Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. október 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Skjótandi hermenn á götunum er einkenni hinnar járnhörðu einræðisstjórnar i Chile. CHILt -15 Ámm SEINHA Á myndinni tekur Pinochet þátt í skrúdgöngu hersins i tilefni 15 ára afmælis, hinnar blódi drifnu byltingar hans. Chile hafði gengið götuna til réttlætis, þjóðfélagið var sanngjarnt og demokratískt. Salvador Allende var fyrsti forseti landsins úr hópi demokrata. Hann var kosinn með samvinnu flokkanna, sem mynduðu Unidad Popular-þjóðfylkinguna. Með friðsamlegum aðgerð- um var Chilebúum að takast að koma á pólitísku kerfi, sem vakti alþjóðlega athygli, einkum vegna þess aðtíkið tilheyrði Latnesku-Ameríku, sem hvorki var eða er þekkt fyrir lýðræði. GRIMMILEGT EINRÆÐI Stjórnarbylting hersins braut niður það góða sem hafði áunnist. Salvador All- ende var myrtur á skrifstofu sinni. Þessir atburðir vöktu óttablandna athygli i heimin- um. Ekki leið á löngu þangað Það var 11. september fyrir 15 árum, að Salvador Allende hinn sósí- al-demokratíski forseti, var drep- inn þegar gerð var stjórnarbylting í Chile. Harðsvíruð herforingjastjórn komst til valda undir forystu einrœðisherrans Augusto Pinochet. til grimmd einræðisstjórnar- innar fór að láta á sér kræla og þeir sem ekki fylgdu henni að máli voru umsvifa- laust barðir niður eða annað verra. Fólkið flúði land svo þúsundum skipti eða var þvingað til að fara úr landi. Ekkert lát er á þessum fólks- flótta. Þetta er fólk, sem er pólitískt ofsótt eða fólk sem ekki sér fram á aö geta lifað eðlilegu lífi i heimalandi sínu. Chile flóttamennirnir hafa starfað dyggilega í hinum nýju heimalöndum sinum og pólitískt séð verið iðnir við að gæta þess að heimurinn gleymi ekki Chile og árinu 1973. Þeir hafa einnig lagt sitt af mörkum, til þess aö heimurinn öðlist meiri skiln- ing ávandamálum I öðrum löndum Latnesku-Ameriku. Með list sinni og menningu hafa þeir breytt ímynd margra um Chile. Þeir hafa einnig komið til skila áríðandi boö- skap um, aö I Latnesku- Ameríku sé annað og meira fyrir hendi en stjórnarbylting- ar, neyð og vesaldómur. Andúð gegn herforingja- stjórninni í Chile hefur varað í 15 ár. Veiki hlekkurinn er, að mótmælaöflin hafa ekki sam- einað krafta sína. Ekkert bendir til þess aö hinn ill- ræmdi hershöfðingi og stjórn hans riði til falls, þegar I þjóðaratkvæðagreiðslu er sá háttur á, aö menn skrifa já eða nei um hvort menn vilja Pinochet áfram. Augusto Pinochet gerir nú tilraunir til að mýkja ímynd sína gagnvart umheiminum. Þrátt fyrir það að einkennis- búningum fækkar og flótta- menn fái leyfi til að snúa aft- ur til föðurlandsins, stendur raunveruleikinn óhaggaöur. í Chile er ennþá ógnvænlegt einræði. Herforingjastjórnin I Chile hefur yfirgripsmikið njósna- net út um allt, jafnvel meðal flóttamannanna, að því er tal- ið er. Margir taka mikla áhættu ef þeir snúa aftur heim. Þeir, sem snúa heim sjálf- viljugir eða þvingaöir, koma inn í samfélag sem á við gíf- urlegan efnahagsvanda að stríða og þar sem ríkir mikiö atvinnuleysi. Herforingja- stjórnin hefur spilað rassinn úr buxunum og þaö þarf mikla umbyltingu til þess að lýðræði komist á aftur. MINNING ALLENDE Grafreitur Allende er í Vina del Mar, þarerenginn leg- steinn en 10.000 manns safn- aðist þar saman, til að minn- ast hins myrta forseta á dánardægri hans. Til óeirða kom milli syrgjenda og lög- reglu og 137 manns voru handteknir. „Þeir vilja fjarlægja okkur af yfirboröi jarðar, en við er- um hér enn og Allende lifir,“ segir Anibal Palma í minn- ingarræðu sinni, en Palma var menntamálaráðherra i ríkisstjóm Allende. Andstæðingar Pinochet verða að sameinast ef takast á að losna við 15 ára her- stjórn, sagði Isabel Allende dóttir Allende forseta, í við- tali við tímaritið Newsweek. Isabel Allende telur, að þjóðaratkvæðagreiðslan 5. október, með eða móti Pino- chet geti orðið stórt skref í átt til lýðræðis. I byrjun þessa mánaðar fékk Isabel Allende í fyrsta sinn frá byltingunni, leyfi til að snúa aftur til Chile. Hún telur þetta leyfi tilkomið vegna þess að þeir vissu að hún hafði ákveðið að snúa heim og að imynd ríkisstjórn- arinnar hefði ekki þolað slíka storkun rétt fyrir kosning- arnar. Þessar kosningar munu skera úr um það, hvort Chile- búar vilji hafa Pinochet við völd til ársins 1997. Nú þegar hefur Pinochet verið lengur við völdjen nokkur annar for- seti, frá því Chile öðlaðist sjálfstæði árið 1818. Eftir því sem Pinochet heldur fram, mun atkvæða- greiðslan, þar sem hann telur sig hafa helming atkvæða, leiða til þess, að unnt verði að stofna lýðveldi, þar sem andstæðingar hans muni geta unnið að sínum málum. „Chile mun geta veroldinni lexíu í lýðræði,“ sagði hann! (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.