Alþýðublaðið - 13.10.1988, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Qupperneq 8
MMÐUBLÉBIÐ Fimmtudagur 13. október 1988 Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Nýja verðstöðvunin rangnefni Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna hefur efasemdir um ágæti þeirrar verðstöðvunar sem ákveðin var í fyrstu aðgerð- um nýju ríkisstjórnarinnar og tók gildi um mánaðamót. Eins og fram hefur komið varð nokkur breyting á frá þeirri verðstöðvun sem gilti i september, þvi samkvæmt bráðabirgðalögum rikis- stjórnarinnar var eftir mán- aðamótin heimilt að taka inn erlendar verðhækkanir svo og hækkanir vegna 3% geng- isfellingar. Alþýðublaðið ræddi við Jóhannes í gær og spurði hann fyrst um álit Neytendasamtakanna á fram- kvæmd og framsetningu verðstöðvunarinnar: „Neytendasamtökin voru mjög ánægö með fyrri hlut- ann þegar um var aö ræða al- gjöra veröstöðvun, sem gerði neytendum mjög vel kleift að fylgjast með því að stöðvunin gengi fram með eðlilegum hætti. Við skiljum að Island er ekki eyland án samskipta við umheiminn, þannig að það er erfitt að viðhalda al- gjörri verðstöðvun um mjög langan tíma. Við sjáum hins vegar að þessi nýja verð- stöövun, þar sem erlendar verðhækkanir fá að koma inn I að mjög erfitt er fyrir neyt- andann að áttarsig á þvi hve- nær hækkanir eru eðlilegar og hvenær ekki. Framkvæmd nýju verðstöðvunarinnar hlýt- ur þess vegna að vera mjög erfið og mun erfiðari en sú fyrri. Það sem slær okkur veru- lega eru hækkanir sem orðið hafa á landbúnaðarvörum. Þrátt fyrir að núverandi ríkis- stjórn hafi aukið verulega niðurgreiðslur með það að fororði að kindakjöt ætti að lækka um allt að 20% og nautakjötsverð ætti að vera óbreytt, þá hefur það gerst í landbúnaðarkerfinu, að sú lækkun sem stjórnmála- mennirnir sögðu að yrði á kindakjötinu náði ekki að fullu fram og vegna flokkatil- færslna á nautakjöti mun verða einhver hækkun, — þrátt fyrir auknar niður- greiðslur. Einnig horfum við til þess meö kvíða ef sexmannanefnd kemur með nýtt verð á kjúkl- ingum og eggjum sem leiði til hækkana á þeim vörum. Þá er viss ótti hjá okkur að þetta verði til þess að ein- hverjir innflytjendur taki upp þau ósæmilegu vinnubrögð á nýjan leik, að ná sér í um- boðslaun erlendis og hækki innkaupsverðið á þann hátt. Það er full ástæða til þess að óttast þetta og hvetja verðlagsyfirvöld til að vera mjög á varðbergi." Hefurðu grun um það, eða vitneskju, að umboðsiaun séu i auknum mæli tekin er- lendis eftir að verðstöðvunin gekk í giidi? „Vitum að fyrir nokkrum ár- um voru umboðslaun i mjög miklum mæli tekin erlendis. Viö hjá Neytendasamtökun- „..viss ótti hjá okkur að þetta verði til þess að einhverjir innflytjendur taki upp þau ósœmilegu vinnubrögð á nýjan leik, að ná sér í umboðslaun er- lendis og hœkki innkaupsverðið á þann hátt, “ segir Jóhannes Gunnars- son formaður Neytendasamtakanna. um höfum vissar efasemdir um að búið sé að uppræta þessa umboðslaunatöku er- lendis. Þegar erlendar verð- hækkanir koma inn í vöru- verðið er full ástæða til aö óttast aö einhverjir kunni að taka þetta upp.