Alþýðublaðið - 23.11.1988, Síða 8

Alþýðublaðið - 23.11.1988, Síða 8
MÞYBUBUBI9 Miövikudagur23. nóvember 1988 TÖLUM SAMAN UM ALNÆMI! Alnœmisvika hefst í dag Ólafur Ólafsson landlæknir og Guömundur Bjarnason heilbrigðisráðherra kynntu dagskrá alnæmisvikunnar sem hefst i dag, ásamt nýskipaðri landsnefnd um alnæmisvarnir. Kjörorð vikunnar er TÖLUM UM ALNÆMI! AB-mynd/Magnús Reynir. A heimsráðstefnu heil- brigðisráðherra í Lundúnum í janúar s.l. var ákveðið að 1. desember 1988 yrði um heim allan tileinkaður barátt- unni gegn alnæmi undir kjör- orðinu: TÖLUM SAMAN UM ALNÆMI! íslendingar eiga þó óhægt um vik að helga baráttunni gegn alnæmi þennan dag, þar sem þessi dagur er táknrænn fyrir okk- ur auk þess sem við minn- umst þess nú í ár að 70 ár eru liðin frá því aö ísland varð fullvalda ríki. Þess i stað hefur verið ákveðið að halda hér alnæmisviku dagana 23,- 30.nóvember. Tilgangur hennar er að auka almenna umræðu um alnæmi og er markmið þeirrar umfjöllunar margþætt. Ný upplýsinga- herferö um alnæmi mun hefj- ast í skólum, ný kynningar- og fræðslumynd verður sýnd í Sjónvarpinu i kvöld, og sýndir verða þættir um al- næmi í Fræðsluvarpinu alla vikuna. Þá er verið að leggja siðustu hönd á þátt um al- næmissjúkling sem lést fyrr á þessu ári. Heilbrigðisráðherrar 148 ríkja héldu heimsráðstefnu um fyrirkomulag alnæmis- varna í Lundúnum í janúar s.l. Fulltrúar þessara ríkja sam- þykktu einróma að 1. desem- ber skuli tileinkaður barátt- unni gegn alnæmi. I kjölfar þessarar ráðstetnu skipaði heilbrigðismálaráðherra landsnefnd um alnæmis- varnir, en henni er ætlað að samræma aðgerðir gegn al- næmi og stuðla að mark- vissu starfi og samvinnu heil- brigðisþjónustunnar, annarra opinberra aðila, sveitar- stjórna,kirkju, skóla, félaga- samtaka og annarra þeirra aðila sem vilja leggja þessari baráttu lið. Skipulagning al- næmisvikunnar er eitt af fyrstu verkefnum landsnefnd- arinnar, en starfsmaður á vegum nefndarinnar hefur séð um alnæmisfræðslu i skólum og fjölda vinnustaða. Samtök áhugafólks um al- næmisvarnir verða stofnuð í framhaldi af alnæmisvikunni, og er þeim ætlað að styðja við bakið á sýktum einstakl- ingum. GEGN ALNÆMI Tilgangur alnæmisvik- unnar er að auka almenna umræðu um alnæmi og er markmið þeirrar umfjöllunar i sex liðum: 1) Að draga úr óþarfa áhyggj- um fólks við að smitast þegar líkur á þvi eru engar. 2) Að draga úr fordómum gegn smituðum með því að auka þekkingu almenn- ings á smitleiðum alnæmis. 3) Að vekja athygli á vanda smitaðra og aðstandenda þeirra. 4) Að koma af stað umræðu um „ísjakann”, þ.e. þann fjölda einstaklinga sem eru smitaðir án þess að vita það og halda því áfram að breiða út smit nema allir gæti að sér. 5) Að leggja áherslu á að þekking okkar á smitleið- um gerir okkur kleift að forðast alnæmissmit. 6) Að skírskota til ábyrgðar hvers einstaklings. Til að kynna alnæmisvik- una hafa verið serld út bréf til skóla og heilsugæslustööva. Þá munu fjölmiðlar taka mik- inn þátt í að kynna málefnið. Ný kynningar- og upplýsinga- mynd fyrir sjónvarp hefur verið gerð og verður hún sýnd í fyrsta skipti í sjón- varpi i kvöld. Jafnframt verð- ur gert nýtt veggspjald byggt á efni myndarinnar. Tveir nýir þættir hafa verið gerðir í samvinnu við Fræðsluvarpið og verða þeir báðir sýndir í alnæmisvikunni auk þess sem þeir hafa verið fjölfald- aðir af Námsgagnastofnun til notkunar í skólum. í öörum þættinum koma fram nem- endur úr 9. bekk Hlíðaskóla, í hinum eru nemendur úr Menntaskólanum i Hamra- hlíð, og munu nemarnir fá svör við spurningum sínum um alnæmi. Einnig hefur ver- ið gerður þáttur um alnæmis- sjúkling sem lést úr alnæmi fyrr á þessu ári. Útvarpsaug- lýsingar um alnæmismál verða leiknar á útvarpsstöðv- unum. