Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 3
3 '>V< - -'h - • • . »**’. • Miðvikudagur 14. september 1988 FRÉTTIR Sigur Gunnars í Fríkirkjustyrjöldinni „Ef séra Gunnar verður ráðinn áfram, þá er ég hætt- ur. Ég held að það sama muni gilda um kórinn,“ sagði Pavel Smid organisti og kór- stjóri Fríkirkjusafnaðarins i samtali við blaðið í gær. Á sögulegum fundi hjá söfnuðinum á mánudags- kvöld, þar sem færri komust að en vildu, lýsti meirihluti yfir stuðningi við séra Gunn- ar Björnsson, jafnframt því sem samþykkt var vantraust á starfandi stjórn safnaðar- ins. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói og greidd 376 at- kvæði gegn uppsögn Gunn- ars, en 313 voru á móti. Stjórn safnaðarins ætlaði aö koma saman til fundar i gærkvöldi og taka ákvarðanir í framhaldi af niðurstöðu fundarins. Líklegt er talið að stjórnin fari frá og Gunnar vinni fullan sigur í striðinu sem ríkt hefur innan safnað- arins bæði fyrir og eftir að stjórnin ákvað að segja prest- inum upp. Þrátt fyrir sigur virðist Ef Gunnar verður áfram frikirkjuprestur, þarf bæði nýjan organista og nýjan kór. Gunnar hins vegar þurfa að I isti og kórinn yfirgefi kirkj- sætta sig við, að bæði organ- | una. Grímseyingar fundu megna brennisteinslykt Grimseyingar urðu varir við megna brennisteinsstækju bæði fyrir og eftir að jarð- skjálftar mældust í Grimsey á mánudag. „Þeir telja sem betur fer litlar líkur á eldgosi. En það er auðvitað ekki hægt að úti- loka neitt. Mig minnir t.d. að í gömlu landafræðinni hafi því verið haldið fram að Helgafell í Heimaey væri útbrunnið eldfjall. Annað kom á daginn. Ég held að það hljóti að vera möguleikar á þv( að upp komi hraunkvika hvar sem er á þessum sprungum, en þær eru sem betur fer í nokkurri fjarlægð frá eyjunni," sagði Haraldur Jóhannsson sjó- maður og útgerðarmaður í Grlmsey þegar Alþýðublaðið ræddi við hann I gær. Harald- ur var þá staddur á bátnum sínum norðaustur af Grímsey. Haraldur var á sjó þegar stærsti kippurinn fannst um klukkan átta á mánudags- kvöld. Hann sagðist ekki hafa orðið var við þann stóra, þar sem „kvikuskaftur" var á sjónum. Haraldur sagðist hins vegar ekki muna eftir jafn miklum hræringum og um kvöldið, en hann er fæddur og uppalinn I Gríms- ey. Stærsti kippurinn, sem kom um áttaleytið, mældist 5,2 stig á Richter og kippirnir um kvöldið voru á bilinu 4-5 stig. Talið er aö jarðskjálft- arnir hafi átt upptök við Kol- beinsey. Á mánudagskvöld var hald- inn fundur I félagsheimilinu með tveimur jarðfræðingum, þeim Páli Einarssyni og Guð- mundi Sigvaldasyni. Haraldur sagði að samskonar fundur hefði verið haldinn I fyrra, þegar jarðskjálftar mældust I Grímsey. „Ég held að þessir fundir séu hugsaöir sem and- leg sprauta fvrir mann- skapinn," sagði hann. „Það voru margir sem fundu sterka brennisteinslykt hér á mánudag. Þetta var mjög sterk lykt. Jarðfræðing- arnir voru spurðir út I þetta og vildu meina, að ekki væri um óþekkt fyrirbæri að ræða þegar jarðskjálftar væru annars vegar. Þeir töldu, að mig minnir, að gas gæti komið upp úr jarðskorpunni I slíkum hræringum. Við minntumst líka á, að rétt áður en stóri skjálftinn byrj- aði þá ruku hestar á feyki- legan sprett. Þeirvissu greinilega hvað var í vænd- um. Þetta bar á góma og jarðfræöingarnir sögðu að þetta væri nokkuð þekkt fyr- irbæri með skepnur, en ástæðuna fyrir því vissu merin ekki,“ sagði Haraldur. Á mánudagskvöld voru nánast látlausar hræringar í Grímsey og því þótti ráðlegt ( gær að hafa varðskip I nánd viö eyjuna svo og flugvélar til taks á Akureyri. „Eg held að þessir fundir séu hugsaðir sem andleg sprauta fyrir mannskapinn," sagði Haraldur Johannsson um fundi Grimsey- inga með jarðfræðingum. MILLJON SEIÐI DRÁPUST Veiöimálastofnun hefur gert könnun á ráðstöfun þeirra 11 milijón gönguseiða sem framleidd voru í vor. í Ijós kom að alls eru í eldi um 6 milljón seiði og standa vonir til að i haust verði fjöldi seiða í eldi orðiinn 7,5 milljón seiði. Þá hefur verið sleppt tæplega 2,5 milljón seiðum í hafbeit. Þannig hefur verið ráðstafað um 10 milljón seið- um en um milljón seiði hafa tapast í flutningun, vegna sjúkdóma og vegna veðurs. