Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 15. september 1988 í bókinni „Konur og karlar á Norður- löndum“ sem hagstofur Norðurlanda hafa nýverið gefið út, er að finna áhugaverðar upplýsingar um stöðu kynjanna á flestum sviðum þjóðfé- lagsins. HJAFNSTAÐA A NORÐURLÖNDUNI? I niðurstöðum hagstofa Norðurlanda um jafn- stöðu kynjanna á Norður- löndum kemur m.a. fram að tveir af hverjum þremur opinberum starfs- mönnum i Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð eru konur, en tveir af hverjum þremur starfsmanna hjá einkaaðilum eru karlar. Jafnstaða kynja á öllum sviöum þjóöfélagsins er orðiö viöurkennt markmiö á Norðurlöndunum fimm, Dan- mörku, Finnlandi, (slandi, Noregi og Svíþjóö. Með jafn- stöðu er átt viö, aö konur og karlar hafi sömu réttindi, skyldur og möguleika til aö — hafa starf og vera efna- lega sjálfstæö — gæta heimilis og barna — taka þátt í stjórnmálum, stéttarfélögum og öörum þáttum samfélagsins. Til aö geta unniö aö settu marki er nauösynlegt aö vita hvernig staöan í þjóðfélaginu er nú og hver þróunin hefur veriö. Til þess þarf tölulegar staöreyndir. Hagstofur Noröurlanda hafa tekið hönd- um saman og á þeirra vegum hefur verið safnað tiltækum upplýsingum til aö bera saman stööu kynjanna á Norðurlöndum. Jafnstaða hefur bæöi mælanlegt og ómælanlegt gildi. í bókinni „Konur og karlar á Noröurlöndum" er lögö áhersla á aö skoða stöðu kynjanna á sem flest- um sviðum þjóöfélagsins að því marki, sem hún veröur mæld í tölum, og leiða í Ijós aö hve miklu leyti jöfnuður ríki milli kynjanna. Meö töflum, myndum og skýr- ingartexta er reynt aö bregða upp mynd af lifi og starfi kvenna og karla á Norður- löndum og draga fram þaö sem er líkt og ólíkt á þessum löndum. Bókin „Konur og karlar á Noröurlöndum" gefur til kynna aö á engu þjóðfélags- sviöi sé hlutur kvenna og karla oröinn nokkurn veginn jafn. Þrátt fyrir nokkrar breyt- ingar er samfélagiö ( stórum dráttum enn tvískipt. Þetta á viö um öll löndin. ÍBÚAR íbúafjöldinn á Noröurlönd- um hefur sem næst tvöfald- ast frá því um aldamótin slö- ustu. í Noregi og þó einkum á íslandi er útlit fyrir aö fólki haldi áfram aö fjölga, jafnvel eftir aldamót. Á hinum Norðurlöndunum eru hins vegar horfur á aö fólki fækki l byrjun næstu aldar. Minni fæðingartfðni ásamt lengri meöalævi en áöur hefur haft áhrif á aldurssamsetningu þjóöanna. Hlutfall barna og unglinga af mannfjöldanum fer minnkandi um leið og hlutfall aldraöra eykst. Fjöl- skyldur verða æ minni, óvígö sambúö hefur færst I vöxt og hjónaskilnuðum hefur fjölgað. Um þaö bil sjöunda hver móöir meó börn á fram- færi er einstæð, en aðeins 2-4% feöra. HEILSUFAR Meöalaldur fólks á Norður- löndum er mjög hár. Þaó er aðeins í Japan sem hann er lengri. Meðalævi kvenna er lengri en karla og er munur- inn mestur I Finnlandi, 8 ár, en minnstur á íslandi, fimm og hálft ár, en þar er meðal- ævin lengst. Heilsufari kvenna og karla er að ýmsu leyti ólíkt farið. Karlar deyja fremur en konur af völdum hjarta- og áeöasjúkdóma, ill- kynjaðra æxla og slysfara. Hins vegar er tíöni hjarta- og æðasjúkdóma hærri meóál kvenna en karla. Tíðni krabbameins er mismunandi hjá konum og körlum. Krabbamein I brjóstum og kynfærum er algengt hjá kon um en krabbamein I öndunar- færum og meltingarfærum algengt hjá körlum. NÝTING TÍMANS Rannsóknir sem fyrir liggja um þaö hvernig fólk ver tíma sínum, gefa til kynna, aö á öllum Norðurlöndum verji karlar meiri tlma til launaðrar vinnu en konur, en þær verji meiri tíma til ólaunaörar vinnu. Þegar á heildina er litið er vinnutimi kynjanna svipaöur, en hann ræðst m.a. af aldri, hjúskaparstöðu og barnafjölda. Karlar hafa aö meðaltali heldur meiri frítíma en konur. MENNTUN Konur og karlar hafa sömu möguleika á aö mennta sig, en mikill munur er á því hvernig þau hagnýta sér þá. Val kynjanna á námsbrautum er kynbundið en þaö hefur aftur áhrif á verkaskiptingu kynja á vinnumarkaði. Á þetta viö öll Norðurlönd. Eftir 9 ára grunnskóla halda flestir nemendur áfram námi viö framhaldsskóla. Þar hefur nemendum fjölgað mikiö á undanförnum árum. I fram- haldsskólunum hneigist hugur kvenna meira að bók- námsgreinum en karla aö raungreinum. í starfsnámi kemur kynskiptingin enn skýrar fram. Konur eru I meirihluta I námi sem lýtur að þjónustu, uppeldi og umönnun, en karlar I meiri- hluta I námi á sviöi frumfram- leiðslugreina, iönaöar og tækni. Á háskólastigi er fjöldi kvenna og karla svip- aður. Þar er námsval kynj. anna og mismunandi. í heil- brigðisgreinum, kennaranámi og hugvlsindum eru konur í miklum meirihluta, en karlar hins vegar I tækni og raun- vísindum. ÓLAUNUÐ STÖRF Upplýsingar um umfang ólaunaöra starfa fást einkum meö rannsóknum á því hvern- ig fólk ver tima sínum I heild. Hins vegar er ekki til nein viðurkennd aöferö til að meta gildi slíkra starfa. Heimilis- störf eru enn sem fyrr aö mestu leyti I höndum kvenna, en þeim konum fækkar stöð- ugt sem eru eingöngu heima- vinnandi. Eru þær hlutfalls- lega flestar I Noregí en fæstar I Finnlandi. Hluti heimilisstarfa er viðhald hús- næðis o.