Alþýðublaðið - 02.11.1988, Qupperneq 4
4
Miðvikudagur 2. nóvember 1988
FRÉTTASKÝRING n
Ómar Friöriksson skrifar r.ji
Fjárlagafrumvarp 1989
ENGINN GLEÐIBOÐSKAPUR
sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í gœr.
Ráðherra kvaðst œtla að fylgja því strangt eftir að markmið um tekjuafgang náist.
Stefnt er að þvi að rikissjóður greiði eingöngu niður skuldir erlendis í
stað þess að bæta við skuldabaggann. A-mynd/Magnus Reynir.
„í þessu fjárlagafrumvarpi
er ekki mikill gleðiboðskap-
ur,“ sagöi Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra,
þegar hann kynnti fjárlaga-
frumvarp 1989 fyrir frétta-
mönnum í gær.
Heildartekjur rikissjóðs á
næsta ári eru áætlaðar
77.315 millj. króna en heildar-
útgjöld 76.131 milljónir. Sam-
kvæmt þessu á ríkissjóður
að skila tæplega 1200 millj.
kr. tekjuafgangi á næsta ári
en svo miklum tekjuafgangi
hefur ekki veriö fylgt úr hlaði
frá árinu 1980.. Þessi tekju-
afgangur svarar til 1,6% af
heildarútgjöldum ríkissjóðs.
Frumvarpið tekur mið af
forsendum þjóðhagsáætlun-
ar. Er gengið út frá því að
innfent verðlag hækki um
12% að meðaltali milli ára.
Launabreytingar á milii ára
eru áætlaðar 8% og hækkun
vísitölu byggingarkostnaðar
10%. Þá er meðalverð á er-
lendum gjaldeyri áætlað 7%
hærra en árið 1988.
í frunmvarpinu er stefnt að
verulegum samdrætti í opin-
berri fjárfestingu. Aðhald
verði veitt að útgjöldum rikis-
sjóðs, á sama tíma og haldið
verði uppi óbreyttu þjónustu-
stigi á sviði velferðarmála.
Stefnt er að því að ríkissjóð-
ur greiði niður skuldir í stað
þess að bæta við þær og að
stórlega verði dregið úr er-
lendum lántökum opinberra
aðila. Þá er gert ráð fyrir því í
lánsfjárlögum sem lögð
verða fram síðar í vikunni aö
hið opinbera taki engin er-
lend Ián á næsta ári en lán-
tökuheimildin innanlands
takmarkist við 4,7 milljarða
kr.
EIGNARSKATTAR
Talsverðar breytingar eru
ráðgerðar í álagningu eignar-
skatta.Annars vegar verður
núgildandi skatthlutfall
hækkað úr0,95% í 1% jafnt
hjá einstaklingum og félög-
um. Þá verður tekið upp nýtt
skattþrep í eignarskatti ein-
staklinga á skuldlausa eign
yfir 6 millj. kr. og hjá hjónum
sem eiga yfir 12 millj. kr.
skuldlausa eign.
Tekjur rt'kisins af sérstök-
um skatti á skrifstofu og
verslunarhúsnæði eru áætl-
aðar 235 milljónir kr. á þessu
ári en stefnt er að hækkun
skatthlutfallsins sem á að
geta gefið um 425 millj. á
næsta ári.
TEKJUSKATTAR
Tekjuskattar einstaklinga
og fyrirtækja eiga að gefa af
sér 11,4 milljarða kr. Þar af er
áætlað að tekjuskattur ein-
staklinga skili ríkissjóði rúm-
lega 9 milljörðum kr. Athuga
ber þó að á yfirstandandi ári
eru tekjur af staögreiðslu-
skatti aðeins til innheimtu í
ellefu mánuði en verða inn-
heimtir á tólf mánuðum 1989.
SÖLUSKATTUR
Á næsta ári er búist við
áframhaldandi samdrætti
þjóðarútgjalda, og þar með í
söluskattsveltu, um 2-3%.
