Alþýðublaðið - 13.10.1988, Síða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Síða 6
6 Fimmtudagur 13. október 1988 SMÁFRÉTTIR Nýtt danskt smásagnasafn Sádan er Livet! nefnist danskt smásagnasafn sem út er komið hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Sádan er livet er gefiö út sem kennslubók fyrir framhalds- skóla pg er unnió af dönsku- kennurunum Annelise Kára- son og Gurli Doltrup sem báöar eru búsettar hérlendis. í safninu eru tólf danskar smásögur. Hverri sögu fyjgja stutt æviágrip höfundar. í bókarlok eru orðskýringar og spurningar fyrir hverja sögu. Sögurnar í smásagnasafn- inu eru: Marias the eftir Ib Lucas, Kys mig pá næsen, Nina eftir Karlo Staunskær, Tænkepause eftir Bibi og Franz Berliner, Samba- rythmer eftir Sören Vagn Jacobsen, Succés eftir Jörgen Liljensöe, Helle- Hinkesten eftir Johannes Möllehave, Det prikker under födderne eftir Knud Sören- sen, Kattens Værn eftir Thöger Birkeland, Glansbill- eder eftir Martha Christien- sen, Humprey eftir Benny Andersen, Selvtægt eftir Kristian Tellerup og Det for- kerta barn eftir Bjarni Reuter. Sádan er livet! er 144 bls. aö stærö og unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Guðjón Ingi Hauksson hannaöi kápu. Handbók um ritun og frágang Út er komin hjá löunni Handbók um ritun og frá- gang eftir Ingibjörgu Axels- dóttur og Þórunni Blöndal. Höfundarnir eru framhalds- skólakennarar og segja m.a. í fornnála bókarinnar: „í námi og starfi höfum vió oft saknað þess að geta ekki leitað í þægilega uppfletti- bók um ritun og frágang. Við ákváðum því að safna saman efni sem tengist ritun og setja þannig upp að auðvelt væri að finna. Einnig þótti okkur tímabært að gera til- raun til að koma reglu á ýmis frágangsatriði sem hafa verið á reiki.“ Eins og fram kemur í titl- inum er þetta handbók og því lögð áhersla á að gera efnið sem aðgengilegast að auð- velda notendum að fletta upp á því sem þá skortir leiðbein- ingar um i það og það skipt- iö. Bókin er þvl mjög hentug 50 ÁRA AFMÆLI S.Í.B.S. Afmælishátíð S.Í.B.S. verður haldin að viðstöddum forseta íslands í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 14. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 15.00 Eftir kaffiveitingarverðurfræðsludagskrá í hliðarsal A um nýjungar í ofnæmisvörnum og endurhæfingu lungna- og hjartasjúklinga. Stjórn S.Í.B.S. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Við Stýrimannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar heil staða íslenskukennara frá og með 1. janúar n.k. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið cand. mag. prófi í greininni. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir septembermánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða námsráðgjafa frá og með 1. janúar 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið hverjum þeim sem fæst við skriftir, jafnt utan skóla sem innan. Handbók um ritun og frá- gang er 107 tölusettar síður og kostar 1348 krónur í bóka- verslunum. Markaðsöfl og miðstýring Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar hefur gefið út bókina Markaðsöfl og mið- stýring eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson lektor. Þetta rit er ætlað til kennslu I hagfræði, félags- fræði og stjórnmálafræði í Háskóla íslands og öðrum framhaldsskólum, jafnframt því sem kostað hefur verið kapps um að gera það að- gengilegt og auðlæsilegt fyr- ir áhugasama leikmenn. Lýst er kenningum fræðimanna frá Adam Smith og Karli Marx á fyrri tíð til Johns Maynards Keyness og Fried- rich von Haýeks á okkar dög- um um æskilegt fyrirkomu- lag framleiðslu og viðskipta. Einnig er rætt um einstök ágreiningsefni nútímamanna, svo sem hvort áætlunarbú- skapur hafi I för með sér ófrelsi, hvort tekjuskipting á frjálsum markaði sé réttlát, hverjir eigi fiskinn I sjónum umhverfis ísland, hvort áframhaldandi hagvöxtur sé eftirsóknarverður, hvort konur búi við misrétti á íslandi og hvort íslendingar