Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. janúar 1989 5 Bandarísk byggðabróun DREIFBYLISBUAR ÓTTAST FLÓTTA TIL BORGANNA Seðlabanka yrði falið að fresta afborgunum af lánum Framleiðnisjóðs, svo sjóðurinn geti greitt framlög til búháttabreytinga að fullu á þessu ári. Þar með gætu refabændur snúið sér óhikað að minkarækt, sem um þessar mundir er talin mun arðvænlegri. Landbúnaðarráðherra vill tugmilljóna björgunaraðgerð I sveitum landsins er stefnt að því að fækka lög- býlum, bæði til að draga úr umframframleiðslu búvöru og til að auka hagkvæmni í framleiðslu, þannig að þeir sem stunda búskap geti gert það með bættri afkomu í framtíðinni. En fækkun í sveitum er ekki einangrað vandamál. Hún hefur líka í för með sér röskun í þorpum og þéttbýl- iskjörnum þar sem þjónustu- greinarvið landbúnaðinn hafa orðið atvinnuundirstaða. Menn hafa víða áhyggjur af þessu. Landbúnaðarnefnd öld- ungadeilar bandaríska þings- ins lét fyrir mánuði gera skyndikönnun á viðhorfum fólks í dreifbýli til þeirrar byggðaröskunar sem þar á sér stað engu síður en annar- staðar í iðnríkjum Vestur- landa. Niðurstöður urðu meðal annars þær að þrír fjórðu þeirra sem búa í dreifbýli telja laun sín myndu hækka við að flytja í borg. Meira en helmingur telur stjórnvöld ekki sinna vandamálum dreif- býlis, þrír af hverjum tiu reikna með að einhver úr fjöl- skyldunni sé i þann mund að fara að flytja að heiman, til borgar eða stórbæjan og 60% óttast að lífsmáti þeirra muni brátt heyra sögunni til. 59 milljónir Bandaríkja- manna búa í því sem telst dreifbýli. Það jafngildir ná- kvæmlega 59 þúsund íslend- ingum miðað við fólksfjölda. Á árunum 1985 og 86 fluttu tvær og hálf milljón manna úr sveitum til bæja og borga, tveir þriðju þeirra fólk undir þritugu. Það er yngra fólkið, sem helst leitar til borganna og það hæfileikakríkasta. Vegna þurrkanna siðastliðið sumar og afleitrar efnahagsstöðu er óttast að áframhald verði á þessum atgervisflótta, og svo virðist af könnunum að dæma, að hlutur dreifbýlisins fari versnandi að ýmsu öðru leyti. Atvinnuleysi er 50 prósent- um hærra hlutfallslega í dreifbýli en þéttbýli, og hefur tífaldast á aðeins sex árum. Og ekki bara það, geðheil- brigðið er líka í hættu. Nýgerð könnun, sem gerð var I Nebraska, leiðir í Ijós að fólk í sveitum, sem bjó við hlutfallslega fæst geðræn vandamál árið 1981, átti við flest slík vandamál að stríða aðeins fimm árum síðar. Könnun, sem gerð var I Norður-Karólínu-fylki sýndi að áfengisvandi var orðinn stórum útbreiddari í sveitum en borgum, en fyrir fárum ár- um var þessu öfugt variö. Og enn ein könnunin, gerð í af- skekktum sveitahéruöum í Minnesota-fylki leiddi í Ijós að þar höfðu þrír af hverjum hundrað unglingum reynt að svipta sig lífi síðastliðna mánuði. Landsmeðaltalið var tveir af hverjum þúsund. Sem er reyndar þegar allt of hátt. í Colorado var gerð félagsleg könnun af þessu tagi í sveita- héruðum fylkisins, og þar kom i Ijós að veruleg aukning hafði orðið á tilfelum þung- lyndis, áfengissýki, kynferðis- legrar misnotkunar barna, þunglyndis barna og ungl- inga og læknar sögðu að þunglyndi fólks í sveitum færðist óhugnanlega í vöxt. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaöarráðherra hefur lagt til i rikisstjórninni, að út- vegaðar verði 67 milljónir króna til verðjöfnunar i loð- dýrarækt, i gegnum fóður- verð, hiiðstætt og gert hefur veriö vegna Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins. Þá verði allt að 70 milljónum króna varið til sérstakrar endur- skipulagningar á fjárhag og rekstri þeirra loödýrabúa sem raunhæft þyki að haldið get- ið áfram rekstri að loknum slíkum aðgerðum. Tillögur landbúnaðarráðherra fela ennfremur í sér margháttaðar „reddingar“ og skuldbreyt- ingar í gegnum sjóðakerfi landbúnaðarins. Staða loðdýraræktarinnar hefur verið til umfjöllunar stjórnvalda um nokkurt skeið, en talið er að gjaldþrot blasi við tugum búa ef ekkert verð- ur að gert. Gjaldþrot í grein- inni myndi þýða stórtap á fjármunum Stofnlánadeildar og Byggðastofnunar. Fram að þessu hafa bændur fengið lítil svör, önnur en þau að málin séu til skoðunar. VERÐJÖFNUNARSJÓÐUR LOÐDÝRADRÆKTARINNAR Milljónirnar 67 sem Stein- grímur vill útvega til verðjöfn- unar í gegnum fóðurverð kæmu til greiöslu á þessu ári. Samkvæmt tillögum ráð- herrans kæmi fyrsta greiðsla í þessum mánuði. Forsendur verðjöfnunarinnar eru: 40 þúsund refahvolpar x 135 kg og 250 þúsund minkahvolpar x 55 kg = u.