Alþýðublaðið - 28.12.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 28.12.1988, Side 7
Miövikudagur 28. desember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Blaðamaður Arbeiderbladet spurði ungan mann í Brazov, nœst stœrstu borg í Rúmeníu, hvað vœri það besta sem hann gœti sagt um Nicolae Ceausescu, hinn sjötuga einvald. „Það besta? Að hann sé geðveikur, því það er þó hægt að afsaka þá sem eru haldnir sjúkdómi“, sagði hann eftir nokkra umhugsun. Síðan glotti ungi maðurinn og sagði: „Þar fyrir utan hljóta nú að vera einhver takmörk fyrir því, sem þú getur birt í blaðinu þínu!“ „Til aö gera tilraun tii að skil- greina ástandið, segi ég hreint út, að forsetinn hafi sagt þjóðinni strið á hendur. Hann neytir allra bragða til þess að kúga okkur og niður- lægja þetta kalla ég sjúkt“. Viðmælandi blaðamanns í Brazov segir það, sem flestir íbúar landsins segja. Hinum 24 milljónum íbúa Búlgaríu, finnst sú pólitík sem forset- inn rekur, vera geðveikisleg og auðmýkjandi. Hún ber og einnig merki ráðaleysis: mat- arskortur, sultur, skömmtun og endalausar biðraðir, niður- bældar manneskjur, flótti frá heimilum, manndráp og fólk sem blátt áfram „hverfur". Það er kaldhæðnislegt, að það skuli vera eymdarlíf í landi sem á yfir að ráða ein- hverjum mestu landbúnaðar- héruðum í þessum heims- hluta. „Það er geðveikislegt að forsetinn virðist vera í striði án þess að vita hver and- stæöingurinn er. Andstæð- ingurinn er uppgjöf stjórn- enda landsins" viðmælandi blaðamanns hristir höfuðið, setur fingur á gagnaugað og snýr honum i hring. Um árið 1970, var Nicolae Ceausescu uppáhald vest- rænna leiðtoga af ýmsum ástæðum. Hann var maður- inn sem tók ekki þátt í for- dæmingu austantjaldslanda, á Israel vegna sexdaga stríðsins árið 1967. Hann var maðurinn sem fordæmdi inn- rásina í Tékkoslovakíu árið 1968. Hann tók upp samband við Kína og rak yfir höfuð sjálfstæða utanríkispólitík. Var forseti Rúmeníu eigin- lega kommúnisti? Nú fóru að birtast ýmis einkenni um stríð gegn almenningi í landinu og menn fóru að efast um að hann ætti skilið að vera nefndur „kommúnistískur mannvinur" eins og stundum var gert. Vegna gerða sinna og þá um leið aðgerðaleysis er for- seti Rúmeniu kominn á bekk með harðstjórum tuttugustu aldarinnar. Hann hefur sagt að „i sögunni er það fram- leiðslan sem skiptir máli, ekki neyslan“. Nu er markmið forsetans, að 8000 þorp skuli „lögð nið- ur“ kerfisbundið. Menningar- leg og þjóöleg verðmæti og arfur ungverskra og þýskra minnihlutahóþa á að upp- ræta og fólkið heldur áfram að svelta. Menn þræla frá morgni til kvölds, en fá lítið sem ekkert fyrir snúð sinn. Læknir á sjúkrahúsi, rétt utan við Cluj, sem er þriðja stærsta borg Rúmeníu, segir svo frá: „í gær voru mér greidd launin mín í læknaspritti — tíu lítra af hreinu spritti fékk ég, en á svarta markaðinum fengi ég sem svarar launum mínum, fyrir sprittið. Vandamálið er svo það, að það varðar hegn- ingu að selja spritt eins og allt annað. Á ég aö drekka sprittið? í þessu landi verður maður að brjóta lög til þess að lifa af. Ef það uppgötvast að ég sel sprittið á svarta markaðinum, verður ekki að- eins sprittið gert upptækt, heldur allt verðmætt sem ég á. Ég gæti jafnvel verið send- ur í hegningarbúðir. Hvernig á miðaldra maöur að lifa, læknismenntaður en fær laun sín í spritti?" Læknirinn tekur um höfuðið í ráðaleysi sínu. „Kóngurinn": Forsetinn og flokksleiðtoginn Ceausescu i fullum skrúða. Á bak við hann sést i hina vaidamiklu eiginkonu hans Elena. RéttindaEeysi Milljónir landsmanna eru algjörlega réttindalausir. í Rúmeníu leitar þú ekki til lögreglunnar, ef vinnuveitand inn greiðir þér laun í ööru en peningum. Einn viðmælenda blaðamanns útskýrir: „Stað- reyndin er að Ceausescu- veldið hefur komið á afskap- lega frumstæðri pólitík. Það, að hafa góð sambönd er það sem máli skiptir. Ef hann þekkirekki neinn í póiitíska kerfinu sem hefur völd og sem vill berjast fyrir því að hann nái rétti sínum, er það borin von að árangur náist. Þetta er spurning um hver, f skjóli aðstöðu sinnar — get- ur skipað hverjum eða hundsað hvern. Þetta er yfir- þyrmandi spilling.“ Nicolae Ceausescu er toppurinn á pýramída þessa kerfis og sá sem hefur komið þessu kerfi á, þessvegna tal- ar almenningur um hann sem geðbilaðan. Forsetinn, sem hefurverið leiðtogi landsins frá árinu 1965, er talinn vera haldinn krabbameini í eitlum, en jafnvel þó hann léti af völdum horfa menn ekki bjartsýnir til framtíðarinnar. Ein ástæðan fyrir því er eig- inkona forsetans, Elena. Hún er talin önnur valdamesta persónan í flokknum og í rík- isstjórninni. Önnur ástæðan fyrir svartsýni fólksins, er sonur hjónanna, Nicu, sem menn telja þriðja valdamestu persónuna i flokknum og rík- isstjórninni. Rúmenía er dæmigert dæmi um kerfisbundin mis- tök, sem virðast geta skotið rótum í hjarta „menningar- legrar" Evrópu. (Arbeiderbladet.) I STRIÐI VIÐ FÓLKIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.