Alþýðublaðið - 07.02.1989, Qupperneq 5
4
Þriöjudagur 7. febrúar 1989
Þriðjudagur 7. febrúar
Samtökin Tjörnin lifi
senda borgastjórn bréf
Grunnur ráohússins
fór 170 milljónum
umfram samþykkta
fjárhagsáætlun
Lagt til aö framkvæmdum veröi frestað
fram yfir kosningar
I tillögu að fjárhagsáætlun
Reykjavikurborgar 1989 er
gert ráð fyrir 365 milljónum
króna til framkvæmda við fyr-
irhugað ráðhús við Tjörnina. í
því sambandi vekja samtökin
Tjörnin lifi athygli á því að
kostnaður við grunn þessa
mannvirkis 1988 fór langt
fram úr áætlun. í fjárhags-
áætlun þess árs voru 160
milljónir ætlaðar til fram-
kvæmda við grunninn en nú
gerir útkomuspá fyrir 1988
ráð fyrir að kostnaður við
þessar framkvæmdir nemi
230 milljónum króna. Þá eru
ótaldar 100 milljónir af tekj-
um bílastæðasjóðs borgar-
innar árið 1988 sem runnið
hafa i húsgrunninn. Heildar-
kostnaður við grunninn á síð-
asta fjárhagsári nemur skv.
þessu a.m.k. 330 milljónum,
þ.e. 170 milljónum, eða
106%, umfram samþykkta
fjárhagsáætlun.
í bréfi sem Samtökin komu
á framfæri við borgarstjórn
segir:
„Samtökin Tjörnin lifi mót-
mæla þessari meðferð al-
mannafjár og einnig þeirri
ráðagerð að verja 365 milljón-
um á þessu fjárhagsári til
framkvæmda viö ráðhúsið.
Er borgarstjóri fylgdi til-
lögu að fjárhagsáætlun 1989
úr hlaði lét hann svo um
mælt að deila um staðsetn-
ingu ráðhúss hafi verið til
lykta leidd. Svo er ekki.
Viljayfirlýsing tíu þúsund
Reykvíkinga gegn ráðhúsi á
þessum stað lá fyrir áður en
framkvæmdir hófust en var
virt að vettugi. Samtökin
Tjörnin lifi fóru síðan fram á
það að Reykvíkingar fengju
tækifæri til að tjá vilja sinn í
þessu máli um leið og for-
setakosningar færu fram í
júní en þá var jafnframt geng-
iö til atkvæða um staðbundin
málefni í ýmsum sveitarfé-
lögum. Framkvæmdir á tjarn-
arbakkanum voru þá enn á
frumstigi en þessum tilmæl-
um var hafnað.
Vegna ofangreindra um-
mæla borgarstjóra skal at-
hygli vakin á því að ráðhús-
deilan verður ekki til lykta
leidd fyrr en Reykvíkingar
segja hug sinn.
Um leið og mótmælt er
þeirri ráðstöfun á fé almenn-
ings sem að ofan greinir og
fjölmörg brýnni verkefni en
bygging glæsihalla eru látin
sitja á hakanum vilja samtök-
in Tjörnin lifi vekja athygli á
þeirri staðreynd að enn eru
þau umhverfisspjöll sem
mestu skipta ekki orðin, þ.e.
sú röskun á tjarnarsvæðinu
sem bygging stórhýsis hefði í
för með sér. Enn er ráðrúm til
að koma í veg fyrir að mann-
virkið rísi upp fyrir vatnsborð.
Unnt er að Ijúka gerð blla-
geymslu án þess að óbæt-
anleg spjöll verði á þessum
stað og án þess aö fjármunir
fari í súginn.
Við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar 1989 mælast sam-
tökin Tjörnin lifi til þess að
frekari framkvæmdum við
ráðhús verði frestað fram yfir
borgarstjórnarkosningar
1990.“
Frá Borgarskipulagi
KYNNING Á SKIPULAGI
VIÐ TJARNARGÖTU
Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að
endurskipulagi á Tjarnargötu og tjarnarbökkunum.
Ákveðið var að efna til kynningar þannig að íbúða-
eigendur og íbúar við Tjarnargötu ásamt öllum
almenningi væri gefinn kostur á að koma með
athugasemdir og ábendingar.
