Alþýðublaðið - 28.12.1988, Page 8

Alþýðublaðið - 28.12.1988, Page 8
fminiiíiHini Miðvikudagur 28. desember 1988 Ingi U. Magnússon gatna- málastjóri: Þjónustan er betri á litlum hótelum heldur en stórum. Amynd/Magnús Reynir. Nýtt stjórnskipulag hjá embœtti gatnamálastjóra HVERFISSTÝR- ING í STAÐ MIÐSTÝRINGAR Um síðastiiðin áramót gekk i gildi nýtt stjórnskipu- lag hjá embætti gatnamála- stjóra þar sem borginni er skipt upp i fimm hverfi, sem hvert um sig hefur sérstaka hverfisbækistöð. í þeim er stjórnað daglegum störfum sem til falla i hverfunum, og eru i verkahring gatnamála- embættisins. Borgarbúar geta snúið sér tif viðkomandi bækistöðvar i sinu hverfi þurfi þeir á þjónustu að halda vegna viðhalds og rekstrar gatna, gangstétta, holræsa og opinna svæða. Einnig hefur tekið til starfa sérstök þjónustumiðstöð sem þjónar öllum borgar- hverfum og sér um viðhald og störf þar sem þörf er á stórtækum vinnuvélum, t.d. við snjóruðningar og við að bera salt á götur. Þann 20. desember tók til starfa ný hverfisbækistöð sem ætlað er að þjóna íbúum Vestur- bæjar, og er það fjórða stöð- in sem tekin er í notkun á þessu ári. Áður var borginni skipt niöur í tvö hverfi, og tóku eldri bækistöðvarnar við nýju hlutverki með þessu breytta stjórnskipulagi. Fimmta stöðin kemur í gagn- ið næsta sumar, og mun hún þjóna Árbæ og Grafarvogi. Hinar bækistöðvarnar þrjár eru staðsettar í Sigtúni, Miklatúni og Breiðholti. Alþýðublaðið hafði sam- band við Inga Ú. Magnússon gatnamálastjóra og spurði hann hvaða hlutverki þessar hverfisbækistöðvar ættu að gegna? SKAPAR NÁNARA SAMBAND „Þær eiga aó sjáum dag- legt eftirlit og viðhald í hverf- inu. í hverju hverfi eru rekstr- arstjóri, rekstrarfulltrúi og fulltrúi, og svo fjórir til fimm flokkar verkamanna. Að jafn- aði þegar minna er að gera eru um það bil 25-30 manns í vinnu í hverfinu, en svo aftur þegar starfsemin eykst aö sumri til þá verða þarna upp undir 40-45 manns. Þá koma líka vinnuskólar þarna inn í. Hverfisbúar eiga að geta hringt inn í bækistöðvarnar og tilkynnt um þaó ef það er hola í einhverri ákveðinni götu fyrir framan þá, að þarna sé brotinn kantur eða að niðurfall þyrfti o.s.frv. Meö þessu fyrirkomulagi ætti að vera mikíu fljótlegra að koma hlutunum í lag, helduren ef þetta er í gegnum einn „central” hérna hjá okkur. Þetta á að vera miklu nánara samband; rekstrarstjórarnir eiga að fylgjast með því sem aflaga fer hver í sínu hverfi, og þetta ætti að skapa ákveðna keppni milli þeirra að halda sínu hverfi í sem bestu ásigkomulagi. Hvert hverfi á svo ekki einungis að sjá um gatna- og holræsa- gerðina, heldur einnig hreins- un á svæðunum, bæði á götum og opnum svæðum í hverfunum. Einnig sjá þær um lóðir stofnana, grasslátt, viðhald leikvalla, og annað. Það er því allt sem lýtur að yfirborðinu á hverfisbæki- stöðin að sjá um viðhald á.“ MIKIL HAGRÆÐING — Nú er aðeins ein þjón- ustumiðstöð. Hvert er hlut- verk hennar? „Undir þjónustumiðstöðina heyrir borgin í heild. Hún sér um snjóhreinsun með stór- virkum tækjum, söltun á göt- unum og eftirlit með skolp- hræristöðvunum, umferðar- Ijósin og allt sem því lýtur; götumerkingar. Þjónustumið- stöðin sér sem sagt um allt sem gert er með stórum tækjum út um alla borgina." — Nú hafa þessar hverfis- bækistöðvar einungis starfað frá áramótum. Hver gegndi hlutverki þeirra áður? „Áður var borginni bara skipt í tvö hverfi, og svo var sérstök þjónustudeild sem sá um alla hreinsun á borg- inni. Verkefni hreinsunar- deildarinnar eru nú komin undir þjónustumiðstöðina, og við höfum fjölgað hverfun- um úr tveimur upp í fimm. Aðalbreytingin með tilkomu hverfisbækistöðvanna er sú að nú sér hvert hverfi um allt viðhald á viökomandi svæði, en áður var t.d. garðyrkjan með sláttinn, og annað viö- hald heyrði