Tíminn - 21.12.1967, Side 7

Tíminn - 21.12.1967, Side 7
FTMMTUDAGUR 21. desember 1»67. TÍMINN 19 Erlingur Davíðsson, ritstjóri: Grundar-ormurinn er sloppinn út Vetrarmynd frá Hólum. meiri þekkingar en flestir aðrir atvirmuvegir. Búskaipur lands- manna er yfirleitt orðinn mikill viðskipta'búiskapur, gagmstætt því sem áður var. Umisetning bús skiptir ekki aðeins hundru'ðum búsunda króna á ári Jieldur mill- jónum á stærstu búunum. Bóndian Stefán Guðmundsson kennari. (t-jósmynd: E.D.) þarf því einnig að vera vel að sér í viðskiptamálum. í búskapnum krefjast oær ó- teljandi spumingar úrlausna og er þeim mörgum vandsvarað. Bóndinn, sem lítur yfir tún sitt á vori, verður að ákveða hvað hann ber á, auk húsdýraáburðar- ins og hive mikið af hverri teg- und. Hann verður að þekkja gras- ið, sem hann gengur á og helztu eiginleika þess, fóðurþörf búipen- ingsins og hversu henni verður fullnægt á hagkvæmastan hátt, og hann verður að beita kunniáttu sinni í vali lífgripa. Alit eru þetta í raun og veru visindastörf í sjáifu sér. Þau verða a.m.k. að miklu leyti að byggjast á hald- góðri þekkingu. Búfræðingarnir fá „nasasjón" af margvíslegu efni í skólunum, en meðal þeirra, sem iþeir hafa hvað rnest gagn af, er að læra að ntofæra sér margs kon ar þekkingu af þeim niðurstöðum tilrauna og vísinda, sem á hverj- um tíma liggja fyrir í skýrslum og samihæfa það eigin búskap. í skólanum þjáifast þeir einnig í félagsstörfum og hafa daglega fyr ir augum stórt og myndarlegt bú í góðri sveit. Ekbert starf eða a.m.k fá, veita dugmiklum og gáf- uðum mönnum fjölþættari við- fangsefni en búskapur, og engin störf meiri alhliða þnoska. Þar er náttúran sjiálf hinn mikli kennari. Gróðurmoldin og gróðurinn Mta ekki lögmálum pretta og svika, eiins og sumt annað í okkar þjóð- félagi, ekki heldur húsdýrin. Sam- skiptin við gróður og dýr verða að vera heiðarleg og á þann hátt einan bera þau ávöxt og veita lífshamingju. Landibúnaðurinn er vanmetinn í þjúðfélagi okkar um iþessar mundir, en á því mun iverða milri.l breyting innan tíðar. Sagan segir okkur, að engin þjóð Ihefur til lengdar haldið uppi vax- andi og blómlegri menningu, án þess að slrilja þýðingu landbúnað- ins, og án virðingar fyrir strjál- býÚ. Gildir þetta bæði um efna- (hags- og menninganmáiL Við eig- um stórt og lítt numið land. Það er okkar mesti auður og þar blunda enn hini.r dýrmætustu möguleikar þjóðarinnar þrosk- andi og verðug viðfangsefni dug- miklu fólki, körlum og konum- Hólasveina ekki síður en annarra. EJ). Einkennileg atvik eru að spinna mikla sögu í Eyjafirði. Sú saga hófst með því að kaunum hlað- inn, danskur fjósamaður, vistaðist hjá hreppstjóranum á Grund sum arið 1966 og flutti með sér hingað til lands búfjársjúkdóminn hring orm (Ihringskyrfi). Þetta er húð- veiki, sem sveppir valda og naut- gripir eru mjög næmir fyrir, ann ar búpeningur getur einnig tekið, svo og fólk. Innan skamms tíma hafði veiki þessi lagt undir sig gripina í Grundarfjósi og til ná- grannanna barst hún einnig von bráðar, ennfremur á tvo bæi í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi, austan Eyjafjarðar eða samtals níu bæi. Þannig var málum komið er veikin var að fullu greind um mánaðamótin okt—nóv. fyrir rúmu ári síðan. Bændur landsins stóðu þá frammi