Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. desember 1988 13 ◄ Hátiðahöldun- um í tilefni bylt- ingarafmælisins var nýlokiö og Vetrarhöllin i Leníngrad tjald- aði enn rauðum hátíðadreglum og slagorðum. En bak við bylt- ingarkennda for- hlið Vetrarhall- arinnar leynist annar heimur; veröld keisara- timabilsins og ótæmandi lista- sjóða. Amynd/IM TÁKN KEISARA, BYLTINGAR OG LISTA Vetrarhöllin í Leningrad — nafnið eitt vekur upp myndir af stórveldi rússneska keisaratíma- bilsins, íburði, valdaátökum, og uppreisn bolsévika 1917 sem var upphafið á rússnesku bylting- unni. í dag er Vetrarhöllin safn. Og ekkert venjulegt safn. Auk þess að vera safn í sjálfu sér — 1050 salir og herbergi, 117 stigar, 1786 dyr og 1945 gluggar, allt i óslýs- anlegum íburði og glæsileik — er höllin ein af fimm samtengd- um byggingum sem mynda Ein- búann — Eremitage — safnið; mesta listaverkasafn veraldar. RAUÐIR DREGLAR Ég á þess kost að skoða hina sögulegu Vetrarhöll þungbúinn dag í nóvember. Hinum miklu, árlegu hátíðar- höldum I tilefni byltingarinn- ar 1917 hafði lokið nokkrum dögum áður. Það er ekki enn búið að fjarlægja stillasana og pallana á víöfemu torginu fyrirframan Vetrarhöllina, þar sem hátfðarhöldin og sýning- arnar fóru fram. Enn þekja rauðir dreglar og borðar fram- hliö Vetrarhallarinnar og minna á hinn afdrífaríka dag fyrir 71 ári, þegar bolsévíkarn- ir réðust inn í höllina og handtóku bráðabirgðarstjórn- ina sem sat á fundi sinum. Innrásin hófst þegar beiti- skipið Aurora skaut lausum skotum til merkis um upphaf uppreisnarinnar. Beitiskipið Aurora flýtur enn á sínum stað við bryggju á Neva — fljótinu sem rennur gegnum Leningrad. Skipið er vinsælt safn og yfirleitt eru biðraðirn- ar út úr því og inn langar og tímafrekar. HLIÐARDYR KERFISINS Sömu sögu er að segja um biðraðirnar ( Vetrarhöllina. Reyndar eru rússneskar bið- raöir kapítuli út af fyrir sig og efni ( heila grein. En þennan dag, losnar hópurinn sem ég er i við biðraðirnar. Við erum útlendingar og blaðamenn þar að auki og er hleypt inn um hliðardyr. Þetta er dálítið táknrænt; alls staðar eru hliðardyr á sovéska kerfinu þar sem einhverjum forrétt- indahópum er hleypt framhjá biðröðum hins gráa almúga. Leiðsögumaður okkar er stúlka um tvftugt, og hafi ein- hverjir f okkar rööum haft þá fordóma, að jafn ungri stúlku væri vart treystandi sem leið- sögumanni í merkasta lista- verkasafn veraldar, þá gufuðu slikar hugsanir fljótt uþp. Leiðsögumaðurinn býr nefni- lega yfir slíkri þekkingu og hafsjó af fróðleik, að undrun sætir. Hún svarar öllum spurningum án þess að hika. ORÐLAUSIR ROLSAR Vetrarhöllin, þessi yfir- þyrmandi en þó svffandi barokk — bygging, var teikn- uð og byggð af Bartolomeo Rastrelli 1754-62. Hér bjuggu rússnesku keisararnir allt til byltingarinnar 1917. Rúss- neska byltingin orsakaðist ekki síst af hinu óhóflega lífi keisaranna í Vetrarhöllinni, en hirðin veltist um ( munaði meðan rússnesk alþýða svalt. Sagt er að bolsévikarnir hafi orðið orðlausir þegar þeir ruddust inn ( Vetrarhöllina og fallist hendur þegar þeir litu dýrðina augum. Gyllingar i hólf og gólf, bústnar kristal- krónur, gólfmósaík og vold- ugir stigar og tröppur fá menn til að standa á öndinni enn þann dag i dag. Pétur mikli Rússlandskeis- ari lét byggja Leníngrad og lagði línur borgarinnar eftir rókokkóstíl Vesturlanda og einkum Ítalíu. Leningrad hét auðvitað ekki því nafni fyrir tæpum 300 árum. Borgin var skírð í höfuöið á Pétri mikla og hét einfaldlega Péturs- borg, eða Borg heilags Pét- urs. Slðar breyttu Rússar nafninu ( Petrograd, sem þeim fannst hljóma betur á rússnesku heldur en Peters- burg sem minnti á þýskuna. Eftir dauða Leníns 1924, var borgin skírð upp á nýtt og kölluð Leníngrad. 