Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 1
Stefán Valgeirsson sendir formönnum stjórnarflokkanna bréf VILL AFNEMA „MATARSKATTINN" Þetta eru ekki úrslitakostir, en við viljum breytingar, segir Stefán — Borgaraflokksmenn telja bréf Stefáns hafa styrkt samningsstöðu sina. A fyrsta viðræðufundi full- trúa stjórnarflokkanna fjög- urra við fulltrúa Borgara- flokksins var Borgaraflokkur- inn ekki einn um að leggja fram kröfur eða tillögur um aðgerðir. Þá lá fyrir bréf Stef- áns Valgeirssonar fyrir hönd Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju (SJF) til formanna hinna þriggja stjórnarflokk- anna með afriti til Júliusar Sólnes formanns Borgara- flokksins um æskilegar breytingar og umfjöllunarefni í viðræðunum. Heimildar- menn Alþýðublaðsins töldu að túlka mætti bréfið sem kröfur gegn áframhaldandi stuðningi samtakanna, en Stefán segir sjálfur i samtali við Alþýðublaðið að ekki sé um úrslitakröfur að ræða — en það væri Ijóst að SJF « ISAF4ÖRÐUI .» AKRANES . VESTMANf «EVJ/',R IhÖFN i H< WAFIRÐI „Hvor ykkarverður varaformaður i nýjum, stórum jafnaðarmannaflokki?“ var spurt á fundi formanna A- flokk- annaá Akranesi um helgina. „Hvað segirþú um Jóhönnu?" spurði Jón Baldvin Ólaf Ragnar. Og Ólafur Ragnar svaraði: „Eða Guðrún Helgadóttur." Frá vinstri: Jón Baldvin Hannibalsson, Óttar Proppé spyrill, Guðbjartur Hannesson fundarstjóri, Ingólfur Margeirsson spyrill og Ólafur Ragnar Grimsson. A-mynd/GTK. Á rauðu Ijósi: Stjórnarandstaðan í bankakerfinu NESKf.UPSTAOUR * AKUREVRI • SIGLUFJOROUR rlAFNrRFJÓROUR • Húsfyllir á þremur fyrstu fundunum Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson eru sammála um að hin eiginlega stjórnarandstaða sé sterkari i bankakerfinu en á Alþingi. „Haldið þið að Geir Hall- grímsson eða Sverrir Her- mannsson hætti að vera sjálfstæðismenn þótt þeir fari af þingi og setjist í bankastjórastóla?“ spuröi Ól- afur Ragnar á fundi á Sel- fossi sl. sunnudagskvöld. „Aðalvígi sjálfstæðismanna er í peninga- og fjármálakerf- inu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson á sama fundi sem er sá þriöji í fundarher- ferð formanna A- flokkanna „A rauðu ljósi.“ Á fundinum á Selfossi veittust formenn A- flokk- anna harkalega að stjórn bankakerfisins og sögðu hana hindra ríkisstjórnina í eðlilegum störfum og við af- greiðslu peninga- og fjár- máia. Formennirnir ræddu einnig ýmis önnur mál eins og á fyrri fundum sínum og var raett um flokkakerfið, framtíð jafnaðarstefnunnar, afvopnunar- og öryggismál, ríkisstjórnarsamstarfið, þungaskatt, viðræðurvið Borgaraflokk um stjórnar- myndun og fjölda annarra mála. Formenn A-flokkanna hafa nú haldið þrjá fyrstu fundi í fundaherferðinni „Á rauðu ljósi“ þar sem samvinna og hugsanlega sameining Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags er til umræðu. Fundir hafa verið haldnir um helgina á ísafirði, Akranesi og Sel- fossi og húsfyllir á öllum stöðum. Segja menn á við- komandi stöðum ekki muna eftir annarri eins aðsókn að stjórnmálafundum. Stjórnendur og spyrlar fundanna eru þeir Óttar Proppé, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans og Ingólfur Mar- geirsson ritstjóri Alþýöu- blaðsins. HOTEL SELFOSS í HÓTELSKÓLA? VERDUR RREYTT Bæjarstjórn Selfoss hefur skipað þriggja manna nefnd til að gera rekstrarúttekt á Hótel Selfoss, skoða framtíð- armöguleika og hafa umsjón með rekstri hótelsins. Eitt af fyrstu verkum nefndarinnar verður að ganga til samn- ingaviðræðna við Heiðar Ragnarsson, veitingamann í Reykjavik, sem vill taka hót- elið á leigu í tvö ár og reka á eigin reikning. Á sama tíma undirbýr Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra skipun nýrrar staöar- valsnefndar til að velja Hótel- og veitingaskólanum framtíð- arstað. Nefndin mun sérstak- lega skoða Selfoss sem stað og húsnæði hótelsins, auk þess sem metnir verða að ný- ju þeir tveir möguleikar, sem áður voru inni í myndinni, það er að segja Húsmæðra- skólinn á Laugarvatni og ný- bygging fyrir skólann í Kópa- vogi. Þegar hefur verið samið við Kópavogsbæ um að Hót- el- og veitingaskólinn nýi verði reistur þar í bæ og byggingarnefnd tilnefnd, en ekkert fé er veitt til þeirrar smíði á fjárlögum. Núverandi