Sýning á tillögunum verður í glugganum á Gallery
Borg frá 7—14 febrúar og að því loknu hjá Byggingar-
þjónustunni við Hallveigarstíg 1 út febrúarmánuð.
Athugasemdir þurfa að hafa borist Borgarskipulagi
að Borgartúni 3 (3. hæð) fyrir 1. mars 1989.
!ff ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
byggingadeildar borgarverkfræðings óskareftir til-
boðum I nýbyggingu Hagaskóla. Um er að ræða upp-
steypu og fullnaðarfrágang úti og inni á ca. 600 m2
einnar hæðar húsi.
Útboðsgögn verðaafhent áskrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3 Reykjavík gegn kr. 10.000.- skilatryggingu frá
og með miðvikudeginum 8. febrúar n.k.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21.
febrúar 1989 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Posthí)ll 878 — 101 fieykjavik
Austurrikismenn vilja hafa áhrif í
Evrópu og meö því ad gera EB-
ríkjum Ijóst strax, aö landiö óski
inngöngu telji þeir slíkra áhrifa
aö vænta fyrr. Slikt myndi fela i
sér að tekið yrði tillit til hlutleys-
is þeirra í utanríkismálum.
FRIENOI.V FIÍO.NI A 10 /
Viennese Waltz. The sound that enchante
delegates at the end of the Congress <
Vienna 1814-15. Nowadays conferenc
jelegates flying on Austrian Airlines ca:
injoy the same “air”. In other words ther
s a h a r m o n i o u s link betwee:
zonferences and the Viennese Waltz. Henc
:he saying “Dancing on Air”.
The Frikndi.y way tö FLY.
UTLOND
AUSTURRÍKI SÆKIR UM AÐILD
AÐ EVRÓPUBANDALAGINU
Hlutleysisstefnan er þrándur í götu
í EFTA-rfkjunum ræða
menn mikið afstöðuna til Evr-
ópubanda-lagsins, EB, en
innan EB láta menn málefni
EFTA sér í léttu rúmi liggja.
Til þess eru menn of upp-
teknir af eigin áformum um
að flýta því eftir mætti að
koma á sameiginlegum opn-
um innri markaði. Eins og
margoft hefur verið nefnt er
stefnt að því að flestum þeim
hindrunum sem nú standa í
vegi fyrir því verði rutt úr vegi
fyrir árslok 1992.
Engar nýjar umsóknir
EFTA-rikin eru nú sex eftir:
ísland, Noregur, Sviþjóð og
Finnland, auk Sviss og Aust-
urríkis. Spyrji menn embætt-
ismenn í Brussel hvert við-
horf þeirra sé til málefna
EFTA-ríkjanna, má flokka
svör þeirra í þrennt:
í fyrsta lagi er enginn
áhugi á því að fjölga aðildar-
rfkjum EB fyrr en innri mark-
aðurinn erorðinn raunveru-
leiki.
í öðru lagi er því svarað til,
að þótt eitthver EFTA-ríkj-
anna sendi inn umsókn um
aðild að Evrópubandalaginu
þurfi ekki að reikna með því
að slikri umsókn yrði svarað
fyrr en einhvern tima eftir
1995. Og í þriðja lagi svara
menn þvi til, að þau ríki sem
sækist eftir aðild verði að
sækja um hana án nokkurra
sérívilnana.
Þess vegna má segja, að
þegar sagt er hér á landi að
Island muni ekki sækjast eft-
ir fullri aðild að bandalaginu,
þá er ( þeirri fullyrðingu rugl-
andi framsetning. Það er eng-
in aðild til nema full aðild.
Aukaaðild að Evrópubanda-
laginu er hvorki til né fyrir-
huguð. Evrópubandalagið er
og verður fjölskylda ríkja
með náið pólitískt samstarf,
næstum þvi eins og Banda-
ríki Norður-Ameríku. Utanrík-
ispólitlskt hlutleysi Sviþjóðar,
Finnlands og Sviss er þvi eitt
þeirra mála sem gera hugs-
anlega umsókn þessara rikja
flókið mál.
Það er einmitt þetta sama
mál, sem hefur valdið titringi
innan rlkisstjórnar Austurrik-
is, en hún hefur ákveðið aö
leggja fram formlega umsókn
um aðild að EB á þessu ári.