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva segir að eldi 7,5 milljón seiða og 2,5 milljón seiða í hafbeit muni gefa af sér ekki minna en 15 þúsund tonn af laxi. Slátrun þeirra seiða sem fóru i eldi í sumar og sleppt var í hafbeit mun hefjast sumarið 1989 og standa fram á sumarið 1990. Telur Landssambandið að út- flutningsverðmæti þess séu um 5 milljarðar króna. Þar er þvi um að ræða tæplega 10% af heildarútflutnings- verðmæti landsins á síðasta ári. Landssamband fiskeldis- manna segir í fréttatilkynn- ingu að þetta útflutnings- verðmæti svari til um 100-120 þús. tonna þorskafla upp úr sjó. Skora Landssambands- menn á stjórnvöld að þau beiti sér fyrir því að tryggja eðlilega rekstrarlánafyrir- greiðslu til handa fiskeldis- stöðvum og óska eftir raun- hæfum aðgerðum hið fyrsta, ella verði ekki umflúið stór- slys. Pingflokkur Alþýðubandalagsins KOSNINGAR Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins sendi frá sér ályktun í gær þar sem fagnað er því, að „breið samstaða hefur skapast milli samtaka launa- fólks um að mótmæla kjara- skerðingaraðgerðum og áformum ríkisstjórnarinnar". TAFARLAIST Þá segir í ályktuninni að rík- isstjórn Þorsteins, Stein- gríms og Jóns Baldvins eigi tafarlaust að gefa þjóðinni kost á að veita nýrri og ger- breyttri stjórnarstefnu braut- argengi í kosningum. OVISSA UM SLÁTRUN í frétt frá Landssamtökum sláturleyfishafa kemur fram að mikil óvissa er um rekstr- arskilyrði í komandi sláturtið. Vegna vanreiknaðs slátrunar-, heildsölu- og vaxtakostnaðar í verðákvörðunum fimm manna nefndar segjast slát- urleyfishafar hafa mátt þola verulegt rekstrartap sem þegar hafi leitt til rekstrar- stöðvunar nokkurra slátur- leyfishafa og mikilla greiðslu- erfiðleika. í frétt frá samtökunum kemur m.a. fram að meintar vanefndir ríkisins á uppgjöri útflutningsbóta geri það að verkum aó sláturleyfishafar eigi nú ógreiddar hjá ríkinu útflutningsbætur og tilheyr- andi vaxtakostnað að upp- hæð um 600 milljónir. Ovissa ríki um tekjur sláturleyfishafa þar sem ekki liggur fyrir hver slátrunar- og heildsölukostn- aöur verður ákveðinn í haust. Þá telja sláturleyfishafar ekki forsvaranlegt að selja nýtt kjöt á sama verði og kjöt frá fyrra ári vegna vanmetins kostnaðar við framleiðslu og sölu þess kjöts. „Besta barnabókin“ 100 þúsund króna verðlaun Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú i fjórða sinn til samkeppni um hand- rit að bókum fyrir börn og ungiinga. íslensku barna- bókaverðlaunin 1989 nema 100.000 krónum, en auk þess fær sigurvegarinn i sam- keppni sjóðsins greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samningi Rit- höfundasambands Islands og Félags islenskra bókaút- gefenda. Frestur til að skila hand- ritum í verðlaunasamkeppn- ina er til 31. desember 1988, en verðlaunabókin mun koma út vorið 1989 á vegum Vöku- Helgafells í tengslum við af- hendingu verðlaunanna. Þess má geta að ákveðinn hundraðshluti af útsöluverði hverrar bókar rennur til sjóðs- ins. Að honum standa bókafor- lagið Vaka-Helgafell, fjöl- skylda Ármanns Kr. Einars- sonar, rithöfundar, Barna- bókaráðið, íslandsdeild IBBY- samtakanna og Barnavinafé- lagið Sumargjöf, sem nýlega gerðist formlegur aðili að Verðlaunasjóðnum og lagði honum til viðbótarfé. Sumargjöf hefur undan- farin 64 ár starfað að mál- efnum barna með margvís- legum hætti og meðal annars annast dagvistun og rekstur barnaheimila í hálfa öld. Þá gaf Sumargjöf út tímaritið Sólskin og Barna- dagsblaðið og stóð fyrir hátfóahöldum á sumardaginn fyrsta um árabil. Formaður stjórnar Verð- launasjóðs íslenskra barna- bóka er Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.