Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 4
■A Kirkjan er í þessum skilningi þjóðar- athvarf sálusorgari vonsvikinnar þjóðar sem býr við þröngan kost, and- lega og líkamlega. flokksins. Samstaða segir: Við höfum heyrt loforð áður, að minnsta kosti fjórum sinn- um í djúpum kreppum hefur alþýðunni verið lofað en efndirnar hafa ekki komið. Af hálfu almennings í landinu bera menn ekki traust til þess flokks sem leikið hefur þjóðina svona grátt. Þeir segja enn fremur: Við erum tilbúnir til viðræðna við stjórnvöld og erum vitaskuld reiðubúnir til að reyna að skapa þjóðarsátt um átak út úr þessum vitahring, en við gerum það ekki sem hlekkj- aðir menn, við krefjumst þess að það verði komið á fé- lagafrelsi I landinu. Ekki bara til að stofna stéttarfélög, heldur til aö stofna hvers konar félög sem menn óska, að lokum þar með talið stjórnmálaflokka og að fram Jón Baldvin lagði i ferð sinni blóm- sveig á gröf óþekkta hermanns- ins i Varsjá. Fyrir aftan hann grillir i Bryndísi og til vinstri er Arnór Hannibalsson sem var túlkur í ferðinni. Jón Baidvin og Bryndís ásamt sér- legum leiðsögu- manni borgaryfir- valda í Kraká. fari frjálsar kosningar." — Var ad einhverju leyti komið inn á þetta i viðræðum þínum við Jaruzelski og hina forystumennina? „Þessi mál ræddi ég aðal- lega við Rakowsky forsætis- ráðherra og hjá honum var það sjónarmið ríkjandi að hinar efnahagslegu umbætur yrðu að koma fyrst. Hann segir að hungraður og reiður maður sé ekki þannig skapi farinn að hann vilji leggja á sig skapandi átak. Að raun- sæið bjóði að Pólverjar geti ekki tekið þá áhættu að skapa pólitískt upplausnar- ástand. Það sem ráðherrann er að segja er ósköp einfalt, þrátt fyrir austur-evrópskt dulmál. Hann er að segja að Perestrojkan fyrir austan valdi þvl að Rússar muni ekki leggja stein í götu okkar efnahagslegu umbóta, þeir vita að allt sovéska heims- veldið er komið í algjört öng- stræti hvað varðar skipan efnahagsmála. Sllkar umbæt- ur eru því I samræmi við Perestrojku Gorbachevs. En þegar farið er út fyrir þau mörk og talað um félaga- frelsi, tjáningarfrelsi, marg- flokkakerfi og lýðræði er ekki. þar með sagt að gatan sé greið. Þetta er vandinn I sam- skiptum stjórnvalda og Sam- stöðu. Stjórnvöld segja: Viö komumst ekki lengra. Sam- staða segir: Við komumst ekkert áfram — nema því að- eins að við fáum þetta frelsi." KAÞÓLSKA KIRKJAN ER ÞJÓDARATHVARF - Þú ræddir einnig við Orzulik, erkibiskupinn í Varsjá, fulltrúa kaþólsku '/.Laugardagut-^'^deséitiböFMðSS Það þýðir í reynd að formúlusósía- lisminn er gjaldþrota. Það eru í raun- inni ekki kommúnistar sem boða þessa stefnu — þetta eru má segja traustir hœgri kratar! þótti mikiö til Jaruzelski koma. Hann er harðgreindur, ákaflega mildur í framkomu, íhugull maðursem hagaði orðum sínum á þann veg, að það fór ekkert á milli mála að hann gerir sér nákvæmlega grein fyrir því í hvaða stöðu Pólland er og hvað sé innan þess ramma sem mögulegt er fyrir leiðtoga Póllands. Hann nýtur þess í umtali Pól- verja að hann er viðurkennd- ur föðurlandsvinur. Hann ávann sér það heiðursorð á strfðsárunum fyrir frækilega frammistöðu sem óbreyttur hermaður. Hann nýtur þess nú, hvað sem að öðru leyti má segja um hlutverk og ábyrgð Kommúnistaflokksins á örlögum Póllands." FLEIRI SKIP OG FLEIRI FISKAR - Hvað bar helst á góma þegar rætt var um miMiríkja- viðskipti Póllands og ís- lands? „í þeim efnum vakti eink- um athygli mína sú galvaska fullyrðing utanríkisviðskipta- ráðherrans að það ætti að vera