Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. október 1988 3 FRETTIR Hlutkesti í neðrideild Alþingis 9-0 FYRIR STJÓRNARLIÐA Stjórnarflokkarnir þurftu ekki á neinum huldumanni aö halda við nefndarkosning- ar í neðri deild Alþingis i gær. Þeim nægðu heilladís- irnar. 9 sinnum þurftu stjórn- arsinni og stjórnarandstæð- ingur að draga úr 63 tening- um til að fá úr þvi skorið hver fengi hærri tölu, hvor þeirra kæmist þá i viðkomandi nefnd og um leið hvort meiri- hluti nefndarmanna væru stjórnarsinnar eða stjórnar- andstæðingar. í öll skiptin drógu stjórnarsinnar hærri tölu og mætti þvi ætla að sá sem öllu ræður ætli ríkis- stjórninni gæfu og gengis og verji hana falli! Sem kunnugt er standa stjórnarflokkarnir og stjórnar- andstöðuflokkarnir jafnt aö vígi í neðri deild Alþingis. í sameinuðu þingi og efri deild er meirihlutinn stjórnarflokk- anna og þar náðu þeir enda meirihluta i öllum nefndum. Menn biðu því spenntir eftir atkvæðagreiðslunni í neðri deild. Svo fór í öll 9 skiptin að atkvæði voru jöfn, 21 gegn 21. Því varö að draga hlut í hvert skipti. Fyrsta nefndin í röðinni var fjárhags- og viðskiptanefnd. Hlut drógu þeir Páll Péturs- son Framsóknarflokki og Friðrik Sophusson Sjálfstæð- isflokki. Páll dró töluna 46 en Friðrik töluna 26. Næst kom að samgöngu- nefnd. Þar dró Guðni Ágústs- son Framsóknarflokki töluna 21 en Guðrún Halldórsdóttir Kvennalista dró fyrir hönd Þórhildar Þorleifsdóttur töl- una 7. Landbúnaðarnefnd kom síöan og þar dró Alexander Stefánsson Framsóknarflokki töluna 26 en Málmfríður Sigurðardóttir Kvennalista töluna 20. Guðni Ágústsson komst í sjávarútvegsnefnd með því að draga töluna 45 en Guð- rún Halldórsdóttir dró töluna 29 fyrir Þórhildi Þorleifsdótt- ur. Atvinnusjóður útflutningsgreina Fjallað um reglugerð „Á þessum fundi var að- eins farið yfir þau drög að reglugerð sem forsætisráð- herra lagði fyrir stjórnina til kynningar" sagði Kristján Skarphéðinsson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, en hann á sæti i stjórn At- vinnugryggingasjóðs útflutn- ingsgreina. Fyrsti fundur stjórnar At- vinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina var haldinn í gær. Fyrir fundinn voru lögð þau drög að reglugerð sem for- sætisráðherra hafði gert, og stjórninni gefinn kostur á því að gera athugasemdir við þau. Að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, sem er til- nefndur f stjórnina af sjávar- útvegsráðherra, munu at- hugasemdirnar verða afhent- ar forsætisráðherra, sem mun síöan vega og meta hvort þær verði teknar til greina. Fimmta nefndin var iðnað- arnefnd. Páll Pétursson dró töluna 53 en Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokki fékk bara 2. Nú voru þingmenn orðnir ansi gáttaðir eins og aðrir nærstaddir og sá Albert Guð- mundsson ástæðu til að biðja um orðið. Gerði hann huldumanninn stuttlega að umræðuefni, spurði hvort einhver saknaði ekki félaga síns og fullyrti að stjórnin væri mynduð á fölskum for- sendum. Næst kom að félagsmála- nefnd. Þar dró Jón Kristjáns- son Framsóknarflokki töluna 51, en Óli Þ. Guðbjartsson Borgaraflokki dró töluna 33. Staðan var orðin 6-0 og menn gátu ekki varist hlátri. Þá