Alþýðublaðið - 02.11.1988, Side 5

Alþýðublaðið - 02.11.1988, Side 5
Miðvikudagur 2. nóvember 1988 5 Fjárlagafrumvarp 1989 MEGINEINKENNI FJÁRLAGA- FRUMVARPS 1989 • Tekjuafgangur rikissjóós veröur 1.184 m.kr., eóa 1,6% af ríkisútgjöldum. • Ríkisútgjöld hækka um 0,3% af landsframleióslu milli 1988 og 1989, eöa úr 27,4% í 27,7%. Aö raungildi hækka útgjöld ríkissjóðs um 0,8% á næsta ári. • Til að unnt sé aö snúa nær 3 milljaröa króna halla á ár- inu 1988 í rúmlega 1 millj- arös króna afgang á árinu 1989 hækka tekjur ríkis- sjóós mun meira en út- gjöld. Þessi viðsnúningur svarar til um 5% af ríkisút- gjöldum, eða um 1% af landsframleiðslu. • Tekjur ríkissjóös hækka um 11A% aö raungildi frá fjár- lögum 1988, eöa sem nem- ur tæplega 1 milljaröi króna. Tekjur ríkissjóðs af landsframleiöslu veröa 28,1%. • Verulega er dregiö úr opin- berri fjárfestingu, sem mun í heild minnka um rúmlega 3% aó raungildi frá þessu ári. • Fjárfesting ríkissjóðs sjálfs dregst mun meira saman, eöa um tæplega 7% aö raungildi. • Ríkissjóður mun engin er- lend lán taka á næsta ári. • Ríkissjóður mun greiða niður skuldir sem nemur 1,9 milljörðum króna. Til sam- anburðar má nefna, að á þessu ári er áætlað, að 31/2 milljarður króna bætist við skuldir ríkissjóðs. • Erlendar lántökur opinberra aðila og opinberra lána- sjóða minnka verulega, eða úr 8,9 milljörðum í ár í 5,9 milljarða á næsta ári. Hér er um nær 40% lækkun í er- lendri mynt að ræða. • Þessi áform-um lækkun skulda ríkissjóðs og minni erlendar lántökur þýða veru- legan samdrátt í umsvifum opinberra aðila á innlendum og erlendum lánamörkuð- um. • í heild er áætlaö, að erlend lántaka þjóðarbúsins til lengri tíma muni verða 6,3 milljarðar á næsta ári, samanborið við 11,1 milljarð í ár. Að meðtöldum skamm- tímalánum minnkar erlend lántaka úr 13,6 milljörðum á þessu ári í 9,6 milljarða á því næsta. • Útgjaldaþensla ríkisins er stöðvuð án þess þó að skerða margvíslega þjón- ustu á sviói velferðarmála, menningarstarfsemi, félags- mála og umhverfisverndar. Ýmis framlög til fram- kvæmda eru skorin niður og rekstri i ríkisstofnunum og fyrirtækjum veitt aukið aðhald. • Aukin tekjuöflun ríkisins miðast við, að þeir, sem hafa mestar tekjur og eignir og hafa ráðstafað mestu til lúxuseyðslu og fjárfestinga á unclanförnum árum, beri stærstan hluta aukinnar skattbyrði. Skattbyrði fólks með lægri tekjur og skatt- byrði barnmargra fjöl- skyldna hækkar ekki. Tekju- öflunin á einnig að halda aftur af innflutningi og fjár- festingu. ÚTGJALDASTEFNA Stefnt er að því að stöðva útgjaldaþenslu ríkisins án þess þó að skerða þá þjón- ustu, sem veitt er af stofn- unum á sviði velferðarmála, menningarmála og um- hverfismála. Þessu marki verður náó með því aö endurmeta ráðstöfun þess fjár, sem varið er til sam- eiginlegra þarfa, fresta framkvæmdum eða dreifa þeim á lengri tíma og beita ströngu aðhaldi í rekstri. • Dregið er úr framkvæmdum, ekki síst þar sem mest þensla hefur ríkt. í stað þess að hefja nýjar fram- kvæmdir er lögð áhersla á að Ijúka þeim framkvæmd- um, sem í gangi eru. Fé til framkvæmda svo sem á vegum stjórnarráðsins og Ríkisspítala var takmarkað. • Ýmis framlög, svo sem til fjölmargra framkvæmda- sjóða, endurgreiðslu sölu- skatts í sjávarútvegi og jöfnunargjalds í iönaði og óskipt framlög til fram- kvæmda, verða nær óbreytt að krónutölu milli ára og lækka því að raungildi. • Dregið verður skipulega úr starfsmannafjölda ríkisins og miðað við að ná vinnu- aflsnotkun niður um 2,5% á ári í nokkur ár. Beitt verði virku eftirliti með nýráðn- ingum og yfirvinnu þannig að þessu marki verði náð. • Þjónustustofnanir verðleggi og selji þjónustu sína í auknum mæli í samræmi við tilkostnað, þar á meðal óbeinan kostnað ríkissjóðs svo sem