðmola á ákveðnum tima á degi hverjum. Hans, sem er 84 ára, hóf störf i forsætis- ráðuneytinu á siðasta ári Bjarna Benediktssonar forsætisráöherra. Þorsteinn Pálsson er þvi sjöundi forsætisráðherrann sem Hans starfar með i stjórnarráðshúsinu. A-mynd/Magnús Reynir. Byggingarvísitalan 8% verðbólga Byggingarvísitalan reynd- ist vera 124,3 stig um miöjan ágústmánuö samkvæmt út- reikningi Hagstofunnar, og gildir sú visitala fyrir sept- embermánuö. Hækkunin frá mánuðinum áður nemur 0,65%. Umreiknaö til árs- hækkunar samsvarar þetta 8,1% verðbólgu. Síðastliðna 12 mánuði hef- ur byggingarvísitalan hækkað um 22,7%, en um 11,1% sið- ustu 3 mánuði, sem svarar til 52,2% árshækkunar. Hækkun á byggingarvisitölu er mjög breytileg milli mánaða og er þess skemmst að minnast að hún hækkaði um 8,4% milli maí og júní, síðan um 1,81%, en nú um aðeins 0,65%, sem fyrr segir. Á 12 mánaða tímabili frá september í fyrra hefur vísi- talan hækkað um 22,7%, en samsvarandi tímabil á undan nam hækkunin 20% og síðan 25% tímabilið þar á undan. Á sama eða svipuðum tíma og byggingarvísitalan hefur hækkað um 22,7% hefur lánskjaravisitalan hækkað um 26,8%, framfærsluvísital- an um 28,7% og launavísital- an um 32.9%. Islenskur fiskur á Bandaríkjamarkaði FRAMLEIDSLA OG SALA í ÞOKKALEGU JAFNVÆGI Það sem af er árinu hefur framleiösla og sala frystra sjávarafurða á Bandarikja- markað verið i þokkalegu jafnvægi, samkvæmt upplýs- ingum sölusamtakanna SH og sjávarafurðadeildar Sam- bandsins. „Framleiðsla og sala hafa haldist nokkurn veginn í hendur, þó birgðir af einstök- um pakkningum séu meiri en á sama tíma í fyrra," sagði Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar, i samtali við blaðið. „Það hefur verið framleitt mjög svipað og i fyrra, en reyndar verið flutt minna út,“ sagði Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvarinnar, í samtali við blaðið. Þetta staf- ar af því að meiri birgðasöfn- un hefur átt sér stað hér heima.“ Júní- og júlímánuðir eru yf- irleitt frekar daufir, en að sögn Friðriks gekk sala hjá Coldwater þokkalega í júlí. „Síðan bíöa menn gjarnan átekta eftir þvi hvað gerist seinnihluta ágústmánaðar, til að sjá hvernig haustið fer af stað,“ sagði hann. Sigurður MarKússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurða- deildar, sagði að birgðir mættu teljast eðlilegar. Þær eru um 8.000 tonn hjá Sam- bandinu, sem svarar nokkurn veginn til 8 vikna framleiðslu Að sögn Sigurðar hefur orðið töluverð verðmæta- aukning í V-Evrópu, eða um 4% hjá lceland Seafood Limited í Bretlandi. Þá hefur sala aukist til Sovétríkjanna og tvöfaldast til Austur-Asíu á fyrra helmingi þessa árs miðað við sama tíma i fyrra. Coldwater og lceland Sea- food í Bandaríkjunum hafa bæði skamma samninga við Long John Silver’s-veitinga- húsakeðjuna, sem hingað til hefur verið stærsti einstaki kaupandi islenskra þorsk- flaka. Frá áramótum hafa orö- ið miklar verðlækkanir og er þess beðið með eftirvænt- ingu hver framvindan verður á markaðnum síðustu mán- uði þessa árs. Forsvarsmenn eru að venju tregir til að spá um verð næstu mánaða og segja úti- lokað að slá neinu föstu um hvort botninum hefur verið náð. Enn virðist talsvert mikið framboð af fiski frá Kanada. Sigurður sagði að heyrst hefði að Kanadamenn hefðu veitt mikið í sumar, en talið væri að mjög verulegur hluti af þeirri aflaaukningu hefði farið í saltfisk og i flök með roði fyrir Evrópumarkaðinn, aðallega Bretland. „Framboð til Bandaríkj- anna, frá íslandi, Noregi og Danmörku, verður örugglega mun minna núna á siðustu mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Ég held þess vegna, að ekki verði neitt yfirþyrmandi framboð á þorskflökum á Bandaríkja- markaði siðustu mánuðina,11 sagði Sigurður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.