unnt á næstu þremur ár- um að allt að fimmfalda við- skipti landanna. Þau eru nú um það bil 13 milljónir doll- ara eða sem nemur 1% af heildarútflutningi okkar. Þessi viðskipti hafa verið í nokkuð föstu fari í mörg ár og byggjast einkum á tvennu. Við flytjum fiskmjöl til Pól- lands sem þeir nota í skepnufóður í sínum land- búnaði og þeir smíða fyrir okkur skip og annast viðbald skipa. Þessi viðskipti hafa verið hvað viðskiptajöfnuðinn varðar okkur íslendingum fremur hagstæð, en það hef- ur hins vegar verið að snúast við á síðustu árum.“ — Á hvern hátt taldi hann þá unnt að fimmfalda við- skiptin? „Hann vakti athygli á því að pólskur skipasmiðaiðnað- ur ætlaði sér að halda velli, hann væri vel samkeppnis- fær um verð og yrði byggður upp tæknilega með hlutdeild og innflutningi á tækni frá grannþjóðum. Hann spurðist fyrir um hvort ekki væri að vænta verulegrar endurnýjun- ar á skipastóli íslands á næstunni. Ég gerði honum grein fyrir því hvernig þau mál stæðu. Til þess að greiða fyrir slíkum viðskipt- um benti hann á að í umbóta- áætluninni væri gert ráð fyrir talsvert mikilli aukningu á neysluvarningi í Póllandi, ekki hvað síst á matvælum. Hann gerði sér því vonir um að á næstu árum myndi skapast forsendur fyrir aukn- um innflutningi á fiskafurð- um, en viöurkenndi þó um leið að fyrst í stað yrðu Pól- verjar ekki samkeppnisfærir um það verð sem í boði væri á Vesturlöndum. En að á þessum undirstöðum væri hægt að byggja upp aukn- ingu viöskipta. Allt þetta færi þó eftir því hvort aðrar þjóðir hættu að blða átekta og að sjá til hvað gerðist í Póllandi eða hvort þær gripu tækifær- ið til að koma á vettvang í Póllandi, bæði með fjármagn og tækni til starfrækslu í landinu. Þetta skiptir sköpum um hvort vel tekst til eða ekki.“ mönnum að heyra að að þeir hefðu áhyggjur af viðbrögö- um sovétmanna og að stuðn- ingur gæti verið af Norður- iöndum i þeim efnum? „Að sjálfsögðu tala pólskir valdhafar af mikilli varkárni um samskipti sin við Sovét- ríkin. Þegar þeir eru hins veg- ar að lýsa áhuga sínum á samskiptum við Norðurlönd eru þeir auðvitað um leið að vísa til þess að Póllandi hef- ur verið settar mjög þröngar skorður í samskiptum við önnur ríki á tímabilinu eftir stríð. Sem dæmi má nefna pólska skipasmíðaiðnaðinn. Pólverjar hafa byggt upp um- fangsmikinn skipasmíðaiðn- að. Grundvöllur hans er aukn- ing þungaiðnaðar í stríðslok, sérstaklega stáliðnaðar. Á seinni árum hafa vestrænar þjóðir nánast lokað skipa- smiðaiðnaði sínum, hann hefurekki verið samkeppnis- fær við smíðar Asíuþjóöa og fleiri. Þetta á við um Svía, Breta og nú síðast Vestur- Þjóðverja. Pólverjar hafa af þessum sökum ákveðið að halda áfram umfangsmiklum skipasmíðaiðnaði. En á hinn bóginn er dæmi um erfiðleik- ana þar að þeir hafa ákveðiö að loka Lenln skipasmíða- stöðinni. Þetta hefur verið gagnrýnt erlendis sem póli- tísk ákvörðun um að loka þessu sterkasta vígi hinnar frjálsu verkalýðshreyfingar Samstöðu. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um hvort þau sjónarmið hafi ekki ráðið miklu, en hitt er staðreynd að þessi iönaður Pólverja, þar sem Lenfnstöðvarnar eru þær stærstu, hefur búið við mjög harða kosti af hálfu Rússa." — Á hvern hátt hafa þeir gripið þar inn i? „Pólverjar hafa framleitt skip; herskip, meiriháttar flutningaskip og úthafsskip fyrir Rússa úr innlendum hrá- efnum, en allt er lltur að tækninni og innréttingunum hafa þeir orðið að kaupa af Kirkja Heilagrar Mariu i Kraká er frá 14.