Tíminn - 21.11.1967, Page 16
266.1M. —frtiWfrrtfaywfla. n6v. T967. — 51. árg.
MIKIL EFTIRSPURN EFTIR VÖRUM:
HEILDSALAN Á
STODVAST
BÍLARNIR Á
KLAUSTRI
Á laugardaginn leystist deila
stjórnenda flutningabifreiðanna
sex á Kirkjubæjarklaustri »g
Vegagerðarinnar um öxulþung-
ann. Fellust stjórnendurnir á
kröfu Vegagerðarinar, og héldu
síðan áfram með vörur sínar yfir
umiæddan vegarkafia í nokkrum
ferðum. Myndin var tekin af bif-
leiðunum á Klaustri.
SJ-Reykjavík, mánudag.
0 Ys og þys hefur verið
mörgum vérzlunum í dag.
Þair eru margir, sem óttast
gengisfellingu og gjarnan
vilja koma spariaurunum sín-
um i „fasteign". Það vaeri nú
einhver munur að eiga frysti-
kistu eða sjónvarpstæki, að
maður tali nú ekki um eitt-
hvert tryllitækið, heldur en
nokkrar verðlitlar krónur eft-
ir gengisfellingu.
£ Blaðamaður Tímans
hririgdi í allmargar verzlanir
og heildsölur í borginni í dag
og spurði hvort einhverjar
breytingar hefðu orðið á verzl
un. Sums staðar var svarað,
að mikið hefði verið spurt um
verð og skoðað, „það virtist
sem eitthvað væri í aðsigi".
annars staðar hafði verzlun
verið heldur minni en að
undanförnu. Þá var þegar (
dag orðinn skortur á einstaka
matvörum, en nokkur heild-
sölufyrirtæki, er verzla með
Framhald á bls 15
HÖRPUKONUR
Hafnarfirði, Garða- og
Bessastaðahreppi.
Fundur verður haldinn að
Slrandgötu 33, þriðjudaginn 21.
nóvember, kl. 20,30. Frú Vigdís
Pálsdóttir kynnir jólaföndur og
skreytingar. Stjómin.
Ofsaveöur gekk yfir Vestfirði og Norðurland um helgina:
BATAR BROTNUÐU Á ÍSAFIRÐI
OÓ-GI-Reykjavík, mánudag.
Mikill veðurhamur gekk yfir
Vestfirði og Norðurland um helg-
ina. Undir kvöld á laugardag gekk
á með ofsahvassrj suðaustan átt.
Verst var veðrið í ísafjarðardjúpi
og á fsafirði rak báta á land og
skenundir urðu miklar. Á Súðavik
fauk jám af húsum.
Tíminn talaði við fróttaritana
sína á veðrasvæðinu og fara frá-
sagnir þeirra hér á eftir.
GS-ísafirði, mánudag.
Ofsa su'ðaustan rok skall hér á
kl. 19 s.il. laugardagskvöld. Aillir
bátar voru komnir af sjó, bæði
línu og rækjubátar, O'g áhafnir
þeirra rétt komnar heim, þegar
veðrið skall á.
Véíbáturinn Vikingur 2., sem
er 60 lestir að stærð, iosnaði í
bátahöfninni oig rak upp í fjönu
við vöruskemmu kaupfélagsins.
Skemmdist báturinn nokkuð og er
borðstokkur hans bnotinn. Víking-
ur var tekinn út á flóðimu í mong
un. Þá losmaði vélbáturimm Mummi
sem er 10 lestir að stærð. Rak
hann á Edinborgarbnyiggjuna, en
hana er lömgu hætt að nota. Eig-
endur Mumma, þeir Ólafur Össur-
arson og Gu'ðjón Loftsson, skriðu
fram brygigjuna og gótu stokkið
um borð í bátinn og komið vél-
inni í gang. í sömu svifum
hnundi bryggjan og l'á við að hér
yrði slys. Miummi er mikið brot-
inn ofanþilja,
Talsverðar skemmdir urðu á
flleiri bátum. Borðstokkur á Svani
sem er 100 lesta stálbátur frá
Framhald á bls. 14
VERKALYÐS-
MÁLANEFND
Verkalýðsmálanefnd Fram-
sókn<i rflokksins heldur fund í
kvöld, þriðjudag, kl. 20,30.
Áríðandi að alljr nefndarmenn
mæti.
Leitað að
í höfn!
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Tvær flugvélar leitmðu að
vélbátnum Engey RE 11 all
an síðari hluta dags í gær,
sunnudag, skip svipmðust
um eftir bátnum og varð-
skip var í þann veginn að
leggja af stað í leitarleið-
angur þegar sýslumaðurinn
á Patreksfirði lét Slysavam-
arfélagið vita að báturinn
Iægi í Patreksfjarðlarhöfn.
Rétt eftir hádegið var aug-
lýst eftir bátnum í útvarp-
inu og var það endurtekið
allan daginn öðru hvoru.
Ástæðan fyrir leitinni að
bátnum er sú að skipetjór
amum láðist að láta Keflavík
urradíó vita af sér á sunnu
Framhald á bls. 3.
^ Meginsjónarmiöiö á ráöstefnu Læknafélags Islands:
Algjör nýskipan á yfirstjórn
heilbrigðismála brýn nauðsyn
EJ-Reykjavik, mánudag.
ir Læknafélag íslands hélt í
dag fund með blaðamönnum,
og skýrði þar frá ráðstefnu
þeirri um heilbrigðisimál, sem
félagið hélt um helgina, en hún
fjallaði einkum um stjómun
heilbrigðismála og svo um ein-
staka þætti þeirra mála. Engar
ályktanir voru gerðar á ráð-
stefnunni, en það var tnegin-
sjónarmið þeirra, sem hana
sátu, að brýna nauðsyn bæri til
að breyta fyrirkomulagí á yfir-
stjórn heilbrigðismála í land-
inu, enda væri það kerfi, er nú
er við lýði, 200 ára gamalt og
hefði lítið breytzt á þeim tíma.
Væri kcrfi þetta algerlega úr-
elt. Nýtt skipulag yrði að koma
til, og þá þannig, að mynduð
yrði sérstök heilbrigðisstofnun
í landinu, er hefði með höndum
áætlanagerð um framkvæmdir
í heilbrigðismálum, svo sem
sjúkrahúsamálin, skipulagningu
læknisþjónustu í dreifbýli og
þéttbýli, læknamcnntun og svo
framvegis. Nauðsynlegt væri að
koma á gagnkvæmri upplýsinga
starfsemi, svo að yfirstjórn heil-
brigðismálanna væri í lífrænu
sambandi við það, sem gerist í
þessum málum.
ir Þá kom fram á biaðamanna
fundinum, að enginn skortur
vær; á íslenzkum læknum, þótt
hér væi'i lælcnisskortur. Ef
hægt væri að endurskipuleggja
'þessj mál þannig, að íslenzkir
læknar gætu við unað, þá gætu
þessi mál komizt í gott horf.
Væri hægt að leiðrétta þetta
með skipulagsbreytingum, og
það tiltölulega auðveldlega.
ár Þá var skýrt frá því, að um
síðustu mánaðamót hafi verið
skipuð samstarfsnefnd til að
endurskoða yfirstjóm heilbrigð
ismála, og ættj L.f. fulltrúa i
þeirri nefnd. Störf hennar væru
þó ekki hafin.
Ar Á ráðstcfnunni komu fram
EYamhald á bls. 14.
/