fyrir þeirri hættu, að veikin breiddist út, minnugir sárrar reynzlu af þeim innfluttum búfjársjúkdómum, sem hingað hafa áður borizt. Fyrir meira en 30 árum kom þessi sami sjúkdómur til landsins en var þá útrýmt á röggsaman hátt með niðurskurði. Landsmenn stóðu í sömu sporum á haustnótt um 1966 og þeir höfðu staðið árið 1933. Nú, eins og þá, tóku yfirvöld in málið í sínar hendur enda var slíkt ekkert einkamál viðkomandi bænda við Eyjafjörð, heldur hið alvarlegasta vandamál bænda- stéttarinnar og þjóðarinnar allr- ar. Gefin var út ströng reglugerð um meðferð á öllu kviku og dauðu viðkomandi svæði, ennfremur á- kveðið að lækna veikina. í sumar voru svo settar upp varnargirðing- ar um öll sýktu býlin, sérstakur tnúnaðarmaður ráðinn til að gæta girðinganna. Og það féll í hlut annars eyfirzka héraðsdýralæknis ins að vinna að lækningunum. Eins og hér greinir, skyldu öðr- um ráðum beitt nú, en gert var 1933, þegar hringormaveikin var yfirunnin að fullu eftir þeim einu öruggu leiðum, sem þekktar voru þ. e. niðurskurði. Ég skrifaði nokkrar blaðagrein- ar um málið, benti á hina geig- vænlegu hættu fyrir landbúnaðinn sem af veDrinni stafaði, og lagði til að niðunskurði væri beitt. Norð lenzk bændasamtök gerðu marg ar skorinorðar samþykktir, sem hnigu í sömu átt, aílar miðaðar við þá aðferð, sem leiddi til fullrar útrýmingar. Yfirdýralæknir hafði lýst því yfir, að lækning myndi trauðla takast, enda er ekkert afgerandi læknislyf til gegn veiki þessari. Hann taldi einnig mikla hættu á, að veikin breiddist út ef ekki yrðu notaðar hinar róttækustu aðferðir. Þetta álit yfirdýralælknis skýtur mjög skökku við alla meðferð málsins: lækningakák og girðing- ar. Frá upphafi var ekki nema um tvær leiðir að velja: Að láta veikina ráða eigin ferðum um landið og tryggja sér varanlega ból festu, sem landlægur sjúkdómur — eða snúast strax til varnar með niðurskurði; Yfirvöldin brugðust og völdu þa leiðina, sem yfird'ýra læknir hafði áður varað við, lækn ingaleiðina. Ég hef áður gert grein fyrir því, hvernig reglugerð og fyrir- mæli varðandi veikina voru lítils virt og brotin, ekki aðeins nokkr- um sinnum, heldur daglega. Ekki er þörf á að endurtaka það hér. En framkvæmdin var í flestu á þann veg, að til háðungar var. Á síðasta hausti stóðu málin þannig, að fyrr á árinu höfðu tvær kindur sýkst, síðar fjórir hestar og ennfremur yfir 20 manns. Hringormaveikin var ennþá á flestum bæjum hinna sýktu svæða. Hinn 10. september var fyrirskip að að lóga öllu sauðfé tveggja bænda pg hafði fé þeirra verið í girðingum í sumar, kindurnar tvær voru úr þeirri hjörð. Mán- uði síðar var fyrirskipað að lóga einnig öllu sauðfé þeirra bænda, sem ekki voru þegar sauðlausir, á nefndum svæðum. Ennfremur hestum. Marga furðaði á því, að nær heilbrigður stofn skyldi leiddur á blóðvöllinn, þar sem sauðfé var, en þar fannst engin sjúk kind þeg ar lógað var — en sýktur stofn þ. e- kýrnar, látinn lifa. Þessi hálf- niðurskurður var því kák eitt og þannig í heild að farið, að fuUkom ið rannsóknarefni má kallast. Alger niðurskurður alls búpen- ings á hinum sýktu bæjum var hins vegar svo sj'álfsagður, að ann að átti ekki að koma til greina nú í haust. Nógu lengi hafði það dreg izt. Fyrsta sögukafla um Grundar- orminn lauk nú fyrir nokkruni dög