Það ætlar Frans Vranitsky,
kanslari leiðtogi jafnaðar-
manna, að gera að öllum lík-
indum í aprilmánuði. Alois
Mock, utanríkisráðherra Aust-
urríkis, sem jafnframt er vara-
kanslari og leiðtogi hins
borgaralega Þjóðarflokks,
sem er litli flokkurinn i sam-
steypustjórn landsins, vill
hins vegar að umsóknin verði
send þegar í næsta mánuði.
Ágreiningur um___________
Tímasetningu_____________
Ágreiningur um timasetn-
ingu umsóknarinnar virðist
hreint aukaatriði, ekki síst
með tilliti til þess að slíkri
umsókn verður varla svaraö
fyrr en að fimm til sex árum
liðnum. En hún skipti máli í
Austurríki. Þar fara fram
sveitarstjórnarkosningar nú i
mars. Þjóðarflokksmenn
margir hverjir vilja að leiðtogi
þeirra, Mock utanrikisráð-
herra, taki af skarið og gefi i
skyn á ákveðinn hátt að hann
sé sá stjórnmálamaður sem
eigi frumkvæði að þessari
umsókn. Þeir vilja að með því
móti fái kjósendur (Dað á til-
finninguna að Vranitzky
kanslari sé hálfvolgur í af-
stöðu sinni til EB. Með því að
beina umræðunni að efna-
hags- og atvinnulegum ávinn-
ingi aðildar að bandalaginu
reynir utanrfkisráðherrann
jafnframt að forðast hina við-
kvæmu hlið málsins; áhrif
slíkrar aðildar á hlutleysis-
stefnu Austurríkis.
Frans Vranitsky kanslarl leggur
líklega fram formlega ósk um inn-
göngu í EB i aprílmánuði.
Hlutleysið þungamiðja
Sá þáttur málsins verður
þó aldrei umflúinn. Og það
var báðum leiðtogum austur-
rísku stjórnarinnar gert Ijóst
þegar þeir heimsóttu Moskvu
fyrir skömmu. Sovésk stjórn-
völd telja að utan-rfkispólit-
ískt hlutleysi landsins sé í
hættu gangi Austurríki í EB,
sérstaklega ef bandalagið fer
að þróast í átt að pólitískri
einingu. Samt hafa ráðamenn
í Kreml ekki viljað leggjast
gegn umsókn um aöild, en
viöhorf þeirra vega óneitan-
lega þungt þegar ráðamenn i
Vlnarborg skoða málið. Því
veldur aldarþriðjungs saga
Austurrikis sem sjálfstæðs
ríkis.
Það var í maí 1955 sem
Sovétmenn, Bandaríkjamenn,
Bretar og Frakkar undirrituðu
sáttmála um sjálfstæði Aust-
urríkis. Mánuði áður höfðu
austurrísk stjórnvöld ásamt
Sovétmönnum undirritað
plagg, eins konar viljayfirlýs-
ingu, þar sem þvi er nánast
heitið að Austurriki muni
ekki gerast aóili að hernaðar-
bandalagi, ekki leyfa her-
stöðvar á austurrískri grund
og fylgja hlutleysisstefnu í
utanrikismálum.
Ótti via hlutleysisbrot
Nú tölja menn, að aðild
Austurrt'kis að EB myndi ekki
í sjálfu sér teljast hlutleysis-
brot. Evrópubandalagið er
ekki hernaðar- eða varnar-
bandalag, þótt flest ríki
bandalagsins séu aðilar að
NATO. En á hinn bóginn
kunni ákvarðanir, sem teknar
verði í einstaka málum, að
geta neytt Austurríkismenn
til afstöðu, sem teldist brot á
hlutleysisstefnu landsins. Til
dæmis með því að beita ein-
hver ríki eða ríkjabandalög
viðskiptaþvingunum.
Austurrískur ráðherra
sagöi nýverið í viðtali við
breska blaðið Financial Tim-
es, að þarlendum ráðamönn-
um þætti það of hægfara leið
til að nálgast EB að vera í
samfloti með öðrum EFTA-
rfkjum. Austurríkismenn vilji
fá að hafa áhrif í Evrópu, og
með því að gera EB-rikjum
það Ijóst strax að landið óski
aðildar sé slíkra áhrifa að
vænta fyrr. Á þann hátt verði
þess helst að vænta að tekið
yrði tillit til sérþarfa Austur-
rikismanna ( utan-rikismál-
um, kæmi til slíks að banda-
lagið tæki í framtíðinni af-
stöðu sem hróflaöi viö hlut-
leysinu. Með öðrum orðum;
stjórnvöld ( Vlnarborg vilja fá
aðild með fyrirvara um sér-
þarfir.
