Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur -14. september 19Ö8 fii>)i>iii;ifinii Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson BÍaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, TILLÖGUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Ráöherrar Alþýöuflokksins hafa lagt fram tillögur um breytingarádrögum forsætisráöherraaö yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum. Af tillögum forystumanna Alþýðuflokksins kemur fram, aó jafnaðar- menn leggjaáherslu áþaö markmið aó ná niöurveröbólgu og vöxtum, bæta afkomu útflutningsgreina, einkum frystiiðnaðarins, og treysta atvinnuöryggi í landinu. Jafn- framt miöa tillögur ráöherra Alþýðuflokksins aö lækkun fjármagnskostnaðar heimilanna og treysta fjárhags- grundvöll þeirra. í tillögunum kemureinnig fram, aö fram- lengja beri verðstöðvun sem í gildi er, frá 27. ágúst 1988 til 28. febrúar 1989 meö þeirri breytingu aö heimilt er aö hækka verö vöru og þjónustu sem nemur hækkun á inn- kaupsverði eöa hækkun á veröi á innlendum grænmetis- og fiskmörkuöum. Tillögur ráöherra Alþýðuflokksins ná ennfremur til frystingu launa og búvöruverös, frystingu fiskverðs sem framlengist óbreytt til 10. apríl 1989, verö- jöfnun til fiskiðnaðarins, þar sem sérstaklega er getið um heimild til stjórnar frystideildar verðjöfnunarsjóös fisk- iönaöarins aö taka innlent eöa erlent lán með ríkisábyrgð aö fjárhæð 600 milljónir króna. Andviröi lánsins skal nota til greiðslu verðbóta vegna framleiðslu á freöfiski og hörþudiski á timabilinu 1. júní 1988 til 10. aþríl 1989. I til- lögum ráöherra Alþýöuflokksins er ennfremur aö finna hugmyndir um aö settur veröi á stofn sérstakur skulda- skilasjóöur sem hafi þaö verkefni aö leysa fjárhagsleg vandamál útflutningsfyrirtækja þannig að þeim verði gert kleift aö starfa á nýjum rekstrargrundvelli. í tillögunum er gert ráö fyrir aö sjóðurinn fái einn milljarö króna til ráö- stöfunará næstu tveimurárum. Tillögur ráöherrannagera ráö fyrir aðgeröum sem hafa það að markmiði aö lækka vexti og fjármag nskostnað, og leggur meðal annars til aö fjármálaráðherra beiti sér fyrir lækkun vaxta á spari- skírteinum ríkissjóös um 3% í samningum við lána- stofnanirog Iífeyrissjóöi og feli Seðlabankanum aö fylgja þeirri breytingu eftir á öörum sviðum lánamarkaðarins og vinna aö almennri lækkun raunvaxta. Af öörum tillögum ráðherra Alþýðuflokksins má nefna breyttan útreikning dráttarvaxta, þar sem þeir reiknist framvegis sem dag- vextir en ekki mánaðarvextir, aö stjórn Seðlabankans veröi heimilt aö ákveöa sérstaklega vaxtamun innláns- stofnanaviöákvörðun vaxtaáafuröalánum til útflutnings- greina, og aö ríkisstjórnin undirbúi aðgeröirtil aö styrkja eiginfjárstööu atvinnufyrirtækja. Þá hafa ráðherrar Alþýöuflokksins lagt til að sett veröi lög um starfsemi á fjármagnsmarkaöi utan bankakerfis, og aö þau byggist á grundvelli frumvarga viöskiþtaráöherra sem kynnt hafa verið í ríkisstjórn. Ennfremur leggja ráðherrar Alþýðu- flokksins til að lögö verði mikil áhersla á aöhald í ríkisfjár- málum og lánsfjármálum og bendir á þá þenslu sem enn ríkir í þessum málum jafnframt aö horfur séu á því aö þjóðartekjur verði í besta falli sviþaðar á næsta ári og því nauðsynlegt aö halda aftur af þjóöarútgjöldum á næstu árum. Ahrif tillagna Alþýöuflokksins í efnahagsmálum eru fyrst og fremst niðurfærsla veröbólgu og atvinnuöryggi. Tillögurnar miða jafnframt að því aö bæta afkomu út- flutningsgreina, einkum frystiiönaöarins og stuðia að lækkun fjármagnskostnaðar heimilanna og treysta fjár- hagsgrundvöll þeirra. Eins og fyrr hefur veriö bent á í forystugreinum Alþýöublaösins, leysa ekki ráðstafanir