um með þeirri frásögn héraðsdýra læknis, að Grundarprmurinn sem ekki virðir girðingar og fyrirmæli, væri sloppinn út og hefði tekið sér aðsetur í nágrannafjósi, — utan hins sýkta Grundarsvæðis, sem svo hefur verið kaUað. — Þeg ar þessar línur eru ritaðar eru niðurstöður rannsókna á sýnishorn um frá tíunda sýkta bæ ekki fyrir hendi, en trauðla þarf að efa, að sjúkdómsgreining héraðsdýralækn is sé rétt, svo vel þekkir hann nú orðið veiki þessa. Staðfesti vís- indaleg rannsókn þetta álit héraðs dýralæknisins, hafa enn hörmu- leg tíðindi að höndum borið. Þá verður ekki lengur á móti því mælt, að lækningarnar hafi mis- tekizt og Varnir gegn útbreiðslu einnig. Valdamennirnir í Grundar ormsmálinu standa nú eins og illa gerðir hlutir eða misheppaðir menn frammi fyrir þjóðinni. En hinn erlendi vágestur hefur sigr- að í fyrstu umferð, og ógnar nú bændastéttinni. Samkvæmt fyrri reynslu gæti maður látið sér detta í hug, að nú yrði, af ráðamönnum syðra, gripið tU þess ráðsins að skera niður féð á hinum ný-sýkta bæ og prentuð viðbótar-reglugerð, en sjúku kýrn ar látnar lifa. Það væri eftir oðru Bændur þeir, sem búa innan gaddavírsgirðinga með sína sjúku gripi eru illa settir. Eflaust hafa þeir fljótlega gert sér ljóst, að bú- skapur þeirar, undir slíkum kákað gerðum, sem viðhafðar voru, var vonlítill. Þeim var bannað að ala upp kálfa til viðhalds kúastofnin- um, bannað að selja hey og nú f haust bannað að eiga sauðfé og hross. Bústofn þeirra hefur því verulega dregizt saman. Þeir voru óheppnir að nýr búfjársjúkdómur skyldi nema land hjá þeim, og hafa þeir ekki annað til saka ur.n ið. Hvers eiga þeir að gjalda, að ekki skuli gert annað af tvennu Framkvæmdur niðurskurður þess búpenings, sem enn er eftir eða veikinni sleppt lausri í algerri upp gjöf. Nágrannaþjóðir okkar verja árlega miklú fé til þess að verja ósýkt svæði í sínum löndum, enda telja þær til mikils að vinna, því hringormaveikin vaidi bændum ár- lega miklu fjárhagslegu tjóni, þai sem Mn hefur náð að festa rætur. Hér á landi er um það að ræða, að ráða niðurlögum veiikinnar á að- eins örfáum bæjum og er valið þvi auðvelt. Sjálfsagt óttast bændur, sem þegar búa við hringormaveikina, að þeim muni vart sómasamlega bættur skaði af niðurskurði alls búpenings. Sá ótti ætti að vera ástæðulaus, og á auðvitað að bæta þeim afurðtjón að fullu, þegar til þess kemur. Því fyrr, sem niður skurður fer fram, þess betra, ann- ars dregst búskapurinn saman og verður að hokrj, innan girðins- anna. Ég vil nú enn einu smni minna bændur landsins á, að haida vöku sinni í þessu máli. Þeir verða að knýja fram raunhæfar aðgerðir og það strax. Það eru síðustu forvöð Senn eru liðnir 14 mánuðir síð an yfirvöldin tóku það verkefni í sínar hendur að berjast við ný- innfluttan búfjársjúikdóm — Grundarorminn, sem ógnar nú allri landsbyggðinni. Baráttan hef ur verið háð á þann veg, að hún var frá upphafi vonlaus, enda ekki lík því að vera alvörubar átta. Enn er sýkillinn ræktaður í fjósunum og varnirnar brostnar. Framhald á bds. 22. Nokkrir húsmunir Hólasveina. Hverjir viija bera ábyrgS á því, aS fslenzki kúastofninn hljóti þau örlög, sem meSfylgjandi mynd af hringormaveikum grip, ber meS sér — og nú vofir yfir —?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.