þ.h. sem karlar sinna I ríkara mæli en konur, en mun skemmri tíma er varið til þess en annarra heimilis- starfa. Jafnræði kynja við heimilisstörf virðist vera mest I Svlþjóð. LAUNUÐ STÖRF Miklar breytingar hafa átt sér staö á vinnumarkaöi á síöustu áratugum. Meö auk- inni atvinnuþátttöku kvenna hefur mannaflinn vaxiö og samsetning hans breyst. Eru konur nú tæpur helmingur mannaflans samanborið viö um þriðjung áriö 1960. At- vinnuþátttaka kvenna á aldr- inum frá tvítugu til eftirlauna- aldurs, var lengst af mest I Finnlandi, en er nú mest I Svíþjóð, 83%, og minnst I Noregi, 73%. Atvinnuleysi hefur almennt bitnað meira á konum en körlum. Hlutastörf eru mun algengari meðal kvenna en karla. Um fjórar af hverjum tlu konum I launuðu starfi í Danmörku, íslandi og Svíþjóð vinna innan við 3b tíma á viku, um fimm af tiu I Noregi en innan viö tvær af hverjum tíu I Finnlandi. Aðeins 5% norrænna karla vinna hlutastörf. Á öllum Noröurlöndunum er vinnumarkaöurinn tvískipt- ur í kvenna- og karlastörf. Um eöa innan við 10% kvenna og karla eru I störfum þar sem nokkuð jafnt er af báðum kynjum. Starfssvið kvenna er gjarnan aó veita þjónustu eöa annast um fólk en karla aö annast um veraldlega hluti. Tveir af hverjum þremur opinberum starfsmönnum I Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð eru konur, en karlar tveir af hverjum þremur starfsmanna hjá einkaaðilum. LAUN OG TEKJUR Konur hafa yfirleitt lægri laun en karlar. Launabiliö milli kynjanna hefur minnkaö smám saman hjá faglærðum og ófaglæröum I iönaði (fisk- vinnsla meðtalin á íslandi) og eru konur nú meö á bilinu 77% (Finnland) til 93% (ís- land - aöeins ófaglæröir) af launum karla. Þar sem konur eru I miklum meirihluta eru launin lægst. Laun I iönaði eru hæst I Danmörku en lægst á íslandi. Tekjumunur kvenna og karla hefur fariö minnkandi en er þó enn verulegur. Á heildina litiö er tekjubilið svipaö I Danmörku, Finnlandi og Svlþjóö en þar hafa konur um 70% af tekjum karla. í Noregi er hlutfalliö 60% en lægst á íslandi, 50%. Ástæöur þessa tekjumunar felast m.a. I misjafnri skipt- ingu vinnutlma kvenna og karla milli launaös og ólaun- aðs starfs, en þó ekki síst I lágum launum I svokölluðum „kvennastörfum" svo og í lægri launum kvenna en karla yfirleitt. UMÖNNUN BARNA Fæöingarorlof er mismun- andi I löndunum, lengst I Sví- þjóö, eitt ár, en styst á ís- landi, 4 mánuðir. Feöur geta skipt barnsburðarleyfi meö mæörum, en aðeins í Svíþjóö á þaö við allan tímann. Leyfi fyrir foreldra til aö gæta sjúkra barna er lengst I Sví- þjóð, allt að 60 dagar á barn á ári, en styst á íslandi 7 dagar á ári. Framboð af dag- vistarrými er fjarri því aö vera fullnægjandi. Er ástandið best í Danmörku en lakast á íslandi. FRÍTÍMI Að meöaltali hafa karlar meiri frltíma en konur. Mun- urinn er minnstur I Dan- mörku en mestur I Finnlandi. Konur og karlar verja frítím- anum á ólíkan hátt og einnig er munur milli landanna á þvf hvernig fólk ver tómstundum sínum. Karlar hneigjast meira aö íþróttum, en konur meira aö menningarmálum en karlar. Konur lesa meira, en karlar horfa meira á sjónvarp en konur. VALD Karlar sitja á mun fleiri valdastólum en konur, og gildir einu hvert litiö er I þjóðfélaginu. Þótt konur hafi haft atkvæðisrétt og kjör- gengi í yfir 60 ár vantar enn mikiö á aö jöfnuöi kynja sé náö á þjóðþingum, fylkis- þingum og í sveitarstjórnum. Þær eru nú þriöjungur full- trúa á þjóðþingum Noröur- landaað undanskildu íslandi þar sem fimmtungur þing- manna eru konur. Á öllum Noröurlöndum nema Svíþjóð hefur nú verið lögfest aö vinna eigi aö þvl aö jafna stööu kynja I opinberum nefndum, stjórnum og ráö- um, en hlutur kvenna þar er hæstur I Danmörku og Noregi, 31%, en lægstur á íslandi, 11%. í trúnaðarstörf- um stjórmálaflokka, laun- þegasamtaka og innan embættismannakerfisins gætir áhrifa kvenna minna eftir því sem trúnaðarstöð- urnar eru valdameiri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.