Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. desember 1988 3 FRETTIR Borgarráð snuprar fjárveitinganefnd EKKI KRÓNA TIL UPPBYGGINGAR HEILSUGÆSLUSTÖDVA BORGARINNAR segir Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Fulltrúar allra flokka borg- arstjórnar sameinuöust um ályktun i borgarráði fyrir skemmstu, þar sem því var mótmælt aö ekki er gert ráö fyrir framlagi á fjárlögum til byggingar heilsugæslu- stöðva i Reykjavík, sam- kvæmt tiflögum fjárveitinga- nefndar. 230 milljónir króna voru til ráðstöfunar til þessa málaflokks og haföi Reykja- vik sótt um 100 milljónirtii að Ijúka framkvæmdum við þær heilsugæslustöðvar sem nú eru i byggingu við Vestur- götu og Hraunberg. „Borgarráð lýsir furðu sinni á þessari tillögugerð, sem hlýtur að leiða af sér stöðvun framkvæmda, og skorar á alla „Þetta er hneyksli“ þingmenn Reykjavíkur að beita sér fyrir eðlilegum fjár- veitingum til umræddra heilsugæslustöðva á fjárlög- um 1989, en alkunnugt er aö Reykjavík hefur fengið hlut- fallslega mun lægri framlög til heilsugæslustöðva á liðn- um árum en önnur kjör- dæmi“ segir meðal annars í ályktuninni. „Þetta er auðvitað hneyksli" sagði Bjarni R Magnússon borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins í samtali við Alþýðublaðið um málið. „Ekk- ert annað en mismunun. Mér sýnist þetta í hnotskurn vera endursþeglun á því að Reyk- víkingar eiga engan mann í fjárveitinganefnd. Það lítur út fyrir að hin réttu vinnubrögð nú sé að gera líkt og flokks- bróðir minn Karl Steinar Guðnason, sem fékk vilyrði frá fjármálaráðherra, sem er úr sama kjördæmi, en Karl skilyrti stuðning sinn við rik- isstjórnina við að sjúkrahúsið í Keflavík fengi sporslu. Hann vissi sem var að fjármálaráð- herra hefði ekki getað neitað. Ríkið á hreinlega að viður- kenna að það hafi ekki nægi- legt fjármagn ef það treystir sér ekki að gera jafnt við alla þegnana. Auðvitað á ekki að þurfa að vera sérstök hags- munagæsla í störfum fjár- veitinganefndar, en Reykvík- ingar eiga ekkert síður en aðrir að eiga aðila i nefnd- inni." Bjarni sagði að ríkið drægi yfirleitt laþþirnar í sameigin- legum framkvæmdum og að borgin ætti mikið fé inni hjá rikinu. „Rikið segist alltaf borga helminginn af stofn- kostnaði, en þá á alltaf eftir að uppfæra til verðlags. Þeg- ar dæmið er hins vegar gert upp kemur iðulega í Ijós að ríkið hefur ekki borgað nema 30-40% eftir veröbólgu. Að sögn Sighvats Björg- vinssonar formanns fjárveit- inganefndar er aðallega tvennt sem veldur því að ekki er gerð tillaga um framlag til Reykjavíkur af hálfu nefndar- innar. „Annars vegar er nauð- synlegt að ganga frá sam- • komulagi um framgang heilsugæslumála, en Reykja- vík hefur ekki treyst sér til að fara að lögum um heilsu- gæslustöðvar. Samningar eru nú í gangi við heilbrigðis- ráðuneytið um breytingar á lögunum til að koma til móts við Reykjavík í þessu sam- bandi. Hins vegar hafa Reyk- víkingar haft allt annan hátt á rekstri sinna stöðva en aðrir, meðal annars leigt hann til heilsugæslulækna. Ég á von á því að samkomulag um framkvæmd heilsugæsluupp- byggingar takist bráðlega, helst ekki síðaren í janúar.