“ Þið eruð sem sagt síður en svo ánægð með framkvæmd og framsetningu verðstöðv- unar nýju ríkisstjórnarinnar? „Ég lít áverðstöðvun sem algjört stopp á hækkun vöru- verðs. I stað þess að tala um verðstöðvun í þessu tilviki hefði ég talið eðlilegra að menn hefðu horfst í augu við raunveruleikann: Hér er ekki um verðstöðvun að ræða. Eins og þetta er hugsaö af hálfu ríkisstjórnarinnar, þá hefði verið eðlilegra að kalla þetta „strangt verðlagsaö- hald“. Að minu mati er því verið að nota rangt orð. Ég legg hins vegar áherslu á að við erum ekki neitt ein- angrað fyrirbrigði í heimin- um. Við getum ekki ráðið því hvort veröbólga er í viðskipta- löndunum. Þess vegna hefði ekki verið hægt að halda áfram verðstöðvun í óbreyttri mynd. Það hefði ekki verið framkvæmanlegt. Auk þess Sérfrœðival lœkna AUKINN AHUGI A HEIMIUSLÆKNINGUM 19,5% þeirra lækna sem útskrifuöust á árunum 1978 til 1986 og fóru í sérnám, völdu heimilislækningar, aö- eins 2 af 353 völdu öldrunar- lækningar í Læknablaðinu er sagt frá könnun sem stjórn Félags ungra lækna lét framkvæma á sérgreinavali þeirra lækna sem útskrifuðust frá Háskóla íslands á árunum 1978 til 1986 að báðum árum meö- töldum. Þar kemur fram, að af 434 eru 268 í sérnámi, eða eru í þann veginn að hefja sérnám, 85 eru með islenskt sérfræð- ingaleyfi og í öðru eða óþekktu voru 81. Af þeim 353 sem voru í sérnámi eða höfðu lokið því kom í Ijós, að 69 eða 19,5% völdu heimilis- lækningar. Aðalsteinn Guð- mundsson stjórnarmaður í F.Ú.L. sagði aðspurður ( sam- tali við Alþýðublaðið, að sín skýring á þvi væri sú, að tölu- verð uppbygging hafi undan- farin ár átt sér stað í heilsu- gæslunni og einnig að það væri tiltölulega nýlega farið að kenna þetta sem grein í læknadeildinni hér. Þá hafi til skamms tíma vantað heimil- islækna víða út um land. Þá má sjá, að aðeins 2 eru í sérnámi i öldrunarlækning- um, en Aðalsteinn benti á, að t.d. í Bandaríkjunum þangað sem drjúgur hópur þeirra sem væru í sérnámi í lyf- lækningum færu, kæmi á eftir frekara framhaldsnám í undirgrein hjá flestum. Varö- andi það hvort ekki kæmi til skorts á öldrunarlæknum þar sem þjóðin er að eldast sagði Aðalsteinn, að auðvitað kæmi gamalt fólk inn á flest- ar sérgreinar. „En það er al- veg rétt, það eru ekki margir af þessum hópi í öldrunar- lækningum." Þess má geta að i þessum hópi voru 16 í sérnámi i geð- lækningum, en þær eru orðn- ar nokkuð stór hluti af heil- brigðisþjónustunni. sem stjórnvöld sáu sig knúin til að fella gengið um 3%. Það er óhjákvæmilegt að slík breyting komi fram í vöru- verði. Við teljum eðlilegt að í glímunni við verðbólguna sé um að ræða stöðvun á krónu- töluálagningu, sem þýði að menn hækki ekki sína álagn- ingu í krónutölu vegna hækk- ana á innkaupsverði." Geta neytendur sjálfir haldiö uppi þvi mikla verö- lagseftirliti sem virðist kraf- ist af þeim samkvæmt þess- um aðgerðum. — Er verö- skynið nægilegt? „Ég held að það sé erfitt fyrir hinn almenna neytenda að átta sig á þvi hvað eru eðlilegar hækkanir og hvað ekki. Það er alveg gefið að eftirlitshlutverk neytandans getur ekki orðið eins mikið í núverandi aðgerðum og þeg- ar um var að ræða algjöra verðstöðvun. Það var auðvelt að fylgjast með þegar ekkert mátti hækka. Nú megavörur hækka vegna gengisbreyt- inga eða vegna erlendra hækkana. Gengisbreyting kallar auðvitað ekki á neinar ógvænlegar hækkanir. Ég vil þess vegna ekki afskrifa verð- skyn neytenda." Eru Neytendasamtökin far- in aö hugsa um eftirmáia „veröstöövunarinnar", — þeg- ar frjálsræðið tekur væntan- lega viö? „Ég sé það í hendi mér, að t.d. krónutöluálagningin muni bresta þegar þessu tímabili lýkur." Veröur ef tii vill þörf fyrir strangt verðlagseftirlit næstu timabil á eftir? „Það er full ástæða til þess að fylgjast mjög grannt með verðlagi. Ein af forsend- um þess að við féllumst á frjálsa verðlagningu á sínum tíma, var að mjög markvisst eftirlit væri með verðlagning- unni og gripið inn i þar sem hlutir færu úr böndum. Við höfum ekki fallið frá þessari skoðun okkar.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.