Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 13. desember 1988 BÓKAFRÉTTIR Undir augliti klukkunnar Christopher Nolan fæddist 6. september 1966 á írlandi. í fæðingu varð hann fyrir súr- efnisskorti sem olli alvarleg- um heilaskaða. í Ijós kom að hann gat hvorki talað né stjórnað hreyfingum sínum öðrum en augnhreyfingum. Þegar hann var á öðru ári komust læknar að því að hann hefði eðlilega greind. Móðir hans var óþreytandi að tala við hann og kenna hon- um með það að leiðarljósi að hugsa aldrei um hvað hann gæti ekki en leita stöðugt eftir því hvað hann gæti. Hún náði einstöku sambandi við hann og lærði að skilja hann þótt hann gæti einungis tjáð sig meö augunum. Þegar hann var 11 ára rauf hann fjötra þagnarinnar eftir að hafa verið „árum saman læstur ofan í líkkistu eigin Ifkamá'. Þá tókst honum meö aðstoð kennara síns og nýs lyfs sem hjálpaði honum að slaka á hálsvöðvunum að stjórna höfuðhneigingum sínum nægilega vel til þess að geta ýtt á ritvélartakka með pinna sem festur var við enni hans. Til þess þurfti hann geysilegt átak og ein- beitingu en auk þess varð einhver að standa á bak við hann og styðja undir höku hans. Þetta hlutverk tók móð- ir hans að sér. Þegar hann fékk þannig „málið“ birtust fágætir skáldhæfileikar hans. - Drengurinn reyndist hafa ver- ið að yrkja Ijóð frá því hann var 3ja ára og hafði geymt þau í hugskoti sér. Fyrsta bók hans, Stíflu- brestur draumanna, kom út þegar hann var 15 ára og hlaut frábærar viðtökur gagn- rýnenda sem skipuðu honum þegar í röð bestu skálda íra. Orðaforði hans og orðleikni þóttu með eindæmum. Christopher fékk þá ósk sfna uppfyllta aö komast í venjulegan menntaskóla og háskóla þar sem hann n.aut handleiðslu færustu próf- essora á bókmenntasviðinu. Lffssögu sína segist Chris- topher hafa skrifað til að „lýsa því hvernig heilaskaðað líf mitt er mér jafneðlilegt og líf heilbrigðra vina minna er þeim“. Fyrir bókina hlaut Christopher ein virtustu bók- menntaverðlaun Bretlands. The Whitbread Award, og vakti heimsathygli. Gagnrýn- endur segja hann „geislandi vel gefinn ungan rithöfund" og líkja frjóum huga hans við „perlu í ostruskel". Saga Þor- lákshafnar Bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur hefur að frumkvæði Ölfus- hrepps gefið út þriggja binda ritverk, SÖGU ÞORLAKS- HAFNAR til loka áraskipaút- gerðar, eftir Skúla Helgason. Hér er á ferðinni viðamikið og margþætt verk, í senn safn þjóðsagna frá Þorláks- höfn, sagnfræðileg úttekt á sögu staðarins, bjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma þar sem útgerðarsagan er rakin frá stofnun biskupsstóls I Skálholti til loka áraskipaút- geröar 1929, og ævisögurit sögufrægra bænda og sjó- sóknara í Höfninni eins og t.d. Jóns Árnasonar og Jóns Ólafssonar. Auk þess er hér safnað á einn stað ýmsu efni varðandi Þorlákshöfn er birtst hefur áður í blöðum og bókum eða varðveist í hand- ritum. En saga Þorlákshafnar varðar ekki einungis staðinn Þorlákshöfn, hún er umfangs- mikið verk í íslenskri atvinnu- og menningarsögu. Hún lýk- ur upp dyrum að heimi löngu genginna kynslóða þar sem þær ganga fram i starfi og leik, blíðu og striðu, í hvers- dagsleik og á örlagastund- um. Skúli Helgason, höfundur verksins, hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorlákshöfn i áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolvið- arhóls og Sagnaþættir úr Ár- nessýslu í tveimur bindum. Saga Þorlákshafnar er sett og prentað í Prentstofu G. Benediktssonar en bundinn í Arnarfelli hf. Saga af Suður- nesjum á ensku Nýlega sendi bókaútgáfa Máls og menningar frá sér enska þýðingu á bókinni Saga af Suðurneskjum, Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem gefið var út á siðast- liðnu ári myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur. Enska þýðingin ber nafnið The Fisherman’s Boy and the Seal og ritaði Vigdís Finn- bogadóttir forseti formála um uppruna Ijóðsins og íslenska menningu. Saga af Suðurnesjum er byggð á íslenskri þjóðsögu og segir frá dreng sem rær til fiskjar en steypist útbyrðis. Á hafsbotni hittir hann selinn Kobba, sem reyndar er sonur Faraós. Hann tekur drenginn með sér í höll sína á hafs- botni þar sem verða óvæntir fagnaðarfundir en sagan end- ar á því að selurinn skilar honum heim á jólakveldi. í bókinni eru litmyndir á hverri síðu og er hún unnin og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. ,,0stalyst“ Út er komin matreiðslubók- in „Ostalyst", handbók fyrir sælkera. Bókin sem er 144 biaðsíð- ur, samanstendur af 147 upp- skriftum með osti og smjöri auk kafla um ost í matargerö og ágrips af sögu ostagerðar. Litmynd er af hverjum rétti. Matreiðslubók þessi er gefin út í tilefni af 30 ára af- mæli Osta- og smjörsölunnar sf. í þessa bók höfum við val- ið úrval uppskrifta sem allar hafa verið margreyndar bæði af tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar sf. og af osta- dýrkendum um land allt. Bókin verður til sölu um allt land og kostar u.þ.b. 990.- kr. Paradísareyjan Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja bók eftir Victoríu Holt sem er einn vinsælasti höf- undur rómantískra örlaga- sagna um allan heim. Efni nýju bókarinnar, Para- dísareyjan, er þrungið spennu sem tengist örlögum ungrar stúlku sem látin hafði verið í hundrað ár. Spenna, hraði, rómantík og vandaður efnisþráður eru þau einkenni, sem móta ritstíl Victoríu Holt. Hún hefur sent frá sér tugi bóka sem flestar hafa verið þýddar á fslensku. Sigurður Bjarnason þýddi Paradísareyjuna sem er 338 blaðsíður að stærð. Bókin kostar 1.680 krónur með sölu- skatti. Iðnbylting hugarfarsins Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur gefið út 9. bindi í ritröðinni Sagnfræðirann- sóknir — Studia historica — sem Sagnfræðistofnun Há- skóla íslands og Menningar- sjóður hafa staðið að frá 1972, en ritstjóri hennarer Bergsteinn Jónsson, dósent. Nefnist bók þessi Iðnbylting hugarfarsins og er eftir ung- an sagnfræðing, Ólaf Ás- geirsson cand. mag. í ritröð- inni sagnfræðirannsóknir, birtast prófritgerðir frá Há- skóla íslands, sagnfræðirann- sóknir sem unnið hefur verið að á vegum Sagnfræðistofn- unar, svo og aðrar sagnfræði- ritgerðir, sem sérstök ástæóa þykir að birta. JÓLA UMFERÐ ÍREYKJA VÍK - engin gjöld í stöðumæla á laugardögum í desémber né á Þorláksmessu - ★ Fjölgað verður um 640 gjaldfrjáls bilastæði frá 10.-24. des. 1. í bílakjallara á horni Vesturgötu og Garðastrætis (ekið inn frá Vesturgötu)......................... 80 stæði 4. Á lóðinni við Skúlagötu 4........................................................................... óOstæði 5. Á svæði milli Skúlagötu og Sætúns vestán bensínst. Olís.............................................150 stæði 6. Á lóðum Eimskips við Vitastíg/Skúlagötu.............................................................150 stæði 7. Á opnu svæði norðan Vitatorgs.......................................................................100 stæði 8. Á svæði við Mjölnisholt/Brautarholt.................................................................100 stæði ★ Bakkastæði (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og Kolaport, (nr. 2 og 3), án gjalds á laugardögum...... 450 stæði ★ Á laugardögum í desember og á Þorláksmessu verður ókeypis í stöðumæla, bílastæði og bílastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar. ★ Ökumenn, sýnið lipurð og tillitssemi í umferðinni. Akið varlega og fækkið þannig umferðarslysum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.