Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 15. febrúar 1989 SJAVARSIDAN MENGUNAR- OG SJÚKDÓMALAUS FISKIRÆKT Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda fiskiræktenda, og hefur hugur manna þá einkum beinst að mengun í sjó og einn- ig hinum svokölluðu eitruðu þörungum. í Noregi þar sem að fiskirækt i sjó er mikið stunduð hefur þetta vandamál verið til mikillar rannsóknar og lausn virðist vera í sjónmáli sam- kvæmt grein i norska blaðinu Aftenposten nú nýlega. Eftir eitt ár er reiknað með að lyfjum eða úrgangnum úr fisknum fyrsta fljótandi og færanlega fisk- eldisstöðin verði tilbúin í Noregi. Er hún byggð með umhverfisvernd í huga og er áætiað að taka hana í notkun við Loðfoten. Þessi stöð á að vernda eldisfisk gegn þörunga- sýkingu, olíumengun og annarri þeirri mengun sem þeim stafar hætta af. í hinni nýju fiskeldisstöð hefur verið samhæfð þekking frá norsk- um og erlendum fiskiræktendum, tæknihliðin kemur frá oliuiðnaðin- um í Norðursjónum. Hugmyndin er að byggja stóra fiskeldisstöð sem er færanleg, með búnaði sem gerði það kleift að sjór renni í gegn um hana en þó þannig að sá möguleiki sé fyrir hendi að loka henni algjör- lega með þar til gerðum lokunar- búnaði auk lofttæmingar. Á þennan hátt verður engin hætta á þörungasýkingu né heldur sýkingu vegna meingunar. Fiskeldisstöðin er sjálfstæð ein- ing og er færanleg, með mikinn stöðugleika, jafnvel í miklum sjó- gangi. Undir stöðinni eru mjög stór neðansjávarflot sem í er mikið flot- magn og af þeirri ástæðu er hinn mikli stöðugleiki til kominn. Það allra mikilvægasta við stöð- ina er það að afgangur af fóðri, er ekki hleypt niður á sjávarbotn- inn. Allur úrgangur er soginn upp í þar til gerð síló i stöðinni og er hann hreinsaður þar og afgangnunt er síðan dælt út í sjó í 100-200 metra fjarlægð frá stöðinni. Að þessu verkefni standa A/S Seacon Ltd í Osló, fyrirtæki innan T.H. Brövig-gruppen i Farsund og hinn norski prófessor Carsten Langlie sem starfar við háskóla i Vestur-Þýskalandi. Þessir aðilar hafa náð samkomulagi við fisk- ræktunarfyrirtækið Brettesnes Aqua á eyjunni Stormolla austur af Solvær við Lóðfóten þar sem að áætlað er að setja upp fyrstu stöð- ina. Þar sem að þetta eru frumtil- raunir með þessa nýju stöð var ákveðið að setja hana upp í Noregi. Við ætlum að vísa i norskt umhverfi við sölu á þessum stöðvum erlendis segir stjórnarformaður Seacon Lars N. Overrein. Seacon Eco-2000 en svo er stöðin nefnd, er teiknuð af prófessor Langlie, og er hún byggð á reynslu sem fengist hefur af tilraunum með aðra fljótandi stöð sem hefur verið nefnd „Mariana* en hugmyndina að henni átti verkfræðingurinn Einar Knutsen í Bergen. Mismun- AFLAKONGUR VIKUNNAR Fiskeldisstöðin eins og hún kemur til með að lita út. urinn á þessum tveimur stöðvum er sá að í ‘Mariana“ er fiskurinn í ofn- um fiberpokum, en fiskurinn í Sea- con Eco-2000 er í glertrefja sílóum með sérstökum lokunarbúnaði sem gerir það kleift að ppna og loka síl- óunum eftir vild. Á þennan hátt er hægt að verja fiskinn smiti vegna mengaðs vatns og einnig er mögu- leiki að einangra sjúkan fisk í síl- óunum. Stöðugt er fylgst með fisknum í sílóunum með sjón- varpsmyndavélum. Allur úrgangur er soginn upp og hreinsaður þannig að möguleiki er á að setja þessar stöðvar upp á stöðuvötnum þar sem bannað er að hleypa út í nokkrum úrgangi vegna mengunar. Seacon Eco-2000 er smíðuð úr einingum sem raðað er saman. Þessar fiskeldisstöðvar verða með miklum útbúnaði svo sem fóðursil- óum, sjálfvirku fóðrunarkerfi, hreinsibúnaði fyrir fyrir úrgang, frystiklefum, eftirlitskerfi auk mik- ils vinnupláss á dekki. Framleiðslu- tími á svona stöð verður um 6 mánuðir og verðið verður á milli 200 og 250 milljónir íslenskra króna. Ekki hefur reynst möguleiki að fá tryggingarfélög i Noregi til þess að tryggja venjulegar fiskeldis- stöðvar, en þessar stöðvar eru það stórar og stöðugar að þær eru innan þess ramma sem tryggingarfélögin hafa sett segja framleiðendur. Nú er unnið að fjármögnun á smíðinni og hefur verið haft sam- ráð við Sænsk-Norska iðnaðar- sjóðinn í því sambandi. Einnig hefur verið mikill áhugi í Vest- ur-Þýskalandi fyrir þessu verkefni og eru þjóðverjar inni í myndinni varðandi fjármögnun. Reiknað er með að veita í verkefnið allt að 100 milljónum