undir aðra deildir embættis gatnamálastjóra. Nú er þetta aftur á móti hverfastýrt; allt viðhald við- hald yfirborðsins i hverju hverfi." — Er þetta stefna ykkar að færa þjónustuna og stjórnunina meira út i hverfin sjálf? „Já, það er stefnan að minnka miðstýringuna; að þjónustan verði sem víðtæk- ust úti í hverfunum sjálfum. Með því gerum við fólki auð- veldara fyrir þannig að það þurfi ekki allt að fara í gegn- um okkur, sérstaklega þetta smáa. Rekstrarstjórarnir hafa visst vald til þess að ákveða sjálfsagt viðhald. Náttúrlega ef það kemur eitthvað meira upp, einhver stærri mál verð- ur vitanlega að leggja þau fyrir rekstrardeildina hér i Skúlatúni. Þetta hefur geysi- lega mikla hagræðingu í för með sér, og felur í sér mun betri þjónustu fyrir borgar- búa.“ AUKIN ÞJÚNUSTA VID BORGARBÚA *— Nú hefur þetta hlotiö litla umfjöllun í fjölmiölum. Er eitthvað um það að fólk snúi sér til þessara bæki- stööva; veit almenningur um þessa starfsemi? „Nei, það er rétt hjá þér að þetta hefurekki verið nægi- lega vel kynnt. Það er hins- vegar meiningin að gera það núna eftir að við tókum þessa nýju bækistöð við Njarðargötu í gagnið, en hún á að þjóna íbúum Vesturbæj- ar. Við höfum svo aðra nýja á prjónunum sem mun þjóna Árbæ og Grafarvogi, en hún kemur í gagnið nú í sumar. Að henni lokinni munu allar hverfisbækistöðvarnar vera teknar til starfa. Fólk er að byrja að átta sig á þessari starfsemi og er eitthvað farið að setja sig i samband við stöðvarnar. Það hefur þó .helst verið í einhverju mæli i Breiðholtinu. Þetta fyrir- komulag ætti að virka hvetj- andi fyrir fólk að láta vita af því sem aflaga fer og betur mætti fara í þeirra eigin hverfi. Það er eins og ég hef oft sagt, að þjónustan er miklu betri á litlum hótelum heldur en stórum; menn bíða miklu lengur eftir pöntuninni á því stóra en því litla.“ HVERT SKAL LEITA - OG HVENÆR? Hverfisbækisstöðvarnar eru staðsettar á fimm stöð- um víðsvegar um bæinn. Stöðin sem þjónar í Vestur- bænum er við Njarðargötu, Skerjafjarðarmegin. Þjón- ustusvæði hennar nær að Lækjargötu, Frikirkjuvegi og Sóleyjargötu. Stöðin við Miklatún þjónar miðbænum, og nær þjónustusvæði henn- ar frá Fríkirkjuveginum og Sóleyjargötu að Kringlumýr- arbraut. Hverfisbækistöð Austurbæjar er staðsett á horni Sigtúns og Nóatúns, og er hennar þjónustusvæði frá Kringlumýrarbraut að Elliðaám. Stöð Breiöholtsbúa er við Jafnasel, og þjónar hún öllu Breiðholtinu. Ein stöð mun svo taka til starfa í sumar, og kemur hún til með að þjóna Árbæ, Selás og Grafarvogi. Hún verður stað- sett við Stórhöfða og er þjón- ustusvæði hennar austan og norðan Elliðaáa. í hverri bækistöð er rekstr- arstjóri, rekstrarfulltrúi og fulltrúi, 4-5 flokkstjórar ásamt 20-25 verkamönnum að jafn- aði, en allt að 40-45 manns á sumrin vegna aukinna verk- efna og vinnuskóla Reykjavík- ur, sem mun falla undir þess- ar hverfisbækistöðvar. Hverf- isbækistöðvunum er ætlaö að stjórna daglegum störfum sem til falla í hverfunum, svo sem nýbyggingum og við- haldi gatna, holræsa, gang- stétta og stíga, hreinsun gatna og opinna svæða, um- hiröa grassvæða, sláttur og viðhald, hreinsun lóða og borgarstofnana, opinna svæða o.fl. Trésmiðja borgar- innar er ennfremur með útibú í verkstæðis- og geymsluhúsi stöðvanna til þjónustu viö húsnæði borgarinnar í hverf- inu. Borgarbúar eru hvattir til að snúa sér til hverfisbæki- stöðvanna ef þeir þurfa að koma á framfæri ábending- um og óskum um lagfæring- um innan hverfisins. Mál sem stöðvunum er ætlað að sinna eru t.d. skemmdir á yfirborði gatna eða gangstétta, ónýt umferðamerki eða vöntun þeirra, snjóruðningur eða hálkueyðing, holræsastiflun, hreinsun gatna og lóða, og einnig sjá þær um brottflutn- ing bílgarma. - S. Ó

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.