Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 1
i * t ■ • ■ t 0 4 ■> * 4 UÞYBUBUBIS STOFNAÐ Miðvikudagur 30. nóvember 1988 1919 216. tbl. 69. árg. Jóhanna Siguröardóttir: Ekki hægt að biða fram yfir áramót. Áfengismálið Dómsmála- ráðherra vill að Magnús víki úr Hæstarétti Halldór Ásgrímsson dóms- málaráöherrra hefur lagt til viö forseta íslands aö Magn- úsi Thoroddsen veröi veitt lausn frá embætti hæstarétt- ardómara um stundarsakir og leggja áfengiskaup hans fyrir dómsstóla. Þessi ákvörðun ráðherra var tekin aö fenginni lögfræðilegri áiitsgerð og eftir að Magnús ákvað að verða ekki viö þeim tilmæl- um að segja af sér. Dómsmálaráöherra kvaddi Magnús Thoroddsen á fund sinn í gær og fór fram á þaö viö Magnús að hann segði af sér embætti hæstaréttar- dómara á meðan áfengiskaup hans veröa rannsökuð. Magn- ús ákvað að verða ekki við þeim tilmælum og lagði þá dómsmálaráðherra til við for- seta íslands að Magnúsi verði veitt lausn frá störfum um stundarsakir. í framhaldi af því mun mál Magnúsar, vegna áætlaðra ávirðinga í sambandi við kaup hans á áfengi á kostnaðarverði frá ÁTVR verða lagt fyrir dóm- stóla. Það mun síðan verða ákveðið með dómi í því máli hvort honum verði endanlega vikið úr embætti sbr. 61. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir m.a. að dómendum sem ekki hafa að auki umboðsstörf á hendi, verði ekki vikið úr embætti nema með dómi. 300 fjölskyldur í miklum greiösluerfiöleikum SIMINN STOPPAR EKKI segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem lagði í gœr fram á ríkisstjórnarfundi ýmsar tillögur til lausnar. „Sannleikurinn er sá að síminn hefur varla stoppað i ráðuneytinu og i Húsnæðis- stofnun vegna þessara greiðsluerfiðleika fólks. Það kemur fram hjá ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar að um 300 fjölskyldur eigi nú i mjög miklum erfiðleikum og ef ekki verður leyst úr þeirra málum á næstu dögum og vikum mun stór hluti þessara fjölskyldna lenda með sinar íbúðir á nauðungaruppboð- um. Ég benti rikisstjórninni i dag á að ekki væri hægt að biða með þetta mál fram yfir áramótin og ég mun leggja allt kapp á að það verði hægt að koma til móts viö þessar fjölskyldur." Þetta sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Fyrr um daginn fjallaði rikisstjórnarfundur um tillögur ráðherra um Arnarflug ÞINSMEHH TVISTIGAHDI UM RÍKISADSTOÐ Greinilegt er af samtölum Alþýðu- blaðsins við þingmenn á Alþingi í gœr að þeir eru afar tvístígandi og tregir þegar spurt er um sérstaka ríkisaðstoð til Arnarflugs og hugs- anlega inngöngu ríkisins í fyrir- tœkið sem hluthafi. Togast þar á tvenns konar viðhorf annars vegar að ríkið eigi ekki að hlaupa undir bagga með einkafyrirtœkjum, hins vegar að tryggja eigi samkeppni hér á landi, með öðrum orðum að Arn- arflug fari ekki á hausinn þannig að Flugleiðir öðlist einokunarað- stöðu. Einhvers konar fyrirgreiðsla liggur í loftinu, spurningin er frek- ar um tilhögun hennar og magn. Sjá nánari umfjöllun á bls. 3. Tómas Árnason seðlabankastjóri VERULEG VAXTALÆKKUN Tómas Árnason seðla- bankastjóri segir að vextir á almennum skuldabréfum og viðskiptavixlum lækki niður i 12-13% hjá viðskiptabönkun- um 