húsnæði, verð- tryggingu á lífeyri o.fl. Sem dæmi má nefna Vinnueftir- lit ríkisins, Húsameistara ríkisins og Rafmagnseftirlit rikisins. • Starfsemi stofnana og ein- stök viðfangsefni þeirra verða tekin til sérstakrar at- hugunar, starfsemin lögð niður, flutt til annarra eða hagrætt. Sem dæmi skulu nefnd Sala varnarliðseigna, lög- og tollgæsla í Keflavík, Skipaútgerö rikisins og skiparekstur og vitaþjón- usta á vegum Vitastofnunar. • Lög um framhaldsskóla koma ekki til framkvæmda á árinu 1989 að þvi er kostnað og þar meö aukin útgjöld ríkisins varöar. Það mál þarf að skoða í tengsl- um við aðra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. • Sparnaöur í heilbrigðiskerf- inu verði stóraukinn með breyttu skipulagi og verð- ákvörðunum i lyfjasölu. Tekiö verði upp aö nýju til- vísunarkerfi varðandi þjón- ustu sérfræðinga og rekstri rannsóknastofa hagrætt. • Gert verður átak i því að efla ráðdeild í rekstri og framkvæmdum. Gerðar verða strangari kröfur um kostnaðaráætlanir og kostnaöarmat framkvæmda og um rekstraráætlanir fyrir stofnanir og starfsemi í undirbúningi. Einnig verða gerðar ráðstafanir til að fyr- irbyggja ónauósynlega eyðslu og efla aðhald i al- mennri starfsemi stofnana og ráðuneyta. •Á grundvelli framangreindra atriða var upphafleg út- gjaldaáætlun Fjárlaga-og hagsýslustofnunar lækkuð um 1.700 milljónir króna. RREYTTAR ÁHERSLUR í TEKJUÖFLUN Eitt brýnasta stefnumál rík- isstjórnarinnar er að halda verðbólgunni í skefjum, enda er það grundvallarforsenda fyrir því, að árangur náist á öðrum sviðum efnahagsmála. Til þess að sú lækkun verö- bólgu og vaxta, sem þegar er orðin, verði varanleg, er nauð- synlegt, að ríkissjóður skili rekstrarafgangi á næsta ári. Þótt tekist hafi að draga úr útgjöldum, næst þetta mark- mið ekki nema með því að ríkissjóði verði jafnframt tryggðar auknar tekjur. Megináherslan i nýrri tekjuöflun á næsta ári er, að þeir aðilar sem eiga miklar eignir og eru með háar tekjur beri meiri hluta aukinnar skattheimtu. Auk þess er með breyttri tekjuöflun hamlað gegn innflutningi og fjárfestingu. Helstu breyt- ingar á tekjuhlið fjárlaga- frumvarpsins eru eftirfarandi: • Hækkun á ýmsum óbeinum sköttum svo sem vöru- gjaldi, bensíngjaldi og inn- flutningsgjaldi af bílum. Auk þess að styrkja fjáhag ríkissjóðs draga þessar að- gerðir úr innflutningi og þar með úr viðskiptahalla. • Þá er gert ráð fyrir hækkun eignarskatta. Þyngst vegur hærra skattþrep fyrir þá einstaklinga, sem eiga skuldlausa eign yfir ákveðn- um mörkum, t.d. yfir 12 m.kr. hjá hjónum. Auk þess komi almenn hækkun á eignarskatti einstaklinga og fyrirtækja, úr 0.95% í 1,0%. Núverandi eignarskattsauki helst þó óbreyttur. • Stefnt er að margvíslegum breytingum á tekjusköttum fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að herða ákvæði skattalaga þess efnis, að tekjur i formi hlunninda, hvort sem það eru bílaafnot, úttektir á reikning fyrirtækis eða lánafyrirgreiðsla, komi til skattlagningar. Jafnframt verða heimildir fyrirtækja til þess að leggja hluta af hagnaði sínum inn á sér- reikninga skertar. Loks verða afskriftareglur fyrir- tækja endurskoðaðar. • Jafnframt er stefnt að breyt- ingum á tekjusköttum ein- staklinga. Fyrirhugað er að hækka skatthlutfallið, en jafnframt hækka persónu- afslátt, þannig að skattbyrði lægri tekna breytist lítið sem ekkert. Þá hækki barnabætur sérstaklega. Einnig er til athugunar að taka upp sérstakt skattþrep á háar tekjur. Ennfremur er gert ráð fyrir skrefi í þá átt að samræmaskattlagningu tekna, hvort sem þær eru laun, raunvextir, arður eða söluhagnaður. • Þá er og stefnt að frekari samræmingu í skattlagn- ingu pening'astofnana með þvi að gera veðdeildir og fjárfestingalánasjóði tekju- skattskyld með sama hætti og bankar eru