Alþýðublaðið - 15.02.1989, Page 6

Alþýðublaðið - 15.02.1989, Page 6
6 Miðvikudagur 15. fehrúar 1989 vildi ræða við Álafoss um að verða umboðsaðili fyrir ullarvörur í Kóreu. Hong Kong er stórveldi í við- skiptum og er ágætur ræðismaður þar í mjög góðri aðstöðu. Hann hefur fylgst með Suður-Kína, þar sem viðreisn er mikil og tækifæri geta opnast. Hann hefur bent á möguleika á samstarfi við aðila í Thailandi um fiskveiðimál, en þá vantar góð togskip, þó þau séu not- uð. Malasía hefur einnig frum- stæðar fiskveiðar, sem áhugi er á að koma í nútímahorf, og kann þar að vera markaður fyrir tækni og tæki. Þar ræddi sendiherra við yfirmenn fiskveiða í stjórnarráðinu og efndi til tengsla. í Kuala Lumpur er INFOFISH, upplýsinga- og fræðslustofnun FAO. Er það mjög gott samband, sem seljendur gætu notað betur til að finna kaupendur, ekki síst að tækjum og tækni. íslenskum fyrir- tækjum voru sendar upplýsingar um stofnunina. Thailand er einnig mikil fisk- veiðiþjóð, nr. 10 á heimsskrá FAO. Þar gæti einnig verið markaður fyr- ir tæki og tækni, og ræddi sendi- herra við fiskveiðistjóra, sem situr í Er þörf fyrir varaflugvöll Utanríkismálanefndir SUJ og SUS halda sameigin- lega ráðstefnu um VARAFLUGVALLARMÁLIÐ að Hótel Holiday Inn (I salnum Hvammi) laugardag- inn 18. febrúar kl. 15.00-17.00. Framsögumenn eru: Jóhann Helgi Jónsson framkvæmdastjóri flugvalla- deildar flugmálastjórnar Árni Gunnarsson alþingismaður Karl Steinar Guönason alþingismaður Matthías Á. Mathiesen alþingismaður Að framsöguerindum loknum mun Geir H. Haarde al- þingismaður stjórna pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri er Magnús Árni Magnússon for- maður utanrikismálanefndar SUJ. SUJ og SUS hvetja alla áhugamenn um flugmál og utanríkismál til að fjölmenna á ráðstefnuna. Utanríkisnefnd SUJ Utanrikismálanefnd SUS FORVAL Póst- og símamálastofnun hyggst láta leggja Ijós- leiðarastreng á milli Borgarness og Búðardals, og á milli Búðardals og Blönduóss. Verkiö felur I sér lögn á strengnum ásamt frágangi á tengibrunnum. Óskað verður eftir tilboðum I verkin sitt I hvoru lagi, þó þannig að hægt verði að semja við einn verktaka um bæði verkin. Til greina kemur að leigja til vænt- anlegs verktaka sérhæfðan búnað (plóg, kapalvagn o.s.frv.). Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri yerk til Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild, Landsímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: Forval Borgarnes — Blönduós, fyrir 21. febrúar n.k. Bændaskólinn á Hvanneyri Námskeið á næstunni, sjá Fréttabréf Stéttar- sambands bænda. Málmsuða - Kanínurækt Loðdýrarækt - Búfræði grunnnám - Skattskil Bleikjueldi Sérstök athygli skal vakin á því að Bændaskólinn á Hvanneyri og Vesturlandsdeild Veiðimála- stofnunar gangast fyrir námskeiði í bleikjueldi dagana 23.-25. febrúar. Verkun votheys í rúlluböggum Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild RALA bjóða upp á námskeið um verkun votheys í rúlluböggum dagana 13.-15. mars. Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun veita bændum starfsþjálfunarstyrk vegna þátttöku á námskeiðunum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Bændaskól- ans. Sími 93-70000. Skólastjóri. landbúnaðarráðuneytinu eins og algengast er þar austurfrá. Hefði hann mikinn áhuga á að fræðast um, hvað íslendingar geta boðið á því sviði. Indónesía er enn eitt landið með miklar en frumstæðar fisk- veiðar, sem mikill áhugi er á að bæta og efla. Þar ræddi sendiherra einnig við fiskveiðistjórann i ráðu- neytinu. Hann hafði mikinn áhuga á fiskveiðitækni og er reiðubúinn að ræða við sérfróða menn frá ís- landi, ef þeir heimsækja land hans. Ástralía getur ekki kallast mikil fiskveiðiþjóð (150—200 þúsund lestir), en ræður þó óhemju haf- svæðum, sem varla hafa verið könnuð. Þegar Rússar báðu .snemma á liðnu ári um aðstöðu í landhelgi og höfnum Iandsins töl- uðu þeir um milljónir lesta fisks-, en ástralska stjórnin hafnaði samt. (Rússneski fiskveiðiflotinn á sunn- anverðu Kyrrahafi hefur aðstöðu í Singapore.) Sendiherra ræddi við ráðamenn fiskveiðideildar landbúnaðarráðu- neytisins og stofnaði til sambands við þá. Þegar eru seldar til Ástralíu tölvuvogir, og kann að verða þar og á Nýja-Sjálandi frekari markaður fyrir tæki og tækni. ísland getur ekki haft stjórn- málasamband við Taiwan, þar sem Kínverjar telja eyna hluta af sínu landi og ekki er unnt að