króna í ár og er inni í þeirri tölu tilraunir með model af stöðinni í reynslutanki. Reiknað er með að fyrsta stöðin verði tilbúin eftir eitt ár og verður hún sett upp við eyjuna Stormolla við Lóðfóten. Strax og stöðin hefur verið sett upp á að fara út í rann- sóknir á því hvort hægt er að nota fiskúrgang til fóðrunar í stöðinni. Við þessar rannsóknir á að nota síldarmjölsverksmiðju sem staðið hefur ónotuð í nokkurn tíma. í ný- legunt norskum skýrslum kemur fram að síðustu þrjú árin hefur ver- ið hent um 30.000. tonnum af fisk- úrgangi í hafið í kring um Lofoten ög er því ekki nema von að frændur okkar hugsi sinn gang í þessu máli. SIGURÐUR PÉTUR HARÐARSON RÓA með 8 trossur í sjó og í hverri trossu eru að jafnaði 15 til 18 net. Á Jóhanni Gíslasyni eru II menn í áhöfn og lítið er um mannabreytingar. Þar er fastur kjarni og menn vilja eindregið halda sínum plássum á þessum aflaskipum. Oftast er róið dag- lega en þó kemur fyrir að netin séu dregin tvisvar og er þá látið reka á milli eða þá að farið sé til Vestmannaeyja, því siglingin er jú mun lengri til Þorlákshafnar. Megin uppistaðan í allanum hjá Sveini hefur verið ufsi en þó vildi Sveinn að fram kæmi að það hefði verið óvenju mikill þorskur í aflanum í janúar miðað við und- anfarin ár á þessu svæði. Útgerð skipsins Glettingur h/f verkar allan afla og við spurðum því Svein hvaða verð hann fengi greitt fyrir hann. Sveinn sagði að fiskverð á landinu væri í svo miklum ólestri að í dag væri fiskverð einkamál hvers og eins þetta væru laun sjómanna og þeir semdu sérstaklega við út- gerðina eins og oftast er í venju- legunt atvinnurekstri. Þeir á Jóhanni Gíslasyni skipta yfir á.dragnót í vor þegar að neta- vertið lýkur. Sveinn Jónsson skipstjóri á Jóhanni Gíslasyni AR-42 ÞEIR FISKA SEM Sveinn Jónsson aflakóngur úr Þorlákshöfn: Fiskverð einka- mál hvers og eins. Sveinn rær á net og er með þau í kantinum 14-24 sjómílur suður og austur af Vestmannaeyjum. Ekki sagðist Sveinn eiga neina sérstaka fiskistaði. Hann hóf veiðar 6. janúar og náði þá í góð pláss þarna í kantinum og hefur hann haldið þeim, þannig er það á sjónum að menn halda þeim plássum sem að þeir ná í í upp- hafi. Þeir á Jóhanni Gíslasyni eru Afiakóngur vikunnar 5. til 11. febrúar 1989 var Sveinn Jónsson skipstjóri á Jóhanni Gíslasyni ÁR-42. Hann réri tvo róðra og landaói samtals 46.096. kg. í Þor- lákshöfn. Fiskurinn fór í vinnslu hjá útgerð skipsins Glettingi h/f. Sveini gekk vel á siðustu vertíð og nú er hann aflakóngur vikunn- ar yfir landið. Við tókum Svein tali og spurðum hann hverju hann þakkaði þessa velgengni. Sagði Sveinn að hann þakkaði þessa vel- gengi fyrst og fremst góðum veið- arfærum. Veiðarfærin væru það sem að allt stæði og félli með. Einnig sagði Sveinn að stíf sjó- sókn ætti drjúgan þátt í þessari velgengni, þeir fiska sem róa. Út- gerðin sér alfarið um veiðarfærin og hafa þau verið til hinnar mestu fyrirmyndar hjá þeim. Aðspurður sagði Sveinn að gæftir hefðu verið ömurlegar allt frá áramótum, stöðugir stormar og hreint mannskaða veður. Jóhann Gíslason ÁR-42. AFLAKÚNGAR FJDRÐUNGANNA Siðastliðna viku var nær ekkert sjóveður um allt land. Hreint sýnis- hornaveður eins og viðmælandi Al- þýðublaósins orðaði það. Rok og stórsjóir einkenndu veðrið i vlkunni og varþví lltið um afla. Þóvoru nokkr- ir harðsnúnir skipstjórar sem réru en afli var frekar rýr. Aflakóngar Ieinstökum landshlutum vikuna 5. til 11. febrúar voru eftir- taldir: Suövesturland Jóhann Gisiason ÁR-42 ' Útgeróarstaður: Þorlákshöfn Afli: 46.096 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri: Sveinn Jónsson Vesturland Tjaldur SH-270 Útgerðarstaður: Rif Afli: 29.800 kg Veiðarfæri: Lina Skipstjóri: Jóhann Kristinsson Vestfirdir Patrekur BA-64 Útgerðarstaður: Patreksfjörður Afli: 20.600 kg Veiðarfæri: Lína Skipstjóri: Þorsteinn Jónsson Norðurland Sigurfari ÓF-30 Útgerðarstaður: Ólafsfjörður Afli: 18.012 kg Velðarfæri: Lina Skipstjóri: Númí Jóhannsson Austurland Hvanney SF-51 Útgerðarstaður: Hornafjöröur Afli: 17.900 kg Veiöarfæri: Lina Skipstjóri: Einar Björn Einarsson Vestmannaeyjar Kristbjörg VE-70 Útgerðarstaður: Vestmannaeyjar Afli: 16.340 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri: Ingvi G. Skarphéðinsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.