af þessu tagi efnahagsvandann sem að steðjar til fram- búöar, en gríþur hastarlega inn í verðbólguþróunina og verðlagsþensluna og tryggir undirstööu markvissrar stefnu í efnahagsmálum. ÖNNJJR SJÓNARMIÐ GtaSim. jjaký fów lhie5m að gifála Timinn segir að Guömundur J. hafi farið af formannafundi ASÍ til að grilla... ... en í sama tölublaði kom í Ijós að Guðmundur J. fór á safnaðarfund Frikirkjunnar þar sem ýmsir telja að Guðslambið hafi verið grillað. GUÐMUNDUR j.Guö mundsson, formaður Dags- brúnar, var síöur en svo sam- mála stéttarbróöur sínum Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ á formannafundi Alþýöu- sambandsins sem haldinn var í fyrradag. Þegar tillögur Ásmundar voru bornar upp til atkvæðagreiðslu, stóð Guð- mundur J. upp af fundinum og sagðist ætla að fara heim að grilla. Tíminn segir frá þessum nýstárlegu viöbrögðum í verkalýðshreyfingunni í gær: „Formannafundurinn var óvenju vel sóttur og sátu hann um 100 manns, alls staðar að af landinu. Nokkuð skarst i odda með þeim fyrrum flokksbræðrum Ásmundi Stefánssyni forseta ASÍ og Guðmundi J. Guð- mundssyni og að sögn fundarmanna sem Tíminn hafði tal af, skiptust þeir á föstum skotum úr ræöustóli. Guðmundi þótti augsýni- lega tíma sínum illa varið eftir að fundurinn hafði staðið i þrjá og hálfan tima, þvi þegar kom að því að af- greiða mál, þá gekk hann út af fundi og sagði frétta- mönnum að hann ætlaði heim að grilla í stað þess að taka þátt í halelújakór um ekki neitt sem máli skipti. Ekki hefði verið fjallað um neitt bitastætt á fundinum og ekki tæki því að taka þátt í afgreiðslu slikra mála.“ Spurningin er nú hvar Guö- mundur hefur lært þennan ameríska sið að grilla, og hvort þetta verði aö orðatil- tæki í verkalýðshreyfingunni í framtíðinni: „Ég er farinn að grilla" sem þýðir þá: „Ég er ósammála og vík af fundi! “ TIMINN kom reyndar upp um Guðmund J. í sama tölu- blaði í gær. í Ijós kom nefni- lega nokkrum síðum aftar í sama tölublaði að Guð- mundur J. hafði alls ekki farið heim að grilla, heldur brugðið sér á átakafund hjá Fríkirkjunni sem haldinn var í íslensku óperunni, enda sennilega hljómburður þar þolanlegur fyrir slíka sam- komu. í frétt af fundinum kom nefnilega í Ijós og það meira segja á Ijósmynd sem fylgdi fréttinni, að Guð- mundur jaki sat fundinn, tak- andi í nefið og deilandi við Ragnar Tómasson lögfræö- ing um einstök atriði. Á fund- inum var Guðmundur J. alls ekki að grilla, þótt Guðs- lambið hafi eflaust verið grillað í íslensku óperunni þetta kvöld. Meðal annars var ýmsum meinaður aðgangur að safnaðarfundinum og not- aðar til þess alls kyns aðfarir sem kristnir menn eiga ekki að venjast þegar þeir sækja um inngöngu í söfnuð. Tíminn gaf lesendum sínum smábragðprufu af inn- göngunni: „Ekki voru allir á skrám safnaöarins, sem á fundinn vildu fara, og haföi veriö komiö upp sérstakri kvört- unardeild i öðrum inngangi Óperuhússins. Þar mátti heyra háværar raddir og var rnikid rifist um hvort þessi eöa hinn heföi rétt á aö fara inn á fundinn, en farið var eftir félagsskránni sem byggö er á skrá frá Hagstofu íslands. Þeir sem fengu inn- göngu þurftu að hafa verið skráðir í Fríkirkjuna i Reykja- vík þann 1. des. 1987, auk þess sem flett var upp í íbúa- skrá Reykjavíkur í vafaatrið- um. Heyra mátti óánægju- raddir hjá mörgum þeirra sem sóttu fundinn þess efnis að við stjórnarkjörið í vor heföi ekki verið farið eftir þeim skrám sem farið væri eftir inn á þann fund sem boðað var til í gær. Látum hér fyigja nokkur orðaskipti, milli þess sem fór meö vafamálin og eins sem komast vildi á fundinn. Starfsmaður: „Þú ert ekki á skránni.