Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 17. janúar 1989
VIÐSKIPTI
BÍLAR, BÍLAR, BÍLAR
Fræðilegar kenningar veita
oft nýtt og ferskt sjónarhorn
á hversdagsleikann, með þvi
að beita þeim sjáum við hlut-
ina í nýju Ijósi. Þannig er at-
hyglisvert að meta bílaeign
ísleninga, sérstaklega þeirra
sem búa á Reykjavíkursvæð-
inu, ( Ijósi kerfiskenninga
Gregory Bateson.
Bateson var sérstæður
fræðimaður. ekkert mannlegt
var honum óviðkomandi og
jafnvel þó hann hafi í sjálfu
sér ekki verið afkastamikill í
útgáfu þá hefur hann haft
áhrif víða, s.s. sálarfræði
(kenningin um Double Bind),
hann er einn af upphafs-
mönnum vistfræðinnar, var
virkur þátttakandi í þróun
kerfisfræðinnar — cyberne-
tics. Frægasta bók Bateson
er ritgerðasafnið Steps in the
Ecology of Mind.
Bateson var fyrst og
fremst umhugáð að sjá sam-
hengi hlutanna. Þannig taldi
hann að kerfi, bæði í náttúr-
unni og í samfélagi manna
væru af mismunandi stærð
og að þau virkuðu best ef
þau væru sem næst kjör-
stærð sinni, hver svo sem
hún væri, en kjörstærðin réð-
ist af eöli, hlutverki og tilurð
kerfanna. Ef álagið verður of
mikið hrinur kerfið, eða að
það myndast offlæðisástand
(entrophy). Við slíkar aðstæð-
ur getur allt gerst. Greinilegt
var að Bateson var með hug-
ann við náttúruna og vistkerf-
ið þegar hann mótaði kenn-
ingar sínar um kerfi og of-
flæði. Það er alltaf varasamt
að yfirfabra náttúrulíkingar á
mannleg samfélög, en bílarn-
ir i Reykjavík eru of freist-
andi.
Los Angeles er bílaborg.
Þar er bílamenning. Það er
ekki aðeins að borgin sé
byggð utan um hraðbrautirn-
ar heldur hefur umferðaröng-
þveitið sinn eigin „tilgang".
Bíllinn er íverustaður fremur
en farartæki, útvarpið jafnvel
sjónvarpið og nú bílasíminn
svo ekki sé minnst á þægindi
eins og loftkælingu verða
skiljanleg hjálpartæki þeirra
sem eru í bíl tvo og þrjá tima
á dag.
Rétt eins og Los Angeles
er bílaborg er ísland bilaland.
Vart er hægt að hugsa sér
betra samgöngufyrirkomulag
fyrir ísland en bílflutninga,
hvort sem um er að ræða
flutninga á vörum eða fólki.
Reyndar verða flutningar hér
alltaf dýrir, en það er hluti af
þvi að búa hér en bíllinn er
ótvírætt það farartæki sem
hentar best við þá mannfæð
sem við búum viö og þörf
okkar fyrir ferðafreisi.
Fyrst nú á síðustu árum
hafa möguleikar íslands sem
bílalands veriö raungeróir.
Flringvegurinn er kominn og
malbikun komin á þolanlegan
rekspöl. Bensínstöðvar eru of
margar ef eitthvað er og
nægt framboð er á hamborg-
arasjoppum, hótelum og
heimagistingu.
Bílaþol Reykjavikur er aftur
á móti sprungið og er athygl-
isvert hvernig óskynsemin
nær yfirhöndinni þegar of-
flæðisástand myndast: Það
tekur lengri tíma að komast á
milli staða en ella, flestir eru
einir á bíl, tími tapast frá
vinnu og frítimi styttist.