viðurkenna bæði sem sjálfstæð ríki. Þess vegna getur sendiherra lítið starfað í Tai- wan, sem raunar er mjög efnilegt í viðskiptum. Sala á fiski er Iangmest til Japan, en getur vaxið í Suður-Kóreu og á Taiwan. Lysi er selt til Suðaustur- Asíu. Á öllu þessu svæði verða næstu áratugi geysimiklar fiskveið- ar tæknivæddar og færðar í nú- tímahorf. Hlýtur þarna að verða mikill markaður fyrir tæki og tækni, sem íslensk fyrirtæki ættu að geta notfært sér. Sendiherra safnaði upplýsingum, opnaði sam- bönd við yfirvöld og stofnanir til að ryðja brautina fyrir sölumenn fyrir- tækjanna. í sjálfri fisksölunni hafa útflutningsfyrirtæki þegar náð miklum árangri og öðlast verð- mæta reynslu, sem byggja verður á. Sendiráð í Japan? Sendiherra kom í annað sinn til Tókýó í nóvember. Komst hann þá að þeirri niðurstöðu, að óviðunandi væri að hafa engan íslenskan sendi- mann búsettan í Tókýó, þar sem viðskipti við Japan nema yfir millj- örðum króna og önnur samskipti eru vaxandi. 1987 var skipuð sérstök nefnd til að fjalla um skipan utanríkisþjón- ustunnar í Asíu til að greiða fyrir vaxandi viðskiptum. Helst var rætt um sendiráð í Tókýó. Niðurstaða varð þó, að ekki væri ástæða til að stofna til slíks sendiráðs, meðal annars vegna kostnaðar, sem var áætlaður 40—50 milljónir, tvöfalt meira en dýrustu sendiráð íslands kostuðu þá. Nú hefur magn viðskiptanna þre- faldast, fragtflug er hafið milli Reykjavíkur og Tókýó og ýmis önn- ur samskipti fara ört vaxandi. Sendiherra lagði í skýrslu sinni til, að málið yrði tekið upp á nýjan leik, og benti á ódýrustu leiðina til þess. í byrjun 1989 komst hreyfing á þetta mál, m.a. vegna upphafs fragtflutninga með flugvélum til Tókýó. Ákvað Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna að staðsetja umboðs- mann í Tókýó þá þegar, og útflutn- ingsráð undirbjó að koma einnig upp umboðsmanni þar eystra. n 1 2 3 n 4 5 V 6 ■ □ 7 r 9 M i □ ii 8 □ 12 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 ógnar, 5 rökkurs, 6 ellegar, 7 drap, 8 svíðing, 10 titill, 11 espi, 12 mikið, 13 mál- ug. Lóðrétt: 1 skinn, 2 tónar, 3 samstæðir, 4 tóbakið, 5 gerist, 7 rýr, 11 flytji, 12 pípa. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 hrósa, 5 heim, 6 orf, 7 ær, 8 ritaði, 10 fr, 11 gin, 12 einn, 13 reyra. Lóðrétt: 1 herir, 2 rift, 3 óm, 4 aurinn, 5 horfur, 7 æðina, 9 agir, 12 ey. • Gengií Gengisskráning nr. 30 — 13. feb. 1989 Kaup Sala Bandaríkjadollar 51.230 51,370 Sterlingspund 89,678 89,923 Kanadadollar 43,233 43,341 Dönsk króna 7,0468 7,0660 Norsk króna 7,5913 7,6121 Sænsk króna 8,0741 8,0961 Finnskt mark 11,8698 11,9022 Franskur franki 8,0538 8,0758 Belgiskur franki 1,3077 1,3113 Svissn. franki 32,2404 32,3285 Holl. gyllini 24,2744 24,3408 Vesturþýskt mark 27,4104 27,4853 itölsk líra 0,03760 0,03770 Austurr. sch. 3,8966 3,9072 Portúg. escudo 0,3347 0,3356 Spánskur peseti 0,4411 0,4423 Japanskt yen 0,39921 0,40030 írskt pund 73,215 73,415 SDR 67,1579 67,3414 Evrópumynt 57,2009 57,3572 J.*. Útboð — Gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitartilboðaí gerð gatnaog lagna í Setbergi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4000m2, fylling 7800m3, holræsalögn D = 200 mm 680 ml og holræsalögn D = 300 mm 425 ml. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn 10.000 króna skilatrygg- i ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Orðsending til bænda á fjárskiptasvæðum Sauðfjárbændur, sem rétt eiga á að taka upp sauðfjárhald að nýju haustið 1989, þurfa að leggja inn pöntun á líflömbum fyrir 15. mars 1989. Pöntuninnr þarf að fylgja úttektarvott- orð héraðsdýralæknis um að sótthreinsun hafi verið lokið skv. samningi. Allar pantanir skulu vera skriflegar og sendast til Sauð- fjárveikivarna, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Reykjavík, 9. febrúar 1989. Sauðfjárveikivarnir. KRATAKOMPAN Flokksstjórn Alþýðuflokks Fundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins verður hald- inn mánudaginn 20. febr. kl. 17 í Iðnó v/Vonarstræti. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Alþýðuflokkurinn. Kratakaffi — Kratakaffi Munið Kratakaffið mið- vikudaginn 15. febr. kl. 20.30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverf- isgötu 8-10. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibals- son, Utanríkisráðherra. Komum, spjöllum og spáum í pólitíkina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.