skólanefnd telur hins vegar Laugarvatn besta kostinn. Um þetta er fjallað í frétta- skýringargrein á blaðsíðu 3 í Alþýðublaðinu í dag. vildu breytingar. Heimildir Alþýðublaðsins greina frá því að í bréfinu væri talað um afnám „matar- skattsins" svonefnda, endur- skoðun tekjuöflunarkerfisins almennt, hækkun skattleysis- marka, endurskoöun á mál- efnum landbúnaðarins og sjávarútvegsins og fleira og sagði heimildarmaður innan Borgaraflokksins meðal ann- ars að tillögur SJF féllu mjög vel að tillögum Borgara- flokksins, sem meðal annars fela i sér auk afnáms „matar- skattsins" svokallaða og upp- stokkunar ríkiskerfisins af- nám lánskjaravísitölunnar og breytingar á húsnæðiskerf- inu. Var á þessum heimildar- manni að heyra að bréfið væri túlkað sem ákveðnar kröfur og að þær kröfur styrktu talsvert stöðu Borg- araflokksins í viðræðunum með því að þær tvöfölduðu þrýstinginn á Framsóknar- flokkinn, Alþýðuflokkinn og Alþýöubandalagið um að semja. „Það er ekki rétt að við höfum sett fram ákveðnar kröfur í sambandi við skatt- ana, en hins vegar hef ég í bréfi til formannanna lagt til að það yrði athugað að stokka upp allt tekjuöflunar- kerfi hins opinbera. Með það í huga meðal annars að leggja niður „matarskattinn" svokallaða eða að hann verði að minnsta kosti ekki hærri en gilti um ákveðnar vöruteg- undir áður. Að breytingin á tekjuöflunarkerfinu væri mið- uð við að jafna meira á milli þegnanna en nú er, enda er það efst á blaði hjá mér og fleirum að jafna lífsaðstöð- una og hin raunverulegu laun í landinu. En ég hef ekki lagt fram neina úrslitakosti, sumt af þessu hef ég lagt til fyrir löngu, en bréfið sendi ég út af þessum samningum nú og þar kemur fram hvað ég vildi láta ræða i þessum viðræð- um“ sar,ði Stefán Valgeirsson í samtali við Alþýðublaðið Stefán sagði að rikisstjórn- in væri i klemmu nú, nema Borgaraflokkurinn héldi áfram að greiða atkvæði eins og Aðalheiður gerði. „Það eru erfiöleikar á sliku til frambúðar, ég var búinn að segja það áður að þetta yrði að skýrast e nmitt á pessum tíma, eftir á.amótin Eins og ég sagði i hai'St þá sé ég ekki annaö en að skoðanir mínar og sumra annarra séu svo lík- ar um meginmálin að menn láti ekki slitna upp úr þess vegna“ sagði Stefán. # RÖSE í Vínarborg: JON BALDVIN HELDUR RÆÐU SÍNA í DAG Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fiaug til Vinarborgar i gær þar sem hann mun sitja Ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evr- ópu (ROSE). Jón Baldvin mun halda ræðu sina í dag. I lokaskjali Vinarfundarins er m.a. að finna ný ákvæði um eftirlit með mannréttindum. Fjórði framhaldsfundur RÖSE veröur haldinn i Hels- inki í mars 1992. Fulltrúar sextán ríkja Atl- antshafsbandalagsins og sjö rikja Varsjárbandalagsins samþykktu 14. janúar s.l. erindisbréf fyrir nýjar samn- ingaviðræður austurs og vesturs um jafnvægi hefð- bundins vígbúnaöar i Evrópu, allt frá Atlantshafi að Úral- fjöllum. Viðræöurnar um erindis- bréfið hófust í Vín í febrúar 1987 og hafa staðið yfir sam- hliöa þriðja framhaldsfundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem hófst í nóvember 1986 og lýkur 17.-19. þ.m. með ræð- um þátttökuríkjanna 35. Fyrsti framhaldsfundur RÖSE var haldinn í Belgrad 1977-78 og annar í Madrid 1980-83. Lokaskjal Vínarfundar var samþykkt í Vin 15. janúar s.l. og er þar m.a. að finna ákvæöi um að halda ráð- stefnu RÖSE- rikjanna 35 um traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu í framhaldi af Stokkhólsráðstefnunni sem lauk í september 1986. Sú ráðstefna verður í Vínar- borg og mun fara fram á sama tíma og nýjar viðræður 23 ríkja NATO og Varsjár- bandalagsins. Fundir hefjast 6. mars n.k.. Ríkisbankarnir Bankaráðsmenn andvígir vaxtahækkunum Fulltrúar stjórnarsinna i bankaráðum ríkisbankanna telja hækkun nafnvaxta ekki koma til greina á næstunni. Lækkun raunvaxta á verð- tryggðum skuldabréfum er jafnvel talin möguieg, sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fundi bankaráðsmann- anna með þremur ráðherrum í gær, þeim Steingrimi Her- mannssyni forsætisráðherra, Jóni Sigurðssyni viðskipta- ráðherra og Ólafi Ragnari Grimssyni fjármálaráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.