Stærri hluti af neyslufé fer í
farartækin, ekki aðeins vegna
þess að fólk kaupir dýrari
bíla, heldur eru komnir tveir
og þrír bílar á hvert heimili,
tryggingar hækka vegna auk-
innar slysatíöni, auk þess
sem árekstrarnir sem slíkir
létta á pyngjunni ef afleiðing-
arnar eru ekki þeim mun al-
varlegri.
Skýrasta dæmið um of-
flæðið er ástandið i miðbæn-
um. Það er ekki lengur hægt
að fá stæði og neyð bílfara
skapaði bæjaryfirvöldum
tækifæri til aukinnar tekjuöfl-
unnar. Stöðumælaverðir ná
inn kaupinu sínu og eru að
verða drjúg tekjulind.
Offlæðið endurhannar síð-
an þann strúktúr sem
sprengdur var. Kringlan er
skilgetið afkvæmi þílsins og
margföldun verslunarhús-
næðis sömuleiðis. Miðbær-
inn nær ekki að keppa við
bílavinalega verslunarað-
stöðu. Á meðan ekki er búið
að skera úr átökunum um
hvar fólk vill versla hækkar
bíllinn vöruverö almennt.
Búðareigendur reyna að kom
ast hjá lokun og allir rétt
skrimta enda verslunarhús-
næði hér margfalt á við það
sem annars staðar þekkist.
Ef við beitum kerfishugsun
Bateson má með mátulegri
einföldun segja að keðjan
hafi verið þessi: rikisstjórnin
lækkar tolla á bílum sem
startegiu i eilífu verðbólgu-
stríði sinu. Fólk í neyslu-
spreng kaupir draumabílana
sína og af því að allir gera
það er ekki hægt að selja þá
gömlu og notar fjölskyldan
hann sem bíl númer tvö eða
þá að börnin fá hann. Fjölg-
un bílanna lokar miðbænum
og gerir það hagkvæmt að
reisa bilavinalegar verslunar-
hallir.
Samanlegt stóreykur þetta
umsvifin í þjóðfélaginu, það
er veisla hjá bílainnflytjend-
um, bifvélavirkjar og réttinga-
menn vinna fram á nótt, lög-
reglan og hin nýja stétt,
stöðumælaverðirnir, bæta við
þjóðartekjurnar. Bygging
verslunarhúsnæðis er bygg-
ingarverktökum guðsgjöf og
þannig mætti lengi þylja upp.
Fyrir venjulega bílaeigend-
ur þýðir þetta að þeir hafa
minna handa á milli, skulda
meira, eru lengur að komast
frá einum stað til annars og
það sem verst er, nýja fína
draumabílnum stafar stöðug
hætta af öðrum nýjum fínum
draumabílum vegna þrengsl-
anna.
Bateson, sem lengst af var
i sambýli við mannfræðing-
inn Margaret Mead, hefði ör-
ugglega tekið eftir því að fleiri
og fleiri bíleigendur eru farnir
að betrumbæta bifreiðatrygg-
ingar sínar með yfirnáttúrleg-
um aðferðum. Þegar ekki er
lengur hægt aö beita skyn-
seminni verður að leita á
náðir æðri afla. Rétt eins og
galdramenn nota galdrastafi
reyna eigendur nýinnfluttra
Bensanna, Béemmvaffanna,
Audianna og Volvóanna að
vernda sig með einum slik-
um. Æ fleiri bílar sjást með
hestaskeifu á grillinu og
þannig vernda eigendurnir
sig gegn óhöppum, en eins
og allir vita kunna hestaskeif-
ur góðri lukku að stýra.
„...Fleiri og fleiri bileigendur eru
farnir að betrumbæta bifreiða-
tryggingar sínar með yfirnáttúru-
legum aðferðum. Þegar ekki er
lengur hægt að beita skynseminni
verður að leita á náðir æðri afla. Rétt
eins og galdramenn nota galdrastafi
reyna eigendur nýinnfluttra
Bensanna, Béemmvaffanna,
Audianna og Volvóanna að vernda
sig með einum slíkum,## segir Örn D.
Jónsson m.a. i grein sinni.