Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 1
A ríkisstjórnarfundi í gær lögöu ráðherrar Alþýðu- flokksins fram itarlegar breyt ingatilögur við tillögum for- sætisráðherra eins og hann hafði beðið um. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, segir að einnig hafi verið lögð fram frumvörp við- skiptaráðherra um fjármagns markaðinn sem Alþýðuflokk- urinn vill tengja ákvörðunum um ráðstafanir i efnahags- málum. Þessi frumvörp voru annað megin umræðuefni fundarins. Að sögn fjármálaráðherra hafa tillögur Alþýðuflokksins það meginmarkmið að færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu útflutnings- greina, einkum frystiiðnaðar og treysta atvinnuöryggi. Höfuðáhersla er lögð á lækkun á fjármagnskostnaði heimilanna og að treysta fjár- hagsgrundvöll þeirra. Tillög- Útfœrðar tillögur ásamt frumvörpum við- skiptaráðherra um gráa markaðinn voru umfjöllunarefni ríkisstjórnarinnar í gœr. „Sjáum við börn við akbraut, litum þá á þau sem lif- andi hættumerki," segir i ábendingum til ökumanna sem Umferðarráð sendi frá sér. Umferdar- ráð minnir á að hættutími er geng- inn í garð. Umferð eykst mikið i þétt- byli. og um leið versna akstursskii- yröi. Sól skin nær lárétt í augu öku- manna á leiö i og úr vinnu, og myrkr- ið sækir stöðugt á. Rigning og myrkur valda vegfarendum, akandi og gang- andi, miklum erfið- leikum. Einmitt við þessar aðstæður hefja mörg þúsund skólabörn sjálf- stæða þátttöku í umferðinni. Þá reynir á alla, bæöi foreldra barnanna og ökumenn að sýna fyllstu að- gætni. A-mynd/ Magnús Reynir. ' Drœm loðnuveiði Á RIFTUN SAMNINGA HÆTTA Seljendur loðnumjöls eru nokkuð uggandi um að geta ekki framleitt upp í fyrstu samninga sem afhenda á nú í september, vegna þess hve illa gengur að veiða loðnuna. Jón Reynir Magnússon fram- kvæmdastjóri Sildarverk- smiðja rikisins segir að ýmis sektar- eða afsláttarákvæði séu i samningum, dragist af- hending á langinn. Aó sögn Jóns Reynis hafa menn nokkrar áhyggjur af því aó ekki náist aö veiða upp í fyrstu samningana um sölu á loðnumjöli. Þegar er búiö aö gera nokkra samninga, og samkvæmt þeim er áætlaö aö afhenda fyrstu farmana í september. Takist ekki aö afhenda á réttum tíma geta kaupendur gripiö til ýmissa ráða. Til dæmis eru ákvæöin sektar- eöa afsláttarákvæði í samn- ingunum. Veröi ekki staöiö viö samninginn getur kaup- andi rift honum eöa keypt mjöliö annarsstaóar og reyn- ist veröiö þar hærra en í samningnum er seljandi skyldugur að greiöa mismun inn. Jón Reynir segir stórar upphæðir geta veriö í húfi í þessum málum. Aö sögn hans hafa samn- ingar um sölu á mjöli og lýsi gengið vel. Markaðsverð hækkaði nokkuö í sumar og hélt Jón Reynir að jafnvel hafi selst meira fyrirfram en stundum áöur. Siðan hefur verö sveiflast nokkuð. „Viö erum tiltölulega ánægðir meö verðiö," sagöi Jón Reynr Magnússon. urnar eru i átta liðum og fjalla m.a. um framlengingu veröstöövunar, frystingu á gjaldskrárhækkunum opin- berra fyrirtækja og sveitarfé- lagaog um frystingu launa, búvöruverðs og húsaleigu. Ennfremur aö fiskverð frá júní framlengist óbreytt út verðstöðvunartímabilið og að verðjöfnun til fiskiðnaðarins fari fram i gegnum Verðjöfn- unarsjóó sjávarútvegsins. Alþýöuflokksráðherrarnir gera ráö fyrir aö settur veröi á fót sérstakur viöreisnar- sjóöur landsbyggðarinnar sem hafi þaö meginverkefni að leysa fjárhagsleg vanda- mál útflutningsfyrirtækja. Fái sjóöurinn einn milljarö til ráðstöfunar og renni framlag rikissjóðs til Atvinnuleysis- tryggingasjóös til þessa nýja sjóös á næstu tveimur árum auk lánsfjár. Einnig er gert ráð fyrir lækkun vaxta og fjármagns- kostnaðar og skv. tilögunum mun, að sögn fjármálaráð- herra, svo komiö í desember aó veróbólga veröi komin í 6% árshraða. Frumvörp viöskiptaráð- herra lúta aö skipulagi um veróbréfaviðskipti og verð- bréfasjóöi og eignarleigurnar. Alþýðublaóiö hefur áöur greint frá helstu efnisatriöum þessara frumvarpa en viö- skiptaráðherra hefur nú bætt inn i verðbréfafrumvarpið grein sem veitir honum heimild til þess að heimila Seólabanka að láta sömu reglur gilda um bindiskyldu veróbréfafyrirtækja og -sjóöa og gilda um bindiskyldu inn- lánsstofnana. Eftir ríkisstjórnarfundinn i gær sagói fjármálaráðherra að tillögur flokksins fjölluöu einnig um hvernig unnt veröi aö ná settum markmiðum um jöfnuö I ríkisfjármálum og um stóraukið aöhald I láns- fjármálum á næsta ári. í gærdag kom þingflokkur Alþýöuflokksins saman til aö ræða þessar tillögur og stöö- una I ríkisstjórnarsambúðinni og kl. 21 I gærkvöldi funduðu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins um þessi mál. (Sjá nánar einstakar tillög- ur Alþýðuflokksins á baksíöu og fjármálafrumvörp við- skiptaráðherra á bls. 4).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.