eigi að veita þróunaraðstoð. Sir Christ- opher Wren Út er komin bókin Sir Christopher Wren — Kirkju- smiöur og arkitekt eftir Hreggviö Stefánsson bygg- ingartæknifræðing. Hún fjall- ar urri Sir Christopher Wren húsameistara ensku krún- unnar á síðari hluta 17. aldra, sem fenginn var til að sjá um endurreisn City of London eftir brunann mikla árið 1666, teiknaði þar og reisti 54 sóknarkirkjur og höfuðkirkj- una sjálfa, St Pauls, á 50 árum. Höfundurinn, Hreggviöur Stefánsson, hefur um árabil verið áhugamaður um breska sögu og byggingarlist. Hann starfar hjá Húsameistara ríkisins. Bókin er 136 blaðsíður og prýdd fjölda mynda og skýr- ingarteikninga af byggingum Wrens. Umsjón með prent- verki hafði Prentþjónustan Metri sem er jafnframt útgef- andi með höfundi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum landsins. Einnig er hægt að panta hana í póstkröfu í símum 16155 og 612092. Skuggabox Hjá bókaforlaginu Gull- bringu er komin út ný skáld- saga, Skuggabox, eftir höf- und forlagsins, Þórarin Eld- járn. Hetjan í skuggaboxi er Kort Kjögx, fertugur málat- ferlisfræðingur og uppfinn- ingamaður af íslensku bergi brotinn, með áherslu á brot- inn. Eftir langan námsferil virðist Kort hafa dagað uppi í lokaverkefni sínu við Háskól- ann I Haparanda, í endalausri togstreitu milli skyldu og sköpunarþrár. Óvæntur arfur skilar þessari hetju heim til föðurlandsins þar sem þráð- urinn skal tekinn upp á ný. En margt annað reynist óvænt, bæði í fortíð og nútíð, og þræðir liggja víða — en þó ekki á lausu. Er leitin að munstri í óreiðunni aðeins fálm i myrkri, skuggabox? Skuggabox er 176 blaðsíð- ur, Prisma setti og prentaði, Arnarfell batt inn, Sigrún Eld- járn hannaði kápu. KRATAKOMPAN Alþýðuflokksfélag Garða og Bessastaðahrepps Fundur í bæjarmálaráði fimmtudaginn 14. okt. kl. 20.30. F.U.J. Hafnarfirdi Aðalfundur Aðalfundur F.U.J. Hafnarfiröi veröur haldinn laugar- daginn 29. okt. n.k. kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Flokksþing Alþýðuflokksins 44. flokksþing Alþýðuflokksins veröur haldió 18., 19. og 20. nóv. n.k. á Hótel íslandi. Nánari upplýsingarverðasendarformönnum félaga, félagasambanda og kjördæmisráöa. Skrifstofa Alþýðuflokksins. □ 1 n r- L 4 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 > 13 □ — □ * Krossgátan Lárétt: 1 vola, 5 kiyftir, 6 þroskastig, 7 belti, 8 tréð, 10 eins, 11 land, 12 grandi, 13 gæfa. Lóðrétt: 1 ausa, 2 matreiðslu- mann, 3 reið, 4 veiddi, 5 heimta, 7 trufla, 9 gangflötur- inn, 12 bókstafur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 flokk, 5 trog, 6 vík, 7 óa, 8 iðkuðu, 10 na, 11 rif, 12 eini, 13 iðinn. Ló'ðrétt: 1 fríða, 2 lokk, 3 og, 4 klaufi, 5 tvinni, 7 óðinn, 9 urin, 12 ei. • Gengií Gengisskráning 181 - 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 48,120 48,240 Sterlingspund 81,178 81,381 Kanadadollar 39,530 39,629 Dönsk króna 6,6736 6,6902 Norsk króna 6,9492 6,9666 Sænsk króna 7,4767 7,4953 Finnskt mark 10,8525 10,8796 Franskur franki 7,5223 7,5410 Belgiskur franki 1,2216 1,2246 Svissn. franki 30,2442 30,3196 Holl. gyllini 22,7136 22,7703 Vesturþýskt mark 25,6053 25,6691 ítölsk lira 0,03436 0,03445 Austurr. sch. 3,6398 3,6489 Portúg. escudo 0,3115 0,3122 Spánskur peseti 0,3871 0,3881 Japanskt yen 0,35824 0,35913 írskt pund 68,626 68,797 SDR 24.11 62,1311 62,2860 ECU - Evrópumynt 53,1317 53,2642 • Ljósvakapunktar • RUV 20.35 Sovéska hringleikahús- ið. Skyggnst er baksviðs í hinum heimsfræga sirkus. • Stöí 2 21.25 í góðu skapi. Nýr skemmtiþáttur sem sendur er beint út frá höfuðstöðvm Ámunda Ámundasonar í Hótel íslandi. Umsjónarmað ur er Jónas R. Jónsson. • Rás 1 9.40 Landspósturinn frá Norðurlandi. Séra Pálmi Matthíasson prestur á Akur- eyri og farandprestur í Gríms ey segir fréttir úr fjórðungn- um. • Rás 2 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlíf- inu. • RÓT 23.30 Draugar fara á kreik á Rót.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.