Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 15. febrúar 1989 MÞYÐUBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Blaðamerin: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Friðrik Þór Guðmundsson Setning og umbrot: Prentun: Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Samhyggja gegn ofneyslu Formenn aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæjaályktuðu áfundi í fyrradag undirgamalkunnum slag- orðum: Sókn til bættra lífskjara. Segir þar meðal annars: — Á meðan lífskjör almennings hafa rýrnað hefur fjár- magn verið verðtryggt og á okurvöxtum. — Við sættum okkur ekki við óbreyttan kaupmátt lágra launa og viljum fá hann bættan. Formenn í BSRB vilja samvinnu við önnur samtök launa- fólks og að þau gangi sameiginlega til viðræðna við ríkis- valdið um leiðir til að efla velferðarkerfið og skapa launa- fólki betri lífskjör. jr Oskirforystumanna í næst stærstu launþegasamtökum landsins eru býsna hógværar. Ríkisvaldið er ekki skamm- að sérstaklega, en í staðinn beinast spjótin að „fjár- magnseigendum" sem sagðireru hafa lifað við verðtryggð lífskjör og okurvexti í ofanálag. Hógværðin og lítillætið í garð ríkisvalds kemur ekki á óvart. Augljóst virðist að for- ystufólk launþega ætli að láta reyna á velvilja „félags- hyggjunnar" sem ríkisstjórnin kennir sig við. Enda hafa fjármálaráðherra og forsætisráðherra tekið ákaflega vel undir óskir BSRB. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig ríkis- stjórnin muni hegða sér í væntanlegum samningaviðræð- um við fulltrúa launþega. Fjármálaráðherra hefur reyndar þegar hækkað skatta á launafóik um nokkur prósent en forsætisráðherragæti skrifað undiryfirlýsingar BSRB um vaxtaokurog óhóflegan fjármagnskostnað. Vandinn ligg- ur í því að rata leið sem samræmist markmiðum stjórnar- innar um jafnvægi í þjóðarbúskap, minnkandi verbólgu og sæmilegt jafnrétti. Samþykkt formanna BSRB frá því í fyrradag ereins konar boðsbréf til ríkisstjórnarinnar. BSRBIýsirsig reiðubúiðað ræða við íslensku ríkisstjórnina um framtíó íslensks sam- félags. Kurteislegar geta launþegasamtök ekki orðað hóg- værar óskir. Einhvern veginn liggur samt hinn raunveru- legi boðsKapur BSRB utan og ofan við þá skikkanlegu samþykkt sem formennirnir í samtökunum gerðu með sér. Þegar sest verður að samningaborði hljóta forystumenn launþega að draga fram kröfur um aukinn kaupmátt. Það er enginn vandi að benda á að slæmar fjárfestingar séu slæmar eins og formennirnir gera. Það er snöggtum verra að stíga næsta skref, þegar það liggur fyrir að ríkisstjórn- in hefurákveðið hvað sé til skiptanna í íslensku þjóðarbúi. Yfirlýsingar fjármálaráðherra og forsætisráðherra breyta engu til eða frá. Vandinn liggur ef til vill ekki heldur í sam- þykktum BSRB. Ríkisstjórnum hefurekki tekist fram að þessu að hemja vonda fjármagnseigendur. Ríkisstjórnir hafa liðið „okur- vexti“. Þaó breytir engu hvort þær kenna sig vió félags- hyggju og kaupfélagshugsjónir. Bent hefur verið á með nokkrum rökum að þrátt fyrir „vaxtaokrið" hafi fjármagns- eigendum tekist að koma ár sinni fyrir borð. Vörurnar og þjónustan hafa nefnilega selst. Þúsundir manna hafa af því framfærslu að færa launafólki allan óþarfann, sem launþegasamtökin eru nú að býsnast yfir að fólkið í land- inu hafi borgað á undanförnum árum. Hinar slæmu fjár- festingar hafa ekki síst orðið til vegna þess að þjóðin hef- ur einfaldlega lifað um efni fram. Taumlaus innflutningur sem hefur gert þjóðina stórskulduga er til kominn vegna þess að fólk kaupir allt þetta. Þjóðin er að deyja úr ofáti. Þetta er stærsti vandi okkar um þessar mundir. Að samtök launafólks ætli sér að ræða um almennar kauphækkanir á þessum tímum er ekki skynsamlegt. Þaó eru kjör