Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. desember 1988
9
Brot úr bókinni „Guð almáttugur hjálpi þér“ endurminningum
séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar.
HUNDAHREINSUN
og heitt vatn úr
Nú í desember gaf Nýja
bókaútgáfan út endurminn-
ingar séra Siguröar Hauks
Guðjónssonar, sem Jónína
Leósdóttir skráði, en titill
bókarinnar er „Guð almáttug-
ur hjálpi þér“. Segir séra Sig-
urður frá ýmsu skemmtilegu,
sem á dagana hefur drifið, og
iýsir samferðamönnum og
ótal átökum, sem hann hefur
lent í um ævina vegna áhuga
síns á sálarrannsóknum og
fleiru. Eftirfarandi frásögn er
að finna í einum af þeim köfl-
um bókarinnar, sem fjalla um
þann tíma er Sigurður Hauk-
ur var klerkur á Hálsi í
Fnjóskadai.
SKÓLINN KYNTUR
MEÐ VÍTISELDUM
Ég var i hinum og þessum
nefndum fyrir norðan, enda
alltaf að skipta mér af öllu
mögulegu. Skólinn var t.d.
þannig, að það varð að flytja
börnin til I húsinu eftir því
hvernig vindur blés. Og það
fannst mér alveg óhæft.
Það var aðeins einn kennari
við skólann. Hann hét Jón
Kristjánsson. Krakkar löðuð-
ust ákaflega að Jóni, enda
vann hann frábært starf.
Hann var bóndi úti I dalnum,
en þarna var heimavist og
svaf Jón því á staðnum. Eg
gat ekki skilið að það væri
nein framtið í þessu og barð-
ist þar af leiðandi fyrir þvi að
Grýtubakkahreppur, Bárð-
dælahreppur, Kinn, Háls-
hreppur og Grenivík samein-
uðust um að reisa einn
almennilegan skóla. Mér
fannst það forsenda fyrir því
að einhver fengist til að taka
við af þessum gömlu, góðu
kennurum. Enginn ungur
maður myndi vilja setjast við
að kenna kannski sex eöa sjö
krökkum! Ég áleit samstarf
líka nauðsynlegt til þess að
hægt væri að reisa skóla,
sem sómi væri að.
Valtýr Kristjánsson i Nesi,
oddviti og vinur minn, gekk
mjög hart fram í þessu með
mér, ásamt Erlingi á Þverá,
en þetta varð vægast sagt
mikið hitamál. Margir sáu
nefnilega ekki hvað fyrir okk-
ur vakti og töldu að við vær-
um að gera rangt. Það ætti
aldeilis ekki að kalla krakka
svona saman. Andstaðan
kom mest utan úr Kinn, en
þar voru haldnir ótal fundir
um „skólamálið". Og rök-
stuðningurinn var stundum
slíkur, að það var jafnvel erf-
itt að hafa gaman af að
hlusta á umræðurnar. Á ein-
um fundinum var mér t.d. líkt
við munk, sem léki tveimur
skjöldum — það er að segja
innan garös og utan, eftir því
hvort ég væri i hempunni eða
ekki. Ég var meira að segja
spurður að þvi, hvort ég vissi
ekki hvaðan heita vatnið
kæmi... Hvort klerkurinn sjálf-
ur léti sér detta í hug að hita
upp hjá blessuðum börnun-
um með vatni, sem kæmi „að
neðan'! Svona voru rökin.
Blessað fólkið á Stóru-
Tjörnum bjargaði málinu meö
þvi að gefa land i Ljósavatns-
hreppi undirskólann og rétt
til heita vatnsins. Þetta var
mikil hjálp og meira en litil
helvíti
„Hundahreinsunin
þótti óskapleg óvirðing
við prestsembœttið. Ég
var álitinn draga það
algjörlega niður í svað-
ið. Samt var ekkert að
því að ég mokaði flór!
Það var því greinilegt
að sum verk voru
„hrein“, en önnur
„óhrein“.‘
gjöf. En þetta gerðu þau til
þess að styrkja stöðu okkar,
fylgismanna skólabygaingar-
innar. Við töldum snjallt að
vera utan við Hálshreppinn,
svo það liti ekki út fyrir að
við værum bara að gera þetta
fyrir okkur sjálfa og ætluð-
umst til að hinir sendu krakk-
ana sína til okkar.
Að endingu var ráðist í
bygginguna, en það fór svo
að Kinnin klofnaði og þeir
stofnuðu skóla á Hafralæk.
Ég skildi nú ekki hvers vegna
í ósköpunum þeir gátu frekar
farið þangað en inn í Ljósa-
vatnshrepp... En þetta varð
sem sagt allt mikið hitamál
og ég var ásakaður harðlega
fyrir að vera að gera eitthvað
aldeilis voðalegt. Rífa krakk-
ana af heimilunum, rjúfa
tengsl fjölskyldna og ég veit
ekki hvaö og hvað. Það voru
heldur ekki allir sammála
mér ( mínu eigin prestakalli,
frekar en annars staðar. En
ég var tilbúinn að berjast við
hvern sem var út af þessu.
