Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 4
4 Mióvikudagur 30. nóvember 1988 Anita Gratin utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar: INNGANGAí EBEKKIÁ DAGSKRÁ Anita Gratin utanríkisvið- skiptaráðherra Sviþjóðar var stödd hér á landi um síðustu helgi og sótti stjórnarfund Samtaka kvenna í jafnaðar- mannaflokkum á Norðurlönd- um, sem haldinn var í Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði. Anita er varaformaður kvennasamtaka sosíaldemó- krata í Svíþjóð og forseti al- þjóölegu samtakanna. Al- þýðublaðiö ræddi við Anitu og spuröi hana fyrst hvort það væri nauðsynlegt fyrir sosialdemokratískar konur að starfa saman í sérstökum samtökum: „Já, svo sannarlega," sagöi Anita/l^Þaö.hefur sýnt sig að í þeim londum þar sem pólit- ísk kvennasamtök starfa eru fleiri konur virkar í stjórnmál- unum. Viö þekkjum þetta vel í Evrópu þar sem við höfum margar virkar konur í þjóð- þingunum. Þetta hefur tekist vegna þess að við höfum öfl- uga pólitíska kvennahreyf- ingu þar sem konur leggja grunninn aó sínu pólitíska starfi og verða síðan dugleglr þingmenn og þátttakendur í stjórnum og nefndum." — Hvaöa mál eru efst á baugi hjá konum á Norður- löndunum? „Það eru mörg mál sem brenna heitt. Þar má nefna mál eins og orku- og umhverfismálin svo og auð- vitað barna- og fjölskyldumál- in. Þá teljum við afar mikil- vægt að fá fleiri konur til þátttöku í stjórnmálunum yf- irleitt, ekki bara í þessum erf- iðu samfélagsmálum, heldur einnig í nefndum, stjórnum og öðrum valdastöðum þjóð- félagsins.“ — Hvað er það sem skilur að sósialdemokratískar konur og femínista? „Ég held að maður verði að taka tillit til þess sem kallað er feminismi og megi ekki af- neita þeim lausnum. Meðal sósíaldemokratískra kvenna er m.a. hóþur sem eru femin- istar. Það sem við tölum um þrátt fyrir allt er kvennapól- itík og jafnréttispólitík, þvi fyrir okkur er mikilvægt að ná jafnrétti milli kvenna og karla. Við þurfum jú að lifa saman hlið viö hlið.“ — Næstu mánuði má bú- ast við mikilli umræðu hér á landi um Evrópubandalagið. í Sviþjóð hafa þessi mál verið mikið til umræðu, ekki síst vegna markmiðs EB-ríkjanna um sameiginlegan innri markað árið 1992. Kemur til greina að Svíþjóð gerist aðiii að Evrópubandalaginu? „Nei.“ — Aldrei? „Maður á aldrei að segja aldrei í pólitík. En vió höfum rætt þessi mál ítarlega í rík- isstjórninni og í þingínu. í maí sl. var samþykkt ályktun þess efnis að innganga væri ekki á dagskrá. Ríkisstjormn vinnur aö sjálfsögðu eftir því. Það er hins vegar Ijóst að í Svíþjóð eru einnig raddir uppi, sérstaklega hjá iðnaðin- um, um að við getum orðið, meðlimir að Evrópubandalag- inu. Aðrir segja þann mögu- leika ekki inni í myndinni og ég held að þær raddir séu mun sterkari í Svíþjóð." — í dag eru viöskipti Svía og íslendinga í miklu ójafn- vaegi, þar sem hallar verulega á íslendinga. Eru líkur á því að Sviar auki verslun við ís- lendinga? „I alþjóðlegum viðskiptum er aldrei hægt að segja nákvæmlega til um hvort al- gjört jafnvægi ríki milli við- skiptalanda. Þetta er mjög mismunandi, og í ólíku sam- hengi eftir framleiðslu í hverju og einu landi. En frá sjónarhóli Svía eru íslending- ar sannarlega velkomnir með sína framleiðslu á markaö í Svíþjóð og ég tel að íslensk fyrirtæki eigi góða mögu- leika þar í dag.“ — Hvað finnst þér um stefnu íslendinga í hvalveiö- um, — svokallaðar vísinda- veiðar? „Ég myndi vilja sleppa við að svara þessari sþurningu," sagði Anita Gratin. Anita Gratin: íslendingar eru sannarlega velkomnir með sína framleiðslu á markað i Svíþjóð og ég tel að islensk fyrirtæki eigi góða möguleika þar i dag. A-mynd/Helga Vilhelms. Frá fundinum i Alþýðuhúsinu um siðustu helg RÆDDU STÖ Stjórn Samtaka kvenna í jafnaðarmanna um á Norðurlöndum (Socialdemokr kvinnor i Norden) kom saman til fundai þýðuhúsinu í Hafnarfirði um helgina. umrœðuefni fundarins var staða kvenna flokkanna. Lagt var m.a. út af efni bóka, „Nú er kominn tími tiV\ sem fjallar um s málaþátttöku norrœnna kvenna og hlu þeirra ípólitísku ákvörðunarvaldi. Vegna arins komu hingað til lands 12 konur frá I Norðurlöndunum. Alþýðublaðið ræddi þeirra í fundarhléi sl. sunnudag. ... lækkun á 500g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr: v Jólatilboð: 139.- 'I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.