Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 1
AlÞTBVBUfilD
EBI
Fimmtudagur 13. október 1988
STOFNAÐ
1919
Neytendasamtökin með efasemdir um verðstöðvunina
Hækkanir á landbúnaðarvör-
um þrátt fyrir loforðin
Jóhannes Gunnarsson for-
maöur Neytendasamtakanna
segir rangt aö nota oröiö
verðstöðvun yfir þær aðgerö
i verðlagsmálum sem tóku
gildi um siðustu mánaöamót.
„Eins og þetta er hugsað af
hálfu ríkisstjórnarinnar heföi
verið eðlilegra að kalla þetta
„strangt verðlagseftirlit“. Það
er því verið að nota rangt
orð.“ Jóhannes bendir á að
þrátt fyrir að rikisstjórnin hafi
hækkað niðurgreiðslur með
því fororði að kindakjöt ætti
að lækka og yfirlýsingu um
að nautakjötsverð ætti að
vera óbreytt, þá hafi þaö ekki
að fullu gengið eftir í land-
búnaðarkerfinu.
Með því að fært hafi verið
til í flokkum nautakjöts segir
Jóhannes, að nautakjötið
hækki í verði. Þá segir hann
Neytendasamtökin horfatil
þess með kvíða ef sex-
mannanefnd ákveði hækkanir
á kjúklingum og eggjum.
Ennfremur segir Jóhannes
að viss ótti sé innan Neyt-
endasamtakanna um að ein-
hverjir innflytjendur taki upp
þau ósæmilegu vinnubrögð,
að ná sér i umboðslaun er-
lendis og hækki innkaups-
verðið á þann hátt. Sjá viðtal
við Jóhannes á baksíðu.
,189. tbl. 69. árg.
Jón Baldvin gerir upp við síðustu ríkisstjórn
Engir samningar
við Þorstein héldu
— vegna þess að óagaður og sundurlyndur þing-
flokkur Sjálfstœðisflokksins kom einatt í bakið á
forsœtisráðherra
Síldarvertíð komin
í fullan gang
Nýtt síldarverð er 17% hærra
en það sem var fyrir. í gær
var búið að salta 4000 tunnur
á 13 sildarplönum. Síldarver-
tíð er þvi komin i fullan gang,
þótt enn sé ósamið við aðal-
kaupendurna, Sovétmenn.
Söltun er hafin á svæðinu frá
Vopnafirði og suður að Höfn
í Hornafirði hjá 13 söltunar-
stöðvum af 18. í fyrradag var
búið að salta í 4000 tunnur,
en eins og Alþýðublaðið
hefur greint frá, er búið að
semja við Svía og Finna um
kaup á 74 þúsund tunnum.
Ekki hafa samningar náðst
viö Sovétmenn ennþá. I gær
voru um 5000 tunnur væntan-
legar í land til viðbótar að
sögn Kristins Jóhannessonar
birgða- og söltunarstjóra hjá
Síldarútvegsnefnd.
Yfirnefnd verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur náð
samkomulagi um nýtt sildar-
verð, og var um 17% hækkun
að ræða. Verð á síld yfir 33
cm er 8,90, á síld á bilinu 30
til 33 cm 7,50 og á síld á bil-
inu 25 til 30 cm 4,20. Gert er
ráð fyrir að kaupendur og
seljendur komi sér saman
um álag á verð á sfld sem fer
til frystingar á Japans-
markað.
Það var nóg að gera hjá Pólarsíld á Fáskrúðsfirði í gær. Pólarsild hefur
um arabil verið meðal stærstu söltunarstöðva.
A-mynd/Helena Stefánsdóttir.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins, gerir upp
við siðustu ríkisstjórn í ítar-
legu viðtali sem birtist i sér-
stöku Reykjavíkurblaði Al-
þýðublaðsins og dreift er
með Alþýðublaðinu i dag.
Jón Baldvin segir m.a. að
ósættir Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks hafi lyft
Þorsteini upp i forsætisráð-
herrastólinn, að engir samn-
ingar við fyrrum forsætisráð-
herra hefðu haldið vegna
þess að þingflokkur og ráö-
herrar Sjálfstæðisflokksins
hefðu einatt komið í bakið á
Þorsteini Pálssyni, en aftur á
móti hefðu samningar við
Framsóknarflokkinn haldið.
Jón Baldvin segir ennfrem-
ur í viðtalinu, að Þorsteini
Pálssyni, fyrrum forsætisráð-
herra hafi ekki verið sýnt að
bera klæði á vopnin eða leita
lausna á málefnaágreiningi
stjórnarflokkanna. Banamein
síðustu ríkisstjórnar eru að
mati formanns Alþýðuflokks-
ins tillögur þær sem Þor-
steinn Pálsson lagði fram í
september til lausnar efna-
hagsvandanum, sem að mati
Jóns Baldvins voru bæði
hroðvirknislega unnar og vit-
laust reiknaðar.
