Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 1
Biðlistar aldraðra hjá Félagsmálastofnun stœkka ört
1100 UMSÓKNIR UM VISTUN
Astand i húsnæöismálum
aldraöra í Reykjavik fer hríö-
versnandi ef marka má auk-
inn fjölda umsókna til Fé-
lagsmálastofnunar borgarinn
ar. Aö sögn Ástu Þórðardótt-
ur, deildarstjóra viö ellimála-
deild Félagsmálastofnunar,
eru u.þ.b. 1100 manns á biö-
lista hjá stofnuninni. Hér er
ýmist um aö ræöa umóknir
eftir sjúkrarými eða plássi á
vistheimilum eða þjónustu-
ibúðum borgarinnar.
„Þaö berast hér umsóknir
alveg unnvörpum," segir Ásta
„Af þessum fjölda eru 122
sem eru á forgangslista yfir
umsóknir um vist á hjúkrun-
arheimilum. Miklu fleiri eru á
lista yfir aldraða i bráðri vist-
unarþörf.
Aö sögn Ástu er umsókn-
um raðaó i torgang ettir þörf
hvers og eins og kvaöst hún
hún ekki hafa haldgóðar upp-
lýsingar um þarfir aö baki
þessum umsóknum þar sem
nú væri unnið aö því að
flokka þessar umsóknir í for-
gangsröð. Sagði hún að
nokkuð væri líka um að um-
sóknir bærust um vistun frá
fólki sem ekki væri i þörf fyr-
ir þá þjónustu sem sótt er
um í dag heldur væru menn
að tryggja sig í framtíðinni.
Ríkisábyrgð launa
vegna gjaldþrota
STEFNIR í
80 MILLJÓNIR
Útgjöld félagsmálaráöu-
neytisins vegna ríkisábyrgðar
á launum i gjaldþrotamálum
stefna í 75-80 milljónir króna
á þessu ári, á móti nettóút-
gjöldum upp á 23 milljónir í
fyrra.
Að sögn Óskars Hallgrims-
sonar í vinnumáladeild ráðu-
neytisins er búið að greiða út
á árinu vegna gjaldþrota fyrir-
tækja laun, orlof og lífeyris-
sjóðsiðgjöld upp á sem næst
75 milljónum króna og gætu
5 milljónir bæst við.
„Ég mundi halda að það
séu á milli 70 og 80 gjald-
þrotaaðilar hér að baki og
launþegahópurinn sem við
sögu kemur yfir 800 manns.
Það er mikið af svona málum
enn í pípunum hjá okkur og í
meðförum hjá skiptarétti, þar
sem nokkur hundruð laun-
þegar koma við sögu. Fyrir
árið í fyrra hef ég ekki alveg
sambærilegar tölur, því inn í
spila endurkröfur, en í fyrra
námu greiðslurnar nettó um
23 milljónum króna. Hitt er
Ijóst að gjaldþrota fyrirtækj-
um hefur fjölgað geysilega
mikið, það fer ekkert á milli
mála.“
Óskar sagði gjaldþrotin
gerast í flestum starfsgrein-
um og stærðargráðum. „Ég
hygg að flestir launþegar hafi
komið við sögu gjaldþrots
Miðfells, en þar var reyndar
tiltölulega lltið af launakröf-
um, frekar orlof og lífeyrisið-
gjöld. Ég gæti á hinn bóginn
haldið að hæstu upphæðirn-
ar í launakröfum væru í máli
Sjóleiða" sagði Óskar. Að-
spurður sagði hann mikinn
mun á ríkisábyrgðarkröfum
og því fjármagni sem áætlað
var í fjárlögum.
Fjöldauppsagnir færast nú
mjög í aukana. Tilkynna þarf
vinnumálaskrifstofunni ef
vinnuveitandi segir upp 4 eða
fleiri einstaklingum og í nóv-
ember var tilkynnt um upp-
sagnir alls 552 launþega.
Heildartalan fyrir 3 mánuði,
september til nóvember, er
nálægt 1.700 manns. Sam-
svarandi tala fyrir sömu mán-
uði í fyrra var „aðeins" 242
manns. Munurinn er sjöfald-
ur.
