Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 13. desember 1988 MPíflMí im Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Fóörik Þór Guðmundsson, Haukur Hóim og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Sfðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. SÍÐASTA HEIMSVELDIÐ FÆKKAR HERDEILDUM M íkaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur enn einu sinni komið umheiminum áóvart. í síðustu viku hélt Gorbatsjov sögulega ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann lýsti því yfir, að fækkað yrði i sovéska heraflan- um um hálfa milljón mannaog á næstu tveimurárum yrðu þúsundir skriðdreka og annar vopnabúnaður fluttur frá kommúnistaríkjum Austur Evrópu. Yfirlýsingar Gorba- tsjovs eru mikið gleðiefni fyrir allan heiminn og styrkir enn þá tiltrú að Sovétleiðtoginn reyni í fullri alvöru að draga úr stríðshættu milli austurs og vesturs og leggi þunga áherslu á áframhaldandi afvopnun I heiminum. Sovéskur leiðtogi hefur ekki ávarpað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðan 1960 þegar Níkíta Krúsjoff hélt þar fræga þrumuræðu með skó sinn í annarri hönd- inni sem fundarhamar. Sú ræða sem boðaði lokasigur kommúnismans yfir vestrænum kapítalisma, varð aldrei að áhrínsorðum. Þvert á móti héldu vestræn ríki áfram að þróa hið opna, lýóræðislega þjóðfélag meðan þíðutíma- bili Krúsjoff-tímabilsins lauk og Sovétríkin frusu á nýjan leik í afturhaldi og spillingu Kosygins og Brésnjeffs og stöðnun Andropovs og Chernekovs. En vorið kom aftur 1985 þegar Míkaíl Gorbatsjov tók við völdum. Enginn Sovétleiðtogi frá byltingu 1917 hefuropnað Sovétríkin jafn mikið eða boðað jafn mikilvægar breytingar í lýðræðisátt sem hann. Á undrastuttum tíma hefur hann komið ótrú- legustu hlutum í verk jafnt innanlands sem utan og sýnt í verki að honum erfull alvaraað rífaSovétríkin upp úrfeni stöðnunar, skrifræðis og spillingar undanfarinna áratuga. En Gorbatsjov á langt í land og mörg Ijón eru I veginum. Og því miðurersaga lýðræðislegra breytingatilraunaekki jákvæð í sovéskri sögu. Það er því ekki nema eðlilegt að margir spái Gorbatsjov falli ef hann heldur lýðræðisþróun Sovétríkjanna til streitu. Það er því vonandi fyrir Sovétríkin og heiminn allan að orð Gorbatsjovs á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1988 verði að áhrínsorðum. En við megum heldur ekki gleyma, að útrétt sátta- og friðarhönd Gorbatsjovs kom ekki af sjálfu sér. Föst og ákveðin stefna Vesturveldanna með NATO í broddi fylkingargegn útþenslu Sovétríkjanna í lok síðari heimsstyrjaldar, hefur skiiað árangri. Upp- bygging og tækniþróun opinna lýðræðisþjóðfélaga á Vesturlöndum hefur ennfremur sýnt og sannað yfirburði sína yfir stöðnuðu og miðstýrðu hagkerfi kommúnista- ríkjanna. Krúsjoff hefur reynst afleitur spámaður þótt ræða hans á allshérjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960 eigi eftir að fylgja mannkyninu fyrir það eitt að hann notaði skóinn sem fundarhamar. Ein meginástæða þess að Sovétríkin hafa gefist uþp á vopnakapphlaupinu er sú, að ónýtt hagkerfi Sovétríkjanna ber ekki lengur hin risa- vöxnu útgjöld til hernaðarmála. Ef Gorbatsjov ætlar sérað gera sovéskt efnahagslíf virkt og breyta rúblunni í gjald- genga mynt, verður hann að skera niður útgjöld til hernað- armálaog beinafjármagninu til uppbyggingar nýs iðnaðar og umbreyta allri þjóðarframleiðslunni og koma hvetjandi framleiðslukerfi á laggirnar. Það er því of snemmt að hrósa Sovétleiðtogum fyrir einlægan friðarvilja þegar aðstæður heimafyrir neyða þátil afvopnunar. Enn verðum við að bíða og sjá, hvort lýðræðið og sjálfræðið fái að blómstra í einstökum lýðveldum Sovétríkjanna — og síð- astaheimsveldi veraldarverði að opnu sambandslýðveldi. En samtímis hljóta Vesturlönd að fagna öllu framlagi Sovétríkjanna til friðar og aukinnar afvopnunar. ONNUR SJONARMIÐ Markús Örn: Þeir sem lesið hafa bók Ingva Hrafns skilja hvers vegna hann var látinn hætta. Ásgeir Hannes: Yankee go home! VIÐ vitum að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki háar hugmyndir um Ingva Hrafn Jónsson sem fréttastjóra Sjónvarpsins enda flaug Hrafninn eins og frægt er oröiö. En nú vita lesendur Tim- ans aö Markús Örn hefur ekki heldur háar hugmyndir um Ingva Hrafn sem rithöf- und