Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 5
Miövikudagur 30. nóvember 1988 5 li. Frá Sambandi alþýðuflokkskvenna tóku fimm þátt A-mynd/Helga Vilhelms DU KVENNA INNAN FLOKKANNA flokk- atiska ■ í Al- Aðal- innan rinnar tjórn- \tdeild fund- hinum við 5 Hanni Koljonen Finnlandi: Hættulegt lýöræöinu ef einungis þeir betur stöddu fá málum sínum framgengt „I Finnlandi höfum við kosningar eftir kosningar lagt áherslu á þau þjóðfélagslegu vandamál sem við er að glíma. Við vitum að sá stóri hópur sem býr við bágar að- stæður lætur ekki nógu mik- iö í sér heyra og-tekur jafnvel ekki þátt í kosningum. Þetta snertir vissulega jafnréttis- málin og þær áherslur sem konurnar beita sér sérstak- lega fyrir. Málin eru komin á hættulegt stig ef einungis þeir sem hafa það gott fá kröfum sínum framgengt. Það hlýtur að vera hættulegt lýðræðinu," sagði Hanni Koljonen frá Finnlandi. Hanni Koljonen. Hanni segir ekki grundvöll fyrir sérstakan kvennaflokk í Finnlandi. I Helsingfors hefur veriö rætt um bjóöa fram kvennalista, en hún hefur ekki trú á aö mikil alvara hvíli á bak viö. I Finnlandi eru einmennis- kjör sem að sögn Hanni gera konum enn erfiðara fyrir en körlum að fara út í kosninga- baráttu. „Þaö eru karlarnir sem hafa peninga til aö fara út í slíkt.“ Þrátt fyrir þetta eru konurnar í Finnlandi bet- ur staddar en kynsystur þeirra hér á landi, því um 30% af þingmönnum eru konur. Britt Schultz framkvœmdastjóri kvennahreyfingarinnar í Noregi Viljum sem flestar konur í stjórnir og ráð „Það sem konur í jafnaðar- mannaflokkunum velta helst fyrir sér i dag er virkari þátt- taka í stjórnmálunum yfir- leitt. Við viljum fá sem flest- ar konur inn í stjórnir og ráð i þjóðfélaginu og til þess þurf- um við að fá kvennapólitíkina inn i sem flestar ákvarðanir sem teknar eru af flokkun- um,“ sagði Britt Schultz framkvæmdastjórí kvenna- hreyfingar jafnaðarmanna i Noregi. Britt sagði að hingað til hefðu áherslur kvenna best lýst sér i ákveðnum mála- flokkum, en konur vildu lika láta meira til sfn taka á öðr- um sviðum, eins og t.d. i efnahagsmálunum. — En er nauðsynfegt fyrir konur í nomanum jafnaðar- mannaflokkum að standa saman að sérstakrí kvenna- hreyfingu? „Þó konur hafi vissulega Brítt Schultz. ' látið meira til sin taka I stjórnmálunum og þeim hafi fjölgað i áhrifastöðum, þá gerist það ekki sjálfkrafa að við náum inn okkar áherslum. Viö erum því stööugt að afla meiri skilnings á okkar mál- um, — þeirri kvennapólitík sem við teljum svo mikil- væga innan jafnaöarmanna- flokkanna." — Eruð þið ekki tala nokk- urn veginn um það sama og feministarnir? „Viö eigum vissuiega margt sameiginlegt. Viö vilj- um hætta þessari skiptingu milli kynjanna, en viljum hins vegar vinna að þeim málum innan stjórnmálafiokkanna. Stjórnmálin spanna viðara svið en heföbundin kvenna- mái, þess vegna viljum við kvennaviðhorfin inn.i önnur mál, eins og t.d. iðnaðinn, sjávarútveginn og fleira. í Noregi eru t.d. fiskveiðar sannarlega mál sem snertir jafnt konur sem karla. Kvennaviðhorfin eiga alls- staðar erindi.‘.‘____________ Gitte Hansen Danmörku, formaður jafnréttisnefndar Jafnrétti er ekki eingöngu fyrir konur „Það mjög nauðsynlegt fyrir konur i jafnaðarmanna- flokkunum aö hittast og ræöa málin á sameiginlegum vettvangi. Við erum jú allar meölimir í sosialdemokrat- iskum flokkum, en það kunna að vera mismunandi aðferðir sem við beitum. Þess vegna er mjög gott aö ræöa saman og meta aðferð- irnar,“ sagði Gitte Hansen formaöur jafnréttisnefndar sosialdemokrata í Danmörku. Gitte segir ekki grundvöll fyrir sérstakan kvennaflokk í Danmörku. „Ég hef þá skoö- un aö þaö sé mjög mikilvægt aö konur og karlar vinni sam- an í stjórnmálunum. Jafnrétti er ekki aðeins fyrir konur, það er líka fyrir karlana. Ef viö ræddum jafnréttismálin aöeins einar sér, þá heföum vió minni áhrif í flokkunum. Þaö er því mikilvægt aö við störfum aó fullu í flokkun- um.“ „Stærsta málið i dag er aö fá fleiri konur meö í ákvörö- unum á vettvangi stjórnmál- anna. Önnur mál eru mjög mismundandi eftir löndum. Á (slandi hefurekki verið atvinnuleysi í líkingu viö þaö sem þekkist víöa annars staöar. Launamálin eru hins vegar mál sem vió eigum all- ar sameiginlega hagsmuni," sagði Gitte. Gitte Hansen. Maj-Lis Lööw. Maj-Lis Lööw formaður sœnsku k vennasamtakanna Megum ekki gleyma að konur hafa líka mis- munandi skoðanir „Samstarf kvenna i jafnað- armannaflokkunum er i sam- ræmi við þá samvinnu sem er á miili flokkanna og milli Noröurlandanna. Við eigum mikið sameiginlegt, ekki sist við konurnar," sagði Maj-Lis Lööw formaður Sænsku sosialdemokratisku kvenna- samtakanna. „Vió tölum um mörg ólík mál þegar við hittumst. Þess vegna er erfitt að segja aö eitt sé öóru mikilvægara. Við ræðum kannski umhverfis- málin i eitt skiptiö, síðan félagslegu málin, fjölskyldu- málin og jafnréttismálin. Núna ræöum við þátttöku kvenna í stjórnmálunum. Þvi vil ég ekki segja aó eitt mál sé ööru mikilvægara." Maj-Lis efast um aö grund- völlur sé fyrir sérstakan kvennaflokk i Sviþjóó. „Þaö er sterk hefó fyrir öflugum kvennahreyfingum innan flokkanna. Auk þess höfum viö ópólitískar kvennahreyf- ingar. Ég held flestar séu sammála þvi, aó málum sé komió innan kvennasamtaka i flokkunum. Þaö má nefni- lega ekki gleyma þvi að kon- ur hafa mismunandi skoö- anir, mismuandi hugmynda- fræói aö byggja á, þótt konur geti náð saman þverpólitískt um einstök mál," sagöi Maj- Lis Lööw. Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa er laus til umsóknar við Fangelsismála- stofnun ríkisins. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 9. desember n.k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. nóvember 1988.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.