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin er með klukku- stundar langan þátt í vinnslu, og verður sá þáttur sýndur víða um heim þann 1. desem- ber, en seinna hér á landi. ísland verður með 7 mínútna innlegg í þennan þátt. Al- næmisvikunni lýkur svo með tónleikum í Háskólabíói — GEGN ALNÆMI — þar sem Bubbi, Hörður Torfason og Megas koma fram^Tón- listarmennirnir koma fram endurgjaldslaust og rennur allur ágóði af tónleikunum til Samtaka áhugafólks um alnæmisvarnir, sem stofnuð verða á alþjóða alnæmisdag- inn þann l.desember. FRÆÐSLA í SKÓLUM OG Á VINNUSTÖÐUM Þáttur í þessari fræðslu- herferð um alnæmi er að senda út bækling til kennara, lækna og hjúkrunarfræðinga um allt land með fræðsluefni um alnæmisvarnir. Þettaer ætlað til kennslu og kynning- ar fyrir efstu bekki grunn- skóla, og er meiningin að kennsla samkvæmt kennslu- leiðbeiningum bæklingsins taki a.m.k. 2-4 kennslustundir í hverjum bekk. Er álitið mjög nauðsynlegt að þessi fræðsla tengist kynfræðslu almennt. Hættan á alnæmi er eitt af erfiðustu heilbrigðisvanda- málum heimsins. Ef smitleið- ir breytast ekki frá því sem nú er vitað er mjög líklegt aö unnt verði að hindra út- breiðslu veikinnar meðal þess fólks í áhættuhópnum sem mótækilegt er fyrir fræðslu. Mikil vinna er lögð í að finna bóluefni gegn al- næmi, en trúlega er langt í land þar til slíkt efni finnst. Landlæknir lýsti yfir áhyggj- um sínum vegna þeirra sem virðast vera „ónæmir” fyrir fræðslu um alnæmi, því þeir munu breiða sjúkdóminn út. Taldi landlæknir nauðsynlegt að útvegað yrði fjármagn til að verja á félagslegu sviði, t.d. að auknar yrðu fjárveit- ingar til Útideildarinnar, sem kemur bágstöddum ungling- um til hjálpar. í áhættuhóp- um framtíðarinnar verður trú- lega aðallega að finna þá homma og gagnkynhneigða jafnframt vímuefnaneytend- um af báðum kynjum, sem eru lítt móttækilegir fyrir fræðslu. Bæklingarog fjöl- miðlafræðsla á ekki greiða leið til þessa fólks. Það verð- ur því að leita það uppi og freista þess með öllum ráð- um að gera því Ijósa hætt- una. Forvarnir á þessu sviði verður að stórefla, og sagði landlæknir að nokkurra millj- óna króna fjárveiting gæti sparað hundruð milljóna síð- ar meir. Vel skipulögð fræðsla á vinnustöðum er ekki síður mikilvæg en fræðsla í skólum því þar er t.d að finna fólk sem hættir snemma í skóla. Landlæknir var uggandi yfir því að framlag ríkisins til alnæmis fyrir árið 1989 hafi verið lækkað um helming frá árinu 1988. Einnig virðast sveitarfélög ekki þekkja sinn vitjunartíma, þvl lítið hefur verið um framlög frá þeim til þessara mála. Hinsvegar njóta alnæmissjúklingar skilnings á vandamálum sín- um að því leyti að þeir fá greiddar örorkubætur ef þeir geta ekki haldið vinnu sinni og séð fyrir sér sjálfir. AUKIN FRÆÐSLA - FÆRRI SÝKTIR Algengt er að fólk geri sér ranghugmyndir um smitleiðir alnæmisveirunnar. Slíkt elur vitanlega á fordómum og út- skúfun alnæmissjúklinga úr samfélaginu. Margir telja að dagleg umgengni við alnæm- issjúkling geti valdið smitun, að hægt sé að smitast í sundlaugum, af salernisset- um og við kossa. í raun eru smitleiðirnar aðeins þrjár; við samfawr, með blóði og frá sýktri móðurtil barns. Opin umræðaog öll umfjöllun um sjúkdóminn hefur í för með sér aukna þekkingu og skiln- ing á sjúkdómnum og það sem sjúklingurinn þarf að ganga í gegnum. Andlegt ástand alnæmissjúklings er nógu bágt fyrir þó ekki komi þar á ofan alger útskúfun úr samfélagi við aðra. Aukin fræðsla á að hafa í för með sér verulega fækkun smit- aðra einstaklinga á komandi árum, og bættum lifsháttum fyrir sýkta einstaklinga. Með þvi aö þekkja smitleiðir og stunda ekki áhættusamt lif- erni er hægt að koma í veg fyrir smitun. ALNÆMI A ISLANDI Alls hafa fundist 45 einstaklingar hér á landi sem greinst hafa með ýmis einkenni alnæmisveirunnar. Eftirfarandi töflur sýna flokkun þessara sjúklinga. DREIFING EINSTAKLINGA MED MÓTEFNI GEGN HIV EFTIR MISMUNANDI HÓPUM MIDAÐ VID 30. SEPTEMBER 1988 Hópar einstakllnga Karla Konur Samtals (%> Hommar/tvikynhneigðir 32 0 32 (71.1) Fikniefnaneytendur/sprautur 7 1 8 (17.8) Hópur 1 og 2 1 0 1 ( 2.2) Gagnkynhneigðir 1 2 3 ( 6.7) Blóöþegar 0 1 1 ( 2.2) Dreyrasjúkiingar 0 0 0 (0.0) Samtals 41 4 45 (100) FLOKKUN EINSTAKLINGA, SEM SMITAÐIR ERU AF HIV, EFTIR EINKENNUM OG ALDRI MIÐAD VIÐ 30. SEPTEMBER 1988 Aldurshópur Alnæmi Forstigseinkenni Einkenna lausir Samtals ARC* LAS" 0—9 0 10—19 1 1 20—29 1 2 10 12 25 30-39 3 5 7 15 40—49 1 1 1 3 50-59 1 1 Samtals 7 2 16 20 45

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.