þ.b. 19 þúsund tonn. Greiddar yrðu 3,50 á kg. Talið er að undanfarið hafi skinn á minkum og refum verið að tapa gæðum. Því geti bændur ekki frestað öllu lengur að taka ákvörðun um hvort þeir haldi áfram eða felli bústofninn. Jafnframt hafa forsvarsmenn fóður- stöðva lýst yfir að lokun vofi yfir vegna þess að þær geti ekki greitt fyrir hráefni, né nauðsynlega rekstrarliði. Markmið með verðjöfnuð- arsjóði er að.draga úr áhrif- um sveiflna á heimsmarkaói. Greiðslur inn og út úr sjóðn- um yrðu miðaðar við meðal- verð skinna sem seld hafa • verið á danska uppboðshús- inu, s.l. fimm ár. LAUSASKULDVANDI UM 200 MILLJÓNIR Landbúnaðarráðherra legg- ur til aö allt að 70 milljónum verði varið til sérstakrar end- urskipulagningar á fjárhag og rekstri þeirra loðdýrabúa sem raunhæft er talið að geti haldið áfram að slíkum að- gerðum loknum. Samkvæmt því yrði Stofnlánadeild land- búnaðarins og Framleiðni- sjóði falið að sjá um fjár- magn með lántöku og hugs- anlega framlagi að hluta. Til að sjá um þetta, er lagt til stofnuð verði sérstök nefnd, með hliöstæðum hætti og fjárhagskönnunarnefnd og ráðgjafastofnun Húsnæðis- stofnunar. Áætlað er að heildarlausaskuldavandi loö- dýrabúanna sé um 200 millj- ónir. Ársverk við loðdýrabúskap og fóðurstöðvar eru talin um 210 auk fjölda annarra starfa sem tengjast greininni, t.d. er áætlað að skinnverkun síð- asta árs jafngildi 50-60 árs- verkum. SKULDBREYTT OG ENDURGREITT Auk beinna framlaga er reiknað með sérstöku átaki í skuldabreytingum. Seðla- banka yrði m.a. falið að fresta afborgunum af lánum Framleiðnisjóðs, svo sjóður- inn geti greitt framlög til bú- háttabreytinga að fullu á þessu ári. Áætlað er aö þurfi um 22 milljónir króna til við- bótar því sem veitt hafa verið fyrirheit um aö greiða á árinu 1989 eða alls um 75 milljónir á árinu. Stofnlánadeild verði heim- ilaðar lántökur sem geri henni kleift að færa afborg- anir af lánum til loðdýrarækt- ar aftur fyrir næstu 2-3 árin i þeim tilfellum sem þess er talin þörf vegna fjárhagslegr- ar endurskipulagningar. Þá leggur ráðherrann til að undirbúin veröi lög um verð- jöfnunarsjóð, sem taki til starfa á árinu 1990 og unnið verði að breytingum á bú- stærð sem Stofnlánadeild miðar við þegar lán eru veitt. Að endingu telur landbúnað- arráðherrann mikilvægt að sötuskattur af fjárfestingum fóðurstöðva verði endur- greiddur, en slík heimild hef- ur verið í fjárlögum undanfar- in ár. Ufvegaðar verði 67 milljónir i sérstakan verðjöffnunarsjóð. 70 milljónir ffari til f járhagslegrar endurskipulagningar. Lausa- skuldavandinn áætlaður um 200 milljónir. Mikil búseturöskun á sér stað í dreifbýili héruöum Bandarikj- anna. Bændur bregða búi og leita til borganna. Þeir fá lítið fyrir býli sin og þeir setjast því að i fátækra- hverfum borganna. Það erti engar nýbyggðar blokkir sem bíða þeirra, engir félagslegir húsnæð- ispakkar. Ameriskum íbúðahefð- um samkvæmt búa menn i einbýl- ishúsum, en þau eru ekki öll jafn glæsileg. Nll líður mér vel! TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ! Heildarvinningsupphæð var kr. 6.322.705,- 1. vinningur var kr. 2.910.895,-. Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 506.136,- skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 126.534,- Fjórar tölur réttar, kr. 872.910,-, skiptast á 183 vinningshafa, kr. 4.770,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.032.764,- skiptast á 5.554 vinningshafa, kr. 366,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekkl fyrr en 15 minútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.