Alþýðublaðið - 15.09.1988, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Qupperneq 1
Verðstöðvun lýkur um mánaðamót HOLSKEFLA HÆKKANA EF EKKI VERDUR GRIPID TIL ADGERÐA Tillögur stjórnarflokkanna Er ekki í aðstöðu til að semja óskatillögur sagði forsœtisráðherra eftir ríkisstjórnar- fundinn í gœr þar sem breytingartillögur Framsóknar voru til umrœðu. „Mínar tillögur eiga að leiða menn til sameiginlegrar niðurstöðu. “ Breytingartillögur Fram- sóknarflokksins voru til um- fjöilunar á ríkisstjórnarfundi í gær og eftir fundinn vildi for- sætisráöherra engar yfirlýs- ingar gefa um einstök atriði tillagnanna. í tillögum Framsóknar felst m.a. frysting á gjald- skrám ríkis, sveitarfélaga og sérfræðinga allt til 10. apríl. Ekki verði gripiö til gengis- feliinga en stofnuð verði sér- stök deild innan Fram- kvæmdasjóðs sem veiti lán til endurskipulagningar fyrir- tækja og til aö bæta afkomu einstakra útflutningsgreina. Þá vilja framsóknarmenn að þær hækkanir sem nú bíða ákvörðunar á landbúnað- arvörum verði leyfðar en siö- an veröi verðlag fryst. Þá veröi raunvextir að meðaltali undir 6% mörkum og laga- boði beitt til þess ef þörf krefur, fjármagnstekjur skatt- lagðar og lánskjaravísitala afnumin þegar verðbólga verður komin undir 10% mörkin svo dæmi séu nefnd. Þorsteinn Pálsson sagði í gær að hann myndi hitta ráð- herra og samstarfsformenn að máli samdægurs til að bera saman tillögur flokk- anna. „Við þurfum að átta okkur betur á mati Þjóðhagsstofn- unar á tillögunum áður en við leggjum endanlegt mat á þær,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann væri tilbúinn til að breyta til- lögum Sjálfstæðisflokksins til samræmis við breytingatil- lögur samstarfsflokkanna, sagði forsætisráðherra: „Eg hef tekið það skýrt fram að mínar tillögur sem forsætis- ráðherra eru ekki óskatillögur Sjálfstæðisflokksins. Flokk- arnir eru að því leyti í mis- munandi aðstöðu að sam- starfsflokkarnir geta sett fram óskatillögur af sinni hálfu, en það er auövitað skylda forsætisráðherra að leggja fram tillögur í þeim til- gangi að leiða menn til sam- eiginlegrar niðurstöðu. Égær þess vegna ekki i þeirri að- stöðu að geta lagt fram óska- tillögur Sjálfstæðisflokks- ins.“ Töluvert hefur verið um það, að kaupmenn hringi í Verðlagsstofnun og spyrjist fyrir vegna vöru sem þeir \ hafa keypt inn á hærra verði en gildir eftir verðstöðvun. „Við höfum orðið varir við, að fyrst þeir megi ekki selja á hærra veröi, þá geymi þeir Enn hafa engar viðræður átt sér stað um vaxtakjör á skuldabréfum sem lífeyris- sjóðirnir hafa skuldbundið sig til að kaupa af Húsnæðis stofnun rikisins á næsta ári og árinu 1990. Að sögn Hrafns Magnússonar, fram- vöruna,“ sagöi Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlags- stofnun við Alþýðublaðið í gær. Hann segir því fulla ástæðu til að óttast hol- skeflu veröhækkana eftir mánaðamót, þegar verð- stöðvun lýkur, ef ekki hefur kvæmdastjóra Sambands al- mennra lífeyrissjóða, hefjast viðræður ekki fyrr en fyrir liggur hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka varðandi vaxtamálin almennt. Samkvæmt samningum munu llfeyrissjóðimir kaupa verið þá tekin ákvörðun um aðgerðir. Fyrir verðstöðvun höföu nokkur iðnfyrirtæki hækkað verð á nýjum sendingum til verslana. Eftir viðræður við Verðlagsstofnun voru þær hækkanir dregnar til baka. Einnig var sett hámarksverð skuldabréf fyrir um 55% af ráðstöfunarfé sínu. Á þessu ári námu kaupin um 6 milljörðum króna og voru vextir 7% og lánstíminn 15 ár. Samkvæmt samningum áttu vextirnir að lækka á næsta ári, en forsendur þess á egg og kjúklinga, vegna þess að framleiðendur höfðu hækkað verð skömmu fyrir verðstöðvun. „Það er t.d. Ijóst að þessar vörur hækka fljót- lega eftir verðstöðvun, nema gripið verði til aðgerða," sagði Jóhannes. hafa ekki staðist og þarf þvl að ganga til viðræðna um endurskoðun vaxtakjaranna. Það á því eftir að semja um vexti á um 13 milljörðum sem sjóöirnir lána til húsnæðis- kerfisins á næstu tveimur árum. Forsætisráöherra foröaöist allar yfirlýsingar um breytingartillögur Framsóknar eftir rikisstjórnarfundinn í gær. í tillögum Framsóknar er m.a. gert ráö fyrir aukinni skattheimtu upp á einn og hálfan milljarö sem tekinn yröi af vaxtatekjum. A-mynd/Magnús Reynir. Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna Ósamið um vaxtakjör á 13 milljörðum Beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.