Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 28. desember 1988 jmirciifiiÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson BÍaðamenn: Friórik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. AFSTAÐA AÐALHEIÐAR BJARNFREÐSDÓTTUR OG STAÐA STEFÁNS VALGEIRSSONAR Ríkisstjóminni hefur óvænt borist liösstyrkur úr rööum Borgaraflokksins. Viö afgreióslu fjáröflunarfrumvarpa í neðri deild Alþingis í fyrri viku, greiddi Aöalheióur Bjarn- freösdóttir þingmaöur Borgaraflokksins, atkvæði meö frumvarpi um vörugjald og frumvarpi um tekju- og eigna- skatt. Afstaða Aðalheiöar byggðist á hinni pólitísku sann- færingu hennar um aö nútímaþjóöfélag veröi að búa yfir sterku tekjuöflunarkerfi ríkissjóös til þess aö halda upþi heilbriöiskerfi, menntamálum, félagslegri umönnun, samgöngum og öðrum málum sem við tengjum siö- menntuöu þjóðfélagi sem býr við öryggi og velferðarkerfi. Þessi afstaöa Aóalheiöar var ekki öllum flokksbræðrum hennar aö skapi, enda eru miklir andstæðingar skatta víöa í Borgaraflokknum, þó svo aö flokkurinn vilji stundum kenna sig við mannúöarstefnu. Mannúö sem byggir einungis á ölmusu hinna ríku til hinna fátæku er hins vegar engin mannúö. Þá væri nær aö tala um góð- gerðarstarfsemi; þegar hinir efnuöu hafa efni á og eru í skapi til þess aö sóþa brauómolunum af allsnægtarborði sínu yfir þurfandi alþýöuna. Sem betur fer standa rætur Aðalheiðar Bjarnfreösdóttur ekki í slíkum jarðvegi. Aðal- heiður er alþýöukona sem hefur tekist á við lífið meö öörum hætti en flestir liösmenn Borgaraflokksins. Hennar afstaða er skýr: Aðalheiður Bjarnfreösdóttur sýndi meö atkvæðagreiðslu sinni um tekjuöflunarfrum- vörpin aö hún kann ekki aö meta mannúö góðgerðar- starfsins. Aöalheiöur veit að siðmenntað þjóöfélag byggir á réttlæti og jöfnuði, öryggi og velferð, verður aðeins skaþað með réttlátu skattakerfi. Ekki með náðaraurum stórbubbanna. Cln atkvæðagreiðslan í neðri deild í fyrri viku minnir á aðrarstaðreyndir. Hún minnirtil að mynda á þá staðreynd að núverandi ríkisstjórn var meðal annars stofnuð á grunni þeirra yfirlýsinga Stefáns Valgeirssonar að hann gæti tryggt öruggan meirihluta í báðum deildum. Fljót- lega var þessi meirihluti nefndur huldumenn Stafáns Valgeirssonar. Þessar yfirlýsingar tryggðu Stefáni Val- geirssyni valdastöðu sem margir hafa jafnað við ráðherra- stól. Stefán Valgeirsson hefur hins vegar ekki reynst sá umboðsmaður í álfheimum sem margir hugðu. Bág frammistaða Stefáns Valgeirssonar í umbjóðendamálum sínum og svikin loforð hljóta að vekja þá spurningu, hvort ríkisstjórnin þurfi að standa við sinn hluta samningsins. Nú er mikið rætt um hugsanlega stjórnarþátttöku Borgaraflokks eða Kvennalista. Gangi þær umræður í hönd með aðild annarra hvorra umgetinna flokka, eða jafnvel beggja, hljóta hins vegar að vakna sþurningar um framtíðarstöðu Stefáns Valgeirssonar. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Ólafur Ragnar: Vill fá Kvennalist- ann i arma sina. ÓLAFUR Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra hefur áhyggjur af Kvennalistanum. í fyrri viku mátti lesa viðtal við fjármálaráðherra í Þjóð- viljanum þar sem hann harm- aði faðmlög Kvennalistans við Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur Ragnar efaðist aldrei að fjáröflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar kæmust í gegnum neðri deild. Fjár- málaráöherra hafði þó gert sér meiri vonir um skilning Kvennalistans á frumvörpun- um. Orðrétt segir hann í við- talinu: „En ég hélt kannski að aðrir í stjórnarandstöðunni yrðu reiðubúnari til að fara í alvarlegar viöræður um þessi mál, og ég leyni því ekki að það eru mér vonbrigði að Kvennalistinn skyldi ekki vera fúsari til þess að ræða þessi mál. Þær hafa auðvitað sínar ástæður, sem við skul- um láta liggja á milli hluta á þessu stigi, en ég held að við ættum að halda áfram að reyna að fá þær til viðræðna um framtiðarstefnumótunina. Þvi auðvitað gengur það ekki að Kvennalistinn sé að skipa sér við hliðina á Sjálfstæðis- flokknum mánuð eftir mánuð og kannski ár eftir ár. Hann á ekkert heima i þessum íhaldsherbúðum, hann á heima með okkur jafnréttis- sinnum og félagshyggjufólki. Og ég vona að það takist á næstu vikum að skapa auk- inn skilning á milli okkar og þeirra, þó ekki hafi unnist nægilegur timi til þess á þessum síðustu dögum.“ Þessi sjónarmið eru allrar athygli verð. Hvernig skyldi Kvennalistakonunum líða í örmum Ólafs Ragnars? KRISTINN P. Benedikts- son yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði segir frá ýmislegu skemmtilegu á ferli sínum í viðtali við jóla- blað Vesturlands. Við klippum út frásögn af ímynduðu hasspartí sem hafði hinar ótrúlegustu af- leiðingar: „ „Já, ég get sagt frá væg- ast sagt eftirminnilegu atviki frá veru minni í Bolungarvík. Það gerðist er ég kom þang- að fyrst sem lítt eða ekki reyndur læknanemi og fór að sinna þar læknisstörfum. Ég var búinn að vera þar í eina viku og alltaf hafði verið full stofan. Eitt kvöldið sit ég einn heima. Fæ ég þá heim- sókn, Þar er kominn gamall skólafélagi minn og einn besti vinur. Hann var þá aö vinna á dýpkunarskipinu Gretti við dýpkun i höfninni. Varð ég að vonum glaður en um leið hissa að sjá hann því ég hafði ekki haft hugmynd um veru hans í bænum. Hann hafði með sér nokkra félaga sína og var haft vín um hönd. Ég bragðaði að sjálfsögðu ekki á þessum veigum þeirra, en þeir voru örlítið við skál. Svo gerist það að siminn hringir. Ég svara og á hinum endanum er drafandi karlmannsrödd sem spyr eftir lækninum. Ég segist vera læknirinn. Ég átti í mestu erfiðleikum með að skilja manninn, en hann spurði þó að lokum: Er ekki partý þarna? Ég sagði það af og frá og skellti á. Einhverj- um mínútum siöar leiðir einn af gestum minum mann inn í stofuna, sem var áberandi við skál. Þekkti ég strax á rödd- inni að þar var kominn mað- urinn sem hringt hafði skömmu áður. Eg gat ómögu- lega verið að kasta honum út, þar sem hann var ósköp vinalegur að sjá. Hann gaf sig fljótlega á tal við vin minn, sem er mikill húmoristi. Umræddur vinur minn tottaði pípu af mikilli áfergju. Vildi maðurinn meina að i pípunni væri eitt- hvað meira en vanalegt pipu- tóbak. Vinur minn varð þá laumulegur á svipinn og sagði að ekki væri útlokað að svo væri. Maðurinn vildi endi- lega fá að smakka á þessu dýrðartóbaki, en vinurinn sagði það af og frá, þetta tóbak væri sko ekki fyrir hvern sem er. Maöurinn varð hinn fúlasti en varð að sætta sig viö þetta. Síöar leysist samkvæmið upp og allir halda til síns heima. Eftir þetta fer alltaf fækk- andi á stofunni hjá mér, þangað til að í lok þeirrar viku er fór í hönd kom ekki einn maður á stofuna. Ég skildi ekkert hverju