Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 15. september 1988 VIÐTALIÐ eftir Hauk Hólm r Pétur Bjarnason stjórnarmaður í Utgerðarfélagi Akureyringa Framkvæmdastjöraskipti standa fyrir dyrum hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa. Gísli Konráðsson lætur þá af störfum eftir 30 ára starf. Fjórtán manns hafa sótt um starfiö og hefur Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðv- arinnar þótt líklegastur til að hreppa hnossið, en fyrir skömmu kom upp ný staða. Gisli Konráðsson lýsti því yfir að ómögulegt væri að báðir framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins væru úr sama stjórn- málaflokki. Honum þyki því ótækt aö Gunnar verði ráðinn þar sem hann sé sjálfstæðis- maður eins og hinn fram- kvæmdastjórinn, Vilhelm Þorsteinsson. í stjórn Útgerðarfélagsins sitja tveir sjálfstæðismenn, tveir framsóknarmenn og einn alþýðuflokksmaður, Pétur Bjarnason. Hans atkvæði er talið geta ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslu. Alþýðublaðið hafði samband við Pétur, og spurði hann fyrst hvort eitthvert gamalt pólitískt samkomulag væri viö lýði varðandi ráðningu í framkvæmdastjórastöðu ÚA? „Ekki það ég þekki og ég leyfi mér mjög að efast um að það sé gamalt samkomu- lag til.“ — Er nauðsynlegt að framkvæmdastjórar séu úr sitt hvorum stjórnmálaflokkn- um? „Ég sé enga nauðsyn þess.“ — En sérðu einhverja hættu því samfara? „Ég skal ekki segja neitt um hvort það er hætta á ferð- um ef menn fara í starf með einhverjum slikum ásetningi, ég sé hins vegar ekki alveg hvaða hætta það er. Þetta er í eðli sínu ekki neitt póiitískt starf, það snýst fyrst og fremst um að reka fyrirtæki, verka og vinna fisk og gera út. Ég sé bara ekki hvernig flokkspólitík kemur þar inn í yfirhöfuð." — Sú saga hefur heyrst að ákveðið hafi verið að veita Gunnari starfið, annars hefði hann ekki sótt um. Veistu til að slíkt hafi verið ákveðið? „Ég tel mig þekkja nægi- lega vel til, að ég geti alfarið hafnað þessari skoðun. Eg vil líka benda á, að ef það hefði komið upp á þá hefðu menn ekki auglýst stöðuna. Eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið gert áður.“ — Kemur þessi umræða sem átt hefur sér stað þér á óvart? „Það kemur mér kannski ekki á óvart að svona raddir hafi komið upp, en það kem- ur mér aðeins á óvart að það hafi verið sagt opinberlega að það ætti að útiloka menn úr einum stjórnmálaflokki frá þátttöku, en hins vegar kem- ur mér ekkert á óvart að sum- ir hafi hugsað svona." — Sigurður Jóhannesson annar fulltrúi framsóknar hef- ur lýst því yfir að hann taki undir sjónarmið Gisla Konráðssonar. Séröu hættu á klofningi i stjórn félagsins? „Ég tel alveg koma til greina að stjórnin klofni I afstöðu sinni, ég geri alveg ráð fyrir að menn leggi mis- jafna áherslu á hvaða menn þeir vilja. Hins vegar hef ég ekki trú á að það klofni á þann hátt að stjórnin haldi ekki áfram að vinna saman á faglegum grundvelli. Sigurð- ur hefur lika lýst því yfir að hann ætli að standa að ráðn- ingu framkvæmdastjóra á faglegum grundvelli. Mér finnst svolítill tviskinnungur í, að menn segja að ekki eigi aö koma pólitik inn í þetta val, en samt eigi að fara eftir þv( sem Gísli segir.“ — Hvað gerist næst í mál- inu? „Það verður ráðinn maður.“ — Hvenær? „Fljótlega." — Er byrjað, eða telurðu að fariö verði út í baktjalda- makk til að reyna að komast að samkomulagi um eftir- mann Gísla? „Nei, það er ekki byrjað og ég hef ekki trú á að það verði. Það er sannast sagna, þótt menn hafi mest orð á öðru, unnið mjög faglega að þessu máli. Menn taka sér tíma til að skoða, afla sér upplýsinga um og bera sam- an umsækjendur og það er ekkert annað í stöðunni." — Nú ert þú í oddastöðu. Er eitthvað verið að þrýsta á þig? „Ef þú átt við hvort það séu samtök að þrýsta á mig, þá er það ekki. Hins vegar hitti ég auðvitað marga ein- staklinga sem hafa skoðanir á málunum og vilja gjarnan koma þeim á framfæri. En fyrir þeim aðilum sem eg held að þú eigir við, hef ég alveg fengið frið.“ — Er þetta framkvæmda- stjórastarf svona feitur biti? „Ég geri ráð fyrir að það þyki það. Útgerðarfélag Akur- eyringa er mjög vel rekið fyrirtæki og er stöndugt mið- að við fyrirtæki hérna á ís- landi. Það er á allan hátt, held ég að hljóti að vera, fyrirtæki sem menn er vilja starfa í þessari grein vilja vera hjá.“ — Standa fyrir dyrum ein- hverjar stórvægilegar breyt- ingar á rekstrinum? „Nei, þaö myndi ég nú ekki telja. Breytingar á fyrirtæki sem gengur mjög vel verða aldrei mjög byltingakenndar. Hins vegar er alveg Ijóst að þetta fyrirtæki sem og önnur, laga sig smám saman aö nýj- um aðstæðum. Það eru mikl- ar breytingar í íslenskum sjávarútvegi og það er enginn vafi á þvi að Útgerðarfélag Akureyringa eins og önnur fyrirtæki þarf að beyta i sumu í slnu starfi til að að- laga sig að þeim,“ segir Pétur Bjarnason stjórnarmað- ur í ÚA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.