Alþýðublaðið - 28.09.1988, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.09.1988, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 28. september 1988 SMÁFRÉTTIR Perlukvöld fyrir sælkera Hótel ísland mun á næst- unni taka upp þá nýbreytni aö bjóöa margrómuðum lista- kokkum að sjá um sérstök sælkerakvöld í Norðursal hótelsins. Við köllum þau Perlukvöld, því við ætlum að reiða sjálfar perlur matar- gerðarlistarinnar fram fyrir matargesti. Við stefnum að því að dekra alla sanna sælkera upp úr skónum og munum í engu spara til að gleðja munn þeirra og maga. Sá fyrsti til að ríða á vaðið er listakokkurinn Brynjar Eymundsson, sem gestir Gullna Hanans á síðustu árum hafa sannkallaða matar- ást á. Næstkomandi föstu- dagskvöld og laugardags- kvöld og sömu kvöld helgina þar á eftir (29.9.d og 30.9.) býður hann aðdáendum sín- um gömlum og nýjum upp á sérstakan Gala-matseðil, þar sem perlur matargerðarlistar- innar verða bornar fram af framúrskarandi þjónaliði. Á matseðlinum er m.a.: Reyklaxa-rúlluterta, narineruð fyllt villigæs, ábætirinn „Perl- an þín“ og heimalagað kon- fekt. Þá verður gestum boðið upp á ýmislegt góðgæti utan matseðilsins, sem kemur mönnum gleðilega á óvart. Leiklist á fjölmiðlaöld Leiklistarsamband íslands stendur fyrir leiklistarþingi laugardaginn 1. og sunnudag- inn 2. október 1988. Þingið mun fjalla um samband leik- listarog fjölmiðla út frá ýmsum sjónarmiðum milli leiklistarfólks og þeirra sem stýra Ijósvakafjölmiðlunum. Fundarstaður er Leikhús- kjallarinn og hefst þingiö stundvíslega kl. 10.00 ár- degis. Tekið skal fram að nauð- synlegt er að tilkynna þátt- töku og þurfa þátttökutil- kynningar að berast skrif- stofu FIL fyrir 22. september nk. Skrifstofan er opin virka daga kl. 15.00 — 17.00 og síminn er 26040. Erindi um umhverfismál í verkfræðideild Háskóla íslands verða á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfis- mál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en að- gangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nemend- ur i háskólanum. Umsjón hefur Einar B. Pálsson, pró- fessor, og veitir hann upplýs- ingar. Erindi verða flutt á mánu- dögum kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Stjórn S.R. tekur ekki afstöðu til Granda-sölu Fundur í stjórn og trúnað- armannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 21. sept- ember 1988 tekur ekki af- stöðu til þeirra deilna sem upp hafa risiö vegna söluand- virðis hlutabréfa Reykjavíkur- borgar í Granda h.f. Fundurinn fagnar áfram- haldandi útgerð og rekstri Granda h.f. Einnig þeim áhuga sem fram hefur komið hjá forsvarsmanni nýrra hlut- hafa i viðræðum við fulltrúa Sjómannafélags Reykjevíkur um frekari eflingu fyrirtækis- ins hér í Reykjavík. Markaður möguleikanna Þeim sem áhuga hafa á börnum, unglingum og kvik- myndum gefst nú tækifæri til að sækja sýningu og fyrir- lestra þar sem fjallað er um hvernig vinna megi á skap- andi hátt að gerð og notkun lifandi mynda með börnum og unglingum. Sýningin Markaður mögu- leikanna er hugmyndabanki að skapandi vinnu með kvik- myndir og myndbönd. Sýn- ingin er haldin að frumkvæði Norræna Starfshópsins um Börn og Barnamenningu, sem að þessu sinni ákvað að fjallað yrði um þemað börn og