En samtimis gera menn
sér þó vonir um að á (Deim
tíma sem um umsóknina
verður fjallað muni sambúð
austurs og vesturs þróast í
þá átt, að stjórnvöld í
Moskvu telji sér óhætt að
slaka á kröfum sínum um
utanríkispólitiskt hlutleysi
Austurríkis.
5
ÞflNKAR Á ÞRIÐJUDEGI
BARÁTTAN UM HUGSKOTIÐ
OG SEIGBRJÁLÆÐI
Our
concept for survival:
i-violent action all over the world to achieve the following goals:
nding all nuclear testing
opping the dumping of chemical and nuclear wastes at sea
iving the seals, whales and dolphins
• Stopping acid rain and the further poisoning of our environmen
with pollutants and atmospheric discharge
• Saving Antarctica. _____________________________
I want to know the Greenpeace concept for the survivt
‘ I of our environment. Send me extensive informational
1 material.
I
Surnamc/Givcn namc
GREENPEACE
| Send this coupon to:
I Greenpeace Intemational
1 9/11 Kensington High Street
Það er af hinu góða að
vera skynsemistrúar, en trú-
arbrögð eru það engu að sið-
ur. Afstaða stjórnvalda í
hvalamálinu er gott dæmi um
misheppnaða skynsemistrú.
Það hefur verið sagt um
Svía að þeir séu seigbrjálaóir
og þótt ég sé almennt á móti
alhæfingum um jafn stórar
og samsettar heildir og þjóð-
félög eru þá hættir mér til að
taka undir fordómana. Svíar
trúa því í raun og veru, ef
marka má opinbera umræðu
þar í landi, að hægt sé að
komast til botns í öllum mál-
um ef þau eru rökrædd af
skynsemi og yfirvegun. Slík
afstaða hlaut vissulega
hljómgrunn á timum Viet-
namstríðsins og staðfesti þar
með tiltrú þeirra á ágæti eig-
in afstöðu. Þetta hefur verið
nefnt seigbrjálæði, eða oft
trú á skynsemina. Málið er
nefnilega það að það var ekki
verið að hlusta á Svia í Víet-
nammálinu, heldur átti af-
staða þeirra mikinn hljóm-
grunn á heimsvísu þannig að
hægt var að taka undir skel-
egga gagnrýni þeirra á aö-
gerðir Bandaríkjamanna.
Stjórnvöld hér eru nú oröin
fórnarlömb sama seigbrjálæð-
isins eða oftrúarinnar á skyn-
semina. Það er misskilningur
að trúa því að við Islendingar
höfum náð því að færa land-
helgina út i 200 milur. Við
vorum fyrst til að ná 200
mílna landhelgi sem er allt
annað mál. 200 mílurnar
fengum við vegna þess að
verndarsjónarmið voru á upp-
leið í heiminum, vegna þess
að afleiðingar ofveiðinnar
blöstu alls staðar við og ekki
síst i N-Atlantshafinu og
nægir að nefna ýsuna og
síldina sem dæmi. Þeir sem
studdu okkur ( baráttunni við
ofurefli Breta, Þjóðverja og
Unilever eru helstu andstæð-
ingar okkar i hvalamálinu.
Skynsemin segir okkur að
náttúruverndarsinnar séu
þarna að hengja bakarar fyrir
smið. Það er að vissu marki
mín afstaða, en ef við litum
yfir meðfylgjandi auglýsingu
frá þeim sem birtist í Fortune
þá held ég að flestir íslend-
ingar geti merkt jákvætt við
allmörg atriói og þá helst
þau sem eru fjarlægust okk-
ur, en þó nálæg, eins og súra
regnið.
Að mínu mati er það full-
komlega skynsamleg afstaða
að krefjast sjálfsákvörðunar-
réttar okkar á hvernig við eig
um að nýta náttúruauðlindir
okkar. En sú afstaða verður
óskynsamleg í hvalamálinu
þegar heildin er skoðuð. Hún
byggir nefnilega á brengluöu
auðlindamati.