og blaðamann, hvaö þá sagnfræóing. Um nýja bók Ingva Hrafns þar sem Markús fær ýmsar ákúrur, segir útvarpsstjóri eft- irfarandi: „Þessi bók er aö mínu mati léleg blaðamennska og alveg afleit safnfræöi, en hann hefur náttúrlega sínar skoöanir á mönnum og mál- efnum. Ingvi Hrafn hefur af ein- hverjum undarlegum ástæö- um eignast ótrúlega stóran hóp fjandmanna sem hann lýsir sem slíkum i bókinni. Eg er aö hans mati þar fremstur í flokki og fæ um- sagnir í samræmi við þaö en tek þær ekki nærri mér. Ég geri nu ráð fyrir því að þeir sem lesa bókina, og eru meö sæmilega heilbrigða skyn- semi, sjái það að það hafi verið kominn timi til að Ingvi Hrafn léti af störfum sem fréttastjóri Sjónvarpsins. Stefnumörkunin er í lands- lögum að þvi er varðar hlut- verk og skyldur. Við höfum orðið að gera timabundnar ráðstafanir til að bregðast við breyttum skilyrðum vegna tekjumissis, m.a. í sam- keppni um auglýsingar. Þó höfum við ævinlega haft að ieiðarljósi skilgreiningar á hlutverki RÚV og þær kröfur sem til þess eru gerðar. Þetta hefur verið mjög erfitt. Ingvi Hrafn vildi gera enn meira, hann vildi bjóða upp á glæsilegri dagskrá og eyða enn meiri peningum. Hvar ætlaði hann að taka þá pen- inga?“ Kannski meö bókaútgáfu um starfsmenn Sjónvarps- ins? ASGEIR Hannes Eiríksson pylsusali og alþingismaöur til vara, skrifar sérkennilega grein í Morgunblaíðið síöast- liöinn laugardag. Þar ræöst hann aö Bandaríkjamönnum og ásakar þá fyrir aö hafa fært eigin víglínu til austurs og kallaö þaö NATO-samstarf sem sé i raun greiösla Evrópuríkja til aö halda úti vörnum fyrir Bandaríkjamenn. Álíka sjónarmiö gaf stund- um aö lesa í Þjóðviljanum, en þau hafa ekki áður sést á prenti í Morgunblaðinu og það allra sfst frá penna hægrimanna. En svona er veröldin skrýtin. Lesum sjónarmið varaþing- manns Borgaraflokksins: „íslendingar höföu í lok styrjaldarinnar næga reisn undir forystu Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar til að hafna ósk Bandaríkjanna um aö hafa hér á landi her- stöðvar fyrir amerískan her undir bandarískum fána. En þvi miður sáu íslendingar ekki við klækjum Vestmanna þegar þeir námu hér land um bakdyrnar og reistu sér stöðvar fyrir amerískan her undir NATO-fána. Þar með hófst nýr kafli i baráttu lands og þjóðar og er hann nú um það bil að ná há- marki. Þetta er kjarni máls- ins. Eins konar möndull í þeirri stóru myllu sem At- lantshafsbandaiagið er hérna á norðurslóðum. Nú er deilt um það hvort Atlantshafs- bandalagið er varnarbandalag margra þjóða eða fyrst og fremst bandarískt sjálfsvarn- arkerfi. Hvort það er til varnar íslendingum og öðrum bandalagsþjóðum eða Ameríkönum. Svona NATO-bandalög geta sjálfsagt reynst félögum sín- um hin mestu þarfaþing ef rétt er að þeim staðið. En þau geta lika reynst litlum eyþjóðum í Atlantshafi hinar mestu svikamyllur. Þjóðum sem þekkja hvorki sverð né blóð en liggja þó á miðri heimsins vígaslóð. Því aftur getur runnið blóö eftir slóð.“ Og áfram heldur Ásgeir Hannes og ræóir nú „klæki Vestmanna": „Stofnun Atlantshafs- bandalagsins er því herbragð hjá Bandaríkjamönnum á borð viö Samtök Ameríku- rikja. Með þessu móti færðu þeir víglinu sina úr eigin skerjagarði og austur undir járntjald i miðri Evrópu en út fyrir strendur íslands og norður fyrir Kanada og Græn- land. Með þessu móti hafa Bandaríkin full umráð yfir herjum NATO-ríkja og öll ráð þeirra í hendi sér i utanríkis- málum landanna og bæði tögl og hagldir i efnahag þeirra um Alþjóðabankann og aðra ameríska sjóði. Með þessu móti taka önn- ur riki bandalagsins líka þátt i að borga þessa miklu varð- stöðu Bandarikjanna eða leggja þeim til land undir varðturna meðfram víglinu þeirra i Evrópu. Og síðast en ekki síst öðlast Ameríku- menn meö þessu móti greið- an aðgang að bakdyrum landa eins og íslands. Þann- ig er NATO stærsti Trójuhest- ur sögunnar.“ Nýtt slagorö Borgaraflokks- ins veröur væntanlega: Yankee go home! Einn með kaffínu Fjölskyldan var aö flytja í nýtt húsnæöi og faðirinn rogaöist meö stóra kiæðaskápinn niöur stigann. Hann hrópaði á konu sína: — Hvar er strákskrattinn? Ég þarf hann til að hjálpa mér með skápinn! Eiginkonan svaraði: — Hann er inni í skápnum og heldur herðatrjánum föstum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.