Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. september 1988 5 FRÉTTASKÝRING m i » i Ómar Friðriksson skrifar ^ Af Fjórðungsþingi Norðlendinga ENGAR GRÁTFERÐIR TIL REYKJAVÍKUR Áratugir hafa liðið með til- heyrandi tillögufargani, papp- irsflæði og nefndaskipunum án þess að nokkuð hafi í raun miðað í átt að skipu- lagsbreytingum á sveitarfé- lögunum i landinu. 223 sveit- arfélög skiptu landinu fyrir aðeins tveimur árum. Nú hef- ur þó verið gengið frá fækk- un þeirra um 10 og vinna við sameiningu 6 sveitarfélaga stendur yfir. Jóhanna Sigurð- ardóttir, ráöherra sveitar- stjórnarmálefna, segir rétti- lega: „Núverandi skipting landsins i sveitarfélög hefur ekkert breyst til samræmis við þá byltingu sem orðið hefur í samgöngumálum og tekur nánast ekkert mið af þeirri fólksfækkun, sem orðið hefur í dreifbýli. Hún stendur í raun í vegi fyrir því að hægt sé að færa aukin verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna." Þetta sagði Jóhanna í ræðu sinni á fjórðungsþingi Norð- lendinga sem haldið var að Húnavöllum 2. og 3. sept- ember sl. Það eru áhyggju- efni, vandamál og viðfangs- efni framtíðarinnar í máli sveitarstjórnarmanna nyrðra á fjórðungsþinginu sem eru til umfjöllunar í þessari fréttaskýringu. Jöfnunarhlutverk Jöfnunar- sjóös sveitarfélaga er sem kunnugt er ófullkomið en möguleikar sjóösins sem stýritækis eru sveitarstjórn- armönnum ofarlega í huga. Framkvæmdastjóri fjórö- ungssambandsins, Askell Einarsson, segir í skýrslu sinni: „í tiílögum um breytta tekjustofna sveitarfélaga er lögö áhersla á að sjóðurinn sinni jöfnunarhlutverki fyrst og fremst og aö landsútsvör- in verði stóraukin til aö standa undir þessu verkefni. Þessum sameiginlegu tekj- um sveitarfélaganna veröi varið til tekjujöfnunar og til aö jafna kostnaö vegna verk- efnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga.og til að stuðla aö lausn stærri þjónustuverk- efna á byrjunarstigi, þegar verkefnaþörfin er meiri en íbúafjöldinn stendur undir. Hluta þessa jöfnunarfjár veröi einnig variö til aö veita vaxtalaus lán til aö standa undir stærri verkefnum, sem ríkið heföi greitt stofnframlög til, áður en til verkefnatil- færslu kemur. Það mun láta nærri að um 27%-28% af óskertum tekjum Jöfnunar- sjóös sveitarfélaga væri hæfilegt starfsfé i þessu sambandi. Þetta er um 600 millj., sem þýðir nær tvöföld- un landsútsvaranna. Greiðslur ríkisins renni í sérstaka deild óháða jöfnun- arhlutverki sjóösins. Þær miöist ekki við tekjustofna ríkisins eins og nú er, enda er af því slæm reynsla. í staö þess komi einskonar ríkis- útsvar, sem greiðist miöaö viö launaumsvif ríkisins. Þetta fé veröi notaö til greiðslu almennra íbúafram- laga að frádregnum sameig- inlegum útgjöldum sveitarfé- laga og framlögum til sam- taka sveitarfélaga. Meö þessum hætti má tryggja áfram hiö tvíþætta hlutverk Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga og koma sjóönum út úr þeim þrengingum, sem hann er í nú. Skerðing Jöfn- unarsjóðsins nam í ár 46% af eðlilegum tekjumöguleikum hans skv. tekjustofnalögum," sagði Áskell. AUKIÐ FJÁRHAGSLEGT SVIGRUNI í máli félagsmálaráðherra kom fram að nú er unnið að heildarendurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga og er miðað að því að fjárhags- legt svigrúm þeirra og ákvörðunarvald um álagningu verði aukið. Benti ráöherra á aö finna þyrfti nýja viðmiðun í sam- bandi við tekjur Jöfnunar- sjóösins þegar viröisauka- skatturinn kemst á. M.a. er rætt um aö miða viö hlutfall af launagreiðslum rikissjóðs og aö sögn ráðherra hefur einnig verið hreyft þeirri hug- mynd að útsvarsprósentan f staðgreiðslukerfinu verði enn hækkuð og hækkunin gangi til Jöfnunarsjóðsins og verði megin tekjustofn hans. „Eins og nú háttar hefur litlum hluta af ráðstöfunarfé sjóös- ins verið variö til jöfnunar á milli sveitarfélaga. Ég legg mikla áherslu á aö þessi hluti verði stóraukinn þannig að sjóðurinn standi undir nafni. Miðað við þann mikla aðstöðumun, sem nú er milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar tel ég algerlega óviðunandi hversu mikið af ráðstöfunarfé sjóðs- ins rennur til Reykjavíkur," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. RÆTT ÍMYND Meðal tillagna sem sam- þykktar voru á fjóröungsþing- inu var ályktun um að vinna beri aö breytingum á mennta- kerfinu þannig að lögð verði miklu meiri áhersla en nú er á þær námsgreinar sem mennta fólk til starfa á lands- byggöinni. Og ennfremur um að dregið verði úr þeim mis- mun sem er á milli Reykjavík- urborgar annars vegar og sveitarfélaga á landsbyggð- inni hins vegar varðandi tekj- ur af fasteignagjöldum og aðstöðugjöldum. Þá hafa sveitarstjórnarmenn áhyggjur af ímyndinni og fól þingió fjórðungsstjórninni að vinna að bættri ímynd landshlut- ans með því að draga fram helstu kosti búsetu þar og jafnframt vinna að jákvæðari umfjöllun um lífsskilyrði á landsbyggöinni í fjölmiölum. Fjölmiðlarnir voru ofarlega á baugi í umræðum á þing- inu og raunar var annaö aöal- mál þingsins, landsbyggöin í fréttum. Forsvarsmenn nokk- urra fjölmiðla héldu ræður og skiptist nokkuö i tvö hom meö þeim. Fjölmiölastjórar höfuöborgarsvæöisins töldu af og frá aö landsbyggðin væri aftarlega á merinni I fréttaöflum miölanna. Heima- menn héldu samt aö þaö væri meira en lítið til í því. JóhannesSigurjónsson, rit- stjóri Víkurblaösins á Húsa- vík sagði t.d. að Reykjavíkur- blööin væru sjálf ekkert ann- að er héraösfréttablöö. „Þau eru útgefin ( Reykjavíkurhér- aði, fjalla einkum um fréttir úr því vísa héraði og brúka svo fréttir úr öörum héruðum heimsins, s.s. Afganistan eða Eyjafirði, sem uppfyllingar- efni,“ sagði Jóhannes á þing- inu. Bragi Bergmann ritstjóri Dags tók norðlensku fjöl- miðlana til skoðunar og sagði m.a.: „Landsbyggðar- menn hafa löngum verið óhressir með það á hvern hátt landsbyggðin birtist í fjölmiðlum og taliö hana af- skipta þar. Atriði eins og neikvætt fréttamat og torvelt aðgengi aö fjölmiölunum hafa oft veriö nefnd í því sambandi. Vissulega á þessl gagnrýni við nokkur rök að styðjast, en við sem búum á landsbyggðinni, eigum nokkra sök á því hvernig mál- um er komið. Við höfum almennt séð ekki verið nægi- lega iðin við að koma lands- byggöinni og því sem þar er aö gerast á framfæri við fjöl- miðla og hafa þannig áhrif á bæði fréttamat og framboð frétta þaðan.