Alþýðublaðið - 13.12.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Side 8
Þriðjudagur 13. desember 1988 Endurvinnsla einnota umbúða „Ekki einnota átaka segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Endurvinnsla áldósa og annarra einnota umbúða hef- ur veriö mjög í brennidepli undanfarið. Sýnt er að koma bjórsins á markað hérlendis muni auka enn á þetta vanda- mál sem er þó ærið fyrir, og nauðsyn er til að lausn á þessu máli finnist sem fyrst. Landssamtök skáta hafa boð- ið fram aðstoð sina viö aö safna dósum, sem þeir vilja siðan pressa og selja í end- urvinnslu erlendis. Slikt fram- tak er vitanlega mjög virðing- arvert, en þó er nokkur vafi á að það myndi nægja til að anna þörfinni á eyðingu ein- nota umbúða. Iðnaðarráð- herra telur að sérstakt fyrir- tæki með ríkisaðild sem ynni að endurvinnslu áldósa sé ákjósanlegasta lausnin í þessu tilviki. Iðnaðarráðherra hefur hald- ið fund með gosdrykkjafram- leiðendum um þetta vanda- mál sem fylgir því aó áldós- irnar eru í þann mund að leysa flöskurnar af hólmi. Framleiðendur drykkjavara í áldósum eru sammála um brýna nauðsyn þess að losna við þennan úrgang, og einnig mjög hlynntir þátttöku í fyrir- tæki sem sæi um endur- vinnslu áls og þar sem ríkið væri einn aðilinn að því sam- starfi. FYRIRTÆKIN STOFNI MEÐ SÉR FÉLAG „Við höfum verið að athuga það í iönaöarráðuneytinu um nokkurt skeið, hér hefur m.a. verið að störfum s.k. endur- vinnslunefnd sem þegar hef- ur skilað áliti um endur- vinnslu á álúrgangi öðrum en þessum umbúðum. Ég hef nú ákveðið að reyna að stofna til félags um endurheimtu á ál- dósum, og hélt á fimmtudag- inn í síðustu viku fund með nokkrum aðilum sem gætu hugsanlega orðið aðilar að slíku félagi. Það eru ölgerðir og gosdrykkjaverksmiðjur. Ég býst reyndar við að ég myndi athuga með álfélagið, og ein- hverja fleiri. Þarna kallaði ég líka til fulltrúa náttúruverrid- arráðs” sagði Jón Sigurðs- son iðnaðaráðherra ( samtali við Alþýðublaðið í gær. Jón sagði að hann hefði mestan augastað á að stofna félag að sænskri fyrirmynd sem safnar dósunum þannig að hver sem kæmi með tóma ál- dós fengi fyrir það sérstakt gjald, sem væri fjármagnað af skilagjaldi sem bætt væri ofan á verð vörunnar. Aðspurður sagði Jón að þá yróu væntanlega settar upp áérstakar söfnunarstöðva og sjálfsalar sumsstaðar, þar sem sá sem legði inn dósir fengi kvittun fyrir fjölda þeirra og fyrir það peninga. Endurgreiðslur færu þá hugsanlega einnig fram á fjölförnum verslunarstöðum, og þar verði stöðvar sem tækju við dósunum. „Þetta er mjög mikilvægt aö mínu áliti, eins og ástandið er þvi það er mikið af gosdrykkjum og óáfengu öli í þessum dósum núna, og svo bætast við tugir milljóna dósa á næsta ári að öllum likindum. Landið má ekki við þvi að taka vió þeim ófögnuði ef hann dreifist út um allt” sagði Jón. Gert er ráð fyrir því i verð- lagningunni á hinu áfenga öli að skilagjald fyrir dós verði á bilinu 5-10 kr. og er sala hans að sjálfsögðu stærsta viðbót- in við umbúðir af þessu tagi á markaðinum. Jón .sagði að endurheimta umbúða væri að sjálfsögðu mun víðtækara en eingöngu endurheimta ál- dósa utan um bjór og gos, því alls kyns plastumbúðir og mjólkurumbúðir væru í notk- un sem fullkomin ástæða væri til að hugleiða hvernig hægt væri að endurheimta inn í hringrás framleiðslunn- ar, og það væri meðal annars verkefni þessarar endur- vinnslunefndar. „En af því að álbrúsa- og dósamáliö er svo stórt eitt sér og af þvi að það verður svo mikil breyting sem fylgja hættur á náttúruspjöll- um vil ég taka þaö út úr og stofna sérstaklega til ein- hvers viðbúnaðar við því” sagði Jón. ÁLFÉLAGIÐ INNI í MYNDINNI Þau tæki sem verið er að athuga í þessu sambandi eru til þess að pressa dósirnar saman þannig að lítið fari fyrir þeim. Þá eru á þeim lit- arefni og umbúðarleifar sem þarf að eyða til þess að gera málminn tæran aftur. Iðnað- arráðherra sagði að það væru endurvinnsluverksmiðjur í ná- grannalöndunum sem leysa þetta mál, og sagði ráðherr- ann að það yrði eitt af því sem litið yrði til þegar að lengra væri horft, hvort þess sé kostur að koma fyrir end- urvinnslubræðslu hér á landi. „Þess vegna vil ég fá álfélag- ið inn í þetta. Það eru ágætar fyrirmyndir um þetta í ýms- um fylkjum I Bandaríkjunum þar sem svona kerfi eru rekin með góðum árangri, en fyrst og fremst mun ég líta til reynslu þeirra í Svíariki. Þarna er auðvitað verið