HREIN OG ÓHREIN STÖRF
í hitanum í sambandi við
skólamálið birtist einu sinni
óvenju snörp og meistara-
lega skrifuö grein í Tímanum.
Hún var um „Hundahreinsun-
arklerkinn“ og átti að hjálpa
andstæöingum mínum í bar-
áttunni um skólann að losna
við klerkinn. Menn töldu að
hægt væri að ná af mér
hempunni á þennan veg.
Orsök þessa var sú, að ég
hafði vakið máls á því í
hreppsnefnd að hundarnir i
sveitinni hefðu ekki verið
hreinsaðir i nokkur ár. Þetta
braut í bága við lög og ég
taldi að það yrði að koma
þessu í framkvæmd. Það
vantaði svo sem ekki að allir
væru sammála og maður
nokkur var útnefndur til að
annast verkið. Honum voru
send lyf, en ekkert varö þó úr
því að hundarnir væru kallaö-
ir saman.
Það var ekki talið neitt
virðingarverk að hreinsa
hunda, þannig að sá grunur
læddist að mér að við hefð-
um óvart móðgað blessaðan
manninn, sem fékk lyfin
send. Ég ræddi þetta við
Valtý Kristjánsson og hann
grunaði einnig að þannig
væri í pottinn búið. Ég sagði
því við hann, að við skyldum
bara gera þetta sjálfir! Ef við
gætum það ekki gætum við
heldur ekki ætlast til þess að
aðrir gerðu það. Þar með var
það ákveðið.
Þetta var mjög sérkenni-
legur dagur, þegar við hóuð-
um saman hundunum til
hreinsunar. Hvorugur okkar
hafði komið nálægt slíku áð-
ur og við vissum í raun
ósköp lítið um þetta — nema
að hundana ætti að hafa á af-
girtu svæði og sprauta lyfinu
ofaní þá. Siðan myndi renna
á þá og þeir þannig hreinsast
á svo sem sólarhring-. Þarna
var saman kominn mikill
fjöldi hunda, en einn þeirra
þekktum við af þvi að vera
sérlega aðsópsmikinn og ill-
an viðureignar. Þetta var stór
og mikill hundur og við átt-
um von á að lenda i lang-
mestum erfiöleikum með
hann. Við ákváðum því aö
taka hann síðast, þegar við
værum farnir að kunna á
þessu lagið. Þess vegna leit-
uðum við í gryfjunni og
reyndum að þekkja hundinn
úr.
Við höfðum sprautu, sem
minnti á hjólhestapumpu, til
að sprauta upp í hundana og
ákváðum að æfa okkur fyrst
á þeim þægustu. Síðan grip-
um við einn hundinn og upp-
hófst óhemju barátta. Við
urðum að setja eitthvert þver
járn í kjaftinn á hundunum,
til þess að halda honum
glenntum og þegar orrust-
unni við þennan fyrsta hund
lauk var hann búinn að
gleypa talsvert af oddvita-
blóði með lyfinu. Það fyllti
okkur auðvitað skelfingu.
Þetta var sá hundur, sem viö
álitum þægastan. Hvernig
yrði þá að koma þessu ofaní
hina?! En þá kom bara í Ijós
að þetta var einmitt kvikind-
iö, sem við vorum að óttast.
Og það gekk mjög vel með
hina.
Þegar þessu var loks lokið,
settumst við Valtýr niður á
gryfjubrotið þar sem hund-
arnir voru ofaní. Við vorum
ákaflega ánægðir, en urðum
þó fljótt skelfingu lostnir,
þegar við sáum einn hund
eftir annan lognast út af.
Okkur datt ekki annað í hug
en að nú værum við líklega
búnir að drepa alla hundana i
sveitinni! Við urðum það
hræddir, að við hlupum heim
á næsta bæ og hringdum
snarlega í dýralækni til að fá
hjálp, því okkur þótti þetta
dálítið svakalegt. Hjá læknin-
um fengum við hins vegar
þær upplýsingar, að lyfiö
virkaði einmitt svona. Þaö
væri eðlilegur gangur máls-
ins að hundarnir sofnuðu og
við skyldum bara biða rólegir
þar til þeir vöknuðu aftur.
Það gerðum við og eftir að
skrekkurinn var liðinn hjá var
þetta mjög spaugilegt. En við
vorum ekkert mjög brattir,
þegar við hlupum þarna heim
að bænum til þess að fá lán-
aðan síma, án þess að láta
neitt uppi um erindið.
Þetta tiltæki mitt — að
hreinsa hundana í sveitinni
— þótti sem sagt óskapleg
óvirðing við prestsembættið.
Ég var álitinn draga það
algjörlega niður í svaðið.
Samt var ekkert aö því að ég
mokaði flór! Þeir höfðu ekki
kært mig fyrir það. En þetta
mátti ég ekki. Það var þvi
greinilegt að sum verk voru
„hrein“, en önnur „óhrein". Og
þetta var eitt af því, sem
klerkur átti ekki að koma
nálægt... Það tókst að vísu
ekki að fá biskup'til að reka
mig fyrir þetta, en ég fékk
áminningu um að fara svolít-
ið gætilegar í framtíðinni.