“ BREYTINGAR Á VERKASKIPTINGU Meðal stærstu og raun- hæfustu verkefna dagsins i landsbyggðarmálum er án efa breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra, sagöi á þinginu að hún hefði ekki getað fallist á þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að fresta breytingum á verka- skiptingunni um eitt ár og sagöi aö þessi niðurstaða hafi m.a. leitt til 250 millj. kr. skerðingar á Jöfnunarsjóöi sveitarfélaga. „Nú er unnið að því að yfir- fara fyrri tillögur i þessu efni og gera á þeim nokkrar breyt- ingar,“ sagöi Jóhanna. Miö- ast breytingarnar við ábend- ingar frá sveitarstjórnar- mönnum sjálfum og fela f sér að ríkið haldi áfram að greiða beina styrki til íþrótta- og æskulýðsfélaga en verkefnið færist til sveitarfélaganna. Þá er að sögn ráðherra reiknaö með að rikið annist áfram stofnkostnað og rekstur sjúkrahúsa, en sveitarfélögin stofnkostnað og rekstur heilsugæslsustöðva. Eftirer þó að ná niðurstöðu um hvernig skilin þarna á milli verða dregin. Orðrétt sagði Jóhanna: „Stærstu breytingarnar sem gert er ráð fyrir eru á sviði menntamála og heilbrigðis- mála. Auk breytinga á sjálfri verkaskiptingunni er gert ráð fyrir að sveitarfélögin hætti að greiða hluta af kostnaði sjúkrasamlaga, hluta af kostnaði við tannlækningar og framlög til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og ríkissjóöur taki viö þessum skuldbind- ingum... Breytingarnar ættu að geta dregið úr „betliferð- um“ sveitarstjórnarmanna í ráðuneyti og til alþingis- manna þar sem uppskeran er oft býsna rýr miöað við fyrir- höfn og tilkostnaö." „ÞANGAÐ LEITAR KLÁRINN../' Sveitarstjórnarmenn litu yfir stöðu mála almennt og til framtíðar. Fráfarandi for- maður sambandsins, Valtýr Sigurbjarnarson, sagði: „Eg sagði í fyrra að stundum fyndist mér máltækió „þang- að leitar klárinn sem hann er kvaldastur" eiga vel við ýmsa þá sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög eða fyrirtæki á landsbyggðinni. Þetta birtist í grátferðum þeirratil Reykja- víkur og í skrifum um hve hagurlandsbyggðar sé slæmur. Vissulega og því miður á margt af því sem grátið er yfir við rök að styöj- ast en við megum aldrei gleyma kostunum við aö búa á landsbyggðinni og þeir eru miklu fleiri en gallarnir.“ Áskell Einarsson lýsti fram á veginn og sagði: „Tíundi áratugurinn veröur tími opn- unar Islands fyrir erlendu fjármagnsstreymi og með aöild landsins aö erlendum stórmörkuðum. Landsbyggö- armenn veröa að aölaga sig aö nýjum þjóöfélagsháttum og átta sig á hvaða verklag hentar hverju sinni.“ AUGLÝSING Fjármálaráðuneytið óskar að ráða starfsmann í hálft starf til sendistarfa. Umsóknir sendist fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 27. september n.k. Fjármálaráðuneytið, 14. september 1988 „Eins og nú háttar hefur litlum hluta af ráðstöfunarfé Jöfnunarsjóðsins verið varið til jöfnunar á milli sveitar- félaga. Ég legg mikla áherslu á að þessi hluti verði stóraukinn þannig að sjóðurinn standi undir nafni... Ég tel algerlega óviðunandi hversu mikið af ráðstöfunarfé sjóðsins rennur til Reykjavíkur. “ — Jóhanna Siguröardóttir, ráöherra sveitarstjórnarmála, á Fjórðungsþingi Norðlendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.