Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 17. janúar 1989 3 ■ Eimskipafélagið 75 ára MEGINVERKEFNI AÐ VARÐVEITA ÁRANGURINN segir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélag íslands er 75 ára í dag. Stofnun félags- ins þann 14. janúar 1914 markaði timamót i sögu þjóð- arinnar, sem eignaðist i fyrsta skipti sitt eigið skipa- félag. Enn gegnir Eimkip for- ystuhlutverki í vöruflutning- um til og frá landinu og á siðustu misserum hefur fé- lagið styrkt enn frekar mark- aðshlutdeild sina. í tilefni af- mælisins hefur Eimkip gefið út bókina Skipasaga í 75 ár, sem Hilmar Snorrason skráði. Þar er fjallað um helstu atriði í sögu félagsins svo og skrá upplýsinga sem snerta reksturinn i dag. Hörð ur Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins segir að helstu verkefni félagsins verði áfram að annast flutn- inga til og frá landinu og varðveita þann árangur sem náðst hefur í 75 ára sögu fé- lagsins. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi þróun í flutn- ingatækni og teljum t.d. lík- legt aö gámavæöingin haldi áfram. Ennfremur teljum við að öll upplýsingatækni, gagnavinnsla og tölvutækni muni skipta okkur æ meira máli i framtíðinni. í dag rek- um við skrifstofur á fjórum stöðum erlendis. Þetta flutn- inganet erlendis mun skipta okkur meira máli í framtíð- inni, “ sagði Hörður. — Leiða má getum að því, að Eimskip nái ekki öllu meiri markaðshlutdeild í skipaflutningunum. Fyrirtæk- ið hefur staðið í miklum blóma síðustu ár og beitt sér meira á nýjum sviðum. Áttu von á að Eimskipafélagið snúi sér i meira mæli að öðr- um verkefnum en skipaflutn- ingunum? „Það er út af fyrir sig rétt, að við erum með stóran hlut i flutningunum. Okkar verkefni veröur liklega aðallega, að halda þeim hiut. Það eru miklar sveiflur í þessum flutningum, sem mótast af sveiflunum í islensku efna- hagslífi. En auðvitaö er til umræðu að skjóta fleiri stoð- um undir þennan rekstur." — Hvaða áhrif heldurðu að innri markaður Evrópu- bandalagsins hafi á sam- keppnisstöðu Eimskipafé- lagsins í komandi framtíð? „Ég er ekki viss um að heimamarkaður Evrópu- bandalagsins breyti mikið samkeppnisstöðu íslenskra skipafélaga. Ég held miklu frekar að þaö verði verðlag innanlands, kostnaðarþróun- in og hvernig tekið verður á móti ýmsum tækninýjungum, sem ráði því í framtiðinni hvort islensk flutningafyrir- tæki verði samkeppnishæf. Það er fyrst og fremst okkar eigin garð aö verja. Við verö- um að halda okkar kostnaði og auka hagkvæmni til að halda okkar hlut í flutningun- um. Það er fyrst og fremst heimavandamál sem þarf að leysa. Ef við verðum ekki samkeppnisfærir, þá fáum við án efa yfir okkur erlenda samkeppni einn veðurdag. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, því þessar sigl- ingar eru frjálsar." — Þegar Eimskipafélagið var stofnað og íslendingar eignuðust sitt eigið skipafé- lag, lyfti öll þjóðin grettis- taki. Félagið hefur fram að þessu verið í dreifðri eignar- aöild, sem almenningshluta- féiag, en hlutabréfin hafa orðið æ eftirsóttari og ein- staka aðilum hefur tekist að eignast töluverðan hlut. Er æskilegt að eignaraðildin verði áfram mjög dreifð? „Þegar Eimskipafélagið var stofnað á sinum tíma, var vissulega lyft grettistaki. Síð- an hefur allt umhverfi breyst þannig að i dag gilda aö ein- hverju leyti aðrar kringum- stæður. Ég vil hins vegar benda á, að enn i dag eru ekki jafn margir eigendur ao Hörður Sigurgestsson: Útiloka ekki að einhvern tímann i framtid- inni verði hiutabréf í Eimskipafé- iaginu á erlendum markaði. neinu íslensku fyrirtæki. Þeir eru enn í dag um 13000. Strax í upphafi voru ákveðnir aðilar sem áttu meira í félag- inu heldur en aðrir. Eftir að bréfin eru komin á markað, getum við ekkert ráðið lengur hvernig þessi dreifing er, en almennt tel ég skynsamlegt að hún verði veruleg." — Kemur til greina að út- lendingar eignist hlut í Eim- skipafélaginu? „I dag er aðild útlendinga óheimil án samþykkis stjórn- ar félagsins. Ég tel rétt að halda þeirri stefnu um ókomna framtíð. En auðvitað skyldi maður aldrei útiloka, að einhvern tímann i framtíð- inni verði eitthvað af hluta- bréfum i Eimskipafélaqinu á -----... sagði I Hörður Sigurgestsson. FRÉTTASKÝRING Hillir undir fram tíðarlausn ? Valið stóð milli Laugarvatns og Kópavogs. Nú er Hótel Selfoss einnig inni í myndinni. Hótel- og veitingaskólinn er til hús i húsnæði Hótels Esju. Gert er ráð fyrir nýju framtiðarhúsnæði i Kópavogi. Ekkert bendir til þess að það verði byggt á næstu árum, en nemendurnir eru áhugcsamir um að fundin verði framtíðarlausn á málefnum