kom að heilbrigðis- og trygginganefnd. Jón Sæ- mundur Sigurjónsson Al- þýðuflokki dró töluna 37 en Guðrún Halldórsdóttir töluna 24. Áttunda nefndin var menntamálanefnd og töldu menn einsýnt að þar myndi Óli Þ. Guðbjartsson sigra Ólaf Þ. Þórðarson Framsókn- arflokki. En Ólafur dró töluna 37 á meðan Óli fékk aðeins 3. Óli Þ. Guðbjartsson þurfti að draga i þriðja sinn þegar kom að síðustu nefndinni, Allsherjarnefnd. Fyrst dró Geir Gunnarsson Alþýðu- bandalagi töluna 12, lægstu töluna sem stjórnarliðar höfðu fengið. Menn bókuðu því Óla sigur. En hann dró töluna 9 og fullnaðarsigur Már Guðmunds- son efnahagsráð- gjafi Ólafs Ragnars Már Guðmundsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra. Már er 34 ára hagfræðingur og hefur verið fastur starfsmaður í hagfræðideiid Seðlabankans frá árinu 1981. Hann stundaði nám i hag- fræði og stærðfræði við há- skólann í Gautaborg í Sví- þjóð, veturinn 1976-1977, en lauk BA prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex, Eng- landi , vorið I979 og M.Phil. prófi frá háskólanum i Cam- bridge um gengismál og auð- lindahagfræði. „Maður vonar hið besta, en það getur brugðið til beggja vona. Ég er bjartsýnn núna, af þvi að það er búið að skipta um rikisstjórn” sagði Þórður Óiafsson formaður verkalýðsfélagsins i Þorláks- höfn um atvinnuástandið þar, en uppsögnum hjá Meitlinum var frestað fram að næstu mánaðamótum. Örlög Meitilsins í Þorláks- höfn, sem átt hefur í miklum rekstrarörðugleikum undan- farið, hafa ekki enn verið ráð- in. í september var öllum stjórnarliða varð Ijós. I þing- salnum hristu menn höfuð sín og brostu, stjórnarliðar yfir yfirnáttúrulegri heppni sinni, en stjórnarandstæðing- ar yfir hróplegri óheppni. 7 Framsóknarmenn, 1 Al- þýðuflokksmaður og 1 Al- þýðubandalagsmaður höfðu sigrað 4 Kvennalistakonur, 3 Borgaraflokksmenn og 2 Sjálfstæðismenn. Þótt úrslit- in hafi verið næsta ótrúleg Sighvatur Björgvinsson verður formaður Fjárveitinga- nefndar sameinaðs þings, eins og á síðasta þingi. Nefndin er skipuð sömu 9 mönnum og síðast að því undanskiidu að Jón Sæ- mundur Sigurjónsson Al- þýðuflokki kemur i stað Frið- jóns Þórðarsonar Sjálf- stæðisflokki. Um leið fengu Norðlendingar vestra mann frá Vestlendingum. Fyrir utan Sighvat eru í Fjárveitinganefnd þau Alex- ander Stefánsson, Margrét Frimannsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson og Jón Sæmundur starfsmönnum hans sagt upp, en uppsögnunum síðan frestað til októberloka meðan leitast var við að skapa nýjan rekstrargrundvöll fyrir fyrir- tækið. Starfsfólkið bíður nú í mikilli óvissu um hvert fram- haldið verður, en Þórður Ólafsson formaður verkalýðs- félags staðarins kvaðst hafa ástæðu til bjartsýni. Þórður sagði það ekki koma sér á óvart að nú væri farið að segja upp fastráðn- ingarsamningum í fiskvinnu viða um land, þó vissulega þá eru þau ekki einsdæmi. A göngum Alþingis rifjaði Matt- hías Á. Mathiesen það upp, að haustið 1959, þegar minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins ríkti með hlutleysi Sjálfstæð- isflokksins, hefði hlutkesti farið fram alls 16 sinnum og þá hafði sameiginlegur listi Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks sigrað sameig- inlegan lista Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks alls 15-1. Sigurjónsson frá stjórnar- flokkunum og þau Pálmi Jónsson, Óli Þ. Guðbjarts- son, Egill Jónsson og Málm- fríður Siguröardóttir frá stjórnarandstöðunni. Jóhann Einvarðsson tekur sæti Páls Péturssonar i utan- ríkismálanefnd og verður for- maður að auki. Aðrir aðal- menn eru Kjartan Jóhanns- son, Hjörleifur Guttormsson og Guðmundur G. Þórarins- son frá stjórnarflokkunum og Eyjólfur K. Jónsson, Kristín Einarsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir frá stjórnarand- stöðunni. Fram kom þriðji það væru slæmar fréttir. „Allir þeir sem hafa fylgst rheð atvinnu- og efnahags- málum hér á landi sáu í hvað stefndi strax í fyrrahaust. Það var fært það mikið fjár- magn frá fiskvinnslunni yfir i þjónustugreinarnar með fast- gengisstefnunni, að það hlaut að springa. Þetta er af- leiðing þess” sagði Þórður. Hann sagðist þó bjartsýnn á að atvinnulífinu yrði kippt í lag aftur eftir að skipt hefði verið um ríkisstjórn, og losn- að við frjálshyggjuna út úr henni. Verðbólga á niðurleið Visitala framfærlsukostn- aðar í októberbyrjun reyndist 0.36% hærri en í september. Síðastliðna 12 mánuði hefur framfærsiuvísitalan hækkað um 26.6%, en undanfarna þrjá mánuði hefur hún hækk- að um 3.2% sem jafngildir 13.3% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölunnar um 0.36% frá september til októ- ber stafa um 0.2% af haékk- un á verði fatnaðar, en verð- hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli nálægt 0.2% hækkun visitölunnar. listinn frá Borgaraflokknum með nafni Hreggviðs Jóns- sonar, en hann var dreginn til baka. Kvennalistinn hefur um leið fengið sæti i nefndinni á kostnað Borgaraflokksins, en á móti verður Hreggviðúr varamaður Kristínar Einars- dóttur. Samgönguráðuneytið Engin áform um byggingu vara- flugvaliar i sam- vinnu við Nato Samgönguráðuneytið fyrir- hugar engar framkvæmdir við gerð varaflugvallar i sam- vinnu við Bandarikjaher og flotastjórn Atlantshafsbanda- lagsins og hefur þvi slitið viðræðum formlega fyrir sitt leyti. Það var í nóvember 1986 sem Matthías Bjarnason, þá- verandi samgönguráðherra, skipaði tvo fulltrúa sem ásamt fulltrúum frá utanríkis- ráðuneyti skyldu taka þátt í viðræðum við fulltrúa Banda- rikjahers og flotastjórnar Nato um gerð varaflugvallar hér landi og hugsanlega þátt- töku Bandaríkjahers í því skyni. Viðræður þessar áttu sér stað á tveimur fundum í desember I986 og janúar I987, en þá skiluðu íslensku fulltrúarnir greinargerð um viðræðurnar til viðkomandi ráðherra. Engar viðræður milli þessara aðila hafa átt sér stað slðan og f gær var þeim formlega slitið. Á myndinni er verið að draga um hvort þeirra Alexander Stefánsson eða Málmfríður Sigurðardóttir skyldu fá saeti í landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis. Alexander dró töluna 26 en Málmfriður töluna 20. Staðan varö þá 3-0 fyrir stjórnarliða, en leikar fóru 9-0. Fjárveitingarnefnd JÓN SÆMUNDUR í STAÐ FRIÐJÓNS ÞDRÐARSONAR Meitillinn hf ÁSTÆÐA TIL RJARTSÝNI segir Þórður Ólafsson formaður verkalýðsfélagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.