-15. öld. Það voru bræöur sem byggðu kirkjuna og sáu um sinnhvorn turninn. Myndir: Helgi Ágústsson. HLEKKJAÐIR RÆÐUM VIÐ EKKI ÞJÓÐARSÁTT - Þú ræddir einmitt við Mazowiecki i ferðinni, einn nánasta samstarfsmann Lech Waiesa í Samstöðu. Hver er afstaða Samstöðu til boðaðra efnahagslegra umbóta? „Ég ræddi mjög stuttlega við Walesa í París, en átti þess ekki kost að ræða við hann í Póllandi. En Mazowiecki ræddi ég ítarlega við og viðhorf Samstöðu er, að það er ríkjandi neyðar- ástand í Póllandi. Að mörgu leyti hefur veriö um afturför að ræða I efnahagslegu tilliti og þarf ekki að fara víða til að sjá það. Þarna er veruleg- ur vöruskortur, allt er lýtur að tækni er úrelt og þjóðin er sokkin f skuldir þrátt fyrir hagstæðan vöruskiptajöfnuð á síðustu árum. Efnahagslífið er á brauðfótum. Það sem fulltrúi Samstöðu lagði áherslu á er aö framgangur þessara efnahagsumbóta, sem teljast góðar svo langt sem þær ná, er algjörlega kominn undir því hvaða póli- tisku forsendur verða skap- aðar. Að þessum umbótum verður ekki komið á „ofan frá“ af einhverri tæknikrata- elítu innan Kommúnista- kirkjunnar. Hvaða augum lit- ur kirkjan á þetta ástand og hlutverk sitt i þeim efnum? „Ég átti hálfrar annarrar stundar viðtal við erkibiskup- inn og þær viðræður voru af- ar fróðlegar og upplýsandi. Eftir þær skiltíi ég betur hvers vegna það er sem kaþólska kirkjan er slík fjöldahreyfing í Póllandi. í vonbrigðum sínum og von- leysi hefur þessi þjóð leitað til kirkjunnar, sem sátta- semjara, fyrst og fremst vegna þess að hún er að boða einhver önnur verðmæti en það andlega tros gyllivona og skrums sem felst í opin- berum áróðri kommúnista. Kirkjan er i þessum skilningi þjóðarathvarf, sálusorgari vonsvikinnar þjóðar sem býr við þröngan kost andlega og líkamlega. Kirkjan segir hins vegar skýrum orðum: Við er- um ekki stjórnmálaflokkur, það er ekki okkar að taka af- stöðu til eða prútta um tæknilegar lausnir í efna- hagsmálum. Það er þeirra sem þjóðin á með réttu að kjósa sér til forystu. Kirkjan segist þess vegna vilja stuðla að sáttum milli stjórn- valda og fulltrúa þjóðarinnar og telur Samstöðu vera virk- asta og stærsta aðilann að slíkum samræðum. Kirkjan segir: Við munum setjast að þvi borði sem áheyrnarfulltrú- ar. Hitt er svo annað mál, að af orðum biskupsins mátti ráða að hann teldi vonlaust að koma slíkum viðræðum á nema að stjórnvöld viður- kenni í verki hvílíka ábyrgð þau bera á mistökum fortíðar og lærðu af því með því aö viðurkenna i eitt skipti fyrir öll félagafrelsi í Póllandi, við- urkenni Samstöðu áður en viðræður byrja og viðurkenni nauðsyn raunverulegs lýð- ræðis, ekki gervilýðræðis." — Sýndist þér að hinir Pólsku ráðamenn væru lík- legir til að stíga einhver slík skref, létu þeir í veðri vaka að þeir hefðu sjálfir áhuga á þessu burt séð frá afstöðu sovétmanna? „Rakowsky forsætisráð- herra var í 16 ár ritstjóri Politika, hins pólitíska mál- gagns flokksins. Hann hefur um leið verið málsvari þeirra breytinga sem f fortlðinni átti að koma á, en urðu að engu. Þetta veldur þvl að þó aö hann sé góður greinandi á ástandið þá varð þess vart að menn treystu þvl ekki að hann færi með raunveruleg völd eða að hugur fylgdi máli. Það verður að koma I Ijós. Ég neita því ekki að mér Vesturlöndum fyrir harðan gjaldeyri. En síðan eru þessi skip seld í vöruskiptum við Rússa, oft á tíðum fyrir inn- flutning á olíu og gasi og þess háttar, á tilbúnum verðum. Því hefur þessi út- flutningsgrein veriö rekin með bullandi halla."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.