Miðað við þessa veltu-
forsendu og að almennt verð-
lag hækki um 11-12% á
næsta ári er reiknað með að
tekjur af söluskatti verði um
34,3 milljarðar að meðtöldum
tekjum af nýjum 12% sölu-
skatti á sölu happdrættis-
miða.
BJÓRINN
Frá 1, mars á næsta ári
verður ÁTVR heimilt að selja
áfengt öl og lauslega metið
er ætlað að hagnaður áfeng-
isverslunarinnar aukist um
900-950 m.kr. á næsta ári
vegna bjórsölunnar. Á móti
vegur nokkur samdráttur i
áfengis- og tóbaksneyslu
landsmanna. Samtals er því
áætlað að ríkissjóður fái i
sinn hlut 5,6 milljarða kr. af
hagnaði ÁTVR á árinu.
GJÖLD AF INNFLUTNINGI
Tekjur af innflutningsgjaldi
eru áætlaðar 1,2 milljarðar á
næsta ári, tekjur af bensín-
gjaldi 2,6 milljarðar og heild-
artekjur af aðflutningsgjöld-
um 6,4 milljarðar kr.
Skattar af launagreiðslum
eiga að gefa 5,6 milljarða aðr-
ir óbeinir skattar gefa 10,8
milljarða.
í heild gefa beinir skattar
ríkinu 14 milljarða kr. á
næsta ári. Óbeinir skattar
59,8 milljarða og aðrar tekjur
eru upp á 3,5 milljarða kr.
ÚTGJÖLD
Launaliður frumvarpsins
fyrir næsta ár hækkar alls
um 1.972 millj. kr. frá þvl sem
áætlað er að verði í ár. Fjár-
málaráðherra upplýsti á
blaðamannafundinum í gær
að gert verði sérstakt átak til
að draga úr mannaflanotkun
ríkisins. Hefur launaliður
frumvarpsins verið lækkaður
um 600 milljónir vegna
þessa.
Auknar kröfur eru gerðar í
frumarpinu um sértekjur
þeirra stofnana sem ætlað er
að standa undir rekstri sín-
um. Er gert ráð fyrir því að
þær skili fé í ríkissjóð sem
nemur um 20% launakostn-
aðar.
Hugum næst að einstök-
um dæmum varðandi útgjöld
ráðuneyta, stofnana og
ákveðinna málaflokka:
Á útgjöldum til Alþingis
ber hæst hækkun á sérfræði-
legri aðstoð við þingflokka
sem hækkar um 58% á milli
ára (18 milljónir). Hönnunar-
kostnaður vegna nýbyggingar
Alþingis er felldur niður á
fjárlögum næsta árs.
Heildarframlag til Háskól-
ans hækkar um 14% milli
ára. Framlag til jöfnunar á
námskostnaði verður 50 millj-
ónir i frumv. sem er tvöföldun
frá árinu í ár. Þá er gert ráð
fyrir 56% hækkun til Kvik-
myndasafns islands sem er
að miklu leyti til komið vegna
varðveislu eldri kvikmynda.
Heildarframlag til iþrótta-
mála snarlækkar úr 51,3 millj-
ónum í ár í 42,5 milljónir á
næsta ári.
Framlag til reksturs sendi-
ráða íslands erlendis verður
samtals 239,6 milljónir kr. og
hækkar um 28% frá núgild-
andi fjárlögum. Gert er ráð
fyrir óbreyttum starfsmanna-
fjölda í sendiráðum erlendis.
Endurgreiðsla gjalda í
landbúnaði nemur samtals
453 milljónum kr. og þar af er
endurgreiðsla kjarnfóður-
gjalds um 383 milljónir en
framlag þetta er ætlað til að
greiða niður áhrif söluskatts
á nautakjöt, svínakjöt, kjúkl-
ingaog egg. Heildarframlag
ríkissjóðs vegna uppbóta á
útfluttar landbúnaðarafurðir
verður samtals 1,1 milljarður
kr. á næsta ári.