125 GRÖMM AF BRAUÐI ÁDAG Draumur Péturs mikla var að byggja vestræna borg þar sem Rússarnir gætu lært siðmenningu. Hann eignaðist sínar Feneyjar — rokkóborg byggða á eyjum og í fenja- landi — og það kostaði sinn toll; talið er að um 40 þúsund verkamenn hafi dáið úr sulti, kulda, sjúkdómum eða farist vegna vinnuslysa. En Péturs- borg reis við Eystrasaltið, fyr- ir botni Finnska flóans, og varð „glugginn í Vestur." Reyndar átti Pétursborg eða Leníngrad síðar eftir að vera einn mesti blóðvöllur sögunnar. í síðari heims- styrjöldinni einangruðu Þjóð- verjar borgina og voru aðeins steinsnar frá Vetrarhöllinni, en hinir hugrökku borgarbúar vörðu Leníngrad ( 900 daga — einstakt afrek ( stríðssögu mannkyns. En kostnaðurinn var mikill; 600 þúsund manns létust, aðallega úr sulti. Mat- arskammturinn var 125 grömm af brauði á dag. 107 þúsund sprengjur og 250 þúsund fallbyssukúlur féllu á borgina og þriðjungur bygg- inganna var sprengdur ( rúst. GRUSSERAKAUP í LISTUM En leiðsögumaður okkar talar ekki um hörmungar stríðsins að þessu sinni. Nú er Vetrarhöllin til umræðu. Pétur. mikli lét ekki byggja Vetrarhöllina. Það gerði hins vegar dóttir hans Elísabet. Elísabet var hrifin af rókokkó og Versala-höll; blöndu af barokk og rókokkó. Vetrar- höllin er gott dæmi um þá blöndu og nægir til að halda nafni Elisabetar á lofti um ókomna tíð. Það var hins vegar Kata- rína mikla sem lét byggja hliðarbyggingu viö Vetrarhöll- ina sem hún nefndi Einbúann — Eremitage. Hún notaði þá byggingu undir listaverkasafn sitt sem var grunnurinn að hinu geysilega listaverka- safni Einbúans f dag. Erfingj- ar Katarínu miklu fylgdu í fót- spor hennar. Keisararnir rússnesku keyptu listaverk í ómældu magni frá Evrópu. Dæmi; Alexander 1. heim- sótti fyrstu eiginkonu Napó- leons i París og keypti öll listaverk sem franski keisar- inn hafði rænt í hernaði sín- um á Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Alexander2. keypti all- an Rafael sem fáanlegur var árið 1870. Og svo framvegis. Þessi gríðarlegu gróssera- kaup rússnesku keisaranna í listum eru varðveitt í Einbúa- safninu i dag. Byggingarnar fimm sem safnið saman- stendur af eru Vetrarhöllin', Litli Einbúinn, Gamli Einbú- inn, Nýi einbúinn og Einbúa- leikhúsiö. Byggingarnar eru allar samtengdar og erfitt að átta sig á því hvar maður er staddur hverju sinni. TEKUR ÁTTA ÁR AÐ SKQ0A SAFNID En leiðsögumaður okkar leiðir okkur óhikað áfram; gegnum Italska endurreisn, frönsku16.,17., og 18. öldina, spánska málverkasafnið (þú þarft að fara i Museo del Prado i Madrid til að finna annað eins úrval af spænskri málaralist), hollenska list; Rembrandt, van Goyen, Frans Hals og van Ruysdael í klös- um. Auk vesturevrópskrar listar, er hér að finna austur- lenska list, frumstæóa list og list frá Asíuhérðuöum Sovét- ríkjanna, rússneska list, myntsafn, klassíska högg- * myndalist og fornleifar. Það er tómt mál að tala um að skoða safnið í heild sinni. Til þess þarftu vikur, mánuði, sennilega mörg ár. Einbúa- safnið samanstendur af 300 sölum, listaverkin um 3 milljónir safngripa, og göngu- leiðin um alla sali safnsins er um 20 kílómetrar. Talið er, aö ef staldrað sé nokkrar sekúndur við hvert listaverk, taki um átta ár að skoða safnió! PICASS0 OG FÉLAGAR ÚRFELUM Á efstu hæð finnum við 20. öldina. Þarna er mjög gott úr- val franskra impressíónista, og þarna er Picasso, Kadinsky, Chagall og Mat- isse. Listaverkasöfnunin hætti nefnilega ekki við bylt- ingu. Byltingarsinnarnir þjóð- nýttu einkalistasöfn góðborg- aranna og komu fyrir i Vetrar- höllinni. pað er þvl einstætt að listaverk í einkaeign einn- ar þjóðar hafi verið flutt í rlk- issafn. Stór hluti af nútíma- listinni hefur þó verið falinn niðri i kjallara Vetrarhallarinn- ar. En nú er þíða, einnig ( list- um og Picasso og félagar eru komnir úr felum. En Guð og Lenín vita einir hvað leynist í kjöllurum Vetrarhallarinnar. ALÞÝ0UBLAÐIÐ í LENÍNGRAD INGÓLFUR MARGEIRSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.