Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 17
' ,Laugardagur 24. desember 1988 17 Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bœnda EB-RIKIN hrœdd við okkur Mikið hefur verið rætt um uppgræðslu og gróðurvernd að undanförnu, og koma þá landbúnaðarmálin einatt mik- ið viö sögu, enda er sam- vinna bænda og gróðurvernd- armanna frumskilyröi þess að vel takist til i landverndar- málum. Einnig hefur islensk- ur landbúnaður verið ofarlega á baugi í umræðunum um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu, og eru eflaust margir sem telja að slíkt myndi ríöa bændum að fullu þar sem engin brýn nauðsyn ræki til að standa að framleiðslu landbúnaðar- afurða ef um friverslun á þeim væri að ræða. Alþýðublaðið hitti að máli Hauk Haildórsson formann Stéttarsambands bænda til þess að fræðast um þessi mál út frá sjónarmiði bænd- anna sjálfra. Haukur var fyrst spurður að því hvar Islend- ingar stæðu í samkeppninni viö t.a.m. OECD löndin, sem niðurgreiða landbúnaðar- framleiðslu sína um allt að 220 milljarða bandaríkjadoll- ara á ári? „Þegar maður talar um samkeppnishæfni landbún- aðarvara og sölu, annars veg- ar á innanlandsmarkaði og hinsvegar á erlendum mörk- uöum, þá er gildir um það mjög flókið kerfi sem byggist á því að það hefur ekki verið um að ræða neina beina frí- verslun um landbúnaðaraf- urðir, heldur hafa langflestar þjóðir gengið út frá því að framleiða sem mest, bæði af öryggisástæðum og öðru; að brauðfæða sjálfa sig eins og hægt er, og flytja síðan út af- gang. Svo eru það einstaka þjóðir sem stíla upp á út- flutning á landbúnaðarafurð- um, eins og Argentína, Ástralía og Nýja-Sjáland með kjöt og Bandaríkin með korn. Þess vegna er það að svo- kallað heimsmarkaðsverð sem menn eru oft að tala um og vitna í með landbúnaöar- afurðir er í raun og veru of- framleiðsluverð, en byggir alls ekki á framleiðslukostn- aðarverði. Það hefur verið verulegur ágreiningur út af þessu, því útflutningsþjóðirn- ar hafa viljaö, og þá með samkomulagi eins og innan GATT, að settar yrðu ákveön- ar reglur um viðskipti með landbúnaðarafurðir hliðstætt því sem gildir með iðnaðar- varning, þar sem væri fund- inn ákveðinn mælikvarði, sem yfirleitt er kallaður PSE í landbúnaði, þar sem menn reyna að meta hverjir eru hin- ir raunverulegu styrkir eða niðurgreiðslur. Þessir styrkir eru veittir á gífurlega mis- munandi hátt og þeir eru einnig mjög mismunandi miklir.” — En eru bændurekki hræddir við að sú hætta sé fyrir hendi að ef ísland fengi aðild að EB að landbúnaður hérlendis legðist hreinlega af með fríversluninni? „Vissulega erum við hræddir við hvaða áhrif það gæti haft. En landbúnaður er mjög ólíkur innan landa Evr- ópubandalagsins, og ég var nýlega á fundi þar sem nor- rænu bændasamtökin áttu viðræður við bændasamtök EB, og þar kom beint fram hjá formanni bændasamtak- anna sem eru starfandi innan EB, að þeir væru ennþá hræddari við samkeppnis- hæfni Norðurlandanna, því þeir telja að landbúnaður þar sé þróaðri heldur en víða t.d. á Frakklandi og Spáni. Þeir segja útaf fyrir sig að það sé óhugsandi fyrir þá að fara í algera fríverslun á heims- markaði með landbúnaðar- vörur, því á sama hátt og tal- að er um byggöastefnu hjá okkur, eru þeir með ákveðnar greiöslur til fjallabænda o.