RÍKISFYRIRTÆKI OG SJOÐIR í
B-HLUTA
Ráðstöfunarfé Lánasjóðs-
ins nemur 2.532 milljónum kr.
og hækkar um 17% frá fjár-
lögum 1988.
Skv. útvarpslögum skulu
10% af tekjum Ríkisútvarps-
ins af auglýsingum og
afnotagjöldum renna til fram-
kvæmdasjóðs RUV. Frum-
varpið nú gerir ráð fyrir lægri
upphæð en sjóðnum ber
miðað við áætlaðar tekjur
eða 120 milljónum. Þá munu
tekjur vegna aðflutnings-
gjalda renna óskiptar í ríkis-
sjóð sem fyrr.
Gert er ráð fyrir 350 millj.
kr. lántöku til að Ijúka við
byggingu Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar.
Fjárveiting til Byggingar-
sjóðs ríkisins nemur 1.120
millj. í frumv. og er það 70
millj. kr. meira en í ár. Lántök-
ur sjóðsins nema alls 7.290
millj. og eiga lánveitingar
sjóðsins að geta numið 8.215
millj. kr. á næsta ári sem er
um 45% hækkun á milli ára.
Fjárveiting til Byggingarsjóðs
verkamanna hækkar aðeins
um 80 millj. kr. Gert er ráð
fyrir að 510 millj. fari til kaup-
leiguíbúða.
LÁNSFJÁRÁÆTLUN
Áætlað er að framkvæmdir
við byggingar og mannvirki
hins opinbera dragist saman
um rúmlega 3% á næsta ári.
Fjármálaráðherra kynnti svo-
kallaða 20 mánaða viðmiðun-
arreglu á fréttamannafundin-
um í gær. Hún miðast við að
framkvæmdir á vegum opin-
berra aðila sem miðast við
útgjaldaþörf í 12 mánuði
verði teygðar yfir 20 mánuði
til að dreifa útgjöldunum.
Þannig er m.a. gert ráð
fyrir að upphafleg fram-
kvæmdaáform Landsvirkjun-
ar fyrir næsta ár dreifist 20
mánaða tímabil. Þannig verða
áform um framkvæmdir fyrir
1.950 millj. dregnar niður í kr.
1.420 milljónir á næsta ári.
Þróunarfélaginu er heimil-
uð 100 millj. kr. erlend lán-
taka á næsta ári .Þá er sú
stefna mörkuð að ekki skuli
veita ríkisábyrgðir fyrir nýjum
fjárfestingarlánum.
Fjárlagafrumvarp 1989
Skipting tekna
5.95% °.g3%
H Söluskattur
g3 Innflutningsgjöld
ö Bcinir skaltar
ö Vörugjald
n Launaskattar
W Vaxtatekjur
ö HagnaÖur ÁTVR
ö Ymsir óbcinir skattar
0 Ýmislcgt
Fjárlagafrumvarp 1988
Ráöstöfun tekna
14.3%
| Hcilbrigöis- og tryggingamál
ö Fræðslumál
ö Samgöngumál
ö Búnaöarmál
□ NiöurgrciÖslur
| Dóms- og lögreglumál
ö Vcxlir
ö Húsrueði
V} Útvegsmál
Q Annað
6.2%
\AJ6%
Fjárlög 1988 Endurskoðuð áætlun 1988 Fjárlaga- Irumvarp 1989
m.kr. m.kr. m.kr.
1. Tekjur 63.091 66.486 77.315
2. Gjöld -63.065 -69.467 -76.131
3. Tekjur umfram gjöld 4. Útstreymi á 26 •2.981 1.184
lánareikningum 5.175 5.637 5.880
5. Lánsfjárþörf brúttó . . 5.149 8.618 4.696
6. Lántökur alls 5.165 6.062 4.700
Innlend lán 4.260 4.920 4.700
Erlend lán 905 1.142
7. Greiðsluafkoma 16 •2.556 4