Jón Baldvin telur að aga-
leysi og sundurlyndi í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins
hafi valdið því að samstarf
Alþýðuflokksins og Sjálf-
staeðisflokksins fór úrskeið-
is. í viðtalinu i Reykjavíkur-
blaði Alþýðublaðsins segir
Jón Baldvin m.a.:
„Ég viðurkenni að ég áttaði
mig ekki á því hvílíkt brota-
silfur þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins var. Ég er ekki
mikill „parlamentaríker"; ég
er ekki mikið með í klúbbi
þingsins. Ég hef ekki stund-
að mikið að rækta þar kunn-
ingja og fylgjast með slúðri
um menn, velvild eða óvild
manna, íhuga klikumyndanir
og þess háttar í þingflokkum
o.s.frv. Ég hafði ekki gert mér
grein fyrir brotalömum
stærsta þingflokksins. Ég
vissi í stórum dráttum af tog-
streitu andstæðra fylkinga:
Engeyjarættar og Thorodd-
sena, framsóknarmanna og
frjálslyndra, landsbyggöar og
borgarríkis, fyrirgreiðslupot-
ara og frjálshyggjumanna. í
minni mæli er þessa tog-
streitu aö finna í öllum flokk-
um. En i þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins hafa próf-
kjörin veikt svo stööu for-
mannsins, að frjálslyndið
hefur snúist upp í andhverfu
sína: stjórnleysið.
Ég áttaði mig ekki á því, til
að byrja með, hvað hjörðin
var agalaus og tvístruð. Og
hvað það væri erfitt fyrir for-
mann Sjálfstæðisflokksins
að taka ákvarðanir og keyra
þærgegnum þingflokkinn.
Þótt við Þorsteinn handsöl-
uðum lausn mála svo sem
við afgreiðslu fjárlaga, þá var
reynslan sú að menn komu í
bakið á honum, bæði ráð-
herrar flokksins og einstakir
uppivöðsluseggir i þing-
flokknum. Ég hef reyndar
alltaf á tilfinningunni að
þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins sé ekki rétt upp-
lýstur um mál. Forysta
flokksins á síðari árum er
farin að líta á þessa menn
sem vandræðagripi, sem ekki
er trúandi fyrir málum. Þar
fari ekki fram málefnaleg um-
ræða sem leiði til niður-
stööu. Forystumennirnir og
trúnaðarmennirnir taka
ákvarðanir; síðar kemur á
daginn að það gleymdist að
láta þingflokkinn vita. í
þessum skilningi er þetta
ekki þingflokkur, heldur ein-
hvers konar málfundaklúbbur
— eins konar Rotaryklúbb-
ur,“ segir Jón Baldvin Hanni-
balsson.
SJÁ REYKJAVÍK — SÉRÚT-
GÁFU ALÞÝÐUBLAÐSINS í
DAG.
Reykjavík — sérútgáfa Alþýðublaðsins
PRENTAD í 40 ÞÚSUND EINTÖKUM
Meðal efnis: Áform Jóns Sigurðssonar í iðnaðarráðuneytinu og uppgjör Jóns Baldvins við síðustu ríkisstjórn.
Vegleg 24 bfaðsíðna sérút-
gáfa um Reykjavik fylgir Al-
þýðublaðinu í dag. Meðal
efnis er ítarlegt viðtal rit-
stjóra Alþýðublaðsins við
Jón Baldvin Hannibalsson
formann Alþýðuflokksins þar
sem hann gerir upp við síð-
ustu ríkisstjórn, leggur mat á
störf hennar og einstakra
ráðherra, lýsir samskiptum
sinum viö forsætisráöherra
og skiigreinir lif og banamein
rikisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar.
í Reykjavikurblaði Alþýðu-
blaðsins ereinnig að finna
efnismikið viötal við Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra
um framtíðarverkefni (slend-
inga á sviði iðnaðar og við-
skipta. Kemur m.a. fram í
máli ráðherra, að brýnasta
verkefni iðnaðarráðuneytisins
sé undirbúningur undir einn
sameiginlegan markað
Evrópubandalagsins 1992.
Reykjavíkurblað Alþýðu-
blaðsins inniheldur einnig
greinar eftir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur félagsmálaráöherra
um húsnæðismál, Láru V.
Júlíusdóttur varaþingmann
um dagvistunarmál, Bjarna P.
Magnússon borgarfulltrúa
um hugsanlegt bandalag
minnihlutaflokkanna í borgar-
stjórn, viðtal við Gest Ólafs-
son fyrrum framkvæmda-
stjóra á Skipulagsskrifstofu
höfuðborgarsvæðisins um
framtíðarskipulag borgarinn-
ar og nágrennis, auk ítarlegra
greina um mannfjöldasögu
Reykjavikur og atvinnuskipt-
ingu i höfuðborginni.
Áskrifendur Alþýðublaðs-
ins fá Reykjavíkurblaðið sjálf-
krafa. Sérútgáfa Alþýðublaðs-
ins, REYKJAVÍK, er auk þess
borið út sérstaklega á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og
prentað i 40 þúsund eintök-
um.
[ilMMMIII
REYKJAVI
HVaomrLAttJÚHUGUKOSSOHAOGSttAttDHHOMtR&OUt
iU. ta rVAMUOfiRSKiPULAO HOritOBOHOARSV&mSI*
Vto HVAÞ VtHHA RSYKVIKIHGAK? BtS. 33