Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.01.1989, Blaðsíða 7
Þriójudagur 17. janúar 1989 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir OHIO Charles Zinser er sannfærður um, að synir hans Samuel átta ára og Louis þriggja ára, hafi orðið veikir af krabbameini, af af- leiðingum geislavirkrar mengun- ar frá verksmiðjunni í Fernald. Taka þurfti hluta af vinstra fæti Louis, vegna beinkrabbameins. Samúel er veikur af hvítblæði. í byrjun áttunda áratugar- ins, fékk Charles Zinser þá hugmynd að drýgja laun sín sem stálverkamaður, með þvi aö rækta sitt eigið grænmeti. Á þeim tíma hvarflaði ekki að honum, aö staðsetning kál- garðsins rétt hjá verksmiðju- hverfi, gæti haft hættulegar afleiðingar. Charles hafði ekki, frekar en flestir hinna 14.000 íbúa, neina vissu fyrir því, hvað fór fram í verksmiðjunni. Auglýs- ingaskiltin voru ósköp sak- leysisleg: „Feed Material Production Center". Því leyfði hann áhyggjulaus sonum sín- um að leika sér í moldinni. Nú, hefur verið staðfest, að þeir eru báðir haldnir krabba- meini. Charles Zinser krefst bóta og skýringa, frá þeim yfir- völdum, sem af „öryggis- ástæðum", sendu aldrei frá sér aðvaranir vegna þess sem fram fór í verksmiðjunni og virðist hafa verið eitt alls- herjar „atómsvínarí". OHIO - HLEKKUR í KEÐJUNNI Bærinn Fernald í Ohio, er aðeins einn hlekkur í keðju bandarísks atómiðnaðar. Tal- ið er, að samtals séu það um 16 iðnfyrirtæki sem hafa framleitt atómsprengju og annað skylt. Þetta hefur að mestu leyti verið í einkageir- anum, það er að segja rekið af stórum fyrirtækjum eins og du Pont og Westinghouse, upp á samning. Vegna þeirrar leyndar sem sögð var vera af „ástæðum til að tryggja öryggi lands- ins“, hefur þetta athæfi ekki verið undir opinberri stjórnun og eftirliti og hefur því „blómstrað" eftirlitslaust. Það má segja, að nýjustu upplýsingar um þá hættu sem íbúar svæðanna nálægt þessum 16 verksmiðjum, eru og hafa verið í, hafi komið eins og reiðarslag yfir íbú- ana. Stjórnvöld í Washington hafa viðurkennt að þeim hafi verið kunnugt um vandamálin i Fernald, en í hæstaréttar- dómi, sem kveðinn var upp eftir að (búarnir f Fernald vildu draga ríkisstjórnina til ábyrgðar, kom fram að ekki er hægt að gera yfirvöld ábyrq. Fylkisstjórinn í Ohio, Richard Celeste, brást reiður við og fyrirskipaði tafarlausa lokun verksmiðjunnar og sagði m.a. „Ef það hefðu ver- ið hryðjuverkamenn sem grófu þennan stórhættulega úrgang, hefði verið brugðist við tafarlaust. í okkar tilfelli var það ríkisstjórnin sem að verkinu stóð, rikisstjórn sem hefur logið að okkur, ríkis- stjórn sem við getum ekki treyst." Ibúum í Fernald er Ijóst, að það er erfitt að sanna sam- bandið milli krabbameinstil- fella og mengunarinnar frá verksmiðjunni, en fara fram á 300 milljónir dollara í bætur vegna lækkunar á verðgildi eigna þeirra og þeirri sálar- kvöl, sem fylgir því að búa í nágrenni verksmiðjunnar. TVÖ BÖRN FENGU KRABBAMEIN í apríl 1986, fékk Charles Zinser vitneskju um, að Samúel sonur hans, 8 ára var haldinn hvítblæði. Þremur mánuðum seinna, kom i Ijós að yngri sonur hans Louis 3 ára, var kominn með bein- krabbamein, á það háu stigi að taka varð neðan af vinstra fæti. Moldin i grænmetisgaröi Zinser var rannsökuð af tæknifræðingum verksmiðj- unnar. Þeir komust aö þeirri niðurstöðu, að vissulega væri geislavirkni í moldinni, en ekki svo mikil að hætta stafaði af. Zinser leitaði til rannsókn- arstofu kanadísks háskóla, þar var sá hluti fótar Louis, sem tekinn hafði veriö rann- sakaður. Lögfræðingur Zinser segir að vísindamennirnir frá háskólanum, hafi fundið tíu sinnum meiri geislavirkni í beinum og vefjum, en eðli- legt gæti talist. I fleiri fjölskyldum á svæð- inu, hafa komið upp óvenju- lega mörg tilfelli af krabba- meini. Á nýrri skrá um hættu- svæði af þessu tagi, sem yf- irvöld hafa látið gera, er Fernald Ohio í sextánda og síðasta sæti — sem hættu- minnst... í skýrslunni koma í Ijós al- varleg vandamál við Rocky Flats Plant-verksmiðjunni í nágrenni Denver, Colorado. Þar óttast menn að úrgangur frá plutonium-framleiðslu, hafi mengað vatnsból neðan- jarðar, þannig að drykkjarvatn íbúanna sé í hættu. Nokkrum hluta verksmiðjunnar hefur verið lokaö, eftir að fór að spyrjast um hin miklu meng- unarvandamál. Fylkisstjórinn í Idaho, Cecil Andrus, hefur gengið svo langt, að neita leyfis, um að flutningalest hlaðin geislavirkum úrgangi, fái að losa hann á sorphauga, staö- setta í Idaho, lestin var á veg- um ríkisstjórnarinnar. „Ég held að yfirvöld haldi að við séum fæddir í gær, fátækir bóndadurgar sem segja já og amen við hverju sem er“, sagði Cecil Andrus og lagði áherslu á, að yfirvöld verði sér úti um annan stað fyrir úrganginn. Áætlun ríkisstjórnarinnar var, að nota saltgryfjurnar í New Mexico fyrir úrganginn, en það reyndist ekki mögu- legt. Það kom í Ijós að vatn seitlaði um saltgryfjurnar, og það hefði getaö eyðilagt stál- tunnurnar, sem innihalda hinn geislavirka úrgang. Eftir stendur, að hundruð þúsunda Bandaríkjamanna, hafa ekki haft hugmynd um þá hættu sem var í kringum þá vegna þessa. Nú fá þeir tilkynningu um, að nákvæm- ar rannsóknir eigi aö hefjast á því hvort það geti verið lífs- hættulegt að búa í nágrenni við þessar verksmiðjur. Þar með hafa þeir verið einskon- ar tilraunadýr ( þeirri tog- streitu sem hefur verið um hvort jafnvel smáskammtar af geislavirkni, geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir heilsu manna. John Glenn, fyrrverandi tunglfari, núverandi meðlimur öldungadeildarinnar í Ohio hefur sagt eftirfarandi: „Við höfum eitrað fyrir okkar eigin þjóð, í nafni þjóðaröryggis". (Det fri Aktuelt.) Sífellt er að koma i Ijós, hin mikla mengun, sem fram- leiðsla á atomsprenpjum hef- ur orsakað síðastliðfn 50 ár. Yfirvöld telja, að það muni kosta kringum 100 milljarða dollara að hreinsa til eftir framleiðendur sprengjanna, sem eru flestir úr einkageir- anum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.