þ.h. til þess að halda þeirri byggð sem þar er. Við ótt- umst því ekki svo gífurlega inngöngu í EB, því aðstæöur þar eru svo margbreytilegar og framlög mjög viða í þeim löndum ekki mjög há. Hins- vegar eru það Bandarikin með sínar glfurlegu einingar, og að einhverju leyti Ástralía og Nýja-Sjáland sem eru með hjarðbúskap sem ástæða er til að óttast. Ef þessar búvör- ur flæddu inn í Evrópu þá myndu þær geta þrengt veru- lega að.” — En hvað með sláturhús hérlendis, standast þau þær kröfur sem EB gerir til vinnslustöðva? „Ég hugsa aö hvergi í heiminum séu sláturhús eins vel úr garði gerð og fullkom- in. Þó svo að sagt sé að EB hafi verið að gera meiri og meiri kröfur til sláturhúsa hérna ef við eigum að geta selt afurðir innan þess, þá eru það í aðalatriðum varnar- aðgerðir vegna þess að þeir eru að reyna að takmarka innflutning inn á sitt svæði. Það eru til annars slags varn- araðgerir en tollar og vöru- gjald og annað, t.d. hafa Bandarfkjamenn veriö mjög duglegir við að nota s.k. verndaraðgerðir sem eru í öðru formi en að banna inn- flutning, þ.e. að setja mjög háar kröfur um við hvernig skilyrði varan er framleidd, aukefnakröfur og gerlataln- ingu, sem menn þurfa ekki að uppfylla I heimalandinu. Það eru þvl heilbrigöisreglu- gerðir sem notaðar eru til þess að stoppa innflutning. Á þennan sama hátt höfum við fengið þrýsting frá EB, en það væri mjög fróðlegt fyrir ýmsa aðila að sjá hvernig sláturhús og mjólkursamlög eru mjög vlða I Evrópubanda- laginu. Eg tel vinnslustöðv- arnar okkar með því besta sem gerist I heiminum.” Svo að ég komi inn á upp- græðslumálin; nú hafa bænd- ur mátt sæta mikilli gagnrýni og þeir verið ásakaðir fyrir að vera helsti óvinur gróður- verndar. Hvaða augum líta bændur á það mál? „Já það er rétt, það hafa verið miklar og heitar um- ræður um gróðurverndarmál og landnýtingu að undan- förnu. Mér hefur fundist tölu- vert um það að þessar um- ræður stjórnuðust frekar af tilfinningu heldur en rök- hyggju. Það er nú einnig eins og það er að það eru ákaf- lega margir I þessari um- ræðu sem þekkja raunveru- lega mjög takmarkað til stöðu þessara mála; hvað hefur verið gert til þess að efla gróður og hvers vegna hann virðist vera þetta illa farinn sums staðar. Það er skiljanlegt að þetta er öllum tilfinningamál að sjá land blása upp, og þá verður að leita uppi einhvern sökudólg — og jú: Það er sauðkindin og bændur. Það er svo einfalt að finna út að það séu þessir aðilar, en mín skoðun er sú að sjálfsögðu að það sé ekki sauðkindin, heldur við sem ibúar þessa lands hljótum að eiga verulega sök á sök á þessu. Þá er það alveg Ijóst að í gegnum aldirnar var spurningin að lifa af þessu landi og þá lifðu menn á sauðkindinni númer eitt og menn beittu þetta land, og rétt kannski skrimtu. Það þýðir út af fyrir sig hvorki að tala um gróðurvernd og ann- að á meðan ástandið er þannig að þetta er eina leiðin til þess að lifa af. Hinsvegar getum við ekkert lengur verið með þá afsökun; við eigum að hafa þekkingu á þessu, og eigum vel til hnífs og skeiðar svo aö nú hljótum við að veröa stýra þessu þannig að gróður fari að aukast, en minnki ekki.” — En er ekki forsenda þess að nýta landið á skyn- samlegan hátt með því að laga kvótakerfið eftir lands- hlutum. Nú hafa Vestfiröirnir t.a.m. verið taldir hentugir til sauðfjárræktunar án þess að gróður sé í hættu. Þyrfti ekki að auka fé þar en fækka því á hættusvæðum? „Þetta er