lifandi myndir. Sýningin og fyrirlestrar verða haldnir í Kennslumiðstöö Námsgagna- stofnunar vikuna 17-21 október. Dagskrá og aðrar upplýs- ingar verða veittar í Kennslu- miðstöð Námsgagnastofn.un- ar, Laugavegi 166, sími: 28196. Rit um börn með Downs syndróm Rit það sem hér er lítillega sagt frá kom nýverið út á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands. Sambæri- legt efni var upphaflega gefið út í Noregi, hefur komið þar út í nokkrum útgáfum og verið þýtt á önnur Norður- landamál. Það birtist hér í þýðingu Guðnýjar Bjarnadótt- ur læknis, sem einnig skrifar formála, en sjálf á hún barn með Downs syndróm. Þá leggja aðrir íslendingar orð í belg. I ritinu er einnig fjallað um hvað Downs syndróm er og hverjar séu orsakir þessa ástands. Sagt er frá því hvernig þannig barn þroskast og hagnýtar ráðleggingar gefnar s.s. um íæðu og um- önnun, mál og tal og hreyf- ingar og leiki þess. Þá er að finna i þessu hefti vísbend- ingar um hvert hægt er að snúa sér við þessar kringum- stæður. Óskir foreldra fatlaðra barna verða sífellt háværari um upplýsingar og fræðslu ýmiss konar. Er því mikill fengur að þessu riti sem von- andi uppfyllir að einhverju leyti þær óskir. Þó efni þess sé mióað við börn með Downs syndróm leikur enginn vafi á að það kemur foreldrum annarra fatl- aðra barna, sem og öðrum áhugasömum, einnig að gagni. Ritið, sem er 20 siður í stóru broti, verður til sölu i bókaverslunum og á skrif- stofum Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags og kostar þar 500 krónur. Iðja á flkur- eyri varar við kjaraskerðingu Almennur félagsfundur í Iðju félagi verksmiðjufólks á Akureyri, 17. september 1988, fagnar framkomnum ályktun- um frá stjórn Landssam- bands iönverkafólks, mið- stjórn ASÍ og formannafundi ASÍ. Fundurinn varar stjórnvöld harðlega við að beita kjara- skerðingu til þess að ná markmiðum sínum við stjórn- un efnahagsmála. Langlund- argeð iðnverkafólks er á þrot- um. Iðnverkafólk hefur mjög lágt taxtakaup. Taxtakaup sem almennt er á bilinu frá 33.000 til 44.000. Það sjá allir að ekki er raunhæft að skerða þetta kaup eða þann kaupmátt sem að baki því stendur. Fundurinn skorar á stjórn- völd að grípa nú þegar til raunhæfra efnahagsráðstaf- ana í anda þeirra hugmynda sem miðstjórn og forseti ASÍ hafa lagt fram. Fundurinn skorar á stiórn- völd aö grípa nú þegartil raun- hæfra efnahagsráðstafana í anda þeirra hugmynda sem miðstjórn og forseti ASÍ hafa lagt fram. Fundurinn ítrekar fyrri ályktanir félagsins um kjara- skerðingaraðgerðir stjórn- valda frá þvi í vor og skorar á stjórnvöld að aflétta þeim höftum sem eru í gildandi bráðabirgðalögum á frjálsum samningsrétti. Lög eins og bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar eiga ekki að þekkjast hjá frjálsum þjóðum. Fundurinn skorar á verka- fólk að vera viðbúið að brjóta á bak aftur, með öllum tiltæk- um ráðum, allar tilraunir stjórnvalda til kjara- og kaup- máttarskerðingar. F.h. Iðju félags verksmiðju- íólks Kristín Hjálmarsdóttir Sókn mótmælir Stjórn og trúnaðarmanna- ráð Starfsmannafélagsins Sóknar mótmælir harðlega setningu bráðabirgðalaga um frestun á samningsbundinni launahækkun fyrir septemb- ermánuð. Með gengisfelling- um og sífelldri hækkun á vöru og