að virkja í senn vilja fólks til þess aö halda landinu hreinu og góðgerðafélög og ein- staklinga til að hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Ég held skila- dagagjald muni þegartil lengdar lætur vera það sem tryggir það að þegar til lengdar að þetta detti ekki niður og verði svona ein- gangsfyrirbæri, að það verði ekki einnota átak til þess að safna einnota umbúöum, heldur að þarna sé eitthvað sem er varanlegt og viðheld- ur viljanum og áhuganum til þess aö hirða þetta og endur- heimta” sagöi Jón. Viðræður um sérstakt fyrir- tæki sem sæi um endur- heimtu og endurvinnslu áls eru enn á frumstigi, Jón von- ast til þess að geta hrundið málinu í framkvæmd í byrjun næsta árs. Það sem mestu máli skipti væri að koma upp góðu skipulagi, og finna til þess fé og áhugaaðila. Varðandi tilboð Landssam- taka skáta sagði Jón að það væri auðvitað þakkarvert og lofsvert að skátahreyfingin skuli vilja taka þátt í land- hreinsun af þessu tagi, og kvaðst hann vona að þaó fyndist eitthvað samstarfs- form sem virkjaði þann áhuga þeirra. FRAMLEIÐENDURNIR REIÐUBÚNIR ... Gosdrykkjaframleiðendur taka mjög jákvætt í þá hug- mynd að standa að félagi sem sæi um endurvinnslu ál- umbúða. Þeim finnst þó eng- in sanngirni í því að einungis þeir verði látnir bæta skila- gjaldi ofan á drykkjarumbúðir sínar þar sem þeir eiga ekki neinna raunverulegra hags- muna að gæta í endurheimtu áldósa. í því máli yrði eitt yfir alla að ganga sem selja vöru sína í einnota umbúðum, úr hvaða efni sem er. „Ef það er skynsamlega að þessu farið höfum við ekkert á móti því að skilagjaldi verði bætt ofan á verðið; ef það er Gosdrykkjafram- leiðendur eru ekki sáttir við það að ál- dósir verði teknar út úr endurvinnslu- áætlunum um ein- nota umbúðir. eitthvað "system i galskabet” eins og danskurinn segir” sagði Jóhannes Tómasson forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Jóhannes sagði að þetta væri allt á um- ræðustigi en að þeir væru mjög jákvæðir fyrir slíku samstarfi. ... EF ALLIR VERÐA MEÐ „Við höfum tekið fullan þátt í viðræðunum um endur- vinnslu drykkjarumbúða. Viö erum alveg tilbúin í slíkt samstarf, og langar til þess að taka þátt í hvers konar samvinnu sem verður um endurvinnslu” sagði Jón Scheving Thorsteinsson framleiðslustjóri Sólar hf. Jón sagöi að e.t.v. væru skila- gjöld eina ráðið til þess að þetta átak heppnaðist sem skyldi, en aðalatriðið væri það að öll fyrirtækin myndu standa saman i þessu. Jón kvaðst þó vera alfarið á móti því að skilagjöldin myndu renna til einhverra óviðkom- andi aðila, heldur ættu þau alfarið að renna til þeirra sem að þessu stæðu. Það væri svo aftur borðleggjandi að aðrir aðilar yrðu einnig að koma inn í þetta samstarf, eins og t.d mjólkuriðnaður- inn, þvl þær umbúðir væru vitanlega jafn náttúruspill- andi og aðrar, hvaða nafni sem þær nefndust. „Við sjáum það að eitthvað verður að gerast i þessu máli, og við viljum framfylgja hinu s.k. sænska kerfi: Það verði bara stofnað hérna fyrir- tæki sem sér um að safna þessum dósum saman, og kostnaðurinn af þessu verði í formi skilagjalds. Síðan verð- ur þessu safnað saman, og þegar búið er að pressa þetta verði þetta sent út í dósum til Svíþjóðar í endurvinnslu” sagði Ragnar Birgisson for- stjóri Sanitas hf. Ragnar sagði að það væri engin lausn að setja eingöngu skilagjald á áldósir, heldur yrði að setja slíkt gjald á all- ar einnota umbúðir. „Glerin skiluðu sér mjög vel, en það er nú eiginlega hætt núna. En glerin urðum við lika að fá til þess að halda okkar fram- leiðslu gangandi, þannig að við sáum um að glerin skil- uðu sér. Við þurfum hins- vegar ekkert á áldósunum að halda, þannig að þetta er kannski ekkert alveg skilvirkt. Skilagjald er bara ein leið, en ekki endilega sú eina rétta. Bretar eru ekki með neitt skilagjald, en hafa gott hreinsunarkerfi. Það má þó segja að þetta sé mjög eðli- leg leið” sagði Ragnar. Hann taldi að gosdrykkjaframleið- endur yrðu að eiga aðild að slíku fyrirtæki, en til þess að það gæti gengið yrði að fá sem flesta inn í það og þá einnig ríkisvaldið. „Það sem við erum hinsvegar alfarið á móti er að það sé pikkuö út ein tegund af áldósum og sett skilagjald á hana og allt annað látið eiga sig. Það er hreint misræmi og miðstýr- ing sem er fólgið í slíku. Það á að láta eitt yfir alla ganga” sagði Ragnar að lokum. - S.Ó.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.