hárrétt, en það var fyrst hægt að gera þetta með búvörulögunum frá 1985. Þá var fyrst sett i lög kvótakerfi, og þá varð heimilt að nota útflutningsbætur á annan hátt en til þess að greiða eingöngu með vöru sem færi til útflutnings. Þessu erum við byrjaðir á. Fyrst af öllu varð náttúrlega að kortleggja landiö, þaö varð að taka mið af því sem það var. Menn urðu að gera sér grein fyir því hvað mikil fram- leiðsla var á hverju svæði, og við skiptum landinu strax ár- ið 1986 upp í framleiðslu- svæði, og i fyrra, árið 1987, var strax farið að taka mið af því og þá var sauðafram- leiðslan skert mismunandi eftir landshlutum. Á sama hátt var reynt að stuðla að því að sauðfjárframleiðslan dragist saman á s.k. mó- bergssvæði sem er svæðið hér sunnanlands og norður um Þingeyjarsýslur og jafnvel í Eyjafjörð. Við erum með mjög ákveðnar samþykktir og það er vilji Stéttarsambands- ins fyrir því, og við höfum unniö í því nú tvö ár. Þaö þarf að draga saman sauöfjár- framleiðslu, það er vilji þjóð- arinnar fyrir þvi, ef tekið er mið af innanlandsmarkaði. Þá höfum við ákveðið kerfi sem er þannig að Framleiðoi- sjóður kaupir af bændum framleiðslurétt, og þeim upp- kaupum hefur verið alveg sér- staklega beint inn á þessi svæði, þ.e.a.s. móbergssvæð- inu. Það er markvisst reynt að ná þar niöur sauðfjarfram- leiðslu á sama tíma og reynt er að spyrna við fótum að það dragist saman á Vest- fjörðum og Norðausturhorn- inu. Við höfum reynt að stuðla að með skiptum á s.k. framleiðslurétti í mjólk og sauðfé, að fá meiri fram- leiðslurétt í mjólk einmitt nær markaðinum hérna. í landbúnaðinum verður að eiga sér staó þróun, en ekki byltingar, og ég tel að það miði töluvert í þessa átt.” — Hefur neysla á kinda- kjöti ekki farið stórfeldlega minnkandi nú síðustu ár? Væri í framhaldi af þvi ekki eðlilegt að taka upp kvóta í fleiri greinum landbúnaðar? Jú. Því miður er um það að segja að síðan 1980 hefur sala á innanlandsmarkaði dregist saman um nærri 30%, og það er jafnmikið og við erum búin aö draga sam- an sauðfjárframleiðsluna á þessum sama tíma. Það þætti nú mikið, en þar sem markaðurinn innanlands hef- ur dregist saman um vel hlið- stætt magn þá eigum við ennþá við þetta ákveðna út- flutningsvandamál að stríða. Ef innanlandsmarkaöurinn hefði haldist eins og hann var í kringum ’82:83 þá væri ekki þörf á neinum útflutn- ingi í dag. Þetta eru bara neysluvenjubreytingar, og það er sérstaklega svínakjöt sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum; neysla þess hefur vaxið um u.þ.b. 10-15% á hverju ári. Neysla nautakjöts hefur sömuleiðis vaxiö mjög á undanförnum árum, og lítilsháttar kjúkl- inga, þó að það hafi heldur dregið úr neyslu þeirra nú. Það er þó öllum Ijóst, hvort sem það er innan EB eða annars staðar, og verður að benda á það, að ef tekin er upp framleiöslustýring, eins og sauðfjárkvótann hjá okkur, þá verður hún að taka á öll- um skyldum greinum, því annars færa menn sig bara á milli greina og skapa jafnvel ennþá meira vandamál þar. Þvi verð ég aö svara því til að það væri miklu eðlilegra að hafa yfir að ráða stjórntæki sem gæti takmarkað fram- boð í öllum kjötgreinum, og það þyrfti að sjálfsögðu að vera þanníg aö það tæki mið af því sem væri hægt að selja, því sem neytandinn vildi kaupa.” sólveig ÓLAFSDÓTTIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.