nú. Áformað er, að orkufyrirtæki verði skattlögð með almennum hætti. • Á sölu happdrættismiöa og hliðstæða starfsemi verði lagður 12% söluskattur eins og nú er á margvíslegri þjónustu. Þessi starfsemi hefur vaxið mikið að um- fangi að undanförnu, en talið er, að velta happ- drætta nemi um 31/2 millj- arði króna á þessu ári og geti orðið u,m 4 milljarðar á næsta ári. Ólíklegt er, að 12% skattur verði til að draga mikið úr sölu happ- drættismiða og því má ætla, að hann verði að mestu borinn af þeim sem miöana kaupa. Á hinn bóg- inn kemur einnig til greina, að í stað þessa fyrirkomu- lags verði stærri hluta tekna af sölu happdrættismiða varið til rekstrar á þeirri starfsemi, sem byggð er uþp af happdrættisfé en síðan rekin fyrir fé úr opin- berum sjóðum. t MINNING t RAGNAR KJARTANSSON myndhöggvari I dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Ragnars Kjartanssonar, myndhöggvara og heióurs- félaga Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík. Ragnar var löngu þjóð- kunnur listamaður. Hann hóf listnám sitt hér heima undir handleiðslu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og síðar Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara. Hann stund- aði einnig listnám við Valand listaskólann í Gautaborg og hafði vinnustofu í Uppsölum um tveggja ára skeið. Listferil sinn hóf Ragnar sem leirkerasmiður, vareinn stofnenda Funa keramik og síðar Glits h.f. árið 1958, þar sem hann var forstöðumaður til ársins 1967. Frá þeim tíma helgaði hann sig höggmynda- listinni og var stórvirkur á því sviði. Hann hélt fjölda sýn- inga hér heima og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri og þátttakandi í útisýningun- um á Skólavörðuholti á árun- um 1967-72, sem voru mikil- vægt framlag í þróun högg- myndalistar á (slandi. Ragnar vann ötullega að þvi að efla samstöðu mynd- listarmanna og var einn aðal- hvatamaður að stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík 1972 og átti stærst- an þátt í því að félagið fékk vinnuaðstöðu á Korpúlfsstöð- um. Ragnar sýndi þar mikinn stórhug og framsýni og með ómældu sjálfboðastarfi hans og annarra hefur þar skapast góð starfsaðstaða sem hefur og mun reynast myndhöggv- urum ómetanleg. I virðingar- og þakklætisskyni fyrir störf í þágu myndlistar og Mynd- höggvarafélagsins var hann gerður að fyrsta heiðurs- félaga þess í apríl sl. Ragnar var stór maður, stórbrotin persóna og eftir hann liggja mörg stærstu listaverk landsins, s.s. „Auð- humla“ á Akureyri, „Bárður Snæfellsás" á Snæfellsnesi og „Björgun" á Siglufirði sem er minnisvaröi um drukknaða sjómenn, en lif i sjávarþorp- um var honum alla tíð hug- leikið yrkisefni, enda leituðu margir slíkir staðir til hans um gerð útiverka. Sökum þess hve verk hans eru um- fangsmikil og dreifð, verður þeim seint safnað saman undir annað þak en himin- hvolfið. Ragnar kenndi um langt árabil við Myndlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann var lengi skólastjóri og einnig við Myndlista- og handíöa- skóla Islands. Kynni mín af Ragnari hófust er ég var svo lánsöm aö gerast nemandi hans. I kennslunni var Ragnar einstakur, gaf mikið af sjálfum sér og var óspar á hvatningu og stuðning við nemendur sina og reyndist hann mörgum ungum mynd- listarmanninum ómetanleg stoð og stytta eftir að skólan- um sleppti. Heilsan varð hon- um fjötur um fót seinustu árin en hugurinn var alltaf frár eins og „stóðið" hans sem var sett upp á ný við Miklubraut rúmri viku fyrir andlát hans. Myndhöggvarafélagið vott- ar Katrínu konu hans og börnum þeirra innilega sam- úð. Góður vinur og félagi er kvaddur með virðirtgu og þökk. \ F.h. Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík Ragnhildur Stefánsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.