1. desember og jafnvel niður fyrir 12% i einhverjum tilvikum. „Ég held að niður- staðan verði á þeim slóðum sem rikisstjórnin er að stefna að og að um verulega lækk- un verði að ræða, „ sagði Tómas við Alþýðublaðið í gær. Seðlabankinn hefur undan- farið átt í viðræðum við bank- ana um lækkanir, þar sem lækkunin 21. nóvember var ekki viðunandi að mati stjórnvalda. í gær höfðu ekki allir bankar skilað inn til- kynningum vegna vaxtabreyt- inganna 1. desember, en Tómas sagöist engu að síður búast fastlega við verulegri lækkun hjáöllum bönkunum. Samkvæmt stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að Seðlabankinn nýti heimild til að ákveða vextina einhliða ef ekki kemur út við- unandi niðurstaða i viðræð- um við bankana. Tómas sagði að I viðræðunum hefði málið ekki verið lagt þannig fyrir. aðstoð vegna greiðsluerfið- leika fólks sem keypt hefur eða byggt húsnæði. Fram kom frá ráðgjafarstöðinni að áðurnefndar 300 fjölskyldur hefðu sent inn umsóknir um aðstoð frá þvi i september og telur forstööumaður stöövar- innar að 150 milljónir króna þurfi til að afgreiða þessar umsóknir. Hann telur jafn- framt að miðað við fyrri reynslu megi gera ráð fyrir að um 2000 fjölskyldur leiti aðstoðar vegna greiðsluerfið- leika á næsta ári að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra lagði fram á fundinum i gær tillögur vegna þessa máls, sem fela í sér niðurstöður starfshóps um þetta mál. Ríkisstjórnin samþykkti allar tillögur ráðherra, utan hvað ákveðiö var að ræða betur hvenær og á hvern hátt ráö- stafa skuli 150 milljónunum. í tillögum félagsmálaráð- herra er meðal annars gert ráð fyrir að aðstoð verði tak- mörkuð við greiðsluerfiðleika af ófyrirséðum ástæðum, að starfsemi ráðgjafastöðvarinn- ar verði endurskipulögð og efld, að fasteignasölum og hönnuðum verði falið að aðstoða kaupendur og byggj- endur við gerð kostnaðar- og greiðsluáætlana, að beint verði til banka og sparisjóóa að þeir skuldbreyti lánum hjá fólki i greiðsluerfiðleikum, að ákveðið hlutfall kaupa á spariskirteinum ríkissjóðs renni til aö fjármagna aðstoð við fólk i greiösluerfiðleikum og fleira. „Ég hef lagt til úthlutunar- reglur i samræmi við niður- stöður starfshópsins, sem fela í sér nokkra þrengingu frá því sem verið hefur, þar , sem meðal annars er miðað við tekjur og eignir viðkom- andi. Á þann hátt ætti að vera hægt á næsta ári að þrengja þennan hóp 2000 fjölskyldna niður í um 500 og verja til þeirra 250-300 miflj- ónum króna. Ég legg áherslu á að það verði hægt að halda þannig á þessum málum I samvinnu við bankakerfið, fasteignasala og Húsnæðis- stofnun, að komið verði I veg fyrir að þetta endurtaki sig ár frá ári ög að sífellt þurfi að mæta erfiðleikum þessa fólks með fjárútlátum úr rík- issjóði. Eins og ég vék að fyrr er staðan nú slik að það stoþpar ekki síminn í ráðu- neytinu og Húsnæðisstofn- un. í þjóðfélaginu er staðan ekki bara slæm hjá atvinnu- fyrirtækjum og mörgum sveitarfélögum, heldur eiga mjög margar fjölskyidur I gíf- urlegum greiðsluerfiðleikum og mikið af þessu fólki býr við mikla örvæntingu vegna stöðu sinnar" sagði Jóhanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.