þjónustu hefur nú þegar veiið gengið of langt í að skerða gildandi kjara- samninga. Félagsmenn Starfsmannafélagsins Sóknar teljast ekki til þess hóps í landinu er þiggur ómældar yfirborganir og sporslur hverskonar í launaumslög sín, heldur taka laun sam- kvæmt gildandi launatöxtum. Við mótmælum því öllum áformum um lækkun launa, slík lítilsvirðing við láglauna- fólk verður ekki liðin. Slæm staða efnahagsmála þjóðar- innar er á engan hátt lægst- launuðu hópum þjóðarinnar að kenna, því skorum við á þjóðkjörna þingmenn að virða gerða kjarasamninga og leita gáfulegri leiða til lausn- ar efnahagsvandans, en að skerða meira en oröið er laun þeirra er mmnst mega sín. VISTHEIMILI BARNA Mánagötu 25 Starfskraftur óskast í 70% starf viö ræstingu og afleysingar í eldhúsi. Upplýsingar gefur forstööumaður í síma 12812. Laus staða Dósentsstaða í almennum málvísindum, hálft starf, við heim- spekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ræki- legri skýrslu um visindastörf umsækjenda, ritsmíöar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 23. september 1988. KRATAKOMPAN KRATAKAFFI Munið kratakaffið miðvikudaginn 28. sept. kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Hverfisgötu 8-10. Gestir fundarins verða Birgir Árnason og Björn Frið- finnsson aðstoðarmenn Jóns Sigurðssonar. Komum, spjöllum og spáum í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn □ i 2 7“ 5 6 □ 7 s 9 10 □ íí □ 12 P 13 □ 1 _ □ * Krossgátan Lárétt: 1 kofa, 5 afturenda, 6 ílát, 7 umdæmisstafir, 8 næg- ur, 10 eins, 11 gæfa, 12 grandi, 13 gifta. Lóðrétt: 1 fönn, 2 mögl, 3 inn- an, 4 stífi, 5 kvöð, 7 patta, 9 gangflöturinn, 12 bókstafur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 efnin, 5 afla, 6 fló, 7 kg, 8 rindil, 10 ár, 11 ósa, 12 y I u r, 13 ansar. Lóðrétt: eflir, 2 flón, 3 na, 4 naglar, 5 afráða, 7 kisur, 9dóla, 12 ys. • Gengið Gengisskráning 181 ■ 23 september 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 46,790 46,910 Sterlingspund 77,952 78,152 Kanadadollar 38,368 38,467 Dönsk króna 6,4873 6,5040 Norsk króna 6,7367 6,7540 Sænsk króna 7,2475 7,2661 Finnskt mark 10,5182 10,5451 Franskur franki 7,3144 7.3331 Belgiskur franki 1.1879 1,1909 Svissn. franki 29,4833 29,5589 Holl. gyllini 22,0890 22,1456 Vesturþýskt mark 24,9042 24,9681 itölsk lira 0,03335 0,03343 Austurr. sch. 3,5400 3,5491 Portúg. escudo 0,3024 0,3031 Spánskur peseti 0,3748 0,3758 Japanskt yen 0,34718 0,34807 irskt pund 66,744 66,915 SDR 24.11 60,2913 60,4459 ECU ■ Evrópumynt 51,5860 51,7183 • Ljósvakapunktar • RUV 21.20 Ólympíusyrpa. Þeir sem sváfu af sér leik íslend- inga og Sovétmanna um nótt- ina fá sinn skammt. • Stöð 2 21.30 Eign handa öllum. Hannes Hólmsteinn heldur áfram að ausa úr skjóðu visku sinnar og stjórnar umræðu- þætti um einkavæðingu. • Rás 1 19.35 Glugginn. Ragnheiður Gyða gægist út og viðrar sig. Þetta er þáttur um menning- una. • Rás 2 18.03 Sumarsveifla. Gunnar Salvarsson og Kristín Björg hafagefist uppogÓlafurÞórð- arson tekur sér hvíld frá spila- kassanum og gerir væntan- lega síðustu tilraunina til að sveifla sumrinu, enda stutt til jóla. • Bylgjan 12.00 Mál dagsins, maður dagsins og hugsanlega hund- ur dagsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.