þeirra sem eru utan við ofneysluna sem rík- isvaldið ætti að bæta. Það gerist ekki með almennum kauphækkunum heldur með tilfærslum sem gera fólki kieift að lifa sómasamlegu lífi í allsnægtarþjóðfélagi. BSRB hefur boðið öðrum samtökum launþega upp í við- ræður við ríkisvaldið um framtíð velferðarkerfisins. Það er góð byrjun aðvinnasaman. En launþegasamtökverðalíka að setja sér háleitari markmið en kenna sífellt ómögulegu peningafólki um ófarirnar í íslensku samfélagi. ÖNNUR SJÓNARMIÐ SAGT er að Parkinsons lögmálið ráði víða í opinbera kerfinu. Menn eyði löngum tíma í að ræða smæstu mál, en afgreiði mikil útgjöld og alvarlegar afgreiðslur með sam- hliða handauppréttingu. Bæjar- stjórn ísafjarðar þurfti að karpa um það á bæjarstjórnarfundi hvort bæri að mála hús Kaupfélags ísfirð- inga sem fyrrum hýsti bæjarskrif- stofurnar. Bæjarlögmaður hafði úrskurðað að bærinn þyrfti ekki að mála eftir sig. Bæjarins besta á ísa- firði segir frá eftir að hafa hlerað á bæjarstjórnarfundi. Álit lögmanns lá fyrir: „Nóg mundi vera að kítta upp í göt. Um þetta urðu snarpar um- ræður og spurði uppljóstrarinn oft um það hver hefði gert áætlun um kostnað upp á 240.000 kr. við mál- unina.“ Þegar hér var komið sögu vand- aðist málið. hver ætti að mála? Og sumir töldu að nóg væri að þrífa. En samkvæmt mati lögmanns voru þrif ekki nauðsynleg. Og flóknara varð málið, þegar kom í ljós að mál- arar reyndust fleiri en einn í bæjar- stjórninni sjálfri. Bað „uppljóstrar- inn“ þá að hugsa sinn gang. Þar kom á eftir „snarpar umræður siðferðis og samviskuhjal féll málið á jöfnu 4:4, Dýrfinna sat hjá.“ FLÓAMARKAÐURINN er með betri dálkum í Þjóðviljan- um. Þar er stundum ljóstrað upp um breytingar sem verða í lífi og högum. Þessi virðist t.d. hættur að spila, fara á skíði og skauta — og hættur að sofa: „Til sölu er takkaharmónikka, sem ný, skíði lengd 1,40, skór og bindingar, og hvítir skautar nr. 36. Allt mjög gott. Selst á hálfvirði. Einnig lítill svefnstóll. Upplýsingar í síma 23218 frá kl. 2-6 og eftir kl. 18.00 í síma 685331. ER Jón Baldvin von þeirra sem ekki eru par hrifnir af hvalveiðum? Eiríki Böðvarssyni framkvæmda- stjóra Niðursuðuverksmiðjunnar á ísafirði finnst nóg komið af svo- kölluðum vísindaveiðum. Vest- firska fréttablaðið spjallar við Ei- rík: „Þetta var ekki sérstakt mál fyrir mig, fyrr en það fór að ógna mínum hagsmunum og míns fyrirtækis. Við höfum framleitt mikið fyrir Aldi, og þetta hefur áhrif á okkar rekstraráætlanir. En maður lifir í voninni, og ég vil ekki trúa því að þetta þróist á versta veg. Ég vil ekki trúa öðru en menn taki sönsum. Jón Baldvin var til dæmis að lýsa því yfir, að liann væri ekki andsnú- inn því að hætta við „vísindaveið- ar“ í suinar.“ PRESTUR Hornfirðinga stýrir Eystra-Horni. Hann skrifar leiðara í síðasta hefti þar sem hann tekur undir gamalt baráttumál Bandalags jafnaðarmanna sáluga um að út- varpa frá Alþingi. Þetta er nauð- synlegt til að auka veg Alþingis. En séra Baldur litur líka á væntanlega „lýðræðisrás“ sem skilvindu: „Þingmenn sem einhver veigur er í myndu fagna þessari rás. Hún myndi tryggja það að stór hluti þjóðarinnar fylgdist með störfum þeirra. Þingmenn sem eru bæði í senn máttlitlir og leiðinlegir myndu leggjast á móti hugmyndinni. Þeir myndu ekki lengur njóta þess skjóls sem flokksblöðin veita þeim. Þögn- in geymir suma best.