Alþýðublaðið - 15.09.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Qupperneq 7
Fimmtiidacjúf 15. september 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Megrunarpillan á að hraða efna- skiptunum, sem oft eru of hœg hjá fólki sem þjáist af offitu. Hún á að flýta fyrir brennslunni sem leiðir svo til þess að vöðvamyndun verður auðveldari. eftir þeirri starfsemi tauga- kerfisins, sem sér um eðli- lega brennslu í líkamanum. Brennsla í líkama manns sem þjáist af offitu er of hæg, og þegar pillan hraðar brennslunni myndast frekar vöðvavefir. Danski framleiðandinn gefur þær upplýsingar, að margar tilraunir eigi eftir að gera, bæði til að skrásetja áhrifin og einnig til að full- kanna aukaverkanir ef ein- hverjar eru. Þessar tilraunir veröa gerðar á sjúkrahúsum í Danmörku og einnig í öðrum löndum, en DAK vill ekki gefa upplýsingar um hvar þær fara fram til þess að hafa frið fyrir áhugasömum sjúklingum. Mögulegt er að pillan veröi notuð í öðru samhengi. Gerð- ar hafa verið tilraunir á kjúkl- ingum og svínum. Árangur- inn var vöðvameiri kjúklingar og minni fiturönd á svína- kjöti. Danskt fyrirtœki er vel á veg komið í þróun á pillu gegn fitu. Pillan breytir spikinu í vöðva. Innan fárra ára er talið, aö læknar muni geta hjálpað fólki sem þjáist af offitu. Það er fyrirtæki lyfsalasambands- ins, DAK A/S, sem hefur unn- ið að þessu. Pillan hefur verið reynd á 200 sjúklingum á Hvidovre-sjúkrahúsinu. Menn segja árangurinn vera „töluverðan“, þó ekki hafi fengist upplýsingar um hve mörg kíló hafi fokið. Mörg alþjóðleg lyfjafyrir- tæki vinna að þróun svipaðr- ar megrunarpillu, og þeirri sem danska fyrirtækið er sagt vera komið langleiðina með. Dr. med. Arne Astrup sér- fræðingur í offitu (efnaskipta) sjúkdómum, segir að nú þegar sé í notkun í Bretlandi megrunarpilla, en heilbrigðis- yfirvöld í Danmörku hafa ekki upplýst hvort sú pilla sé við- urkennd í Danmörku. HRAÐAR EFNASKIPTUM Pilla þessi er sögð líkja Þessi mynd er tekin á Bellevue- ströndinni i mai sl. Hún skýrir sig sjálf! FIIAN VERÐUR AB VÖÐVUM GEGN LYFSEÐLI Nú á tímum er mikill áhugi fyrir megrunarlyfjum. Tegund- irnar eru ótrúlega margar, og eru til sölu í heilsuverslunum og hjá ýmsum aðilum. í Dan- mörku hefur Helsingör-pillan verið eina megrunarlyfið, sem fram aö þessu hefur hlotið viðurkenningu sem lækningalyf, hún er seld gegn lyfseðli og ku draga úr matarlist. Ekki mun verða frjáls sala á þessari pillu í Danmörku, í fyrsta lagi verður hún aðeins seld gegn lyfseðli, í öðru lagi verður hún seld í smá- skömmtum i sambandi við læknismeðferð og matarkúr, og aðeins fólki sem á við of- fituvandamál að stríða verður gefin þessi pilla. SJÚKRASÖGUR Dr. med. Arne Astrup segir að sjúklingar með offitu- vandamál, sem hafa fengið offitusjúkdóma svo sem gigt, sykursýki, háan blóðþrýsting o.þ.h., verði forgangshópar þegar þar að kemur. Hvað stór sá hópur er í Danmörku vita menn ekki, engar skrán- ingar eru til þar að lútandi. „Siðast þegar blöð fjölluðu um megrunarpillu, fékk ég 300 bréf frá óhamingjusömu fólki með offituvandamál, og jafnvel frá Þýskalandi, og margir sendu peninga í þeirri trú að ég gæti selt þeim pill- una. Oft fylgdu langar sjúkra- sögur og það var hörmulegt að heyra hvernig fólkinu leið“, sagði Arne Astrup og biður fólk jafnframt að sýna þolinmæði í bið þess eftir megrunarpillunni. ÚTFLUTNINGUR Megrunarpillan er einn liður í útflutningsáformum DAK, og allt útlit fyrir aö hún verði mikil útflutningsvara. Þó brýn þörf sé fyrir megrun- arpillu á dönskum markaði er það ekki nóg til að standa undir rannsóknarkostnaðin- um sem fylgir þróun og fram- leiðslu á_nýjum lyfjum. Dr. med. Arne Astrup bend- ir á Bandaríkin, sem dæmi um land þar sem offita virð- ist vera orðin landlægur sjúkdómur, og brýn þörf á megrunarlyfjum. Hann segir: „í Bandaríkjun- um er mönnum farið að blöskra offituvandamálið en talið er að helmingur banda- rísku þjóöarinnar eigi við þetta vandamál að stríða. Það eru ekki hvað síst börn og unglingar þar í landi sem eru haldin þessum sjúkdómi, mörgum sinnum fleiri en í Vestur-Evrópu. Við höfum vanist því að það sem er að ske í Bandaríkjunum kemur til okkar tiu til fimmtán árum seinna, það er því ekki frá- leitt að við reynum að taka okkur tak i tima. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.