skólans. A-mynd/E. ÓL. el- og veitingaskólans í Kópa- vogi. Deilt um staðarval Þegar ákvörðun um að vel- ja skólanum framtíðarstað í Kópavogi var tekin, þá sagði formaður skólanefndar, Einar Olgeirs- son hótelstjóri, af sér for- mennsku, en hann var einn af hvatamönnum þess að skól- anum yrði valinn staður á Laugarvatni. Röksemdin fyrir því er meðal annars sú, að þar sé aðstaða fyrir hendi, sem þegar sé ekki nýtt og ko- sti ríkið þar af leiðinda lítið. Með því verði skólanum þó að minnsta kosti tryggö að- staða, en nú er skólinn í leiguhúsnæði inni á gafli á Hótel Esju. Auk þess veröi ekki raunhæft aö ræða um frekari þróun þessa skóla meðan hvorki sé fyrir hendi nægjanleg að- staða né framtiðarhúsnæði. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra ráðgerir nú skipun nýrrar staðarvals- nefndar til að skoða að nýju þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Til viðbótar við Laugavatn og Kópavog er nú komið Hótel Selfoss, sem var opnað fyrir þremur árum, en rekstur þess hefur stöðvast í tvígang. Erfiður rekstur Hótel Selfoss þykir henta illa til hótelrekstrar. Nær væri að lýsa því sem félagsheimili með gistiaðstöðu, því þrátt fyrir sal sem rúmar allt að 500 manns eru aðeins 20 gistiherbergi á hótelinu með alls innan viö 40 rúm. Það er því ekki einu sinni hægt að taka á móti einni hópferðar- bifreiö með ferðalöngum til gistingar. Ýmislegt annað I sniði hússins gerir rekstur þess dýran án þess að tekju- möguleikar séu nægir á móti. Samvinnuferðir ráku Hótel Selfoss fyrsta árið eftir aö það var opnað, en treystu sér ekki til að halda þeim rekstri áfram. Þá var samiö við heimamenn, en sá rekstur komst I þrot. Nú standa fyrir dyrum samningar við veit- ingamann úr Reykjavík um að hann taki að sér á eigin reikning rekstur hótelsins til tveggja ára. Flutningur Hótel og veit- ingaskólans til Selfoss myndi hafa i för meö sér aö þangað i bæinn kæmi þegar á næsta vetri 150 nemenda skóli, sem ætti möguleika á að tvöfald- ast að stærö I náinni framtíð, verði af þeim hugmyndum að bæta þar við fleiri greinum ( ferðaþjónustu. Þangað myn- du að líkindum flytja nokkrir kennarar og fjölskyldur þeirra og þar yrði fyrir hendi fag- þekking sem myndi nýtast vel við uppbyggingu ferða- þjónustu áSelfossi og Suð- urlandi. Færi svo að Hótel- og veit- ingaskólinn yrði fluttur til Selfoss væri hægt að reka þar sumarhótel en skóla á vetrum og nýta húsnæði og aðstöðu betur en nú er gert, þvi fáir ferðamenn nota sér hótelaðstöðuna á vetrum. Svo kann að fara að hinu nýja Hótel Selfoss verdi á næsta ári breytt í menntasetur fyrir ferðaþjónustu, og til Selfoss flytjist 150 nemenda skóli, sem í framtíðinni gæti orðið allt að 300 nemenda mennta- setur. Hótel og veitingaskóli ís- lands, er enn i bráðabirgða- húsnæði l húsi Hótels Esju við Suðurlandsbraut 2. Á undanförnum árum hefur stjórn skólans leitað leiða til að finna skólanum framtíðar- stað, þar sem fullnægjandi aöstaða verði fyrir hendi, og þar sem hugsanlega verði hægt að bæta við greinum, til að hér rísi alhliða skóli fyr- ir ferðaþjónustuna í landinu. Leit að framtíðarstað Gerður hefur verið samn- ingur við Kópavogsbæ um að þar verði byggt yfir skólann I framtíðinni. Frumteikningar eru til af því húsi, en engu fé er varið til smíði þess á fjár- lögum, og ekkert útlit fyrir að svo verði, ef marka má yfir- lýsingar fjármálaráðherra og áform í fjárlögum um sam- drátt I opinberum fram- kvæmdum. Á Laugavatni er hins vegar aðstaða fyrir hendi nú þegar, f húsnæði Húsmæðraskól- ans. Þar eru fullnægjandi kennslueldhús, og engu fé þarf að verja f stofnkostnaö BJARNI SIGTRYGGSSON nema til nokkurra breytinga á kennslustofum. Þá er þar einnig heimavistaraðstaða fyrir hendi. Hugmyndir um flutning skólans til Laugavatns mæt- tu nokkurri andstöðu meðal kennara og skólastjóra Hótel- og veitingaskólans, sem vilja fá framtíðarstað i Kópavogi. Fyrir rúmu ári ákvað þáver- andi menntamálaráðherra að ganga til samninga við Kópa- vogsbæ um byggingu fram- tíðarskóla þar í bæ. Frumteikningar munu vera til og var Stefán Ólafur Jónsson i menntamálaráðuneytinu til- nefndur formaður byggingar- nefndar. Á fjárlögum fyrir árið 1989 er hins vegar engu fé varið, hvorki til frekari hönn- unar eða undirbúnings, né til byggingaframkvæmda. í fjár- lagaræðu Ólafs Ragnars Grimssonar mátti heyra að ekki sé ráðgert að taka lán til að hefja neinar nýfram- kvæmdir af þessu tagi, þann- ig að ekki virðist sem blási byrlega fyrir nýbyggingu Hót- HOTEL- OG FERÐA- ÞJÓNUSTUSKÓLI Á SUDURLANDI?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.