Jólatréð frá Oslóborg
kemur að góðum notum
fyrir börn á nálægum dag-
vistarheimilum. i gær
dönsuðu krakkarnir á
i kringum tréð
og sungu jólalögin.
A-Wlvnd/Maanús Revnir.
Hofsóshreppur sviptur fjárforræði
ASl-kœran
Ríkisstjórnin
hefur sent
greinargerð
Ríkisstjórnin hefur sent
Alþjóðavinnumáiastofnun-
inni, ILO, greinargerð sem
stofnunin óskaði eftir vegna
kæru Alþýöusambandsins.
Að sögn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráöherra var
greinargeröin send i gær.
Á baráttufundi launþega-
samtaka í Háskólabíói um
helgina kom fram í máli Ás-
mundar Stefánssonar að ILO
hefði ekki getað tekið máliö
fyrir vegna þess að upplýs-
ingar vantaði frá íslenskum
stjórnvöldum.
Jóhanna Siguröardóttir fé-
lagsmáiaráðherra hefur
ákveðiö aö svipta Hofsós-
hrepp fjárforræöi og skipa
fjárhaldsstjórn yfir sveitar-
félaginu. Ákvörðunin var til-
kynnt sveitarstjórninni um
helgina. í gær var aö sögn
Jóhönnu ætlunin að óska
eftir því við skiptaráðanda aö
fá greiðslustöðvun í allt að 3
mánuði, eins og sveitar-
stjórnariögin kveða á um.
„Það er auðvitað neyðarúr-
ræði að þurfa að grípa til
slíks, en staða sveitarfélags-
ins er með þeim hætti, að
ekki verður hjá þvi komist,“
sagði Jóhanna við Alþýðu-
blaðið i gær.
Félagsmálaráðherra sagði
að skuldir Hofsóshrepps
væru mjög miklar og hefðu
farið vaxandi á síðustu fjór-
um árum. Nú nema skuldirn-
ar tæpum 55 milljónum, sem
er u.þ.b. fjóröungur árstekna
sveitarfélagsins.
í lok nóvember fól félags-
málaráóuneytið Endurskoðun
h.f. að framkvæma rannsókn
á fjárreiðum og rekstri Hofs-
óshrepps, í samræmi við 90.
grein sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórnin hafði óskað
eftir aðstoð félagsmálaráðu-
neytisins, en samkvæmt
sveitarstjórnarlögunum ber
sveitarfélagi að tilkynna ráðu
neytinu, hafi það komist í
fjárþröng og telji það ógern-
ing aö standa í skilum.
I skýrslu rannsóknaraðila
kemur fram að á árunum
1982 til 1988 hafi fram-
kvæmdir sveitarfélagsins ár-
lega farið fram úr tekjum. í
greinargerðinni segir að slík
fjármálastjórn hljóti að enda
meó greiösluerfiðleikum. Að
mati endurskoðendanna eru
möguleikar sveitarfélagsins á
að rétta við fjárhag sinn án
utanaðkomandi aðstoðar vart
fyrir hendi.
Að mati Endurskoðunar h.f.
er nauðsynlegt að beita
2% HÆKKUN
Tekju- og eignaskattsfrum-
varpið kemur fram á Alþingi i
dag. Þaö felur í 2% hækkun
á tekjuskatti, að tillögu al-
þýðuflokksmanna, sem ekki
gátu sætt sig við 3% sem
fólst i tillögu fjármálaráherra.
Ólafur Ragnar sagði ( sam-
ákvæðum 91. greinar sveitar-
stjórnarlaga til að gera nauð-
synlegar aðgerðir til bjargar
fjárhagsstöðunni. Þegarpr
svo komið að stór hluti
skulda er í innheimtu hjá lög-
mönnum er nauðsynlegt að
fara þessa leið, m.a. til að
skapa vinnufrið á meðan
skikk er komið á rekstur bæj-
arins.
TEKJUSKATTS
tali við blaðið að hann hefði
talið eðlilegra að hafa pró-
sentutöluna hærri þannig að
meira fé heföi verið hægt að
verja í persónuafslátt og
barnabætur. Sjá einnig frétta-
skýringu á bls 5.