Alþýðublaðið - 22.09.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 22.09.1988, Side 7
Fimmtudagur 22. september 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir < TIL HJALPAR TREHOLT Tónskáldið og baráttumaðurinn Mikis Theodorakis, œtlar að gera það sem í hans valdi er, til að hjálpa Arne Treholt við að losna úr fangelsu Þrátt fyrir tíu ára fangelsis- vist, misþyrmingar vegna skoðana sinna og margra ára útlegðar, hefur hinn heims- þekkti lagasmiður og baráttu- maður fyrir frelsi, Mikis Theodorakis ekki séö eftir því eina mínútu, að hafa bar- ist fyrir sósíalisku þjóðféiagi. Hann hlaut seinna uppreisn æru, sem þingmaður þegar nýja gríska stjórnin tók við völdum. Vonsvikinn dró hann sig þó í hlé, þegar honum fannst hin sósialíska pólitík ríkisstjórnarinnar í Grikklandi ekki vera samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem hann gerði sér um frelsi og lýð- ræði. Theodorakis segist nú vera að vinna fyrir evrópskan sósi- alisma, en hann gleymirekki vinum og skoöanabræörum sem á sínum tima studdu lýðræöi Grikklands. Norðmaöurinn Arne Treholt var einn af þeim sem sýndu stuðning viö andspyrnuhreyf- ingu Theodorakis — og var fyrir nokkrum árum sæmdur heiðursoröu fyrir framlag sitt — það var forsætisráðherr- ann Papandreous sem það gerði. STYÐUR TREHOLT Mikis Theodorakis var í Kaupmannahöfn á dögunum — og hafði þegar samband við skandinafvísku nefndina sem vinnur að því að mál Treholt verði lagt fyrir mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur, til stuðn- ings við mál Arne Treholt. Stuðningur hans við Grikk- land á timum herforingja- stjórnarinnar, var ómetanleg- ur — og mín persónulegu kynni af honum segja mér að hann sé saklaus, einlægur föðurlandsvinur, sem taldi sig vera að gera föðurlandi sínu gagn.“ „Það er ekki beint sam- band i okkar málum en þau eru af sömu rótum. Ég er að vona að breytingar í alþjóð- legri pólitík muni hjálpa til i máli hans. Ef Michael Dukakis verður kosinn forseti Bandarikjanna, er það ætlun mín, sem persónulegur vinur hans, að leita aðstoðar hans í Trebholt-málinu." „Fangelsun er versta hegn- ing sem tilfinningalega séð, er hægt að gera nokkrum manni. Sérstaklega þegar menn eru fangelsaðir vegna skoðana sinna,“ segir Theodorakis og talar af bit- urri reynslu. Tónlist Theodorakis var bönnuð i sjö ár í Grikklandi meðan herforingjastjórnin sat við völd. Hún er nú eins og þá þekkt um víða veröld, og þá ekki eingöngu pólitísk- ir söngvar, heldur einnig margar sinfóníur hans. Theodorakis segir að tónlist og öll listsköpun sé stór hluti í frjálsu og lýðræðis- Núna er Mikis Theodorakis aö vinna að þremurmálefnum: nr. 1 er aó reyna aö breyta menntakerfinu i Evrópu, mr. 2 aö ný tegund menningar brúi biliö milli þess sem kallað er æöri menning og þjóðleg menning, nr. 3 aö vinnudagur fólks verði 4 klukkustundir á dag. legu þjóöfélagi. „Ég var fimmtán ára þegar ég heyrði 9. simfóníu Beet- hovens i fyrsta sinn, það breytti lífi minu, list í hvaða formi sem er fjallar oftast um baráttu hins góða gegn hinu illa. Þaö er listin sem gerir okkur mannleg, án hennar værum við dýr.“ Aö minum dómi erTreholt saklaus, hann er heitur föðurlandsvinur, sem taldi sig vera að gera föðurlandi sinu gagn. „Ég er nú að leita svara við því, af hverju þeir eru ekki fleiri, sem njóta tónlistar, söngva, bóka og yfirleitt allra lista. Hvað lesa menn í dag? Mest lítið. Á hvað horfa menn í sjónvarpi? Dallas! Mín skoð- un á þessu er sú, að það sé þetta neyslukapphlaup sem er aðalorsökin." „Þessi þróun leiðir til „neysludrauma" og hió mannlega lýtur í lægra haldi. Það er hiö mannlega og mannelskan, sem kemur okk- ur í æðra veldi. Góð bók, góð kvikmynd, leikhús, hljómleik- ar, nótt með ástinni sinni, eða fallegt landslag." „Vandamálið er tímaskort- ur, alltof fáar fristundir. Allt snýst um vinnuna — þar ásaka ég menntunarkerfið, mest áhersla virðist lögð á það, að gera fólk að einskon- ar vélmennum sem vinna eft- irákveðnu prógrammi. MENNING FRIÐARINS „Fyrir nokkrum mánuðum sendi Mikis Theodorakis frá sér opin bréf um „Menningu Friðarins", þar leggur hann áherslu á þrjú grundvallar- atriði: Að menntunarkerfi i Evrópu verði umbreytt, að ný tegund menningar komi til meö að brúa bilið milli þjóð- Iegrar menningar og „æðri“ menningar og að komið verði á fjögurra klukkustunda vinnudegi." „Menn mega ekki halda að ég líti á mig sem Marx eða að ég sé að kasta fram mark- lausum lausnum. Það hljóm- ar kannski eins og brandari fyrir nútímamanninn að tala • um fjögurra stunda vinnudag, eftir 20 ár verður það raun- sætt. Hafa menn gleymt því að einu sinni var vinnudagur- inn 16 klukkustundir?" „Þekkja ekki flestir þá út- hvíldu og afslöppuðu tilfinn- ingu sem kemur yfir mann eftir yndislegan listviðburð? Þekkja ekki líka flestir tóma hausinn eins og heilaþveg- inn, eftir langan vinnudag á stressandi vinnustað? Og hvað gera menn þá? Setjast við sjónvarpið og horfa á for- heimskandi þætti eins og Dallas!" Theodorakis hefur sagt að Grikkland undir stjórn Papan- dreous sitji nú uppi með enn meiri eiginhagsmunamenn og harðstjóra en í tíð herfor- ingjastjórnarinnar. Það var meðal annars vegna þessa, að hann sagði þingmennsku sinni lausri. Mikis Theodorakis telur sig ekki vera pólitíkus, tón- skáld eða frelsishetju. Hann segir: „Ég er óöruggur, hugs- andi og órólegur maður, en ég er afskaplega þakklátur fyrir lífið. Ég er mjög upptek- inn af börnum mínum og barnabörnum, en velti fyrir mér framtíð þeirra í þessum heirni." (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.