“ Maðurinn: „Ég er fæddur og uppalinn i kirkj- unni og hef gengið i gegn um allar athafnir hennar, og staðið viö allar mínar skuld- bindingar, en svo segir þú að ég sé ekki á einhverri skrá.“ Oröaskipti þeirra urðu lengri á svipuðum nótum, en það endaði með því að maðurinn fór ekki inn. Öðrum manni var meinað- ur aðgangur á þeirri forsendu að á tímabiii hafði hann flutt upp á Kjalarnes, sem varð til þess að hann strikaðist sjálf- krafa af lista safnaðarins og því ekki á skránni frá 1. des- ember 1987. Maðurinn hafði hins vegar flutt aftur til Reykjavíkur á þessu ári og gengið á ný í söfnuðinn. Hann var meö stimplað bréf frá Hagstofunni upp á að hann væri meðlimur safnað- arins frá ákveðnum tíma á þessu ári, eins og svo margir aðrir, en enginn þeirra fékk að fara inn.“ Vonandi komast báðir þessir menn, og aðrir sem frá dyrum Fríkirkjusafnaðarins þurftu að hverfa, inn í himna- ríki að lokum. SNORRI Sturluson vekur enn deilur meðal íslendinga. Þorsteinn nokkur Guðjóns- son skrifar grein í Tímann í gær þar sem hann ræðst harkalega á íslendinga fyrir að hafa ekki viðurkennt snilld Snorra en frægð hans hefði þurft að koma aó utan oa bá frá frændum okkar í Noregi. Lítum aðeins á þessi sjónarmið: „íslendingar þekkja ekki Snorra Sturluson! Þeir gera sér rangar hugmyndir um hann og hafa alltaf gert, síð- an þeir myrtu hann í myrkri árið 1241. En það morð er þjóðarskömm, sem bíður þess enn aö veröa afmáð. Svo rækilega var frá því gengið að rægja og níða hann dauðan, að nafn hans fékk hér enga uppreisn i nærri sex aldir, fyrr en Norö- menn höfðu áttað sig á því, hvílíkur maður hann var, og svo að segja byggt á verki hans hið nýja ríki sitt. „í sö- gu Noregs samanlagðri hefur enginn Norðmaður haft jafn- mikil áhrif og íslendingurinn Snorri Sturluson," sagði norskur prófessor við mig eitt sinn. Ég svaraði ein- hverju, sem við átti, en mér varð um leiö hugsað til þess, hvort menningarástandið á íslandi leyfði það að vera hreykinn af Snorra. — Frægð Snorra hefur komið erlendis frá og þeir hafa fúlsað við henni, alveg eins og þeir me- ga helst ekki heyra nefndan Leif heppna. Og á Eiríks- stöðum i Haukadal, fæðing- arstað Leifs, hins alfrægasta íslendings er enginn minnis- varði og enginn uppgröftur á hinum auðþekktu tóftum, meðan varið er milljónum i að grafa í hverskyns munka- þúfur. Hvernig stendur á þessu? kann einhver að spyrja og hygg ég að því sé ekki svo mjög „erfitt að svara.“ Snorri Sturluson skrifaði heiðna goöfræði og þó svo að hann segði að þetta væri aðeins kennslubók í skáldskaparlist, er ekki vist að öllum hafi lit- ist svo á. Aö minnsta kosti segir í annálum þess tíma: „ill rit lesin á þingi“ um það sumar, sem Snorri réð einn mestu á Alþingi; mér hefur dottið í hug, að hin „illu rit“ hafi verið Snorra-Edda — hafi hinn káti og glaðværi maður neytt þess, að hann hafði þar völdin og látið lesa það, sem honum þótti skemmtilegast. En hvað sem því liöur, er það sannmæli, að rit Snorra voru ekki beinlínis í anda rétttrún- aðar þeirrar aldar — þegar rannsóknarrétturinn var í uppgangi sínum — og heföi Snorri naumast getað skrifað svo sem hann gerði, hefði hann ekki verið ríkastur mað- ur hér á landi um sína daga.“ Einn mmmmmmmrnmmmmmm með kaffinu Borgarbarnið var komið í sveitina. Bóndinn sýndi borg- arbarninu hvernig mjólkaætti kýrnar. Næstadag varborg- arbarnið sent út í fjós að mjólka. Eftir drjúga stund kom borgarbarnið út úr fjósinu. „Hvað mjólkaðir þú margar kýr?“ spurði bóndinn. „Svona tuttugu," svaraði borgarbarnið. „Já, það er ágætt,“ svaraði bóndinn. „En mér finnst þó samt að þú hefðir átt að láta mig fá fötu!“ sagði borgarbarnið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.