“ Hlutafélag um bifreiðaskoðun HALL0ÓR FÉKK FYRSTA NÚMERID Starfsemi hlutafélagsins Bifreiðaskoðunar íslands hefst nú um áramótin, en i gær var fyrsta númeraplatan samkvæmt nýja kerfinu tekin í notkun er hún var fest á bif- reið dómsmálaráðherra. Það var gert að Litla-Hrauni, en fangar munu hafa það verk- efni að smiða hinar nýju plöt- ur. Frá og með áramótun fá allir nýskráðir bílar hinar nýju númeraplötur og plötur fyrir eldri bfla veröur hægt að fá eftir pöntun og kostar það 3.000 krónur auk söluskatts, sem er svipað verð og gilti áður fyrir umskráningu. Nú fellur hins vegar umskráning niður, sem gerir eigenda- skipti einfaldari og hin nýju númer eru stöðluð sam- kvæmt Evrópustaðli. Fyrst um sinn verður starf- semi Bifreiðaskoðunarinnar rekin meö svipuðu sniði og verið hefur, en áformað er að reisa fullkomnar skoðunar- stöðvar í Reykjavík, Selfossi, Keflavík og Akureyri. Einnig verða reistar svo kallaðar ein- menningsstöðvar í öllum kjördæmum, en skoðun í dreifðustu byggðum verður í færanlegri skoðunarstöð sem ferðast um landið. Stöð þessi er í sérstakri flutningabifreið sem komin er til landsins frá V-Þýskalandi. Bifreiðaskoðun íslands hf er 50% í eigu ríkisins, trygg- ingafélögin eiga fjórðung og Félag íslenskra bifreiðaeig- enda og Bílgreinasambandið eiga saman fjórðung. Nokkur friðelskandi samtök stóðu fyrir blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessukveldi og var þátttakan með mikium ágætum þrátt fyrir nistandi kulda. Ergreinilegt aðekki voru allir búnir að gleyma friðarboð- skapinu-n mitt í öllu kaupæðinu. A/mynd Helga Vilhelmsdóttir. Olíustríð á Austurlandi AÐ VIÐSKILNAÐI OLÍUFÉLAGSINS — segir Jónas Hallgrímsson forseti bœjar- stjórnar Seyðisfjarðar. Bæjarstjórinn vill að olíufélögin tryggi viðunandi birgðir af svartolíu ella fái loðnuverksmiðjan að sjá um innflutning á svartolíu. SKÖMM Mikill hiti er rikjandi á Austfjöröum vegna dreifingar oliufélaganna á svartolíu til loðnuverksmiðja á svæðinu. Fyrir skemmstu samþykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktun „vegna þess vand- ræðaástands sem skapast hefur vegna síendurtekinnar vöntunar á svartolíu" og kem- ur fram í ályktuninni krafa um að félögin tryggi loðnu- verksmiöjunum næga svart- olíu og að í því skyni verði 12-14 þúsund tonna olíu- birgðatankur OLÍS á Seyðis- firði notaður, ella fái verk- smiðjurnar sjálfar að sjá um innflutning. Olíufélgagið hf (ESSO) og Skeljungur hf (SHELL) hafa eindregið mótmælt þvf að til vandræðaástands hafi komið. í fréttatilkynningu frá ESSO segir: „Það hefur aldrei skaþ- ast vandræðaástand hjá loðnuverksmiðjum sem eru í viðskiþtum hjá Olíufélaginu h.f. vegna vöntunar á svart- oliu... Fullyrðingar bæjar- stjórnarinnar um annað er vísað á bug“. Loðnuverk- smiðjurnar á Seyðisfiröi eru reyndar ekki i viðskiptum við ESSO, en olíufélögin skipta milli sin Sildarverksmiðjum rikisins. ESSO segir það ekki hag- kvæmt að nota tank OLÍS á , Seyðisfiröi ‘þó það geti verið hagkvæmt fyrir Seyðisfjarðar- kauþstað vegna hærri tekna af hafnargjöldum". Fullyrðir ESSO að það sé hagkvæm- ara að dreifa svartolíunni frá Reykjavík en að gera Seyðis- fjörð að viðbótar innflutn- ingshöfn og dreifa olíunni þaðan til Austurlands. Ráðamenn á Seyðisfirði eru mjög óánægðir með við- brögð og þjónustu oliufélag- anna. Jónas Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar Seyðis- fjarðar var mjög þungorður i tilefni af fréttatilkynningu ESSO. „Þeir hjá ESSO lemja alltaf höfðinu við steininn. Það er ansi hart að félagsleg hreyfing sem kennir sig við samvinnu skuli ekki fyrir löngu vera búin aö taka í lurginn á