Með fjölmiðlabyltingunni
og tilkomu eiginlegs þeims-
markaðar er ímyndin að
verða ein dýrmætasta eign
stórfyrirtækja og á það jafn-
vel við um þjóðir líka. Þetta
er vissulega kaldhæðnislegt
því hvað getur verið loft-
kenndara en mynd einhvers
fyrirtækis eða lands í hugum
fólks. Þetta hefurverið nefnd
baráttan um hugskotið. Fyrir-
tæki sem velta stjarnfræði-
legum dollarafúlgum, eins og
þeir bræður Pepsí og Kók
verða að nota stóran hluta
tekna sinna til að halda
ímyndinni í góðu lagi. Önnur
fyrirtæki eins og United Fruit
Company hefur þurft aö
skipta um nafn vegna afreka
sinna ( Mið-Ameríku og Dow
Cemicals hélt lengi vel lág-
um prófíl vegna napalfram-
leiðslu sinnar í Víetnamstrið-
inu. Reynolds hefur samein-
ast matvælafyrirtækinu
Nabisco sem hefur mun
lægra hagnaðarhlutfall m.a.
til að hvítþvo nikótínhagnað-
inn.
Við, eða í öllu falli þeir
sem sjá um landkynningu,
hafa til skamms tima lagt
megináherslu á að kynna ís-
land sem hreint, ómengað
land þar sem búi greind
bókaþjóð. Það á að vera
ímynd okkar. Ef svo er, og
það vona ég sannarlega, þá á
ímynd okkar sem umhverfis-
sinnuð þjóð að verða ein
mikilsverðasta auðlind okkar
á eftir miðunum og mögu-
leika i fallvötnunum.
ímynd er samsett og i bar-
áttunni um hugskotið þá er
fátt sem situr eftir hjá vel-
flestum. Mér hefur verið sagt
að innan við 6% af „uppurn"
á Maiamjsvæðinu í Flórída
hafi kannast við „lceland" og
helmingur þeirra hélt það
vera nafn á flugfélagi.
Áður en við gefum okkur
að Ameríkanar séu svo vit-
lausir þá langar mig til að
spyrja sjálfan mig og aðra
hvaö viö vitum um Madeira.
Er það ekki eyja sem lifir á
túrisma og framleiðir desert-
vín?
Alvarlegast er þó að niður-
lagningin er nánast orðin
uppistaða í útflutningi á full-
unnum iönaðarvörum eftir að
það fór að þrengja að ullar-
iðnaðinum. Þegar best lét
stóð ullin fyrir 4% af útflutn-
ingi okkarog lagmetið fyrir
öðru eins. Ætli ullin sé ekki
að nálgast 1% og hver staða
lagmetisins verður er óráðiö.
Ef svo fer að hvorutveggja
hrynur sem er ekki óhugs-
andi við núverándi aðstæður
hefur okkur tekist að sanna
það fyrir alheimi að við erum
stoltasta þjóð í heimi. Við
erum tilbúin að skjóta okkur
aftur á það stig að vera hrein-
ir hráefnisútflytjendur til að
halda reisn okkar. Og skyn-
semi.
,, ...skynsemin segir okkur að nátt-
úruverndarsinnar séu þarna að
hengja bakara fyrir smið. Það er að
vissu marki mln afstaða, en ef við
iítum yfir meðfylgjandi auglýsingu
frá þeim sem birtist i Fortune þá
held ég að flestir íslendingar geti
merkt jákvætt við allmörg atriði og
þá helst þau sem eru fjarlægust
okkur, en þó nálæg, eins og súra
regnid,“ segir Örn D. Jónsson í
greininni.
• •
JAFNAR TOLUR • ODDATOLUR • HAPPATOLUR
Heildarvinningsupphæö var kr. 5.723.628,-
1. vinningur var kr. 2.638.300,- og 7 voru með flmm tölur réttar og þvl fær hver kr.
376.900,-.
Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 457.688,- skiptist á 4 vinningshafa
og fær hver þeirra kr. 114.422,-
Fjórar tölur réttar, kr. 789.336,-, skiptast á 228 vinningshafa, kr. 3.462,- á mann.
Þrjár tölur róttar kr. 1.838.304,- skiptast á 6.383 vinningshafa, kr. 288,- á mann.
Sölustaðirnlr eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15
minútum fyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.