Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. september 1988 5 BÖNDUM KOMIÐ Á GRÁA MARKADINN Viðskiptaráðherra lagði fram tvö ítarleg frumvörp um starfsemi á fjármálamarkaðnum fyrir ríkisstjórnarfund í gœr. A rikisstjórnarfundi í morg- un lagði viðskiptaráðherra fram tvö frumvörp til laga um fjármálastarfsemi utan bankakerfisins. Hér er annars vegar um að ræða frumvarp til laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og hins vegar frumvarp til laga um eignarleigustarfsemi eða „fjármögnunarleigu“ eins og þessi starfsemi hefur oftast verið nefnd. Þessi frumvörp eru samin af nefnd sem við- skiptaráðherra skipaði 16. febrúar sl. til að fjalla um lagasetningu um starfsemi á fjármagnsmarkaði. Viðskipta- ráöherra bætti inn í verð- bréfafrumvarpið grein sem veitir honum heimild til þess að heimila Seðlabanka ís- lands að láta sömu reglur gilda um bindiskyldu verð- bréfafyrirtækja og verðbréfa- sjóða og gilda um bindi- skyldu innlánsstofnana. Verðbréfafrumvarpið er viðamikið. Með þvl er settur nýr rammi um starfsemi verð- bréfamiðlara, verðbréfafyrir- tækja og verðbréfasjóða sem leysir meðal annars af hólmi lög nr. 27 frá 4. mal 1986 um verðbréfamiðlun en þau lög eru um margt ófullkomin. Meðal efnisatriða I verðbréfa- frumvarpinu má nefna eftir- farandi: 1) ítarlegar ceglur um skil- yrði sem verðbréfamiðlar- ar verða að uppfylla og um starfsskyldur þeirra gagnvart viðskiptavinum og eftirlitsaðilum. 2) Ný ákvæði um verðbréfa- fyrirtæki og starfsemi þeirra en engin slík ákvæði eru í lögum. 3) ítarleg ákvæði um rekst- ur verðbréfasjóða. 4) Ströng ákvæði um tilsjón bankaeftirlits Seðlabank- ans með verðbréfavið- skiptum og verðbréfa- sjóðum. 5) Reglur um lágmarks- hlutafé verðbréfafyrirtæk- is og um lágmark eigin fjár þess. 6) Akvæði um viðskipti verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða með verð- bréf. 7) Ákvæði um rekstrarform verðbréfasjóða og um samþykktir þeirra. 8) Ákveðnar reglur um dreif- ingu fjárfestingar verð- bréfasjóða. 9) Ákvæði um lausafjár- skyldu verðbréfasjóða. 10) Ákvæði um heimild til þess að setja bindiskyldu á verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði. 11) Skýr ákvæði um heimild stjórnvalda til að hlutast til um rekstur verðbréfa- fyrirtækis brjóti það gegn ákvæðum laganna að mati bankaeftirlits Seðlabankans. 12) Ákvæði um hörð viðurlög við brotum gegn lögum og reglum um starfsemi verðbréfafyrirtækja. í eignarleigufrumvarpinu eru ýmsar skilgreiningar sem eru nýlunda í lögum. Þar eru sett lágmarksskilyrði til rekstrar eignarleigufyrirtækja og um starfssvið þeirra. Þar er meðal annars ákvæði um að lágmark eigin fjár eignar- leigufyrirtækis skuli á hverj- um tíma ekki nema lægri fjárhæð en sem svarar 8% af heildarskuldbindingum þess. Þá eru þar lágmarksákvæði um efni eignarleigusamninga og um upplýsingaskyldu eignarleigufyrirtækja gagn- vart viðskiptavinum. Loks eru í frumvarpinu ítarleg ákvæði um eftirlit með starfsemi eignarleigufyrirtækja og um viðurlög við brotum á lögum um starfsemina. Þessi frumvörp ná til stórs hluta fjármagnsmarkaðarins utan bankakerfisins. Með þeim er bætt úr brýnni þörf fyrir skýrar og ákveðnar regl- ur um þá fjármálastarfsemi sem hér um ræðir. Markmið- ið með þessum frumvörpum er að tryggja hag sparifjáreig enda sem kjósa að ávaxta sparnað sinn á þessum vett- vangi, upplýsingasöfnun, eftirlit stjórnvalda með þess- ari starfsemi og að sams konar reglur gildi um skylda fjármálastarfsemi. Viðskipta- ráðherra leggur ríka áherslu á að frumvörp þessi verði að lögum á Alþingi nú í haust. Ijf/ 1 i I hmm EINDAGI . SKILA . A STAÐGRBÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðariega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft f mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum“, blátt eyðublað fyrirgreidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávailt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allarfjárhæðirskuluveraí heilumkrónum. Allir launagreiðendur og sjátfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeir sem einhvena hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSUÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.