“ Þá er spurningin: Hvorir eru í meirihluta? Hinir leiðinlegu eða spræku? Verður frumvarpið sam- þykkt? Ekki ef þeir . . . eru í meiri- hluta. EINN MEÐ KAFFINU Það var þetta með manninn sem gaf konunni sinni aldrei neitt af neinu tagi. Svofórhún fráhonum. Hún hafði fengið nóg. FRÁ DEfil TIL DA6S Dóri Dick snemma morguns Eg sagði við konuna þegar við vöknuðum í morgun: Mikið erum við heppin að hafa hann Halldór í forsvari fyrir hvalinn. Hvar væru hvalveiðar íslendinga ef Halldórs nyti ekki við? Halldór er ákveð- inn. Halldórer þver. Halldór lætur ekki neina útlendinga vaða ofan í sig. Svona eiga skipstjórar að vera. Sagði ég við konuna. Konan var ekki á sama máli. Hún er nú yfirleitt aldrei á sama máli og ég. Það er að segja, að ef ég hef einhverja skoðun, þá hefur hún alltaf aðra skoðun en þá sem ég hef. Ekki að það sé neitt at- hugavert að hafa aðra skoðun en ég. Ég er lýðræðislegur svoleiðis. Mér finnst ágætt að menn hafi mismunandi skoðanir. En það er ekki eðlilegt hvað konan hefur alltaf aðra skoðun á öllu en ég. Það er eins og hún biði eftir þvi hvaða skoðun ég hafi, og þá kem- ur hún með einhverja allt aðra skoðun. Það kalla ég ekki skoð- anaágreining. Það kalla ég skoð- anasálgreiningu. Ég stend harður á því. Konan var annarrar skoðunar. Hún bylti sér í rúminu, dró sæng- ina upp að höku og sagði sem svo að Halldór hefði gjörsamlega klúðrað hvalamálinu. Fyrst hefði hann komið með þessa fáránlegu lausn að hefja hvalveiðar í vís- indaskyni. Það vissu allir, að þetta væru ekkert annað en vís- indi í hvalveiðiskyni. Hvalur h/f borgaði eitthvað smotterí til að fjármagna talningar, en fengju restina af skrokknum þegar vís- indamennirnir væru búnir að skera nokkur grömm af fitu og kjöti af hvölunum. Síðan seldi Hvalur h/f kjötið til Japans og annarra landa og græddi stórfé. Og væru svo klaufskir að smygla þessu gumsi sínu gegnum Finn- land og önnur lönd að grænfrið- ungar kæmu upp um allt og birtu myndir af fengnum í sjónvarpi. Og nú væru aðilar um allan heirn hættir að kaupa fiskafurðir okk- ar. Og íslendingar töpuðu árlega tveimur milljörðum eða svo. Og íslendingar misstu atvinnu. Og svo væri Halldór með hugmyndir um að ríkisstyrkja þau fyrirtæki sem misstu af bisness vegna hval- veiðidellunnar í Halldóri. Þvílíkt og annað eins. Dæmigert fram- sóknarklúður. Sagði altsó konan. Eg reiddist nokkuð. Nú er það þannig, að þegar ég reiðist held ég alltaf stillingu minni. Ég tala jafn- vel enn hægar en venjulega. En orðin fá meiri þunga. Það er altal- að í fjölskyldunni að orð mín fá þá meiri þunga. Þegar ég reiðist sem sagt. Og þótt konan hafi haldið því fram, að ég hafi mölv- að kristalsvasann í síðasta reiði- kasti mínu, þá er það rangt. Ég bara rakst í hann þegar ég stóð stillilega á fætur. Það var óheppni að hann skyldi falla á gardínu- stöngina sem er alveg undir loft. Skrýtið hvað þessir kristalvasar detta stundum upp á við. Ég reiddist altsó nokkuð. En var vel stilltur þegar ég sagði kon- unni, að svona væri bara ekki hægt að tala um sjávarútvegsráð- herrann okkar. Hann ætti margt betra skilið en svona gáleysislegt tal. Halldór væri sá eini af stjórn- málamönnunum sem þorði að vera fastur fyrir. Hann væri ekk- ert að gera á sig þótt einhverjir grænfriðungar væru með ein- hverjar hippamessur út í löndum. Hver væri svo sem að hugsa um þetta pakk? Halldór léti þessa dóna ekkert vaða ofan í sig. Hann væri tilbúinn að bjóða þeim birg- inn, þótt aðrir væru að gefast upp undan þessum þrýstingi. Okkur vantar fleiri menn eins og Halldór á þing, sagði ég. Og þótt einhverj- ar þjóðverjaskræfur þyrðu ekki lengur að kaupa rækju frá ís- landi, þá þeir um það. Við seldum bara rækjuna eitthvað annað. Sagði ég. Og bætti við: Við seljum bara rækjuna til bandamanna. Konan skildi ekki alveg þennan brandara. Hún skilur yfirleitt ekki brandarana mína. Hún hall- aði sér bara aftur í rúminu, geisp- aði og sagðist ekki nenna að tala um Dóra Dick í rúminu. Hvað sem hún átti nú við með því. Svo var hún farin að hrjóta. Konur hafa ekkert stolt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.