þetta sætti og var farinn að vafra um gólf verkefnalaus, þegar á stofuna til mín kemur lög- regluþjónn i fullum skrúða. Þaö var fornvinur minn Þórir Steingrímsson, núvernandi leikari og rannsóknarlög- reglumaður. Hann segir við mig: Kiddi, hvað þykist þú vera að gera? Ef þú þarft aö reykja hass skaltu gera það einhvers staðar annars stað- ar en fyrir framan íbúa þessa bæjar! Ég kom alveg af fjöll- um og spyr Þóri hvað hann sé eiginlega að tala um. Þá segir hann mér að þaö sé haft eftir vissum manni í bænum að það hafi verið hasspartý hjá mér og sé á hverju kvöldi. Ég bregst ókvæða við og þá fyrst gerði ég mér Ijóst hvað um var að vera, aö þessi maður sem komið hafði um kvöldið hefði skrökvað þessu. Ég varð í fyrstu mjög reiður Þóri vini mínum fyrir að trúa þessu á mig, en síðan afar sár út í þann sem hafði gert mér þennan óleik. Ég segi Þóri síðan hvernig í málinu liggur og bið hann aö hjálpa mér að bera þenn- an rógburð til baka. Þegar hann sannfærist um að ég er að segja satt gerist hann hinn hjálplegasti. Ég segi ekkert minna duga en að maðurinn verði yfirheyröur og að birt verði yfirlýsing frá honum að um uppspuna hafi verið að ræða. Þórir tekur vel í þetta og gengur i verkið af mikilli röggsemi. Hann yfir- heyrir manninn sem játar að hafa spunnið þetta allt upp, ekki af þvi að hann hafi trúað þvi að félagi minn hafi verið með hass, heldur vegna þess að hann hafi verið reiður yfir því að þaö hafi verið hæðst að honum. Hann ber þetta því allt til baka og skrifar undir yfirlýsingu þess eðlis. Þá gerist það þegar Þorir ætlar að birta yfiriýsinguna góðu, að lögreglustjórinn í bænum tekur fram fyrir hendurnar á honum og bann- ar honum að birta yfirlýsing- una. Þá kom í Ijós ai lög- reglustjórinn var góður vinur þessa manns sem fyrir róg- burðinum stóð. Þórir sætti sig ekki við þessi málalok, heldur flaug i skyndi suður til Reykjavíkur, fór upp i dómsmálaráðuneyti og talaði þar við Baldur Möller ráðu- neytisstjóra og fékk Jeyfi beint frá honum til þess að birta yfirlýsinguna. Það var síðan gert og skömmu siðar fór að fjölga aftur á stofunni hjá mér, sem betur fer. Þessi atburðu'r haföi meðal annars þann eftirmála, að tveim mánuöum síðar hrökkl- aðist lögreglustjórinn í bæn- um frá embætti." “ Það er greinilegt að æra manna úti á landi er mjög brothætt! Kristinn Pétur Benediktsson yfir- læknir: Rógburöur um imyndaö hasspartí reyndist dýrkeyptur. Einn me8 taffinu Þessi er sagður án ábyrgðar: Ólafur Ketilsson bílstjóri með meiru var nýverið staddur í samkvæmi fyrir austan fjall. Þetta var mikið og veglegt samkvæmi og meðal gesta var Þorsteinn Pálsson, formaðurSjálfstæðisflgkks- ins. Undir borðum heyrðist allt í einu þrumuraust Ó lafs Ketilssonar: „Skál fyrir Steina!" Allir lyftu glösum og skáluðu fyrir formanni Sjálfstæð- isflokksins. En varla höfðu menn sett niður glösin fyrr en raust Ólafs Ketilssonar gall við að nýju: „Skál fyrirSteina!" Og aftur lyftu menn glösum og kinkuðu kolli til Þorsteins Pálssonar. En varla höfðu menn drukkið út skálina, fyrr en Ólafur hrópaði að nýju: „Skál fyrir Steina!“ Nú kom hik á menn, en enn lyftu gestir glösum til heiðurs formanni Sjálfstæðisflokksins. Þá heyrðist í Ólafi Ketilssyni: „Hvað er þetta eiginlega? Fæ ég skál fyrir sveskjusteinana, eða ekki!!??“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.