sjálfri sér og að það skuli ekki fyrir löngu vera búið að komast inn í höfuð þessara manna að það er mörgum dagleiðum styttra að sigla til Austurlands í tank sem er fyrir hendi heldur en að stafla öllum llfsins ómögulegum og mögulegum tönkum út í Örfirisey með til- heyrandi hættu fyrirallt höf- uðborgarsvæðið. Hvað ætli sé búið að eyöa miklum fjár- munum í að sigla aftur á bak og áfram meö þessa vöru, allt frá því þeir hættu að nota þennan tank á Seyðisfirði sameiginlega? Mönnum þykir ansi hart að fulltrúar félags- hyggju og samvinnustefnu skuli halda fram þvílíkri vit- firringu. Við sáum á sínum tíma útreikninga sem sýndu notagildi þessa tanks og það skyldi þó aldrei vera að sá fiskur leyndist undir steini aö það er OLÍS sem á þennan tank og að því vilji hin félög- in ekki nota hann“, sagði Jónas og segir það nokkuð um þungann á bak við orð hans að hann er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn. Jónas mótmælir þvi að það svari ekki kostnaöi að nýta tankinn á Seyðisfirði og telur olíufélögin vera aö bregðast skyldu sinni. „Ég held að þetta sama félag ætti að koma hingað og skoða sérstaklega hvernig það gengur frá sínum eigum, það er ekki enn þá komið í Ijós hvernig það ætlar sér raunverulega að skila af sér sómasamlega, hvorki gamla Þórshamarshúsinu né bryggj- unni. Það er allt í niður- níðslu, sem er mikil skömm eftir alla þá velsæld sem Olíufélagið hafði hér á síldar- árunum og lengst af eftir þau. Viðskilnaður félagsins og öll framkoma þess við landsbyggðina yfirleitt er með endemum um leið og það er að byggja tugmilljóna króna bensinstöðvar fyrir sunnan sem engu skila.“ Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri hafði ákveðnar skýringar á því hvernig olíufé- lögin geta leyft sér að afneita því að til vandræðaástands hafi komið. „Menn greinir á um hvað eigi að kallast vand- ræðaástand. Olfufélögin telja það ekki vandræðaástand ef þau geta haldið verksmiðjun- um gangandi og það er túlk- un sem við sættum okkur ekki við. Hér var vissulega til svartolfa til fjögurra sólar- hringa bræöslu og við vitum aö skipin voru á þeytingi hér um slóöir til að varna þvf að verksmiöjurnar yrðu svart- olíulausar. Ef olíufélögin telja að þetta sé gott ástand þá er þaö túlkun út af fyrir sig. En ég hafna þvi a farió að það geti falist nokkurt öryggi í þessu. Þaó þarf ekki annað en leiðindaveður eóa aö eitt- hvað hafi komið fyrir rússn- eska skipiö sem var á leið- inni til landsins og þá heföi komið til vandræða. Verk- smiójurnar hefðu aö vísu getað brennt lýsi, eins og gerðist á Norðfirði um dag- inn vegna svartoliuskorts, en lýsi er vel helmingi dýrara en svartolían. Það er langt frá því að geta talist góð þjón- usta hjá olíufélögunum að verksmiðjurnar hafi hér á há- vertíð 3-4 sólarhringa í svart- olíu. Mér er kunnugt um að við samþykkt bæjarstjórnar- innar hafi skipin farið á fulla ferð og safnað oliu hér á næstu fjörðum og stefnt hingað, meðal annars frá Reyðarfirði. Oliufélögin hafa vissar skyldur við að hafa hér birgðir sem við teljum þau ekki fullnægja sem skyldi og við erum heldur ekki sam- mála þeirra útreikningum á því að það sé dýrara að dreifa hingað olíu frá Austurlandi heldur en frá Reykjavík. Við höfum ekki fengið það sama út úr dæminu og þvl stendur staðhæfing gegn staðhæf- ingu“ sagði Þorvaldur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.